Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 12
26. nóvember 2011 LAUGARDAGUR12 arionbanki.is – 444 7000 Nýr valkostur í íbúðalánum Viðskiptavinum Arion banka bjóðast nú blönduð íbúðalán sem jafna sveiflur í greiðslubyrði. Í boði er lán fyrir allt að 80% af virði eignar og er hægt að velja á milli fimm kosta þar sem óverðtryggður hluti lánsins getur verið allt að 100%. Við bjóðum sveigjanleika. „Ég vel blandað íbúðalán.“ Ingvi Örn Þorsteinsson, 35 ára. Þú getur reiknað út hvernig íbúðalán hentar þér á arionbanki.is eða komið til okkar í næsta útibú. FRÉTTASKÝRING: Mæling á félagslegu réttlæti HEIMILD: BERTELS- MANN STIFTUNG OG NEW YORK TIMES Staða félags- legs rétt- lætis* Aðgerð- ir gegn fátækt* Hlutfall fátækra [%] Hlutfall fátæktar meðal barna [%] Hlutfall fátæktar meðal aldraðra [%] Ójöfn- uður tekna Útgjöld til forskóla (sem hlutfall af landsfram- leiðslu) [%] Heilsufar og heil- brigðis- þjón- usta* Félags- legur jöfn- uður* Ísland 8,73 9,07 6,4 6,7 6,7 0,301 0,75 8,57 7,18 Noregur 8,31 8,87 7,8 5,5 8,0 0,250 0,42 7,30 8,53 Danmörk 8,20 9,16 6,1 3,7 12,3 0,248 0,60 7,53 8,10 Svíþjóð 8,18 8,43 8,4 7,0 9,9 0,259 0,67 7,87 9,00 Finnland 8,06 8,53 8,0 5,2 13,0 0,259 0,36 7,17 8,01 Holland 7,72 8,88 7,2 9,6 1,7 0,294 0,38 7,08 6,82 Sviss 7,44 7,39 9,3 9,4 17,6 0,303 0,19 8,03 7,55 Lúxemborg 7,27 8,35 8,5 11,0 2,7 0,288 0,45 7,89 7,01 Kanada 7,26 7,00 12,0 14,8 4,9 0,324 0,20 7,63 6,06 Frakkland 7,25 8,66 7,2 9,3 5,3 0,293 0,63 7,67 7,17 Tékkland 7,17 9,18 5,5 8,8 3,6 0,256 0,42 5,84 5,97 Nýja-Sjáland 7,14 6,24 11,0 12,2 23,5 0,330 0,45 8,18 6,98 Austurríki 7,13 8,49 7,9 7,2 9,9 0,261 0,45 6,87 7,11 Þýskaland 7,03 8,12 8,9 8,3 10,3 0,295 0,40 6,63 6,87 Bretland 6,79 6,92 11,0 13,2 12,2 0,345 0,28 6,77 6,95 Belgía 6,73 7,56 9,4 10,0 13,5 0,259 0,59 7,05 6,10 Ungverjaland 6,41 9,14 6,4 7,2 4,7 0,272 0,69 5,08 6,04 Írland 6,41 7,51 9,1 11,0 13,4 0,293 0,003 7,00 6,06 Ítalía 6,29 6,78 11,4 15,3 8,9 0,337 0,49 7,45 5,12 Pólland 6,17 7,15 11,2 13,5 7,7 0,305 0,57 5,04 5,33 Ástralía 6,14 4,24 14,6 14,0 39,2 0,336 0,04 7,68 6,29 Japan 6,00 5,21 15,7 14,2 21,7 0,329 0,09 7,66 4,95 Portúgal 5,97 5,77 12,0 18,7 15,2 0,353 0,37 5,66 5,60 Slóvakía 5,96 8,33 7,2 10,7 7,2 0,257 0,37 5,04 5,24 Suður-Kórea 5,89 4,26 15,0 10,3 45,1 0,315 0,09 7,18 5,72 Spánn 5,83 5,20 14,0 17,2 20,6 0,317 0,63 7,35 5,77 Bandaríkin 5,70 3,85 17,3 21,6 22,2 0,378 0,33 6,23 5,95 Grikkland 5,37 6,24 10,8 13,2 22,7 0,307 0,11 6,61 3,47 Síle 5,20 3,30 18,4 24,0 22,8 0,494 0,59 5,65 5,92 Mexíkó 4,75 2,11 21,0 25,8 29,0 0,476 0,59 3,51 5,34 Tyrkland 4,19 4,26 17,0 23,5 13,7 0,409 0,02 3,79 5,05 Topp 5 Neðstu 5 Neðstu 15Topp 16 Neðstu 10 * Á skalanum 1-10 