Morgunblaðið - 03.08.2010, Síða 8
ÚR BÆJARLÍFINU
Svanhildur Eiríksdóttir
Reykjanesbær
Svipaður fjöldi erlendra ferða-
manna hefur spókað sig í Reykja-
nesbæ í sumar og gerði sumarið 2009
en aukning hefur verið á heimsóknum
Íslendinga, að sögn Kristjáns Páls-
sonar hjá Markaðsstofu Suðurnesja.
Reykjanesbær er gjarnan fyrsta og/
eða síðasta stopp ferðamanna á leið til
og frá landi og þá er gjarnan spurt
hvað hægt sé að gera í bænum og
næsta nágrenni. Áhugi á náttúru
Reykjaness er alltaf mikill og staðir
eins og Gunnuhver, Valahnjúkur,
Reykjanesviti, Álfubrúin, Hafnarberg
og Stóra Sandvík vinsælir áningar-
staðir. Þá er alltaf vinsælt að spóka sig
um í miðbæ Reykjanesbæjar og ganga
meðfram sjónum.
Fjölmargir Reykjanesbæingar
og nærsveitamenn hafa slegist í för
með leiðsögukonunni Rannveigu
Garðarsdóttur í sumar og gengið um
Reykjanesskagann. Skaginn er Rann-
veigu mjög kunnur en hún hefur geng-
ið um Reykjanesið í mörg sumur, fyrst
undir merkjum Strandgönguhópsins
en nú Reykjanesgönguferða. Tvær
ferðir eru eftir af þeim 10 sem boðið
verður upp á í sumar. 11. ágúst verður
fjórði og síðasti hluti Reykjavegar
genginn og hinn 18. verður gengið yfir
Þorbjörn og endað í Bláa lóninu. Sú
ferð er lengri, enda eins og konar
uppskeruhátíð sumarsins.
Ný afþreyingarfyrirtæki í ferða-
þjónustu er meðal tækifæra sem fólk í
ferðaþjónustu sér fyrir svæðið. Ekki
er lengur hægt að fara í hvalaskoðun
frá Keflavíkurhöfn eftir að hætt var
með hvalaskoðunarfyrirtækið Moby
Dick og ekki býðst heldur að fara í sjó-
stangaveiði. Þetta eru hins vegar
ferðaþjónustuþættir sem erlendir
ferðamenn sækja mjög gjarnan í.
Veiðistangir hafa hins vegar verið
í röðum við Keflavíkurbryggju í sum-
ar, en þar hafa veiðimenn á öllum aldri
staðið þétt og veitt makríl. Þó mesta
veiðin sé að baki freista menn enn
gæfunnar og um nýliðna verslunar-
mannahelgi mátti sjá litskrúðugan
hóp veiðimanna. Eitthvað er um að
veiðimenn hafi selt trilluköllum
aflann en flestir fara með sína veiði
heim. Að sögn veiðimanns sem blaða-
maður vatt sér að á Keflavíkur-
bryggju hafa menn steikt makrílinn,
reykt eða jafnvel grillað. „Hann er
feitur makríllinn og minnir eilítið á
silung á bragðið. Fólk hefur líka not-
að hann í beitu til að veiða silung.“
8-12 ára börn í Reykjanesbæ eru
duglegust að sækja sund. Þetta,
ásamt þeirri staðreynd að mikil aukn-
ing hefur orðið í aðsókn grunnskóla-
barna í sund í Reykjanesbæ eftir að
aðgangur varð ókeypis fyrir börn,
kemur fram í lokaverkefni Þórunnar
Magnúsdóttur í íþróttafræðum við
Háskóla Íslands. Þórunn kannaði
áhrif á hreyfingu grunnskólabarna í
Reykjanesbæ við það að gefa frítt í
sund og notaði spurningalista sem
starfsfólk lagði fyrir börn sem sóttu
sundstaði bæjarins. Fjögur ár eru lið-
in síðan bæjarráð tók þá ákvörðun að
afnema aðgangseyri fyrir börn í sund
og jók sú ákvörðin einnig aðsókn full-
orðinna að sundstöðunum. Veður-
blíðan í sumar hefur bara hvatt íbúa
Reykjanesbæjar til að spóka sig um í
Vatnaveröld og láta sólina leika við
líkamann.
Makríll á grillið
Þétt staðið við Keflavíkurbryggju
Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir
Makrílveiðar Keflavíkurbryggja
hefur iðað af lífi í sumar.
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2010
Ýmsir hafa viðrað þá skoðun aðrétt sé að farið sé að lögum og
ekki í kringum þau í tengslum við
fjárfestingu í Hitaveitu Suðurnesja.
