Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 18
18 26. nóvember 2011 LAUGARDAGUR Það kemur nú æ betur í ljós að lífskjarasókn er hafin á Íslandi. Merkin um efnahagsbat- ann eru skýr og eftir þeim hefur verið tekið. Árangurinn á Íslandi hefur á undanförnum vikum ratað á síður stórblaða heimsins og um hann verið fjallað af alþjóðleg- um matsfyrirtækjum og fremstu hagfræðingum heims. Sannarlega hafa menn mismunandi skoðanir um orsakir og afleiðingar í þessum efnum, en gömul íslensk hyggindi segja einfaldlega; merkin sýna verkin. Það er varla um það deilt að við Íslendingar höfum náð verulegum árangri í endureisn efnahagslífs- ins eftir hið skelfilega hrun sem hér varð. Þessum árangri höfum við náð þrátt fyrir að hin alþjóð- lega efnahagslægð hafi verið dýpri og langvinnari en ráð var fyrir gert. Fyrr í þessari viku ákvað matsfyrirtækið Standard & Poor’s að breyta horfum um lánshæfi ríkissjóðs Íslands úr neikvæð- um í stöðugar og hið sama gerði matsfyrirtækið R&I fyrr í mán- uðinum. Vísa fyrirtækin annars vegar til þess að efnahagslífið sé á batavegi með auknum hagvexti en hins vegar til þess að náðst hafi mikilsverður árangur í endur- skipulagningu efnahagsreikninga einkageirans. Þetta eru auðvitað afar ánægjuleg tíðindi og mikil- væg skilaboð til umheimsins. Hagvöxtur og félagslegt réttlæti í fremstu röð Lærdómsríkt er að bera saman stöðu efnahagsmála hér á landi og í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Hagvöxtur hér á landi er nú um 2½-3% og horfur um svipaðan vöxt á næsta ári. Á sama tíma reikna menn með að um helm- ingur aðildarríkja OECD verði með lægri hagvöxt en Ísland. Atvinnuleysi er sannarlega enn of hátt hér á landi þótt það lækki nú jöfnum skrefum. Engu að síður er það svo að 2/3 OECD-ríkja verða með meira atvinnuleysi en Ísland á næsta ári og meðal Norðurlanda- ríkjanna er aðeins Noregur með minna atvinnuleysi en hér á landi. Höfum einnig hugfast að þrátt fyrir atvinnuleysið er atvinnuþát- taka hvergi meiri í heiminum en á Íslandi. Atvinnustaða, fátækt og aðgengi að menntun eru meðal þeirra þátta sem afgerandi eru um félags- legt réttlæti. Nú á dögunum birt- ist skýrsla um félagslegt réttlæti meðal OECD-ríkja og kemur þar fram að mest félagslegt réttlæti ríkir hér á landi og raunar skipa Norðurlandaríkin sér í fimm fyrstu sætin. Sjálfbær ríkisfjármál og skuldastaða Forgangsatriði efnahagsstefnunn- ar hefur verið og verður áfram að ná tökum á ríkisfjármálunum, enda tók ríkisstjórnin við ríkisbúskap sem rambaði á barmi gjaldþrots. Staðan nú er sú að samkvæmt fjár- lagafrumvarpi næsta árs verður frumjöfnuður ríkissjóðs jákvæð- ur. Viðsnúningurinn í rekstri rík- isins er um 140 milljarðar króna. Þegar horft er til annarra ríkja kemur í ljós að flest þróuð ríki eru með neikvæðan frumjöfnuð og skv. áætlunum AGS verður aðeins Nor- egur með meiri afgang á frumjöfn- uði sem hlutfall af landsframleiðslu en Ísland. Ríkisfjármálastefnan miðar að því að lækka opinberar skuld- ir verulega og tryggja sjálfbærni þeirra. Alþjóðlegur samanburð- ur staðfestir góða stöðu okkar að þessu leyti. Ef horft er til hreinna skulda hins opinbera án lífeyris- skuldbindinga kemur í ljós að árið 2010 eru aðeins 12 OECD-ríki af 34 með hagstæðari hreina skuldabyrði af landsframleiðslu. Áhugavert er einnig að bera saman efnahagsmál á Íslandi og Írlandi. AGS spáir að hagvöxtur á Írlandi verði aðeins um ½% í ár og um 1½% á því næsta. Írar munu verja innan við 10% af landsfram- leiðslu til fjárfestingar á þessu ári, samanborið við 13-14% hér á landi sem þó er allt of lágt. Allar götur frá 2007 hafa fjárfestingar minnkað að magni til hér á landi en á þessu er að verða mikilvægur viðsnúningur og horfur fyrir árið 2011 benda til 8,5% vaxtar fjár- festingar. Aðeins með öguðum vinnubrögð- um og skýrt markaðri stefnu verð- ur Ísland samkeppnisfært um fólk og fyrirtæki. Á okkur hvílir sú skylda að tryggja íslensku þjóð- inni, ekki síst okkar unga fólki, viðvarandi lífskjör sem eru sam- bærileg við þau sem best gefast í