Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 2
26. nóvember 2011 LAUGARDAGUR2 Ari, getið þið ekki bara gert þöglar myndir? „Kannski er það hugmyndin með tillögu ráðherra og það má trúlega spara á því.“ Kvikmyndagerðarmenn eru ósáttir við tillögur menningarmálaráðherra um framlög í kvikmyndasjóð. Framlög verði ekki nóg til að erlendir styrkir fáist í stærri verkefni. Ari Kristinsson er formaður Sam- bands íslenskra kvikmyndaframleiðenda. FÓLK Bók Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, verður einleikur í hinu virta þýska Thalia-leikhúsi í Hamborg. Skáldið er mjög ánægt með að leikhúsið í Hamborg skuli hafa tryggt sér réttinn að bókinni í Þýskalandi. Ekki síst þar sem fyrirmynd aðalpersónunnar, Her- björg María Björnsson, dvaldi mikið á svæðinu í kringum borg- ina og leit jafnvel á Hamborg sem sína heimaborg. Hér heima hefur Þjóðleikhúsið þegar tryggt sér réttinn að leik- gerð upp úr bókinni en Hallgrím- ur mun að öllum líkindum skrifa þá leikgerð sjálfur. - fgg / sjá síðu 90 Bók Hallgríms Helgasonar: Þýskt leikhús kaupir réttinn SVEITARSTJÓRNIR Kostnaður við flutn- ing Héraðsskjalasafns Kópavogs úr leiguhúsnæði í eigu Sjálfstæðis- flokksins verður meira en tvöfalt hærri en áætlað var í upphafi. Á bæjarstjórnarfundi á þriðjudag kom fram að kostnaður við flutning Héraðsskjalasafnsins úr Hamraborg á Digranesveg stefnir í að verða 115 milljónir króna í stað 55 milljóna. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sögðu ljóst að reiknuð húsaleiga af húsnæði Héraðsskjalasafnsins muni tvöfalda leigukostnað stofnunarinn- ar, auk þess að hækka skuldir bæjar- ins um ríflega 100 milljónir. Formaður bæjarráðs, Guðríður Arnardóttir úr Samfylkingu, bókaði þá að húsnæði Sjálfstæðisflokksins í Hamraborg sem hýst hafi Héraðs- skjalasafnið sé með öllu óviðunandi undir safnið. „Auk þess hefur bærinn greitt Sjálfstæðisflokknum leigu upp á rúmar sex milljónir á ári fyrir þetta húsnæði sem er í afar bágu ástandi,“ bókaði Guðríður og sagði að um tvær milljónir myndu þess utan sparast vegna annars leigu- kostnaðar á skjalageymslum fyrir safnið. Nýja safnið muni uppfylla ströngustu kröfur. „Sá kostnaður sem við spörum vegna leigunnar mun duga fyrir fjármögnun framkvæmdanna á Digranesvegi 7. Við höfum þó skiln- ing á gremju Sjálfstæðisflokksins í þessu máli sem hefur lýst sig and- snúinn málinu frá fyrstu tíð en hann missir nú spón úr aski sínum því það er ekki víst að þeim takist að leigja gamla félagsheimilið sitt á jafn góðum kjörum. Jafnframt hefur leigusamningi vegna húsnæðis sem var í eigu Alþýðuflokks- ins fyrir tíu árum verið sagt upp,“ bókaði formaður bæjarráðs. Þá bókaði oddviti sjálfstæðis- manna, Ármann Kr. Ólafsson, að rétt væri að taka fram að leigu- húsnæði Héraðsskjalasafnsins hafi verið boðið út á sínum tíma og leigan samþykkt af fulltrúa Samfylkingar- innar. „Annar“ leigukostnaður sem talað væri um sé mun eldri leigu- samningur sem gerður hafi verið „um gluggalausa kompu, án útboðs á yfirverði, í eigu Samfylkingarinnar eða forvera hennar á sínum tíma og tengdist ekki Héraðsskjalasafninu,“ bókaði Ármann. Þetta kvað Ármann síðan ekki breyta „þeirri staðreynd að það munar 105 prósentum eða 60 millj- ónum króna á milli upphaflegrar áætlunar og fyrirliggjandi áætl- unar“. Sjálfstæðismenn legðu til sérstaka rannsókn á þessum mikla mun. „Mér er bara slétt sama hver leigði hverjum, hvenær og hvernig – þetta var vondur díll!