Fréttablaðið - 25.11.2011, Síða 22

Fréttablaðið - 25.11.2011, Síða 22
22 25. nóvember 2011 FÖSTUDAGUR Ríkissjóður Íslands er í vanda vegna skulda. Stjórnvöld virð- ast leita allra leiða til að auka tekjur og draga úr útgjöldum. Forsvarsmenn í atvinnulífi bera sig illa vegna fyrirhugaðra hækk- ana á ýmsum rekstrartengdum álögum. Telja jafnvel að fótum sé kippt undan starfsemi sinni. Virðisaukaskattur er einn umfangsmesti skattstofn ríkis- ins. Tekjur af virðisaukaskatti má auka með hækkun skattlagning- arprósentu (sem hefur verið gert) og með því að draga úr undanþág- um eða með því að flytja vöru- flokka úr lágu skattþrepi í hærra (tillaga sérfræðinga AGS). Megin- hugmyndin á bak við upptöku virðisaukaskatts í stað söluskatts var að breikka skattstofninn með því að fækka undanþágum frá greiðslu auk þess sem söluskatt- urinn mismunaði atvinnugreinum og framleiðsluaðferðum og hafði þannig skekkjandi áhrif á neyslu fólks. Í 2. gr. laga númer 50/1988 með síðari breytingum, er til- greint hvaða viðskipti eru undan- þegin greiðslu virðisaukaskatts. Þessum undanþágum má gróf- lega skipta í fjóra flokka: Í fyrsta lagi nær undanþága til þjónustu á borð við heilbrigðisþjónustu og útfararþjónustu þar sem deila má um hvort viðskiptin leiði til virð- isaukningar á hendi kaupanda (tannfyllingar viðhalda virði tanna frekar en að þær auki verð- mæti þeirra svo dæmi sé tekið og því hæpið að greiða virðisauka- skatt af þjónustu tannlækna og annarra heilbrigðisstarfsmanna). Í öðru lagi nær undanþágan til þjónustu þar sem virðisauk- inn er óviss eða langt í að hann verði að raunveruleika. Þetta á við um starfsemi skólastofnana, íþróttastarfsemi, fasteignaleigu, starfsemi rithöfunda og annarra listamanna. Þessi starfsemi ein- kennist af því að iðkendur leggja í mikinn kostnað löngu áður en ljóst er hvort árangur verður af streði þeirra. Slík starfsemi fell- ur illa að hugmyndafræði virðis- aukaskattsins, innskattur myndi safnast upp hjá væntanlegum seljendum þjónustunnar árum og jafnvel áratugum saman. Í þriðja lagi nær undanþága til starfsemi þar sem óljós tengsl eru milli virðisauka sem starf- semin skapar og umfangs við- skipta. Þetta á við um starfsemi banka og vátryggingarfélaga. Þessir flokkar eiga það sam- merkt að það eru skynsamleg rök sem liggja að baki undanþágunni. Fjórði flokkurinn samanstendur af vörum og þjónustu sem ekki er hægt að rökstyðja undanþág- una með skynsamlegum rökum. Frumvarp til laga um virðis- aukaskatt breyttist mikið í með- förum þingsins, einkum eftir að fjárhags- og viðskiptanefnd hafði fundað með hagsmunaaðilum. Það sem vekur einna mesta athygli er undanþága vegna sölu veiði- leyfa í ám og vötnum. Í framsögu um nefndarálit um frumvarpið sem varð að lögum 50/1988 sagði nefndarformaður fjárhags- og viðskiptanefndar m.a.: „Á fund nefndarinnar komu fulltrúar frá Landssambandi veiðifélaga og vöktu athygli á því að veiði- hlunnindi eru mjög ríkur þáttur í tekjum bænda þeirra sem slík hlunnindi hafa …“. Í framhaldinu hafa skattyfir- völd túlkað tekjur af veiðihlunn- indum með sama hætti og um leigutekjur af fasteign væri að ræða þannig að sala laxveiðileyfa væri undanþegin virðisauka- skatti! Þess má geta að alþingis- mennirnir Jóhanna Sigurðardótt- ir og Rannveig Guðmundsdóttir lögðu fram tillögu um að veiðar í ám og vötnum væru virðisauka- skattsskyldar árið 1998. Sú