Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 30
26. nóvember 2011 LAUGARDAGUR30 M ars, plánetan rauða, hefur um aldir vakið forvitni jarðarbúa og því er sannarlega við hæfi að nýjasta og eitt allra metn- aðarfyllsta verkefni Geimferða- stofnunar Bandaríkjanna, NASA, kallast Curiosity. Curiosity verður skotið á loft frá Canaveral-höfða í Bandaríkjunum í dag og lendir á Mars 6. ágúst á næsta ári. Curiosity er sex hjóla geimjeppi, á stærð við fólksbíl, en hann er búinn einstaklega þróuð- um tæknibúnaði til rannsókna á yfirborði Mars. Könnunarferðir til Mars Curiosity er hið síðasta í langri röð af könnunarförum, en bæði Bandaríkin og Sovétríkin reyndu að koma flaugum að Mars í upp- hafi sjöunda áratugarins. Það var svo Mariner 4 frá NASA sem sendi til jarðar fyrstu myndirnar af Mars árið 1964. Mariner 6 og 7 endurtóku svo leikinn þremur árum síðar, en árið 1971 tókst Sovétríkjunum að senda far sem lenti á Mars án þess þó að ná að senda mikið af gögnum aftur til jarðar. 1976 lentu tvö Viking-för NASA á yfirborði Mars og sendu þaðan mikið af gögnum. Eftir það varð jarðarbúum lítið ágengt í að komast til Mars þar til Pathfinder lenti árið 1996. Þar var um að ræða fyrsta geimjeppann á Mars, en fleiri áttu eftir að fylgja í kjölfarið. Síðasta áratuginn hafa ýmis för, bæði geimjeppar og braut- arför, varpað nýju ljósi á margt á Mars. Meðal annars bendir nú margt til þess að frosið vatn sé að finna undir yfirborðinu auk þess sem landslag víða á Mars þykir gefa sterklega til kynna að vatn hafi runnið á yfirborðinu. Þá hefur einnig greinst metan í loft- hjúpnum, en það opnar á grun um að einhvers konar lífverur gefi það frá sér. Mun stærri en fyrri geimjeppar Fjölmörg Mars-verkefni hafa mis- heppnast hrapallega eftir að gríð- arlegur kostnaður var lagður í þau. För Curiosity er því ekki án áhættu en meðal annars er lend- ingarferlið ólíkt flóknara en í fyrri tilvikum. Curiosity er enda fimm sinnum þyngri en síðustu Mars- jeppar og lendingarsvæðið miklu minna. Þess vegna er jeppinn fest- ur upp í lendingarfar sem stýrir jeppanum mjúklega niður í Gale- gíginn. Einstakur tækjabúnaður Curiosity er fyrsta rannsóknar- farið sem getur sótt jarðvegssýni, með bor eða skóflu, og sett inn í sig til rannsókna, en hann er líka útbúinn leysigeisla sem getur svið- ið berg af færi og efnagreint reyk- inn með litrófssjá. Áætlað er að Curiosity verði við störf í eitt Mars-ár, sem samsvar- ar tæpum tveimur árum á jörðinni. Hann mun aka allt að 20 kílómetra á þeim tíma, en hámarkshraði jeppans er um 200 metrar á dag. Honum er stýrt eftir myndavélum á rúmlega tveggja metra háum turni. Leit að ummerkjum um líf Helsta takmark NASA með Curios- ity er að finna út hversu lífvænleg Mars er, eða hefur verið. Lending- arstaðurinn er sérstaklega valinn með það að sjónarmiði, enda eru setlögin í Gale-gígnum talin hafa innihaldið vatn, sem er undirstaða lífs. Þá er uppgötvana að vænta í berglögum fjalls eins sem er þar í næsta nágrenni. Mannaðar ferðir í