Fréttablaðið - 19.11.2011, Side 109

Fréttablaðið - 19.11.2011, Side 109
LAUGARDAGUR 19. nóvember 2011 73 Leikkonan Demi Moore sendi frá sér tilkynningu til US Weekly um að hún hefði ákveðið að segja skil- ið við eiginmann sinn til sex ára, Ashton Kutcher. Parið var ávallt ófeimið að tjá hvort öðru ást sína á opinberum vettvangi og notaði Twitter gjarnan til þess, Moore ákvað þó að binda enda á hjóna- band þeirra í kjölfar frétta um framhjáhald Kutchers. „Það er með sorg í hjarta sem ég hef ákveðið að sækja um skiln- að frá Ashton. Sem kona, móðir og eiginkona hef ég í hávegum ákveðin gildi og vegna þeirra hef ég ákveðið að taka þetta skref. Þetta eru erfiðir tímar fyrir mig og fjölskyldu mína og því bið ég um að fólk sýni okkur nærgætni meðan á þessu stendur,“ sagði í tilkynningu Moore. Moore og Ashton Kutcher tóku saman árið 2003 og giftu sig tveim- ur árum síðar. Með fyrrverandi eiginmanni Moore, Bruce Willis, og dætrum þeirra myndaði parið hamingjusama stórfjölskyldu, sem er fáheyrt í Hollywood, og vakti því athygli fjölmiðla. Í gegnum árin hafa þó reglulega verið flutt- ar fréttir af glaumgosahegðun Kutchers en parið stóð ávallt af sér fjölmiðlafárið sem fylgdi í kjölfar slíkra frétta. Hinn 24. september á þessu ári flutti US Weekly fréttir af því að Kutcher hefði eytt nótt með stúlku frá San Diego. Stúlkan, Sara Leal, kom stuttu síðar fram í fjölmiðlum og staðfesti fréttina. Moore og Kutcher virtust ætla að standa af sér fjölmiðlafárviðrið einnig í þetta sinn en augljóst var að vandinn risti djúpt og Moore var að ganga í gegnum mikla erfiðleika og sorg. Sækir um skilnað frá Kutcher ERFIÐLEIKAR Parið glímdi við mikla erfiðleika eftir að US Weekly flutti fréttir af einnar nætur gamni sem Kutcher átti með Söru Leal. NORDICPHOTOS/GETTY Svo virðist sem Bandaríkjamenn séu búnir að fá nóg af Kardashi- an-fjölskyldunni því á netinu og víðar má finna undirskriftalista þar sem fólk er hvatt til að snið- ganga þætti þeirra og vörur. Netsíðan BoycottKim.com hefur fengið hundrað þúsund undirskriftir auk þess sem fólk hefur farið fram á að sjónvarps- þættir um líf fjölskyldunnar verði teknir af dagskrá. Comcast, fyrirtækið sem framleiðir þætt- ina, hefur miklar áhyggjur af þessari þróun. „Kard- ashian-fjölskyldan reiðir sig alfarið á trúverðugleika sjónvarpsþátta sinna, nú þegar hann er úti, hvað eiga þau þá eftir?“ spurði Leslie Bruce, blaðamaður Hollywood Reporter. Óvinsæl fjölskylda ÞREYTA Banda- ríkjamenn eru búnir að fá nóg af Kardashian-fjöl- skyldunni. NORDICPHOTOS/GETTY
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.