heiminum. Árangurinn í endur- reisn efnahagslífsins á Íslandi eftir hrun gefur góð fyrirheit að þessu leyti – merkin sýna verkin! Merkin sýna verkin Hinn 26. nóvember ár hvert er haldinn hátíðlegur Evrópu- dagur sjúkraliða. Markmið dags- ins er að vekja athygli á störfum sjúkraliða hvar sem þeir starfa og minna á nauðsyn slíkrar fagstétt- ar innan heilbrigðiskerfisins sem einnar af undirstöðum þess. Fag- stétt sem alltaf hefur lagt metnað sinn í að sinna störfum sínum af alúð og fagmennsku. Sjúkraliðar starfa á öllum heilbrigðisstofnun- um landsins og hjúkrunardeildum sjúkrahúsa auk fjölda þjónustu- deilda, hjúkrunarheimila, heima- hjúkrunar, félagsþjónustu, lækna- stofa og skóla svo eitthvað sé nefnt. Sjúkraliðar starfa oft við mjög erfiðar aðstæður, bæði líkamlega og andlega. Störf þeirra kalla á sérstaka athygli þeirra er varðar líðan fólks, bæði sýnilega og ósýni- lega. Mörg störf sjúkraliða krefjast mikils sjálfstæðis og eru þeir oft einir á vettvangi, samanber t.d. störf í heimahjúkrun. Þar mæta þeir miklum og krefjandi aðstæð- um þar sem hættur geta skapast hvort sem er í akstri sem þeir þurfa að takast á við, vinnu sinn- ar vegna í hvaða veðri sem er, oft margra kílómetra leiðir, ásamt allskyns aðstæðum í heimahúsum hjá fárveikum einstaklingum. Á hjúkrunarheimilum er mikið lagt upp úr því að skjólstæðing- um sé sinnt af kostgæfni en oft fer minna fyrir því að hugað sé að andlegri og líkamlegri líðan sjúkraliða sem oft starfa við mikla undirmönnun þar sem fagfólk er af skornum skammti. Undanfarin ár og mánuðir hafa sannað ótrúlega aðlögunar- hæfni sjúkraliða. Þetta má m.a. sjá í þeirri þrautseigju sem stétt- in hefur sýnt á niðurskurðartím- um. Sjúkraliðar hafa mátt þola kvíða, álag, ósanngirni, minnk- aða starfsprósentu, uppsagnir og gríðarlegar breytingar. Þrátt fyrir þetta og þrátt fyrir ýmsa kvilla sem hrjá stéttina, andlega og lík- amlega, meðal annars stoðkerf- isvandamál vegna mikils álags í vinnu, hafa sjúkraliðar hald- ið uppi miklum gæðum í þeirri hjúkrun sem þeir veita skjólstæð- ingum sínum. 26. nóvember á að minna stjórn- endur heilbrigðisstofnana á að huga vel að sjúkraliðum sem fag- stétt þar sem reynsla þeirra og fagleg vinnubrögð eru stofnun- unum mjög dýrmæt. 26. nóvember á einnig að minna sjúkraliða á að halda áfram að efla sig faglega og sýna í verki hvers þeir eru megnugir. 26. nóvember er haldinn hátíð- legur um allt land með margvís- legum hætti og m.a. gefa sjúkra- liðar endurskinsmerki með það í huga að allir eigi að vera sýni- legir, ekki síst nú í mesta skamm- deginu. 26. nóvember er haldinn í öllum aðildarlöndum EPN – The Euro- pean Council of Practical Nurses – en Sjúkraliðafélag Íslands er eitt af stoltum aðildarfélögum þess. Evrópudagur sjúkra- liða 26. nóvember Þrátt fyrir að langflestir karl-menn kaupi aldrei vændi er vændismarkaðurinn stór hér heima og erlendis. Norrænar rannsóknir sýna að 14% danskra karla og 13% norskra karla 18 ára og eldri kaupi eða hafi keypt vændi einhvern tím- ann á ævinni. Svipaðar tölur voru einnig í Svíþjóð áður en Svíar bönn- uðu vændiskaup 1999. Engin íslensk rannsókn hefur verið gerð á umfangi vændiskaupa hér á landi. Þó er að finna vísbend- ingu í rannsókn sem Landlæknis- embættið lét gera um alnæmi á Íslandi 1991. Þar var fólk spurt hvort það hefði sofið hjá manneskju sem seldi sig. 16% karla höfðu gert slíkt. Viðhorf alþjóðasamfélagsins til vændis hefur breyst mikið undan- farin ár vegna aukinnar vitund- ar um mansal og órjúfanleg tengsl þess við vændi. Mansal getur nefni- lega ekki þrifist nema til sé mark- aður fyrir vændi, klám og hvers konar kynlífsþjónustu. Rannsóknir á vændi á Norðurlöndunum síðustu 50 árin hafa leitt í ljós að þeir sem stunda vændi gera það í langflestum tilfellum af neyð. Miklar líkur eru á því að einstaklingar í vændi verði fyrir ofbeldi og niðurlægingu og oft festast þeir í skipulagðri glæpastarf- semi þar sem réttindi þeirra eru virt að vettugi. Í gegnum tíðina hefur umræðan um vændi snúist um vændiskonuna og að