Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 8
26. nóvember 2011 LAUGARDAGUR8 Forlagið og Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka auglýsa eftir handritum að skáld- sögu fyrir börn og unglinga í árlega samkeppni um Íslensku barnabókaverðlaunin. Sagan skal vera að lágmarki 50 blaðsíður að lengd. Ekki er gert ráð fyrir því að verðlaunasagan verði myndskreytt. Dómnefnd velur besta handritið og kemur það út hjá Forlaginu haustið 2012. Verðlaunin nema 500.000 krónum auk höfundarlauna. Handritum skal skila í fjórriti til: Handrit á að merkja með dulnefni en rétt nafn höfundar fylgi með í lokuðu umslagi. FÆREYJAR „Það var hreint krafta- verk að ekki fór verr,“ segir Brynhild Thomsen, ritstjóri á færeyska dagblaðinu Dimmalætt- ing, um tjónið af fárviðrinu sem gekk yfir eyjarnar í fyrrinótt. „Það sem fyrst og fremst bjarg- aði okkur voru þær nákvæmu veðurspár sem veittu okkur upp- lýsingar um það sem í vændum var. Það var til dæmis búið að stimpla það vel inn í okkur að taka burt allt lauslegt sem hefði getað fokið og valdið ómældu tjóni.“ Fárviðrið skall á syðst á eyj- unum strax um klukkan hálfníu á fimmtudagskvöld, færðist síðan hægt norðvestur yfir og mældist í hviðum vel yfir 50 metrar á sek- úndu. Undir morgun var versta veðrið gengið yfir en hvasst var þó áfram fram eftir degi. Veðrið hélt síðan áfram yfir hafið til Noregs þar sem það skall á af fullum þunga í gærkvöld. Í Noregi höfðu menn gefið lægðinni nafnið Berit og áttu von á öllu illu. Búist er við roki í Færeyjum aftur síðdegis í dag, „en það verð- ur ekkert í líkingu við hamagang- inn í fyrrinótt,“ segir Brynhild. Færeyingar hafa ekki kynnst öðru eins veðri síðan 1988. Veðurfræðingar segja vind- styrkinn ekki orðið jafn mikinn núna, „en vegna þess að vindátt- in var önnur þá fann fólk meira fyrir veðrinu núna,“ segir Bryn- hild, sem býr í Þórshöfn þar sem veðurofsinn náði hámarki um og upp úr miðnætti. „Ég bý á stað í miðri Þórshöfn þar sem venjulega er gott skjól en hviðurnar voru samt alveg hræði- legar,“ segir hún. Gríðarlegt tjón varð á eignum nánast alls staðar á eyjunum, en einna mest varð tjónið sunnan til, í Skúfey og á Þvereyri. Þök fuku af húsum og dæmi eru um að hús hafi fokið í heilu lagi, tré rifnuðu upp og skip og bátar slitnuðu frá bryggjum. Við Skálafjörð slitnuðu þrjú skip upp og rak yfir fjörðinn þar sem þau höfnuðu í fjörunni. Mjóu munaði á Þvereyri þar sem íbúum á elliheimili var bjargað á síðustu stundu. Rétt í þann mund sem síðustu íbúarn- ir voru komnir út í bifreið fauk þakið af elliheimilinu og stuttu síðar féllu veggir niður. „Við erum með öflugt og fjöl- mennt lið sjálfboðaliða í björgun- arstörfum, og svo var fullmann- að í slökkviliði og lögreglu alls staðar. Þegar tilkynningar bár- ust fóru menn út í þetta kolbrjál- aða rok að bjarga því sem bjargað varð,“ segir Brynhild. gudsteinn@frettabladid.is Kraftaverk að ekki fór verr í Færeyjum Fárviðrið í fyrrinótt olli gríðarlegu tjóni í Færeyjum. Húsþök fuku, skip og bátar slitnuðu frá bryggju. Nákvæmum veðurspám þakkað fyrir að tjónið varð ekki meira. Veðrið gekk síðan vestur yfir til Noregs af fullum þunga í gærkvöld. ÞAKIÐ FAUK AF ELLIHEIMILINU Íbúum á sambýli aldraðra á Þvereyri var bjargað á síðustu stundu út í bifreið. Bifreiðin var ekki lögð af stað þegar þakið fauk af húsinu. MYND/BJARNI NYGAARD alla sunnudaga klukkan 16. Njótið vel Hemmi Gunn – og svaraðu nú! Fjölbreyttur og fjörugur þáttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.