framtíðinni? Miklar vonir eru því bundnar við Curiosity en fjölmargar hugmynd- ir eru um nánari könnun þessarar merkilegu grannplánetu jarðar á næstu árum og áratugum. Meðal helstu hugmynda má nefna að flugför gætu verið næsta skref. Þau myndu fljúga í minni hæð en brautarför fyrri tíma og þess vegna ná betri myndum af yfirborðinu og sýnum úr lofhjúp en áður. Þá verða ef til vill send för sem bora sig niður í jarðveginn til að leita að frosnu vatni, og einn daginn, á næstu áratugum, mun draumurinn um mannaðar ferðir til Mars vonandi rætast. Heimildir: Nasa.gov og Stjörnu- fræðivefurinn. 1964 MARINER 4 1975 VIKING-VERKEFNIÐ 1996 MARS PATHFINDER 2003 MARS EXPLORATION ROVER 2007 PHOENIX © GRAPHIC NEWS Marsjeppinn Curiosity heldur í könnunarleiðangur til Mars Curiosity er í raun færanleg rannsóknarstofa sem verður í tvö ár við störf á plánetunni rauðu. Þar verður leitað að ummerkjum um tilvist örvera, hvort sem slíkt sé fyrir hendi nú eða hafi verið, í Gale-gígnum, sem er 150 kílómetrar í þvermál. Geimfarið Flughylkið er með hitaskjöld til varnar við komuna inn í gufuhvolfið. Í lokinu er fallhlíf, jeppinn og lendingarfar. Þessi hluti knýr farið á níu mánaða löngu ferðalaginu til Mars. Hitaskjöldurinn sem Curiosity er búið er 4,5 metrar í þver- mál, hinn stærsti sem notaður hefur verið í geimferðum. Lendingarferli: Siglingarfar skilið frá flug- hylkinu, farið snýr hitaskildinum að yfirborði Mars. Flughylkið kemur inn í gufuhvolfið 125 kílómetrum frá yfirborði plánet- unnar, á 21.000 kílómetra hraða á klukkustund. Fjórum mínútum síðar hefur farið hægt ferðina niður í 1.700 km hraða. Fallhlíf opnast í tíu kílómetra hæð. Hitaskjöldurinn fer af í 7 kílómetra hæð. Hraði 576 km á klukkustund. 50 sekúndum fyrir lendingu er jeppanum og lendingarfari sleppt úr flug- hylkinu. Átta þrýstihreyflar fara í gang til að stýra lendingunni. Fallhraðinn er kominn niður í 2,7 km/klst 20 metrum ofan við yfirborð Mars. Jeppanum er slakað niður úr lendingarfarinu. Jeppinn lendir 6,5 mínútum eftir að hafa komið inn í gufuhvolfið. Sleppt úr beisli lendingarfarsins, armur og mastur jeppans fara í rétta stöðu. Lendingarfarið flýgur í loft upp og brotlendir í 150m fjarlægð. Lendingarstaður Gale-Gígurinn MARS Curiosity- jeppinn Mun kanna plánetuna í eitt Mars-ár hið minnsta (um 23 Jarðar-mánuði) Kjarnorkuknúinn 4,8 kíló af plútoni mun knýja jeppann. Orkan getur enst í 14 ár hið minnsta. Stærð jeppans Lengd 3m Hæð 2,2 m Myndavélar sem stýrt er eftir. Hjól: 50 sm í þver- mál. Hvert þeirra hefur sinn eigin mótor. Hámarkshraði 4sm á sekúndu. Efnamyndavél Skýtur leysigeisla á berg. Efni sem gufar upp er greint til að finna efnasam- setningu bergsins. Vélarmur Nær 2,3 metra út frá jeppanum. Snúningsturn: Útbúinn myndavél með aðdráttarmöguleika, lit- rófssjá til að bera kennsl á efnasamsetningu og verkfæri til að safna bergsýnum. Til Mars fyrir forvitni sakir Marsjeppanum Curiosity verður skotið á loft í dag ef áætlanir NASA ganga eftir. Mun lenda á Mars í ágúst eftir níu mánaða ferðalag og hefja leit að ummerkjum um líf á plánetunni rauðu. Þorgils Jónsson kynnti sér þetta tímamótaverkefni NASA. 56 milljónir til 400 milljónir kílómetra Fjarlægð Mars frá jörðu. Minnsta fjarlægð, og þar af leiðandi ódýrasta ferðin með minnstri eldsneytisnotkun, næst á 26 mánaða fresti. 