það sé hún sem skapi vanda- málið og tæli kaupandann. Með aukinni þekkingu á málaflokknum hefur umræðan snúist meira og meira að vændiskaupandanum sem vinnuveitanda vændis, þeim sem skapar vændi og heldur því við. Rannsóknir sýna okkur að kaup- endur vændis eru nær eingöngu karlar og að þeir kaupa vændi af mörgum ólíkum ástæðum. Rann- sóknir í Noregi og Danmörku benda til þess að þeir sem kaupi vændi að staðaldri missi yfirleitt áhug- ann á konum sem ekki séu í vændi. Almenn virðing fyrir konum og rétt- indum þeirra minnkar og vændis- kaupendur eru mun líklegri til að beita maka sína ofbeldi. Rannsóknir frá Bretlandi sýna að því yngri sem kaupendur eru þegar þeir kaupa vændi í fyrsta skiptið, þeim mun lík- legra er að þeir verði háðir vændis- kaupum. Norrænar rannsóknir sýna að langstærsti hluti vændiskaupenda kaupir vændi einu sinni til þrisvar sinnum. Nýleg dönsk rannsókn sýnir að 80% þeirra sem hafa keypt vændi í Danmörku gera það vegna þess að „það var eitthvað sem þeir urðu að prófa“. Þessir vændiskaupendur hætta vegna þess að vændið stendur ekki undir væntingum þeirra. Þessi kúnnahópur, „fiktararnir“, er gríð- arlega stór og er óhætt að segja að í krafti fjölda síns séu þeir undirstaða vændismarkaðsins. Margir vilja meina að það sé ógerlegt að útrýma vændiskaupum og því sé engin ástæða að reyna. Því fer fjarri lagi. Vændiskaupend- ur eru nágrannar þínir, besti vinur þinn, pabbi þinn, bróðir eða einhver sem þú metur mikils. Þeir kaupa sér vændi af mörgum ólíkum ástæð- um, en það sem þeir eiga sameigin- legt er að þeir hafa litla sem enga fræðslu fengið um raunverulegt eðli vændis og afleiðingar þess. Samfé- lagið segir þeim að vændi sé elsta starfsgrein í heimi og þeir geti ekk- ert gert til að breyta því. Karlmenn eru þannig gerðir ábyrgðarlausir á gerðum sínum. Með vændiskaupum sínum við- halda karlmenn eftirspurn eftir kynlífi fyrir peninga og skipulögð- um markaði af fólki til sölu, oftast konum og börnum. Beint framhald af því er síðan mansal, þar sem hundruð þúsunda kvenna og barna ganga kaupum og sölum aðeins til þess að ákveðnir karlar fái að svala hvötum sínum og forvitni. Nýleg lög sem banna kaup á vændi eru til mikilla bóta. Þau eiga að koma í veg fyrir að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður fyrir skipuleggjendur mansals, þau færa ábyrgðina yfir á vændiskaupand- ann og þau kenna næstu kynslóðum ný gildi. Þessi lög gefa skýr skila- boð um að fólk eigi ekki að vera til sölu. Vöntun á eftirfylgni, fjármagni í fræðslu, forvarnir og rannsóknir hjá m.a. lögreglu leiða þó til þess að lögin eru enn sem komið er bitlaus og skila ekki áætluðum tilgangi. Fáfræði og áhugaleysi vinnur gegn framförum. Við getum dregið úr vændiskaupum með því að breyta hugarfarinu gagnvart vændi, fólki í vændi og síðan vændiskaupendum. Við þurfum að taka ábyrgð á því viðhorfi sem hefur ríkt gagnvart vændi. Við þurfum að dusta rykið af réttlætiskennd okkar, fræða og treysta fólki til að taka upplýsta afstöðu um vændiskaup. Við þurf- um forvarnir og fræðslu í skólana þar sem ungu fólki er veitt mótvægi við klámvæðinguna sem einkennir samfélag okkar. STERK – forvarnamiðstöð stend- ur nú fyrir myndbandasamkeppni þar sem leitað er að forvarnamynd- bandi sem stuðlar að upplýstri umræðu um vændiskaup og mansal á Íslandi og þar sem sjónum er beint að vændiskaupendum. Markmið er því að fækka vændiskaupum á Íslandi. Skilafrestur er 10. desemb- er og tvenn verðlaun verða veitt, 300 þúsund krónur og 400 þúsund krón- ur. Áhugasömum er bent að skoða heimasíðu STERK, www.sterk.is. „Saman erum við STERK gegn vændi“ Heilbrigðismál Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands Efnahagsmál Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Kynbundið ofbeldi Kristbjörg Kona STERK, samtök gegn mansali Ríkisfjármálastefnan miðar að því að lækka opinberar skuldir verulega og tryggja sjálfbærni þeirra. Alþjóðlegur samanburður staðfestir góða stöðu okkar að þessu leyti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.