Fréttablaðið - 19.11.2011, Síða 112
19. nóvember 2011 LAUGARDAGUR76
Landslið grínista á
Degi rauða nefsins
Hjónin Kristján Franklín Magnús og Sigríður
Arnardóttir, Sirrý, skemmtu sér vel.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Aron Steinn Ásbjarnarson og Rebekka
Bryndís Björnsdóttir létu sig ekki vanta í
útgáfuhófið.
Orri Helgason og Björn
Halldór Helgason voru á
meðal gesta.
Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri Séð
og heyrt, ásamt manni sínum, Hjalta
Rúnari Sigurðssyni.
Helgi Björnsson ásamt
Sigtryggi Baldurssyni,
eða Bogomil Font.
Helgi Björnsson fagnaði
útgáfu nýrrar plötu sinnar á
veitingastaðnum La Luna við
Rauðarár stíg. Helgi á marga
góða vini sem mættu og ósk-
uðu honum til hamingju.
Ítalskur matur og eðalvín
í veislu Helga Björns
Helgi bauð upp á ítalskan sælkeramat og sérvalin vín á La
Luna við góðar undirtektir gesta sinna. Hann hélt tónleika
í Eldborgarsal Hörpu á þjóðhátíðardaginn og hefur núna
gefið þá út á geisla- og mynddiski. Á tónleikunum voru
fluttar íslenskar dægurperlur með aðstoð strengjasveitar
og karlakórs. Fjöldi gestasöngvara steig á svið,
þar á meðal Bogomil Font, Högni Egilsson,
Mugison og Ragnheiður Gröndal.
Útvarpsmaðurinn
Ívar Guðmunds-
son og tónlistar-
maðurinn Bjarni
Lárus Hall voru
hressir.
Baráttumál Unicef verða í brenni-
depli þegar Dagur rauða nefsins
verður haldinn þriðja árið í röð
föstudaginn 9. desember.
Líkt og áður mun einvalalið
íslenskra skemmtikrafta leggja
málefninu lið og koma fram í
skemmtidagskrá sem sýnd verður
í opinni dagskrá á Stöð 2. Kynnar
kvöldsins verða þau Ilmur Krist-
jánsdóttir og Þorsteinn Guðmunds-
son, en Páll Óskar Hjálmtýsson
verður í stóru hlutverki í ár, því
auk þess að hafa heimsótt Síerra
Leóne á vegum Unicef fyrir sjón-
varpsútsendinguna, mun hann
flytja frumsamið lag verkefnis-
ins. Meðal annarra sem
staðfestir hafa verið í
dagskrána eru Mið-
Ísland, Spaugstof-
an, Ólafía Hrönn
Jónsdóttir, Guðlaug
Elísabet Ólafsdótt-
ir, Steindi Jr., Saga
Garðarsdóttir og
Björn Bragi Arn-
arsson. Allt efni er
samið sérstaklega
fyrir tilefnið og Stefán
Ingi Stefánsson, fram-
kvæmdastjóri Unicef á Íslandi,
segir það grín sem þegar er búið
að taka upp lofa einstaklega góðu.
Að sögn Stefáns er tilhlökkun
farin að myndast hjá skipuleggj-
endum. „Við erum komin með smá
fiðring í magann. Þetta hefur allt-
af gengið ótrúlega vel og festir sig
betur í sessi með hverju árinu. Við
tölum alltaf um þetta sem skemmt-
un sem skiptir máli, það er mikið
líf og fjör en líka alvarlegur og
góður undirtónn í þessu. Þetta
verður glæsilegt í
ár, það er mikið
lagt í þetta.“
- bb
Í STÓRU HLUT-
VERKI Páll Óskar
Hjálmtýsson flytur
frumsamið lag á
Degi rauða nefsins
og Ilmur Kristjáns-
dóttir verður kynnir í
maraþonútsendingu
á Stöð 2.
ILMUR
KRIST-
JÁNS-
DÓTTIR
LEIKKONA