Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 22
22 26. nóvember 2011 LAUGARDAGUR Oft hættir okkur til að líta á hlutina í of þröngu samhengi, eins og t.d. að líta á hvern sjúkdóm fyrir sig einangraðan frá öðrum sjúkdómum. Þegar í flestum til- fellum sjúkdómarnir eru nátengd- ir lífsháttum okkar innbyrðis og félagslegu öryggi. Talið er að flesta algengustu og alvarlegustu sjúkdómana megi þannig oftast forðast með góðum lífsstíl, góðri hreyfingu og hollu mataræði. Og glaður maður er yfirleitt líka heil- brigðari maður. Heilsugæslan og heimilislæknisfræðin gengur ein- mitt út á að tengja þessa þætti og orsakir sjúkdómanna saman og reynir að nota hverja heimsókn skjólstæðings til að sjá heildar- myndina. Sjúklingarnir streyma hins vegar á læknavaktir og bráða- móttökur á kvöldin og um helgar í þeirri von að fá skyndilausn við aðsteðjandi vanda. Á sama tíma og heilsugæsluna vantar meiri tíma á daginn til að sinna skjól- stæðingum sínum betur. Ekki síst á sjálfu höfuðborgarsvæðinu þar sem mikil vöntun er á heim- ilislæknum og öðru sérþjálfuðu starfsliði. Heilsugæslu sem býður frekar upp á varanlegri lausnir, fræðslu og eftirfylgd með ein- kennum, í stað skyndilausna. Heimurinn er alltaf að verða flóknari að lifa í og hraðinn í nútímaþjóðfélaginu eykst sífellt. Margir hafa velt fyrir sér mann- legri getu að tileinka sér endalaus- ar nýjungar daglegs lífs og hvar þolmörkin eiginlega liggja. Áreit- ið er endalaust og sífellt er aukin krafa að vinna hraðar og meira. Á tímum sem búið var að spá fyrir að öll tæknin myndi spara okkur ómældan tíma, þyrftum að vinna minna og fengjum meiri tíma til að hugsa um okkur sjálf. Stressið og álagið samt aldrei meira og oft vitum við ekki í hvorn fótinn við eigum að stíga. Við gleymum oft þörfum okkar sjálfra, náungans og jafnvel þeirra sem okkur eru kærust. Samskiptin í auknu mæli rafræn, í stað augliti til auglits. Lyfjaávísanir eru líka í viss- um skilningi gengnar læknum úr höndum og oft orðnar hálf sjálf- virkar. Eftir pöntun með tölvu- samskiptum eða gegnum þriðja aðila til að spara læknunum tíma. Eins er nú rætt um að veita hjúkr- unarfræðingum og ljósmæðrum lyfjaávísanaleyfi á hormónalyf, með tillögu að breytingum á lyfja- lögum. Á sama tíma og ekki einu sinni heimilislæknirinn hefur síðan aðgang í „lyfjagátt“ apótek- anna til að taka þar til og leiðrétta ofskammtanir eða til að reyna að koma í veg fyrir hugsanlegar milliverkanir lyfja sem sjúkling- arnir hafa fengið, héðan og þaðan. Kostnaður við heilbrigðiskerf- ið hefur náð nýjum hæðum og hefur í reynd tugfaldast á ekki svo mörgum árum. Á sama tíma sem lyfjaiðnaðurinn hefur farið offari á mörgum sviðum og ofmetið árangur algengustu lyfjameðferð- anna. Lyfjameðferðir sem í upp- hafi voru aðeins ætlaðar fáum, en sem síðan voru yfirfærðar fyrir sem flesta. En í raun getum við oft haft meiri áhrif á heilsuna okkar í dag en flestar lyfjameðferðir gera, ef við hugsum dæmið tímalega. Allt stefnir hins vegar í að offita, og bróðir hennar, sykursýkin, muni að öllu óbreyttu, með aukinni tíðni og afleiddum sjúkdómum, geta