“ bókaði þá Guðríður Arnardóttir að lokum. gar@frettabladid.is „Er bara slétt sama hver leigði hverjum“ Sjálfstæðismenn og Samfylkingarfólk í Kópavogi deila um hvort hafi verið verra fyrir bæinn að leigja af forvera Samfylkingarinnar eða Sjálfstæðisflokkn- um. „Bágt ástand“ og „gluggalaus kompa“ eru einkunnir sem eru gefnar. GUÐRÍÐUR ARNARDÓTTIR OG ÁRMANN KR. ÓLAFSSON Oddvitar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks tókust hart á í bæjar- ráði vegna kostnaðar við flutning Héraðsskjalasafns Kópavogs og upp- sagna bæjarins á leiguhúsnæði í eigu stjórnmálaflokka. DIGRANESVEGUR 7 Formaður bæjarráðs segir nýtt húsnæði fyrir Héraðsskjalasafn Kópavogs í gamla pósthúsinu á Digranesvegi standast ströngustu kröfur. Flutt sé úr óviðunandi húsnæði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Ljós tendruð á Óslóartrénu Ljósin á Óslóartrénu verða tendruð á Austurvelli á morgun klukkan fjögur. Sextíu ár eru liðin frá því að íbúar Óslóar færðu Reykvíkingum fyrst grenitré að gjöf. Skemmtidagskrá verður á Austurvelli í tilefni dagsins. REYKJAVÍK EVRÓPUMÁL Jón Bjarnason, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað starfshóp sérfræð- inga um stefnumörkun vegna banns á innflutningi á hráum dýraafurðum og lifandi dýrum. Í tilkynningu á vef ráðuneyt- isins segir að þrátt fyrir að mat- vælalöggjöf ESB hafi verið innleidd frá og með síðustu mán- aðamótum, sé enn óheimilt að flytja inn lifandi dýr eða hráar dýraafurðir, hvort sem er frá ESB-ríkjum eða annars staðar frá, nema með undanþágu frá ráð- herra. Þessi ráð - stöfun bygg- ir á ákvæði í EES-samningn- um sem kveð- ur á um að höft eða bönn megi leggja á inn- flutning vara ef þau megi rétt- læta , meðal annars með hliðsjón af almanna- öryggi, vernd lífs og heilsu manna eða dýra. Í frétt ráðuneytisins segir að samstarfshópurinn verði skipað- ur fulltrúum frá Matvælastofn- un, Tilraunastöð HÍ í meinafræði, Bændasamtökunum og ráðuneyt- inu. Hópurinn mun gera grein fyrir rökstuðningi og stefnumörkun Íslands í málinu. Vinna hópsins mun svo nýtast í aðildarviðræð- unum við ESB, en verkefnið er sagt snúa að því að Ísland geti gripið til „nauðsynlegra ráðstaf- ana til verndar íslensku búfé með takmörkun innflutnings á hráum búfjárafurðum og lifandi dýrum, komi til aðildar að Evrópusam- bandinu“. - þj Landbúnaðarráðherra skipar starfshóp um innflutningshöft á kjöti og dýrum: Nýtist í aðildarviðræðum við ESB JÓN BJARNASON EGYPTALAND, AP Herforingjaráðið í Egyptalandi til- kynnti í gær að Kamal el-Ganzouri, 78 ára fyrrver- andi samstarfsmaður Hosní Múbarak, verði forsæt- isráðherra landsins. Á blaðamannafundi í gær sagði el-Ganzouri að völd hans yrðu meiri en völd forvera hans, sem sagði af sér í vikunni í kjölfar mótmæla á Tahrir- torgi í Egyptalandi. Hann gaf þar með í skyn að her- foringjaráðið, sem hefur í raun farið með völdin í landinu, ætli sér veigaminna hlutverk. Meira en hundrað þúsund manns héldu út á götur höfuðborgarinnar í gær og kröfðust afsagnar her- foringjastjórnarinnar. Þetta eru fjölmennustu mót- mælin frá