Aðrir benda á að erlend fjárfest-ing sé í sjálfu sér æskileg, ekki
síst núna. Hún sé jafnvel svo æski-
leg að rétt sé þess vegna að gera
minni kröfur en ella um að farið sé
að lögum.
Og svo kemur þriðji hópurinn ogsegir að við verðum að aðhlát-
ursefni í útlöndum, ef við höfum
uppi sérsjónarmið sem menn hafa
aldrei heyrt af utanlands, eins og
þau að rétt sé að fara að lögum.
Þessi hópur telur það sérstaklega
flott að segja að „útlendingar“ hlæi
að okkur ef við gerum ekki það sem
óskað er eftir. (Ekki það sem „út-
lendingarnir“ vilja heldur þeir sem
hóta hinum hræðilegu hlátrasköll-
um).
Og þegarþarna er
komið er orðið
stutt í ógnunina
um „banana-
lýðveldið“. Hún
er jafnvel enn þá
hræðilegri en
hlæjandi útlendingar.
Það var að vísu fremur óheppi-legt að gera þá sem vilja að
varúðar sé gætt við að afhenda
mikilvægustu auðlindir í erlenda
eigu að bananalýðveldismönnum.
Nokkur ríki Suður-Ameríkufengu þetta vafasama heiti og
sennilega með réttu, því þau höfðu
glatað forræði eigin mála í hendur
erlendra auðhringa.
Megineinkennið var talið vera aðlög og rétt í þeim löndum varð
hverju sinni að sveigja að hags-
munum fjárfestanna, hvað svo sem
lögbækurnar segðu.
Ban ana áfram
Veður víða um heim 2.8., kl. 18.00
Reykjavík 16 rigning
Bolungarvík 15 skýjað
Akureyri 14 skýjað
Egilsstaðir 16 skýjað
Kirkjubæjarkl. 12 rigning
Nuuk 12 skýjað
Þórshöfn 12 þoka
Ósló 20 skýjað
Kaupmannahöfn 18 skúrir
Stokkhólmur 16 skýjað
Helsinki 23 heiðskírt
Lúxemborg 21 skýjað
Brussel 17 skúrir
Dublin 16 skýjað
Glasgow 17 léttskýjað
London 20 léttskýjað
París 17 skýjað
Amsterdam 20 léttskýjað
Hamborg 21 skýjað
Berlín 26 heiðskírt
Vín 29 léttskýjað
Moskva 37 skýjað
Algarve 28 heiðskírt
Madríd 33 heiðskírt
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 28 heiðskírt
Róm 30 heiðskírt
Aþena 30 léttskýjað
Winnipeg 23 skýjað
Montreal 25 léttskýjað
New York 27 skýjað
Chicago 26 alskýjað
Orlando 31 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
STAKSTEINAR
VEÐUR KL. 12 Í DAG
3. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:42 22:27
ÍSAFJÖRÐUR 4:26 22:52
SIGLUFJÖRÐUR 4:08 22:36
DJÚPIVOGUR 4:06 22:02
Búið er að fella meira en 70 hrein-
dýrstarfa frá því að veiðar hófust 15.
júlí sl. Það er heldur meira en í fyrra.
Um helgina mátti hefja veiðar á
hreinkúm og taldi Jóhann G. Gunn-
arsson, starfsmaður Umhverfis-
stofnunar á Egilsstöðum, að innan
við tugur veiðimanna hefði farið til
að veiða hreinkýr á sunnudag.
Þoka hamlaði þó veiðum á fjörð-
unum um tíma um helgina. Jóhann
sagði að frá því að tarfatíminn byrj-
aði hefðu komið margir góðir veiði-
dagar og hefði mátt nýta þá betur, að
hans mati. En hvernig eru dýrin
framgengin?
„Ég held þau séu bara væn,“ sagði
Jóhann. Hann taldi að veiðarnar
færu að byrja af krafti ef veðrið yrði
gott á næstunni.
Sú breyting var gerð á hreindýra-
veiðunum þetta árið að veiðitími á
hreinkúm mun standa til 20. sept-
ember í stað 15. september eins og
venjan var. Þá er nú óheimilt að fella
hreinkálfa en áður var farið fram á
að kálfar sem gengu undir kúm sem
voru veiddar væru einnig felldir.
gudni@mbl.is
Hreindýraveiðar
fara vel af stað
Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson
Hreindýr Veiðimenn komnir vel af
stað ásamt leiðsögumönnum.
Yfir 70 tarfar komnir
í hús og byrjað að
veiða kýrnar