Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.11.2011, Blaðsíða 10
25. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR10 EGYPTALAND „Kosningunum verð- ur ekki frestað,“ segir Mamdouh Shaheen, einn herforingjanna í herforingjaráðinu sem fer með stjórn í Egyptalandi. Fyrsti áfangi þeirra af þrem- ur verður haldinn á mánudaginn, en síðasti áfanginn ekki fyrr en í byrjun næsta árs. Kosið verður til þings, sem fær tæplega hálft ár til að semja nýja stjórnarskrá. Að því búnu, eða í júní á næsta ári, verð- ur efnt til forsetakosninga og loks þingkosninga, standist þær áætl- anir sem herforingjastjórnin hefur kynnt. Shaheen kom fram á blaða- mannafundi í gær ásamt öðrum herforingja úr stjórninni, Mukhtar el-Mallah. Sá sagði að herforingja- stjórnin væri að bregðast trausti þjóðarinnar ef hún léti af völd- um núna, enda sé mannfjöldinn á Tahrir-torgi ekki þjóðarheildin. „Við munum ekki afsala okkur völdum af því að hópur fólks söngl- ar slagorð um það,“ sagði el-Mal- lah. „Það er engin guðsgjöf að fara með völdin. Það er bölvun. Því fylgir mjög þung ábyrgð.“ Herforingjastjórnin baðst hins vegar afsökunar á dauða nærri 40 mótmælenda, sem látist hafa af völdum aðgerða lögreglunnar á Tahrir-torgi síðustu daga. Seint á miðvikudagskvöld komu tveir her- foringjanna fram í sjónvarpi þar sem þeir vottuðu allri egypsku þjóðinni samúð sína. Aðstandend- um hefur verið lofað skaðabótum og fullyrt er að þeir lögregluþjón- ar sem ábyrgð bera verði sóttir til saka. Með þessu vonast herforingja- stjórnin til að róa almenning, sem hefur þrotið langlundargeð gagn- vart stjórninni vegna þess hve hægt gengur að koma á lýðræðis- umbótum. Gagnrýnin á herforingjastjórn- ina beinist einnig að því að hún hefur sent lögregluna á mótmæl- endur, en lögreglan er óvinsæl í Egyptalandi vegna þess ofbeldis sem hún er þekkt fyrir að beita, öfugt við herinn sem frá fornu fari hefur notið velvildar almennings. Mjög skiptar skoðanir virðast vera meðal Egypta um það hvort halda eigi kosningarnar strax. Samkvæmt skoðanakönnunum fær Frelsis- og réttlætisflokkurinn flest atkvæði, en að honum stendur Bræðralag múslíma, samtök sem áratugum saman hafa verið öfl- ugustu samtök trúaðra múslíma í Egyptalandi, þrátt fyrir áralangt bann við stjórnmálaþátttöku. Flokkurinn boðar hófsama stjórn með trúargildi að leiðarljósi. gudsteinn@frettabladid.is DÓMSMÁL Hæstiréttur dæmdi í gær Svavar Halldórs- son, fréttamann á Ríkisútvarpinu, til að greiða Pálma Haraldssyni, sem oftast er kenndur við Fons, 200 þúsund krónur í miskabætur. Tilefnið er frétt sem Svavar flutti í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins 25. mars á síðasta ári. Héraðsdómur Reykjaness hafði áður sýkn- að Svavar. Frétt Svavars fjallaði um lán upp á 2,5 milljarða króna, sem Pálmi var sagð- ur hafa fengið frá Glitni. Pálmi gerði kröfu um ómerk- ingu fimm ummæla sem við- höfð voru í fréttinni. Ein þeirra, það er að pening- arnir fyndust hvergi, dæmdi Hæstirétt- ur dauð og ómerk. Svavar hefði ekki sýnt fram á að þetta ætti við rök að styðjast og hefði ekki leitað upp- lýsinga frá Pálma um efni henn- ar. Hæstiréttur taldi ekki efni til að dæma Svavar til refsiábyrgðar fyrir flutning þeirra. Pálmi stefndi Páli Magnússyni og Maríu Sigrúnu Hilmars- dóttur fréttaþul, sem kynnti fréttina, til vara. Þau voru sýkn- uð í málinu. - jss Það er engin guðsgjöf að fara með völdin. Það er bara bölvun. Því fylgir mjög þung ábyrgð. MAMDOUH SHAHENN HERFORINGI Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Rektu nú karlinn út til að setja upp jólaseríurnar! – með réttu græjunum Áltrappa 5 þrep 5.990 Áltrappa 4 þrep 4.990 Álstigi 2x12 þrep 3,61-6,1 m 23.900 Álstigi 12 þrep 3,38 m 6.990 Álstigi 3x8 þrep 2,27-5,05 m 16.990 Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel Hemmi Gunn – og svaraðu nú! Fjölbreyttur og fjörugur þáttur Herforingjastjórnin heldur sínu striki Herforingjarnir í Egyptalandi neita að láta af völdum og stefna ótrauðir á kosningar eftir helgi. Biðjast samt afsökunar á dauðsföllum síðustu daga og lofa aðstandendum skaðabótum. Ekkert lát á mótmælum á Tahrir-torgi í Kaíró. MÓTMÆLENDUR Í EGYPTALANDI „Farið burt. Egyptaland er stærra en þið allir,“ stendur á fánanum sem mótmælendur breiddu úr á Tahrir-torgi í Kaíró. NORDICPHOTOS/AFP Hæstiréttur sneri dómi Héraðsdóms Reykjaness í meiðyrðamáli við: Svavar greiði Pálma 200 þúsund JEMEN, AP Mótmælin í Jemen hættu ekki þótt Ali Abdullah Saleh forseti hafi samþykkt að segja af sér. Ekkert lát er heldur á ofbeldi af hálfu stjórnarinnar. Öryggissveitir urðu fimm mót- mælendum að bana í gær í höfuðborginni Sana. Leiðtogar stjórnarandstöðuflokka í Jemen hétu Saleh forseta refsileysi gegn loforði hans um afsögn. Samningurinn gerir ráð fyrir því að Abed Rabbo Mansour Hadi varaforseti taki við en kosningar verði haldnar innan þriggja mánaða. Mótmælendur eru ósáttir við að stjórnarand- stöðuflokkarnir geri samkomulag af þessu tagi, því þeir hafi ekkert umboð frá mótmælenda- hreyfingunni sem ekki á fulltrúa á þingi. Mótmælendurnir eru einnig ósáttir við að Saleh hafi verið heitið refsileysi. Einnig segja þeir ómögulegt að vita nema Saleh snúist hugur og vilji sitja áfram þegar á reynir. Hann hefur þrisvar áður lofað afsögn en ekki staðið við það. Sjálfur gaf Saleh til kynna, þegar hann und- irritaði samninginn í Sádi-Arabíu á miðviku- dag, að hann gæti vel hugsað sér að taka áfram þátt í stjórnmálum í Jemen, enda er flokkur hans enn öflugur á þingi. - gb Mótmælin í Jemen halda áfram þótt forsetinn hafi fallist á afsögn: Fleiri mótmælendur drepnir MÓTMÆLENDUR Í SANA Telja ótímabært að fagna afsögninni strax. NORDICPHOTOS/AFP SVAVAR HALLDÓRSSON PÁLMI HARALDSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.