því að þau hófust á ný um síðustu helgi. Mótmælendur eru ósáttir við herforingjastjórn- ina, sem hefur verið gagnrýnd fyrir mannrétt- indabrot og fyrir að draga lappirnar í því að koma á lýðræðisumbótum eftir að Múbarak forseta var steypt af stóli síðasta vetur. Valið á nýjum forsætis- ráðherra hefur ekki bætt andrúmsloftið, enda var el-Ganzouri forsætisráðherra í stjórn Múbaraks á árunum 1996-99, og hafði áður verið aðstoðarfor- sætisráðherra og skipulagsmálaráðherra. - gb Meira en hundrað þúsund manns mótmæltu í Kaíró: Nýr forsætisráðherra tekur við MÓTMÆLI Í KAÍRÓ Yfir hundrað þúsund manns héldu út á götur höfuðborgarinnar í gær til að krefjast afsagnar herfor- ingjastjórnarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP DÓMSMÁL Tveir menn um þrítugt hafa verið dæmdir í átta mánaða fangelsi hvor fyrir þjófnaðarbrot. Sex mánuðir refsingarinnar eru skilorðsbundnir, meðal annars vegna dráttar á rannsókn málsins og útgáfu ákæru. Saman brutust mennirnir inn í vinnuskúra og gáma og stálu tækj- um að verðmæti á fimmtu milljón króna, að því er segir í ákæru. Öðrum þeirra er einnig gefið að sök að hafa stolið ýmsu að verð- mæti um 1,5 milljónir króna. Annar mannanna hafði ekki áður gerst sekur um refsiverða hátt- semi. Hinn var árið 2001 dæmdur á skilorð fyrir þjófnað. - jss Fengu átta mánuði hvor: Tveir stálu fyrir milljónir króna DANMÖRK Hætt hefur verið við að reisa 50 metra háa fánastöng á eyju við Álaborg, sem hefði orðið hæsta fánastöng Danmerkur. Berlingske segir frá, en á fána- stöngina átti að draga risavaxinn danskan þjóðfána að húni, 140 fer- metra að flatarmáli. Bæjaryfir- völd tóku hins vegar í taumana og neituðu að veita undanþágu fyrir verkefninu. Fáninn var hugsað- ur til kynningar á borginni – til samanburðar eru venjulegar fána- stangir um 6 metrar og Hús versl- unarinnar er 54 metra hátt. - þj Borgaryfirvöld í Álaborg: Höfnuðu hæstu fánastönginni LÖGREGLUMÁL Karlmaður á þrí- tugsaldri, sem handtekinn var í tengslum við rannsókn á skotárás í síðustu viku og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. nóvember, er laus úr varðhaldi lögreglu. Maðurinn situr þó áfram í fangelsi, þar sem hann afplán- ar eldri dóma, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. Karlmaður á svipuðum aldri er hins vegar áfram í varðhaldi vegna skotárásarinnar, en sá var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 2. desember. Þriðji maðurinn var handtekinn fyrr í vikunni, en honum var sleppt að loknum yfir- heyrslum. - sv Laus úr varðhaldi lögreglu: Afplánar nú gamla dóma BANDARÍKIN, AP Svarti föstudag- urinn svonefndi, fyrsti dagur útsölu fyrir jól í bandarískum verslunum, var í gær og gekk ekki átakalaust. Kona í Walmart-verslun í úthverfi Los Angeles reyndi að komast framar í röð eftir Xbox- tölvum með því að sprauta pipar- úða á nærstadda. Alls þurftu 20 manns á aðhlynningu að halda, ýmist vegna úðans eða öngþveit- isins sem fylgdi. Konan komst undan en lögregla var ekki viss um hvort hún hafi náð að kaupa tölvu. - þj Læti á Svarta föstudeginum: Sprautaði pipar- úða í biðröð KAUPÆÐI Hundruð þúsunda Banda- ríkjamanna fylltu verslanir þegar útsölur opnuðu í gær. NORDICPHOTOS/AFP SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.