Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 50
heimili&hönnun2 ● Forsíðumynd: Vilhelm Gunnarsson tók mynd á heimili Lilju Katrínar Gunnarsdóttur Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir emilia@frettabladid.is Auglýsingar: Ívar Örn Hansen s. 512 5429 Útlitshönnuður: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is. Ske ● HÖNNUNARTEYMIÐ Hár úr hala, sem er sam- starfsverkefni Ólafs Þórs Erlendssonar húsgagna- og innanhússarkitekts og Sylvíu Kristjánsdóttur, grafísks hönnuðar, setti á markað snagarekka úr áli fyrr á árinu sem heita Hani, krummi, hundur, svín og Hestur, mús, tittlingur. Nú fást þeir stakir og í lit. Litirnir eru grænn, rauður, svartur og hvítur. ● HITAPLATTARNIR Torfbærinn eftir hönnunarteymið Stáss eru komnir í versl- anir, en Stáss hlaut Skúlaverðlaunin í ár fyrir hönnunina. Verðlaunin eru veitt fyrir besta nýja hlutinn meðal þátt- takenda. Tæplega fimmtíu tillögur bárust að þessu sinni frá 30 aðilum. ● GULLSMIÐURINN Erling Jóhannesson setti á markað servíettuhringi með jólatré í fyrra, en nýjasta afurð hans er jólatréslaga kertastjaki í stíl. ● PIPARKÖKUBLANDA frá Jónsdóttir & Co kemur í gamaldags taupoka með áletruninni „ilmur & bragð jólanna“. Að aftan eru nákvæmar leiðbeiningar um það hvernig á að bera sig að við baksturinn. Pokanum er lokað með silkislaufu og fylgir piparkökumót með. Hlutirnir fást í víða, meðal annars í Epal. NÝTT UNDIR SÓLINNI Soffía Dögg Garðarsdóttir hefur vakið mikla athygli fyrir skemmtilega bloggsíðu sem hún heldur úti, en þangað inn fær hún mörg hundruð heimsóknir á dag. Þar setur hún inn myndir af ýmsum skreytingum sem hún sjálf hefur útfært í eigin híbýl- um auk þess sem hún veitir góð ráð um allt mögulegt er teng- ist heimilinu. Soffía er blóma- skreytir að mennt en starfar í dag hjá Actavis. Skreytingarnar segir hún þó aldrei hætta að vera hennar líf og yndi. Aðventukrans Soffíu í ár er blanda af grófum og fínlegum efnivið, sem er hennar stíll að eigin sögn. „Kransinn er basthringur, vafinn inn í mosa, sem ég geymi milli ára og skreyti á nýjan hátt fyrir hverja aðventu. Nú í ár er ég með stóra vírstjörnu í miðju kransins, sem yfirleitt er notuð til að hengja upp í gluggum, en hana tók ég í sundur og fyllti með könglum, litlum kúlum og þremur litlum stjörnum og lok- aði henni aftur,“ segir Soffía. „Að lokum stráði ég síðan gervi- snjó og glimmer yfir og stakk litlum prjónum með litlum gervidemöntum inn á milli.“ Soffía segist ekki vera hrifin af grenikrönsum, vilja hafa þá grófari og mosinn eigi því vel upp á pallborðið hjá henni. Fín- legt skrautið sé síðan gott á móti. Könglum er stráð víðar en inn í stjörnuna, sem Soffía segir vera algert lykilatriði fyrir vel heppn- aðar jólaskreytingar. „Jú, ég mun skreyta í beinni útsendingu þetta árið á bloggsíð- unni minni. Skrautið er í stíl við kransinn, ljóst og létt og köngl- ar. Ég er nú þegar byrjuð og mun halda áfram alla aðventuna. Mér finnst þetta temmilegt og ekki yfirdrifið en ég veit ekki hvort það er svo að allra mati,“ segir Soffía og hlær. Slóðin á síðuna hennar Soffíu er dossag.blogspot.com og ber yfirskriftina „Skreytum hús“. Á Facebook er líka síða sem Soffía heldur úti og ber sama nafn. „Það er ánægjulegt að sjá fleiri og fleiri lesendur bætast í hópinn.” - jma Bloggar um skreytingar ● Blómaskreytirinn Soffía Dögg Garðarsdóttir heldur úti forvitnilegri bloggsíðu þar sem hún skrifar um skreytingar á eigin heimili meðal annars og gefur góð ráð. Hún ætlar að skreyta heimili sitt í beinni útsendingu á bloggsíðunni þessa aðventuna. Soffía Dögg Garðarsdóttir segir skreytingar og allt er viðkemur heimilinu vera líf sitt og yndi. Kransinn hennar er í grunninn mosi, skreyttur með vírstjörnu sem er fyllt af könglum, jólakúlum og fleiru. Yfir allt er glimmeri og gervisnjó stráð. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA L eco er heiti geymsluboxa eftir tvo unga ítalska hönn- uði, Gianfranco Di Costanzo og Daniel Facchetti, sem hanna undir merkinu Flussocreativo. Boxin eru staflanleg á skemmti- legan máta og byggð upp á sama kerfi og gömlu góðu LEGO-kubbarnir enda vísar nafn boxanna í uppruna hug- myndarinnar. Boxin eru einnig úr plasti eins og kubbarnir, litrík og minna á leik bernskuáranna. Boxin eru ætluð fyrir sorp í endurvinnslu og hönnuðu þeir félagar tvær stærðir í fjórum litum. Litirnir eiga að standa fyrir það sem flokkað er, til dæmis hvítt box undir pappír, gult fyrir plast, blátt box undir málm og grænt undir gler. Sjá nánar á vefsíðunni, www. flussocreativo.it. LEGO-kubbar undir endurvinnsluna Leco-boxin sækja form sitt og liti til LEGO-kubba. MYND/FLUSSOCREATIVO o.fl. o.fl. sögur uppskriftir leikir gjafir Verð frá 64.990 Ryksugu vélmenni heimili& hönnun  SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM HÍBÝLI  nóvember 2011 Paradís á jörðu Hundrað ára gamalt fjós í Njarðvíkum hefur fengið gagngera andlitslyftingu. SÍÐA 8 Skreytir í beinni útsendingu Soffía Dögg Garðarsdóttir heldur úti skemmtilegri bloggsíðu um skreytingar. SÍÐA 2 ELTIST EKKI VIÐ VÖRUMERKI Lilja Katrín Gunnarsdóttir hefur hreiðrað um sig ásamt fjölskyldunni í notalegri íbúð í Árbænum. BLS. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.