Fréttablaðið - 26.11.2011, Blaðsíða 104
26. nóvember 2011 LAUGARDAGUR68 68
menning@frettabladid.is
Tónlist ★★★
Tónleikar hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands
Verk eftir Önnu Þorvaldsdóttur, Henri Dutilleux og Brahms. Stjórn-
andi: Ilan Volkov. Einleikari: Sæunn Þorsteinsdóttir.
Eldborg í Hörpu
Skemmtileg dulúð
Dulúðin ræður ríkjum í tónsmíðum Önnu Þorvaldsdóttur, og Aeriality,
sem frumflutt var á Sinfóníutónleikum í Hörpu á fimmtudagskvöldið undir
stjórn Ilan Volkov, var engin undantekning.
Verkið jaðrar við að vera sveimtónlist, en
hún einkennist af mikilli kyrrstöðu, löngum
hljómum og óljósum klið. Slík tónlist skapar
stemningu en það er engin sérstök fram-
vinda í henni, a.m.k. ekkert í líkingu við flest
þekktu klassísku tónverkin.
Það var ekki alger kyrrstaða í Aeriality.
Framvindan var engu að síður mjög hæg,
áherslan var á andrúmsloftið, sem var órætt
og myrkt. Fínlegar tónahendingar á stangli
voru áberandi og undir þeim lá djúpur,
þykkur hljómamassi. Útkoman var ánægju-
leg, það var einhver skáldskapur í tónunum
sem snerti við manni. Þetta var magnaður
tónaseiður.
Ég hugsa að hann komi jafnvel enn
betur út í góðum hátölurum. Þar sem ég
sat uppi á neðstu svölum var á mörkum að
smágerðu tónahendingarnar, öll blæbrigðin, heyrðust nægilega skýrt. Það
þarf að vera jafnvægi á milli hægu hljómanna annars vegar og kliðsins hins
vegar. Spurning hvort það hafi verið ákjósanlegt í Eldborginni.
Næst á dagskrá var sérlega flottur sellókonsert eftir Henri Dutilleux, Tout
un monde lointain. Konsertinn er kannski ekki með því mest grípandi sem
maður hefur heyrt á Sinfóníutónleikum, en hann er engu að síður heillandi.
Uppbyggingin er snilldarleg, það er einhver töfrakennd heiðríkja í samspili
ólíkra hljóðfæraradda, og í frásögninni yfirleitt, sem er sjaldheyrð.
Sæunn Þorsteinsdóttir lék einleik á selló. Hún gerði það af gríðarlegri
innlifun og yndisþokka, en jafnframt tæknilegu öryggi. Útkoman var
sjarmerandi og falleg. Óhætt er að fullyrða að Sæunn sé einn af okkar bestu
hljóðfæraleikurum.
Eftir hlé var fjórða sinfónían eftir Brahms. Hljómsveitin var nokkra stund
að komast almennilega í gang. Kannski var erfitt að setja sig í róman-
tískar stellingar eftir framúrstefnuna fyrir hlé! Í fyrri helmingi sinfóníunnar
vantaði hinn þykka og munúðarfulla hljóm sem einkennir Brahms. Hann
var grunnur, jafnvel mjór. Hljómsveitin var auk þess ekki alltaf almennilega
samtaka og nokkuð bar á ónákvæmum blásarainnkomum.
Þetta lagaðist eftir því sem á leið. Hljómsveitin sótti stöðugt í sig veðrið
og síðasti kaflinn var glæsilegur. En það var auðvitað heldur seint. Jónas Sen
Niðurstaða: Nútímatónlistin hafði vinninginn á tónleikunum.
Tónleikar með verk-
um Bretans Julians
Michaels Hewlett verða
í Listasafni Sigurjóns á
morgun klukkan fimm.
Hewlett hefur lifað
og starfað á Íslandi
síðastliðin 23 ár sem
píanóleikari, organisti,
tónlistarkennari og kór-
stjóri. Fyrst á Skaga-
strönd, svo á Egilsstöð-
um og undanfarin tíu
ár í Reykjavík og hefur
samið tónlist samhliða
þessu öll árin.
Tónleikarnir eru þeir
fjórðu í röð tónleika þar sem verk hans eru flutt en tónleikaröðin
kallast Just Julian. Hewlett leikur á píanó á tónleikunum en fram
koma með honum Kristín R. Sigurðardóttir sópransöngkona, Hólm-
fríður Jóhannesdóttir messósópransöngkona og Ian Wilkinson sem
leikur á bassa, euphonium og básúnu.
Flytja verk Julians
Michaels Hewlett
Jón Bjarki Magnússon og
Bergþóra Snæbjörnsdóttir
sendu frá sér sínar fyrstu
ljóðabækur á dögunum,
Lömbin í Kambódíu (og þú)
og Daloon dagar. Bækurnar
koma út á vegum Útúr, sem
er útúrdúr frá útgáfunni
Útúrdúr.