tillaga náði ekki fram að ganga. Nú berast fregnir af mjög hækkandi verði á laxveiðileyfum. Þessi tekjuauki rennur að stórum hluta til eigenda veiðiréttarins. Sumir þeirra hafa kostað nokkru til að auka verðmæti eignar sinn- ar. Aðrir litlu. Hið opinbera kost- ar umfangsmikla rannsóknar- starfsemi og seiðauppeldi. Væri leiga á laxveiðihlunnind- um virðisaukaskattsskyld kæmi innskattur vegna aðfanga og þjón- ustu sem veiðileyfasölunni fylgdi til frádráttar útskattinum með sama hætti og í annarri starf- semi. En álagning virðisauka- skatts myndi tæplega hafa í för með sér að umfang veiðileyfa- sölu breyttist. Að því leytinu er skárra að leggja virðisaukaskatt á laxveiðar en að leggja kolefnis- skatt á framleiðslu kísiljárns, sé ætlunin að takmarka áhrif skatt- heimtunnar á atvinnulífsumsvif. Íslenskur landbúnaður tekur til sín umtalsverðar upphæðir úr ríkissjóði í formi beingreiðslna og styrkja af ýmsu tagi. Hagfræði- stofnun tók saman upplýsing- ar um tekjur af sölu lax- og sil- ungsveiðileyfa fyrir árið 2003 í skýrslu sem kom út 2004. Tekjur þá voru áætlaðar um 1 milljarður króna. Sé gert ráð fyrir að þessar tekjur fylgi gengi erlendra gjald- miðla væru þær um 1,7 milljarðar króna á núverandi verðlagi. Und- anþágan frá greiðslu virðisauka- skatts af sölu lax- og silungsveiði- leyfa jafngildir þess vegna því að styrkir til íslensks landbúnaðar séu vantaldir um 300 til 400 millj- ónir króna í opinberum gögnum. Verðlagseftirlit ASÍ túlkar nið-urstöðu nýrrar verðkönnunar sinnar á þann veg að á kunni að vanta að samkeppni meðal mat- vöruverslana sé nægjanlega virk. Því til stuðnings bendir verðlags- eftirlitið sérstaklega á að hækk- anir hafi orðið á kjötvörum um 8 til 45% á sl. 14 mánuðum. Það sem er rétt hjá eftirlitinu er að miklar hækkanir hafa orðið á kjötvörum á undanförnum mán- uðum, en það er hins vegar alröng ályktun að þær megi rekja til þess að ekki sé nægjanleg sam- keppni á matvörumarkaði. SVÞ – Samtök verslunar og þjónustu hafa á undanförnum mánuðum gagnrýnt hækkanir á kjötvörum frá framleiðendum harðlega. Samkvæmt upplýsing- um frá aðildarfyrirtækjum sam- takanna eru dæmi um hækkanir um allt að 45% á einstaka kjötteg- undum. Algengt er að verð á þess- um vörum hafi hækkað frá fram- leiðendum um 20 til 35% á þessu tímabili. Hér er eins og allir vita um að ræða hækkanir sem ekki er hægt að skýra með vísan til þróunar verðbólgu á sama tíma. Á þetta hafa samtökin bent og telja þau að framleiðendur hafi engan veginn getað gefið eðlileg- ar skýringar á hækkuninni. Að mati samtakanna er skýr- ingarinnar að leita í því úrelta framleiðslu- og sölukerfi sem byggt hefur verið upp í kringum innlenda landbúnaðarframleiðslu. Það kerfi útilokar nær allan inn- flutning og þar með alla sam- keppni í framleiðslu á landbúnað- arvörum. Kerfið leiðir einnig til vísitöluhækkunar og hækkar þar með skuldir heimilanna í landinu. Margir aðrir en SVÞ hafa gagn- rýnt þetta kerfi harðlega, þ.