Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 110
26. nóvember 2011 LAUGARDAGUR74
Tónlist ★★★
Meeting Point
Song For Wendy
Hægur taktur og þægileg stemning
Song for Wendy er samstarfsverkefni
Dísu Jakobsdóttur og Mads Mouritz.
Dísa steig fram á sjónarsviðið með
sína fyrstu plötu, sem hét einfaldlega
Dísa, fyrir þremur árum og sýndi með
henni að hún er hæfileikaríkur tón-
listarmaður. Mads, sem er danskur,
hefur verið að búa til tónlist í mörg ár
og á að baki töluvert af útgefnu efni.
Dísa og Mads eru kærustupar og
eignuðust saman barn um það leyti
sem platan var að að fara í fram-
leiðslu.
Meeting Point er lituð af sam-
bandi parsins sem stendur á bak við hana. Ástin
er áberandi í textunum og myndin á framhlið umslagsins sýnir tvö hjörtu
takast í hendur. Lögin eru frumsamin, en textarnir byggja flestir á gömlum
ljóðum. Tónlistin er ljúft og melódískt popp í hægum takti og daufum litum.
Útsetningarnar eru lágstemmdar og smekklegar og hljómurinn er vandaður.
Þetta er fín plata. Lagasmíðarnar eru ágætar og það er þægileg stemning
í þessum tólf lögum. Þau Dísa og Mads syngja líka vel, bæði saman og
hvort í sínu lagi. Meeting Point ristir kannski ekkert mjög djúpt, en þetta er
samt fín plata sem vekur vonir um að þau Dísa og Mads eigi eftir að gera
enn betri hluti í framtíðinni. Trausti Júlíusson
Niðurstaða: Ljúf og þægileg plata frá Dísu Jakobs og Mads Mouritz.
Britney Spears segir
að draumafríið sitt
sé skíðaferð með
sonum sínum og
kærasta. Poppsöng-
konan viðurkennir
í viðtali við blaðið
Stylist að hæfileikar
hennar í brekkun-
um séu takmarkaðir
en hún vilji gjarn-
an læra. „Það væri
yndislegt að fara í frí
í snjóinn og drekka
heitt súkkulaði með
strákunum mínum.“
Spears viðurkennir
einnig að hana langi
stundum til að fara í
dulargervi og fara út
að borða óáreitt.
Dreymir um að fara á skíði
DRAUMAFRÍIÐ Britney Spears vill læra á skíði og drekka
heitt súkkulaði með sonum sínum og kærasta.
NORDICPHOTOS/GETTY
Útgáfufélagið Ókeibæ hélt upp á útgáfu lífsstíls- og megr-
unarbókar tískubloggsins Hola Lovers í bókaverlslun Máls
og menningar á Laugavegi á fimmtudaginn. Margt var um
manninn í boðinu þar sem veitingar voru frumlegar en
beikon og vín var á boðstólnum.
Höfundur bókarinn er tískubloggarinn h og kallar sig kyndilbera
megrunar og fegrunar á Íslandi en í bókinni er að finna ýmsan fróð-
leik um meðal annars kynlíf, barneignir, sambönd og femínisma.
BEIKON Í BOÐI
BROSMILDAR Þær Gréta Sigríður Einarsdóttir, Þorbjörg Matthíasdóttir og Sunna
Guðný Högnadóttir tryggðu sér eintak af bókinni.
FLETTU BÓKINNI Esther Þorvaldsdóttir og Hrafnkell Örn Guðjónsson skoðuðu bókina
Hola Lovers.OKEIBÆ Hugleikur Dagsson og Ólafía Svansdóttir hjá útgáfufélaginu Ókeibæ(!)kur.
TÍSKUBLOGGARINN H Höfundur bókarinnar hélt ræðu fyrir gesti og gangandi.
Leikkonan Chloë Sevigny við-
urkennir að hún hafi ekki mik-
inn áhuga
á tísku og
leiðist að
fara á tísku-
sýning-
ar. Þ essi
ummæli
Sevigny
koma nokk-
uð á óvart
þ a r s em
leikkonan er
þekkt fyrir
fatastílinn
og er gjarn-
an talin ein
af helstu
tískufyrir-
myndum í
heimi.
„Ég keypti
mér Birken-
stock inni-
skó um dag-
inn og það
sýnir hversu
lítinn áhuga
ég hef á
tísku,“ segir
Sevigny í
viðtali við
New York
Times.
Sevigny hlýtur þó að hafa
gaman af sínum eigin tísku-
sýningum en þrjú ár eru síðan
Sevigny hóf að hanna fatnað í
samstarfi við fatamerkið Open-
ing Ceremony. Fatnaðinum
hefur verið vel tekið enda segir
Sevigny að flíkurnar séu ætlað-
ar öllum konum.
Finnst tísku-
sýningar
leiðinlegar
LEIÐIST Chloë Sevigny
leiðist að horfa á
tískusýningar en hún
er gjarnan talin ein
helsta tískufyrirmynd í
heimi. NORDICPHOTOS/AP