Jón Bjarki Magnússon og Bergþóra
Snæbjörnsdóttir eru bæði útskrif-
uð úr ritlistarnámi við Háskóla
Íslands. Á dögunum komu út frum-
raunir þeirra beggja á skáldskap-
arsviðinu, ljóðabækurnar Lömbin í
Kambódíu (og þú) eftir Jón Bjarka
og Daloon dagar eftir Bergþóru.
Bæði hafa þau unnið að bókum
sínum undanfarin tvö ár eða svo.
„Ég hef ferðast talsvert um Asíu og
ætlaði upphaflega að skrifa ferða-
sögu,“ segir Jón Bjarki. „Þau áform
runnu hins vegar út í sandinn og í
kjölfarið fór ég að skrifa ljóð. Ég
held að fyrsta heildstæða ljóðið
sem ég var ánægður með var titil-
ljóð bókarinnar og það má segja að
framhaldið hafi spunnist út frá því.
Það er hrár og ákafur andi yfir
ljóðum Jóns Bjarka. Hann segir sum
þeirra hafa sprottið upp í skyndi en
öðrum hefur hann legið lengur yfir.
„Ég valdi ljóðin í handritið fyrst
og fremst út frá tóni og takti sem
mér fannst passa saman.“ Sum
ljóðanna voru hluti af lokaverkefni
Jóns Bjarka og voru unnin undir
handleiðslu Sigurðar Pálssonar ljóð-
skálds.
Spurður um áhrifavalda seg-
ist Jón Bjarki lengi hafa horft til
skálda sem tilheyrðu Nýhil-hópn-
um. „Kristín Eiríksdóttir, Jóhamar,
Steinar Bragi og Eiríkur Örn Norð-
dahl eru allt skáld sem ég hef mikl-
ar mætur á, sem og bandarísku bít-
skáldin.“
Bergþóra Snæbjörnsdóttir seg-
ist hafa unnið leynt og ljóst að bók
sinni, Daloon dögum, um allnokk-
urt skeið. „Ætla ég hafi ekki byrjað
að vinna markvisst að henni fyrir
tveimur árum. Ljóðformið hefur
lengi heillað mig, ég held ég hafi
skrifað ljóð allar götur frá því að ég
lærði að skrifa.“
Framan af skrifaði Berþóra ein-
göngu fyrir skúffuna en segir rit-
listarnámið hafa kynt undir metn-
aðinum.
„Ég hef líka verið í samkrulli
við krakkana í Gallerí Crymo, sem
fengu mig til að lesa upp á uppákom-
um á sínum vegum. Ég fékk góð við-
brögð við því og í kjölfarið ákvað ég
að láta slag standa og koma þessu á
framfæri.
Spurð um áhrifavalda segir
Bergþóra þá koma úr ýmsum
áttum. „Og ekki endilega úr bók-
menntunnum, heldur öðrum list-
greinum, sérstaklega kvikmynd-
um og tónlist. Ég er ekki sérlega
háfleyg, heldur hegg aðallega eftir
hinu hversdagslega.“
bergsteinn@frettabladid.is
Útúrdúrar frá Útúrdúr
JÓN BJARKI OG BERGÞÓRA Hafa bæði lagt stund á ritlist við Háskóla Íslands. Afrakstur þess leiddi meðal annars til þess að bæði
hafa gefið út sína fyrstu ljóðabók. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTION
LISTASAFN SIGURJÓNS Bretinn Michael Julian
Hewlett hefur starfað á Íslandi í hátt í aldar-
fjórðung. Verk eftir hann verða leikin í Listasafni
Sigurjóns í dag.
KÆRI SÝSLI,
ég verð hér
það sem eftir er
að bíða eftir þér
og á meðan ég bíð
ætla ég að skjóta mig
með kolsýru í æð ;)
Úr Lömbin í Kambódíu
(og þú)
TÆLENSKUR FÍLL
Mig langaði svo til að semja ljóð um gamla konu
og tælenska fílinn sem batt enda á líf hennar
langaði svo til að semja ljóð
um lyktina af moldinni
um litinn á himninum
um öll 206 beinin hennar sem brotnuðu
þennan dag í Chang Mai
Úr Daloon dögum
HLJÓÐFÆRASMIÐJA Í HAFNARHÚSINU Tónskáldin Áki Ásgeirsson, Magnús Jensson og
Jesper Pedersen leiða seinni hljóðfærasmiðju LornaLAB í Hafnarhúsinu klukkan 13 í dag. Gestir hljóð-
færasmiðjunnar eru hvattir til að koma með rafdót og smátæki sem gefa frá sér hljóð og væri hægt að
taka í sundur og breyta á frjálslegan hátt. Viðburðurinn er ókeypis.
o.fl. o.fl.
sögur
uppskriftir
leikirgjafir