687 jarðardagar er eitt ár á Mars. Það er, sá tími sem það tekur plánetuna að fara heilan sporbaug um sólina. Mars snýst um sjálfan sig á 24 tímum og 37 mínútum. -63gráður Meðalhiti á Mars. Meðalhiti á jörðinni er 14 gráður. 2 tungl ganga á braut um Mars. Þau heita Fóbos og Deimos í höfuðið á sonum Mars og Venusar. 3 gígar á Mars bera íslensk staðarnöfn: Grindavík, Reykholt og Vík. Að auki er einn gígur kenndur við Leif Eiríksson. MARS Í TÖLUM Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnufræðifélags Seltjarnarness, segir Curiosity-verkefnið einstaklega áhugavert og fylgist spenntur með skotinu. „Úr setlögunum í Gale-gígnum má í raun lesa sögu svæðisins. Hvernig aðstæður voru, hvort þar hafi verið vatn og hreinlega hvernig hafi verið umhorfs,“ segir Sævar. „Curiosity leitar til dæmis að lífrænum efnasambönd- um og vonandi mun hann finna eitthvað slíkt. Hann er hins vegar ekki útbúinn tækjum beinlínis til að leita að lífi, nema einhver vera myndi ganga framhjá og vinka myndavélinni. Tækin eru hins vegar svo þróuð og fullkomin að þau geta framkvæmt tilraunir sem væri jafn- vel flókið að gera hér á jörðinni. Hann er kjarnorkuknúinn og gæti þess vegna verið við störf í mörg ár og frætt okkur um alls konar hluti. Til dæmis um þróun lofthjúpsins og hvernig vatn hefur breytt bergi í jarðveg á Mars og margt annað.“ Þrátt fyrir að mannaðar ferðir til Mars séu enn fjarlægur draumur segir Sævar að fjölmörg spennandi verkefni tengd Mars séu á teikniborðinu. „Til lengri tíma litið er auðvitað best að senda fólk á Mars til rannsókna, en framhaldið er óljóst vegna fjárskorts hjá NASA. ESA, Geimferðastofnun Evrópu, mun hins vegar senda þangað ExoM- ars-jeppann árið 2016. Það ætti að verða stjörnulíffræðileiðangur sem á beinlínis að leita að lífi. Hann mun meðal annars varpa ljósi á mjög dularfullt mál sem er metangas í lofthjúpnum. Það gæti verið jarðvarmi eða einhver eldvirkni sem myndar metanið, eða þá einhvers konar líf undir yfirborðinu sem gefur það frá sér. Svo þurfum við að komast á staðinn til að skera úr því.“ Finnur vonandi merki um líf Sævar Helgi Bragason, formaður Störnufræðifélags Seltjarnarness ■ ÁHUGAFÓLK UM GEIMFERÐIR SPENNT FYRIR CURIOSITY Kyrrstæð rannsóknar- stöð. Rannsakar m.a. sögu vatns á plánet- unni. Geimjepparnir Spirit og Opportunity lentu á Mars og skiluðu miklu magni upp- lýsinga. Opportunity er enn í fullu fjöri. Var fyrst og fremst tilraun á möguleikum geimjeppa á Mars. Stóð sig framar vonum og aflaði mikils magns gagna á hálfs árs ferð sinni. Tvö för lenda á yfirborði Mars í júlí og september árið 1976. Sendi fyrstu myndirnar af Mars til jarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.