á m. ASÍ. Þó að flestir geri sér grein fyrir því hvar orsakanna sé að leita fyrir hinni miklu hækkun sem orðið hefur á kjötvörum und- anfarna mánuði, kýs verðlagseft- irlit ASÍ að skýra það með ónógri samkeppni á matvörumarkaði. Staðreyndin er nefnilega sú að enginn einn markaður hér á landi býr við eins mikið eftirlit af hálfu samkeppnisyfirvalda og matvörumarkaðurinn. Það er beinlínis staðfest af Samkeppn- iseftirlitinu, m.a. í skýrslu þess frá því á sl. sumri sem ber yfir- skriftina „Samkeppni eftir hrun“. Þar segir að stórum hluta af tíma eftirlitsins verði hér eftir sem hingað til varið í eftirlit með sam- keppni á matvörumarkaði. Í því ljósi er ályktun verðlagseftirlits ASÍ í meira lagi langsótt. Það eina sem haldið getur aftur af áframhaldandi hækkunum á innlendum búvörum er að heim- ila aukinn innflutning á þessum vörum. Þar hefur orðið mikill afturkippur þar sem núverandi stjórnvöld gera hvað þau geta til að hindra slíkan innflutning. Það væri nær að SVÞ og ASÍ sneru bökum saman í baráttu fyrir auknu frelsi í viðskiptum með búvörur og einfaldara landbúnað- arkerfi sem leiða myndi til auk- innar hagsældar fyrir heimilin í landinu. Þar er sannarlega verk að vinna. Það sem vekur einna mesta athygli er undanþága vegna sölu veiðileyfa í ám og vötnum. Það sem er rétt hjá eftirlitinu er að miklar hækkanir hafa orðið á kjötvörum á undanförnum mán- uðum … Þegar ég var ung stúlka heima í Síle, lærði ég þennan málshátt: quien te quiere te aporrea, eða sá sem elskar þig, lemur þig. Ég minnist konu sem sagði: „Svona er þetta bara.“ En nú, á okkar dögum, þegar þjóðfélög eru orðin réttlátari, lýðræðislegri og jafn- ari, hefur orðið breyting til batn- aðar því sífellt fleiri eru sér með- vitandi um að ofbeldi gegn konum er hvorki óumflýjanlegt né ásætt- anlegt. Slíkt ofbeldi er í sívaxandi mæli réttilega skilgreint og for- dæmt sem umtalsvert mannrétt- indabrot; ógn við lýðræði, frið og öryggi og þung byrði á hagkerfum ríkja. Í dag höldum við alþjóðlegan dag til að binda enda á ofbeldi gegn konum. Við getum horft um öxl með nokkru stolti á þann árangur sem náðst hefur undan- farna áratugi. Alls 125 ríki hafa nú sett lög sem gera heimilisofbeldi refsi- vert. Þetta eru umtalsverðar framfarir á aðeins einum áratug. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur viðurkennt kynferðisofbeldi sem kerfisbundna stríðsaðgerð. Verulegar framfarir í alþjóða- lögum hafa einnig leitt til þess að í fyrsta skipti hefur reynst gerlegt að sækja til saka fyrir kynferðis- legt ofbeldi á meðan og eftir að átökum lýkur. Konurnar sem „vantar“ En við skulum ekki gleyma að vonir um líf án mismununar og ofbeldis er enn langt undan. 603 milljónir kvenna um allan heim búa í ríkjum þar sem heimilisof- beldi hefur enn ekki verið útlægt gert. Kynferðislegt ofbeldi er enn landlægt bæði á friðar- og ófrið- artímum. Kvennamorð kosta of margar konur lífið. Á heimsvísu hafa allt að sex af hverjum tíu konum verið beittar ofbeldi og/eða kynferðislegu ofbeldi á ævinni. Meira en 60 milljónir stúlkna eru brúðir á barnsaldri og á bilinu 100 til 140 milljónir stúlkna og kvenna hafa verið beittar misþyrmingum á kynfærum. Margir foreldrar kjósa að eignast drengi og meira en 100 milljónir stúlkna „vantar“ vegna kynjavals fyrir fæðingu. Fleiri en 600.000 konur og stúlkur sæta mansali þvert á landamæri á hverju ári; mikill meirihluti þeirra til að enda í kynlífsþrælkun. Ofbeldi gegn konum er enn eitt útbreiddasta mannréttindabrot- ið og er einn þeirra glæpa sem sjaldnast leiða til saksóknar. Allt- of oft er konum meinað um rétt- læti og vernd fyrir ofbeldi, þótt jafnrétti kynjanna sé viðurkennt í stjórnarskrám 139 ríkja og land- svæða. Ástæðan er ekki fáfræði heldur skortur á fjárfestingu og pólitískum vilja til að koma til