Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 46
Eitt þeirra landa sem mest líða vegna þurrkanna í Austur-Afríku er Eþíópía. Þar stendur kirkjan fyrir viðamiklu þróunarstarfi og nú neyðaraðstoð. Það er ekki nýlunda að í Eþíópíu hreki þurrkar fólk á flótta, felli húsdýr og fólk. Fólk kann ýmsar leiðir og getur lifað á því sem virðist örfoka land. En nú eru þeim allar bjargir bannaðar eins og við vitum öll. Þeir sem ekki eru á vergangi eða komnir í flóttamannabúðir, róa lífróður til að halda heimilum sínum, húsdýrum og lifibrauði. Á vegum ACT Alliance, alþjóðlegrar þróunar- og neyðaraðstoðar kirkna, er unnið hörðum höndum í kapp við tímann, í öllum löndum svæðisins og Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að ACT Alliance. Bjarga fleirum frá dauða og styrkja varnir Neyðaraðstoð sem Hjálparstarfið styður og jólasöfnunin mun renna til, snýst nú um að bjarga fleirum frá dauða og styrkja varnarhætti íbúa. Mjög árangursríkt þróunar- starf sem Hjálparstarfið hefur kostað meðal íbúa í Sómaí-héraði í Austur-Eþíópíu er nú í hættu vegna þess að fólk er upptekið við það allan daginn að sækja vatn. Enginn hefur orku til annars. Engu öðru er sinnt. Korn, olía, maís og næringarbætt duft Markhópur sem framlögum almennings verður miðlað til er um 1OO.OOO manns í sex héruðum Eþíópíu. Það eru um 16.OOO heimili sem þannig munu fá ýmist vatn og mat og/eða aðstoð til að efla viðnám sitt og sjálfsbjargaraðferðir svo þau geti betur tekist á við aðstæður nú og búið sig undir þurrka í framtíðinni. Með hlýnun jarðar er ekki fyrirséð að endir verði á bylgjukenndum hörmungum íbúanna. Nú er neyð en um leið þarf að taka á stóru málunum. Þar geta stjórn- málamenn okkar og allir landsmenn látið til sín taka. Brýnustu nauðsynjar eins og vatn og matur er keyrður reglulega út í héruðin, læknisþjónusta er veitt. Annar þáttur felur í sér vinnu fyrir mat. Þannig fá 2.853 hópar, með 12 manns hver, verkfæri til þess að vinna að því að binda og bæta jarðveg. 72 aðilar sem þjálfast hafa í gegnum trúnaðarstörf fyrir samfélagið, fá tveggja daga þjálfun í að auðvelda, nýta og stjórna neyðaraðgerðum á sínu heimasvæði, þar á meðal að stjórna nýtingu vatns og annarra auðlinda á svæðinu. 1.44O bændur fá eins dags þjálfun í jarðrækt og meðferð auðlinda þegar ágangur er mikill og í því að meta ástand og sjá fyrir mögulega hungurhættu. Ákveðin þorp eru markhópur malaríuvarna með fræðslu, netum, lyfjum og úðun. 3O opinberir starfs - menn og starfsmenn verkefnisins munu fá fjögurra daga þjálfun í að draga úr afleiðingum hamfara. Neyðaraðastoð − ekki á færi hvers sem er Neyðaraðstoð er afar sérhæft verkefni. Til þess að geta veitt hana svo að gagni komi, þarf mikla þekkingu. Ótal, ótal erfiðleikar geta komið upp og endalaus atriði sem þarf að sjá fyrir til að halda sjó þegar örvænting ríkir. Að hlaupa af stað og deila út er engin aðstoð. Það þarf að ná til þeirra verst settu, þeirra veikustu eða þeirra sem af öðrum sökum geta troðist undir. Haga þarf aðstoð þannig að börnum sé ekki otað út úr biðröðum, eldiviður sé ekki staðsettur svo langt í burtu að aldraðir nái ekki í hann og það þarf fræðslu og eftirlit til að stemma stigu við öllum þeim hættum sem skapast við neyðarástand. Þar á meðal er aukin tíðni misnotkunar, nauðgana og annars ofbeldis og rígur eru innbyggð í alla þætti, allra verkefna, á vegum ACT Alliance sem Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að og styður með jólasöfnuninni. Að vera gagnsæ − ekkert happa og glappa Til að gæta jafnræðis og sanngirni og til að skapa öryggi í kringum neyðaraðgerðir, hefur ACT Alliance komið upp öruggri leið fyrir íbúa, starfsfólk og alla sem Aðstoð kirkjunnar á öllu þurrkasvæði Austur-Afríku 6 – Margt smátt ... Isho Abdi Mohammedh, 85 ára, hefur búið í flóttamannabúðunum Dadaab í Norður-Keníu í eitt ár. Hún flúði hungursneyð í Sómalíu. (Mynd: ACT Alliance/Paul Jeffrey) Barn í Eþíópíu fær dýrmætt vatn að drekka. (Mynd: ACT/DCA/Binyan Mengesha) Vegna þurrka þarf fólkið í Austur-Eþíópíu að sækja vatn langar leiðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.