Norðurlöndin koma best út úr rann- sókn á félagslegu réttlæti ríkja innan OECD. Ísland trónir á toppn- um en Íslendingar þurfa að vinna lengri vinnudag en nágrannarnir. Ísland kemur vel út úr rannsókn á félagslegu réttlæti í aðildarríkjum Efnahags- og fram- farastofnunarinnar (OECD) eins og raunar öll Norðurlöndin. Rannsóknin var unnin af þýska rannsóknarfyrirtækinu Bertelsmann Stiftung. Ísland fær samtals 8,73 stig af tíu mögu- legum þegar teknar eru saman ýmsar hag- stærðir sem segja til um félagslegt réttlæti að mati sérfræðinga Bertelsmann Stiftung. Meðaltal ríkja OECD er 6,67 stig. Norður- löndin raða sér í efstu fimm sætin, og munar hlutfallslega litlu á milli þeirra. „Þetta er uppörvandi fyrir okkur í miðri kreppunni að það eru þokkaleg lífsgæði fyrir almenning á Íslandi þrátt fyrir tímabundna erfiðleika,“ segir Stefán Ólafsson, prófessor í félagsvísindum við Háskóla Íslands. Niðurstöður rannsóknarinnar eru ekki almennur mælikvarði á lífsgæði í löndunum, heldur er þar leitast við að mæla félagslegt réttlæti í löndunum, segir Stefán. „Þetta er í raun mat á umfangi fátæktar og skyldra meinsemda, og gott og gilt sem slíkt,“ segir Stefán. Notaðar eru tölur frá OECD, en eins og í öðrum rannsóknum skiptir miklu hvaða þættir eru teknir með í reikninginn. „Útkoma okkar í samanburði við hinar nor- rænu þjóðirnar er háð því hvað er tekið inn í matið,“ segir Stefán. Eitt af því sem ekki er tekið inn í þessa rannsókn er hversu mikið Íslendingar þurfa að vinna til að halda í við nágrannaríkin, segir Stefán. Hér vinni menn almennt tals- vert lengri vinnudag til að viðhalda sambæri- legum lífskjörum. „Niðurstöðurnar eru engu að síður sam- bærilegar við aðrar rannsóknir, Norðurlönd- in eru í sérflokki hvað varðar lítið umfang fátæktar og skyldra meinsemda sem oft tengjast fátækt. Þar má nefna lakara heilsu- far, erfiða stöðu á vinnumarkaði og meiri ójöfnuð. Nokkrar þjóðir eru með tærnar við hælana á Norðurlandaþjóðunum hvað félagslegt rétt- læti áhrærir, til dæmis Holland, Lúxemborg og Sviss. Það eru allt ríkar þjóðir en með jafna tekjuskiptingu. „Góð útkoma fyrir Norðurlöndin endur- speglar góð áhrif norræna velferðarkerfis- ins,“ segir Stefán. Hann bendir á að tölurn- ar sem byggt er á nái bara til ársins 2009. Væru tölur frá 2010 teknar með myndi staða Íslands batna frekar en versna þrátt fyrir kreppuna, þar sem þeir tekjulægstu hafi verið varðir þokkalega. „Ég myndi ætla að eftir tvö ár yrðum við komin jafnvel ofar þegar litið verður til nákvæmlega þessa mælikvarða, þótt við færum tvímælalaust niður á hagsældarmæli- kvarðanum,“ segir Stefán. Félagslegt réttlæti mest á Norðurlöndum Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.