Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 98

Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 98
26. nóvember 2011 LAUGARDAGUR62 Okkar innilegustu þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og stuðning við andlát og útför okkar elskulega eiginmanns, föður, tengda- föður, afa og langafa, Jens Péturs Clausen. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki göngu- deildar hjartabilunar og hjartadeildar Landspítalans. Marsibil Jóna Tómasdóttir María Anna Clausen og fjölskylda Arinbjörn Viggo Clausen og fjölskylda Bára Jóhannesdóttir og fjölskylda Bjarki Þór Clausen og fjölskylda. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kristjana Þórhallsdóttir Reykjaheiðarvegi 6, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga fimmtudaginn 24. nóvember. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 3. desember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Þórhallur Björnsson Sigríður Björg Sturludóttir Þorkell Björnsson Hulda Guðrún Agnarsdóttir Arnar Björnsson Kristjana Helgadóttir barnabörn, barnabarnabörn og aðstandendur. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og systir, Anna Soffía Sigurðardóttir Ásastíg 8a á Flúðum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi fimmtudaginn 24. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Jón M. Helgason Anna Elín Hjálmarsdóttir systkini og barnabörn. Við sendum innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu okkur samúð og hlýju við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, fóstra og afa, Þorsteins Björnssonar Bergstaðastræti 8, Reykjavík. Anna V. Heiðdal Jón Örn Þorsteinsson Ólína S. Þorvaldsdóttir Ingvar Björn Þorsteinsson Sigríður Júlíusdóttir Ólafur Gunnar Guðlaugsson Herdís Finnbogadóttir Daníel Magnús Guðlaugsson Hafdís Guðmundsdóttir og barnabörn. Ástkær frændi okkar og vinur, Guðmundur Guðbrandsson Hóli, Hörðudal, lést sunnudaginn 20. nóvember síðastliðinn. Útförin fer fram föstudaginn 2. desember kl. 14.00 frá Snóksdalskirkju í Dalabyggð. Aðstandendur. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og bróðir, Jón Jósefsson flugvirki, Markarflöt 10, Garðabæ, andaðist á Líknardeild Landspítala í Kópavogi 24. nóvember. Kristín Gísladóttir Brynja Hrönn Jónsdóttir Hildur Edda Jónsdóttir Bragi Smith Sverrir Már Jónsson Gunnar Hrafn Jónsson Helgi Hrannar, Brynjar Orri Anna Guðrún Jósefsdóttir Sesselja Ingibjörg Jósefsdóttir 24 tíma vakt Sími 551 3485 Davíð H. Ósvaldsson S: 896 8284 Óli Pétur Friðþjófsson S: 892 8947 ÞEKKING–REYNSLA–ALÚÐ ÚTFA RARÞJÓNUSTA timamot@frettabladid.is Hannyrðakonunni Aðalbjörgu Jónsdóttur er gert hátt undir höfði í nýútkominni bók bandaríska blaðakonunnar Leu Nargi, Knitting Around the World. Í bókinni leitast höfundur við að varpa ljósi á sögu prjónaskapar, misjafnar aðferðir og mikils- verða prjónara fyrr og nú. Athygli er vakin á fram- lagi Aðalbjargar til íslenskra hannyrða. Franski lögfræðingurinn og hönnuðurinn Hélène Magnússon hefur kynnt sér verk Aðal- bjargar og það var í gegnum hana sem Nargi komst á snoðir um hannyrðakonuna. „Við Lela þekkj- umst og höfum átt í samstarfi gegnum tíðina. Fyrir nokkru kom upp úr dúrnum að við vorum báðar að skrifa bækur um prjónaskap; ég um Aðalbjörgu og hún um einstæða prjón- ara og prjónaaðferðir sem hefur verið hljótt um. Þegar ég fór að segja henni sögu þessarar hlédrægu íslensku hannyrðakonu sem vakti athygli út fyrir landsteinana á 8. áratugnum fyrir kjóla sem hún hannaði og prjónaði úr íslensku eingirni varð Lela áköf í að gera henni skil í sinni bók,“ segir Hélène og getur til gamans að einnig sé fjallað um sig í bókinni. Falleg hönnun og einstök afköst áttu ekki síst þátt í því að blaðakonan bandaríska kolféll fyrir Aðalbjörgu og hennar verkum, upplýsir Hélène enn fremur. „Aðalbjörg var auðvitað frumkvöðull í íslenskum hannyrðum. Kjólarnir hennar vöktu alþjóðlega athygli fyrir glæsileika enda hrein listasmíð og því ekki að undra að þekktar konur á borð við frú Vigdísi Finnbogadóttur og Ólöfu Kol- brúnu Harðardóttur óperusöngkonu skuli hafa klæðst þeim við hátíðleg tilefni,“ bendir Hélène á og bætir við að miðað við að mánaðarvinna liggi að baki hverjum kjól sé ótrúlegt til þess að hugsa að Aðalbjörg hafi á sínum tíma hannað og prjónað um hundrað stykki frá grunni. Undanfarin ár hefur minna farið fyrir Aðalbjörgu eins og áður sagði. Vonast Hélène til að útgáfa bók- anna tveggja, Nargi og sinnar eigin bókar sem kemur út snemma árs 2013, muni forða hannyrða- konunni frá því að falla í gleymskunnar dá. „Hún á skilið að hennar sé minnst fyrir einstaka hæfileika og feril og óskandi er að bækurnar verði til þess að hún hafi víðtæk áhrif á prjónara um allan heim og ókomna tíð.“ - rve AÐALBJÖRG JÓNSDÓTTIR: KEMUR VIÐ SÖGU Í NÝRRI PRJÓNABÓK BÓK UM HÆFILEIKARÍKA OG HÓGVÆRA PRJÓNARA Vinkonurnar Hélène Magnússon og Aðalbjörg Jónsdóttir á góðri stundu. Hélène vinnur að nýrri bók um Aðalbjörgu og er hægt að fylgjast með vinnslu hennar á vefsíðu Hélène, prjonakerling.is. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI THOR THORS alþingismaður og sendiherra (1903-1965) fæddist þennan dag. „Mér fi nnst engu líkara en sjálfstæðismenn vilji breyta þessu forsetakjöri í prestskosningar!“ Notkun Concorde-flugvélanna var hætt á þessum degi árið 2003. Ástæðurnar voru ýmsar. Í júlí árið 2000 brotlenti Concorde- vél í Frakklandi með þeim afleiðingum að allir farþegarnir auk áhafnar, 109 að tölu, létust. Auk þess dóu fjórir vegfarendur. Í kjölfar hryðjuverkanna 11. september árið 2001 fækkaði flugfarþegum mjög og allur rekstur concorde-vélanna varð óhagstæðari. Concorde var hljóðfrá farþegaflugvél knúin af þrýstihverfli. Fyrsta flug Concorde- flugvélar var farið árið 1969 en 27 ára þjónustutíð þeirra hófst árið 1976. Flugvélin gat flogið á allt að 2.000 kílómetra hraða á klukkustund. Concorde flaug reglulega frá Bretlandi og Frakklandi til Bandaríkjanna og tók flugið yfir Atlantshafið helming þess tíma sem það tók aðrar flugvélar. Aðeins tuttugu flugvélar af þessari gerð voru smíðaðar. ÞETTA GERÐIST: 26. NÓVEMBER 2003 Concorde-þotunum lagt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.