orðið heilbrigðiskerfinu ofviða vegna kostnaðar. Forgangsraða þarf þá upp á nýtt og hætt við að margt að því sem okkur finnst svo sjálfsagt í dag, verði einfaldlega ekki í boði. Heilsa barnanna okkar er mest undir okkur sjálfum komin ásamt góðri heilsuvernd. Og hvergi fæðast börnin heilbrigðari en á Íslandi. En börnin þurfa góðan tíma með foreldrum sínum. Leik- skólar og dagmömmur geta aldrei komið í stað foreldra. Samvera, tjáning og góð næring á fyrstu aldursárunum, skapar þá sjálfs- ímynd og heilsu sem við viljum að börnin fái í veganesti til fram- tíðar. Börn þurfa ekki síður að fá að vera heima í rólegheitunum þegar þau eru veik með pestirnar sínar. Ekki að þau fái sýklalyf á skyndi- vöktunum í þeirri trú að þau kom- ist fyrr í leikskólann. Passa þarf líka betur upp á næringu þeirra, nauðsynlegustu vítamín og tenn- urnar. Miklar tannskemmdir og endurteknar eyrnabólgur vegna spillingar á sýklaflóru þeirra er mikið okkur sjálfum að kenna og í raun til skammar. Svo hefur allt of lengi verið. Það er vissulega alltaf von að heilbrigðisyfirvöld sjái ljósið við enda öngstrætisins, þar sem kostnaðurinn er farinn að verða í öfugu hlutfalli við árangurinn í heilbrigðisþjónustunni. Að þau sjái vandamálin í víðara sam- hengi. Hugmyndafræði heim- ilislæknisfræðinnar gerir það vissulega og sérfræðingar í heim- ilislækningum eiga að vera sér- þjálfaðir í að leiða teymisvinnu heilbrigðisstarfsfólks og tengja saman mikilvægustu þættina sem hafa áhrif á líkamlega og andlega heilsu skjólstæðinganna. Ekki síst þá sem tengjast fjölskyldunni og vinnunni. Þannig má líka segja að litið sé meira til persónunnar í heild sinni, en einstakra sjúkóma sem hún ber hverju sinni. Heilbrigð- isyfirvöld geta svo sannarlega sparað mikið og fjárfest vel til framtíðar ef þau nýta sér þessa sérþekkingu vel í grasrótinni. Við öll, og ekki síst foreldrar landsins, eigum skilið að fá tæki- færi til að hugsa betur um okkur sjálf og börnin okkar. Líka gamla fólkið. Fá meiri tíma til að vera saman. En við þurfum hjálp frá heilbrigðiskerfinu. Ekkert síður frá fjölþættri þjónustu heilsu- gæslunnar, en hátæknilækningun- um þegar mest liggur við. Ekkert síður félagsráðgjöf og sálfræði- hjálp, en hjúkrun og almennum lækningum. Með meiri heildrænni sýn á vanda fólks en verið hefur. Með þeirri sýn og meiri áherslu á atferli mannsins verða væntan- lega leiddar fram mestu framfar- irnar í læknisfræðinni á næstu áratugum. Hraust þjóð, okkar er valið Heilbrigðismál Vilhjálmur Ari Arason heimilislæknir Verslun Ármúla 26 522 3000 hataekni.is Opið: virka daga 9.30–18 laugardaga 12–17 Restio er ný upplifun í hljóði og hönnun frá Yamaha. Restio vekur fyrst athygli fyrir flott útlit og síðan fyrir frábæran hjómburð þegar tónlistin er sett í gang. Fæst í fjórum litum: · iPod / iPhone vagga · Geislaspilari · FM útvarp · Vekjaraklukka · Hægt að tengja MP3 spilara · USb 2.0 tengi Restio getur staðið á gólfi eða hangið á vegg. Verð: kr. 149.995 – Einstök hljómfegurð YAMAHA RESTIO PIPA R\TBW A · SÍA · 1 1 3 0 3 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.