Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.11.2011, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 25.11.2011, Qupperneq 13
13 25. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA KÖNNUN Ungir, hægrisinnað- ir karlmenn sem búsettir eru á landsbyggðinni og hafa lágar tekjur eru líklegastir til að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson gefi hann kost á sér í forsetakosningum, samkvæmt niðurstöðum könn- unar MMR sem gerð var fyrir Viðskiptablaðið. Alls sögðust 53,7 prósent þeirra sem afstöðu tóku í könn- uninni geta hugsað sér að kjósa Ólaf Ragnar, en 46,3 prósent sögðust ekki geta hugsað sér að kjósa hann. Meirihluti karla sagðist geta hugsað sér að kjósa Ólaf, um 60,1 prósent. Aðeins 46,4 pró- sent kvenna voru sömu skoðun- ar. Um 48,2 prósent höfuðborgar- búa myndu íhuga að kjósa Ólaf, en 62,1 prósent íbúa landsbyggð- arinnar. Ungt fólk er líklegra til að íhuga að kjósa Ólaf Ragnar en þeir sem eldri eru. Um 70,6 pró- sent fólks á aldrinum 18 til 29 ára sögðust þeirrar skoðunar og um 53 prósent fólks á aldrinum 30 til 49 ára. Aðeins 40,3 prósent fólks í aldurshópnum 50 ára og eldri sögðu að til greina kæmi að kjósa Ólaf. Stuðningur við Ólaf Ragnar mældist mestur hjá þeim sem segjast myndu kjósa Framsókn- arflokkinn, um 85,1 prósent. Um 64,2 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins geta hugs- að sér að kjósa hann. Aðeins 24,8 prósent stuðningsmanna Sam- fylkingarinnar og 34,5 prósent þeirra sem kjósa myndu Vinstri græna voru á sömu skoðun. Talsverður munur er á stuðn- ingi við Ólaf eftir tekjum. Þeir tekjulægstu virðast mun líklegri til að styðja hann í kosningum en þeir sem hafa hærri tekjur. Alls tóku 879 þátt í könnun MMR og tóku 75 prósent afstöðu til spurningarinnar. - bj Um 54 prósent landsmanna getur hugsað sér að kjósa Ólaf Ragnar gefi hann kost á sér í forsetakosningum: Nýtur mests fylgis meðal ungra karlmanna KOSNINGAR Forseti Íslands verður kosinn næsta sumar, en Ólafur Ragnar Grímsson hefur ekki gefið upp hvort hann mun gefa kost á sér á ný. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL NOREGUR Ungi maðurinn sem myrti vin sinn og særði annan lífshættulega með hnífi eftir gleðskap í Ósló í síðasta mánuði var undir áhrifum eiturlyfja og mögulega veill á geði er hann framdi ódæðið. Hann hefur nú verið fluttur á öryggisdeild þar sem hann mun gangast undir geðrannsókn. Málið vakti mikinn óhug, enda voru mennirnir þrír vinir og aðkoman að vett- vangi var einstaklega óhugnanleg. Meðal annars hafði árásarmaðurinn makað blóði upp um veggi stigagangs í húsinu þar sem þeir bjuggu. Mennirnir eru 21 og 22ja ára gamlir. Fórnarlömbin fóru út að skemmta sér, en hinn varð eftir heima. Lögregla telur að hann hafi setið fyrir félögum sínum við heimkomuna með fyrrgreindum afleiðing- um. Sá sem komst lífs af slapp út úr íbúðinni við illan leik og komst upp í leigubíl sem ók honum að sjúkrahúsi. Þegar lögregla kom á vettvang lá árásarmaðurinn í bakgarði hússins, á nærbuxunum einum klæða, mikið skorinn á höndum og hálsi. - þj Rannsókn á morðmáli sem hefur vakið mikinn óhug meðal íbúa í Ósló heldur áfram: Ungi morðinginn talinn vera veill á geði ÓHUGNANLEGT Rannsókn á morðinu í Ósló í síðasta mánuði miðar áfram og bendir nú allt til þess að morðinginn hafi verið undir áhrifum eiturlyfja og veill á geði. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra flutti ræðu um stöðu íslenskra efnahagsmála á fundi hjá norsk- íslenska verslunarráðinu í Ósló í fyrradag. Í fréttatilkynningu kemur fram að í ræðunni hafi ráðherrann lýst viðbrögðum við hruninu, lokum áætlunar Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins hér og framvindu áætlunar um afnám hafta. Þá talaði hann um mikilvægi erlendrar fjárfesting- ar og framtíðarsýn á hagstjórn á Íslandi. - þeb Árni Páll Árnason í Noregi: Hélt ræðu hjá verslunarráði KJARAMÁL Leikskólakennarar í Reykjavík munu ekki lengur fá greitt fyrir neysluhlé í hádeginu, líkt og verið hefur síðan árið 2007. Þetta var ákveðið á fundi borgarstjórnar í gærmorgun. Í yfirlýsingu frá Félagi leik- skólakennara er breyting- unni mótmælt harðlega og þar segir að leikskóla- kennarar séu „sturlaðir af reiði“. Sóley Tómasdóttir, oddviti VG í borgarstjórn, gagnrýndi ákvörðun meirihlutans harðlega í samtali við Vísi og sagði hana hreina kjaraskerðingu. Sveitar- stjórn sem sé vönd að virðingu sinni taki ekki svona ákvarðanir. Hún segir að flestir séu væntan- lega sammála um að stéttin sé ekki ofalin á þeim launum sem greidd eru í dag. - sv Leikskólakennarar æfir: Fá ekki lengur greitt matarhlé SÓLEY TÓMASDÓTTIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.