móts við þarfir kvenna. Forystu er þörf Til að greiða fyrir því legg ég fram stefnuskrá í 16 liðum sem miðar að því á raunhæfan hátt að hindra og vernda og útvega nauð- synlega þjónustu til að binda enda á ofbeldi gegn konum. Forystu er þörf til að vernda mæður, syst- ur og dætur, en það er líka þörf á nægum úrræðum og skilvirk- um lögum. Sækja ber gerendur til saka, svo refsileysi heyri sög- unni til. Lykilatriði til árangurs er full þátttaka karla og drengja sem jafningja og að þeir láti vita að hvers konar ofbeldi gegn konum sé ólíðandi. Hindra má ofbeldi með því að breyta viðteknum hugmyndum í krafti menntun- ar. Herferðir geta stuðlað að vit- undarvakningu almennings með því að virkja ungmenni og ungt fólk sem aflvaka breytinga og auka valdeflingu og forystuhlut- verk kvenna og stúlkna. Það er auk þess brýn þörf á því að veita konum og stúlkum í hópi eftirlif- andi fórnarlamba ofbeldis þann stuðning og þjónustu sem þær eiga skilið. UN Women, Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna, er í farar- broddi í átaki á heimsvísu sem miðar að því að sjá konum og stúlkum, hvarvetna sem þær þurfa á að halda, fyrir almenn- um aðgangi að skjótum úrræð- um ef þær verða fyrir ofbeldi. Að minnsta kosti verður að hafa tuttugu og fjögurra tíma vakt til að sinna tafarlausum og brýnustu þörfum auk skjótrar íhlutunar til að tryggja öryggi og vernd og athvarf fyrir konurnar og börn þeirra. Einnig ráðgjöf og félags- sálfræðilegan stuðning, aðhlynn- ingu fórnarlamba nauðgana og ókeypis lögfræðiaðstoð til að skýra réttindi, valkosti og aðgang að réttarkerfi. Ofbeldi er ekki einkamál kvenna UN Women vinnur að því með samstarfsaðilum um allan heim að staðið sé við fyrirheit í Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um jafnrétti karla og kvenna. Með svokallaðri UNiTE herferð til höfuðs ofbeldis gegn konum, hefur framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna fylkt liði stofnana samtakanna til að auka vitund og eggja ríki, sam- félög og einstaklinga til að grípa til aðgerða og binda enda á tröll- aukin og kerfisbundin mannrétt- indabrot. Sjóður Sameinuðu þjóð- anna til að binda enda á ofbeldi gegn konum styður staðbundna hópa og nýstárlegar áætlanir sem bjarga mannslífum og ryðja úr vegi því sinnuleysi, ójafnrétti og refsileysi sem leyfir slíku ofbeldi að þrífast. Ég hvet samstarfsaðila til að láta fé af hendi rakna til sjóðs- ins til að minnast fimmtán ára afmælis hans enda er mikið óunn- ið verk um allan heim. Ofbeldi gegn konum er ekki einkamál kvenna. Það smækkar okkur hvert og eitt. Við þurfum að taka höndum saman til að stöðva það. Með því að fylkja liði og með því að rísa upp gegn ofbeldi gegn konum, þokumst við nær friði, réttlæti og jafnrétti. (Árni Snævarr þýddi) Sextán aðgerðir til höfuðs ofbeldi gegn konum Vaskurinn og laxinn Verðlagseftirlit á villigötum Mannréttindi Michelle Bachelet forstjóri UN Women OFBELDI ER EKKI ALLTAF SÝNILEGT. ÞRJÚ RIFBEIN ERU BROTIN, TVÆR TENNUR ERU LAUSAR, FIMM BRUNASÁR EFTIR SÍGARETTU Á FÓTUM. MAÐUR SÉR EKKI ALLTAF. Sigurauglýsing danska hönnuðarins Trine Sejthen í auglýsingasamkeppni Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn konum. Skattheimta Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor Matvöru- markaður Andrés Magnússon framkvæmda- stjóri SVÞ

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.