Morgunblaðið - 03.08.2010, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2010
10 Daglegt líf
Sunny Jarðarberjadrykkur gerður úr
ferskum jarðarberjum og söfum.
mín ástríða að elda hollan og góðan mat.
Í 15 ár var ég eigið tilraunadýr og
bý vel að allri þessari reynslu sem mig
langar nú að miðla til fólks. Mér leið
betur af því að borða meira grænmeti
en ég hafði gert og minnka unnar mat-
vörur. Ég sleppti líka kjöti og fiski en
skil að það á ekki við alla þó svo að það
henti mér mjög vel. Fólk þarf að læra
að hlusta á eigin líkama því við höfum
allar upplýsingarnar innra með okkur
en oft á tíðum er djúpt á þeim. Það er
misjafnt hversu langt á veg menn eru
komnir hér í Englandi en í Brighton er í
það minnsta hæsta hlutfall grænmet-
isætna í landinu. Við erum ágætlega
dugleg að borða grænmeti á Íslandi en
auðvitað líður Ísland dálítið fyrir það að
vera eyja þar sem meira vesen er í
kringum innflutning,“ segir Auður Ingi-
björg.
Fræði á mannamáli
Kyle hefur sömu reynslu og Auður
Ingibjörg en hann þurfti að takast á við
veikindi og tókst þá á við mataræði sitt
og greindi niður í frumeindir. Kyle hef-
ur stundað mikla rannsóknarvinnu
þessu tengda en hann er lærður í nær-
ingarfræði og heimspeki. Síðastliðin ár
hefur hann unnið við það að halda nám-
skeið og fyrirlestra og tekið fólk
til sín í einkatíma og ráðgjöf. „Við
erum svo sterkt teymi því að á
námskeiðunum sem við höldum
saman talar hann um allt það sem
maturinn gefur okkur en ég kem
og sýni uppskriftir þannig að fólk
sér að þetta þarf ekki að vera
flókið. Í dag fær fólk svo mikið af
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Auður Ingibjörg Konráðs-dóttir fluttist til Brighton íEnglandi nú í vor. Hún erheilsukokkur sem hefur það
fyrir atvinnu að halda námskeið í
heilsusamlegri matargerð og er nú að
setja á laggirnar fyrirtækið Vitality
Chef Ltd. Fljótlega eftir að Auður
Ingibjörg fluttist út kynntist hún
Kyle Vialli, sem er einn helsti fyr-
irlesari og heilsugúrú Englands. Þau
sáu að þau væru alveg á sömu blað-
síðu og ákváðu að taka höndum sam-
an við að breiða út boðskapinn um
breytt og betra mataræði.
Hlustað á eigin líkama
„Það eru svo margir í sömu
sporum og ég var, hafa þurft að
ganga í gegnum veikindi og snúa við
blaðinu. Ég fékk ofnæmi þegar ég
var að klára að læra kokkinn og
neyddist því til að staldra við og
hugsa hvað ég væri að setja ofan í
mig. Þá byrjaði ég að snúa blaðinu
við og líðanin gjörbreyttist en ég bjó
vel að því að vera kokkur þar sem ég
var alltaf að gera tilraunir og það er
Kenna Ís-
lendingum að
elda úr arfa
Auður Ingibjörg Konráðsdóttir heilsukokkur sneri við
blaðinu og umbylti mataræði sínu fyrir nokkrum ár-
um. Hún býr nú í Bretlandi þar sem hún er í sam-
starfi við einn þekktasta heilsugúrú landsins en sam-
an munu þau heimsækja Ísland í byrjun september og
kenna Íslendingum að elda hollan og góðan mat,
meðal annars úr berjum, arfa og fjallagrösum.
Heilsugúrú Kyle hefur stundað mikla
rannsóknarvinnu tengda mataræði.
Ljósmynd/Hrund Jakobs
Hollt út í
gegn
OFURSÚKKULAÐI
Þau Auður Ingibjörg og Kyle
Vialli eru nú að hefja fram-
leiðslu á súkkulaði sem er líf-
rænt og gert úr kókossykri
sem gefur sætuna. Kókossykur
hefur hvað lægstan sykur-
stuðul af öllum náttúrulegum
sætuefnum og byggir upp heil-
brigða þarmaflóru. Auður Ingi-
björg segir að um sé að ræða
ofursúkkulaði í anda ofurfæðu
sem sé bæði gott og hollt út í
gegn. Þau Auður Ingibjörg og
Kyle munu koma með súkku-
laði með sér í farangrinum í
haust til að gefa Íslendingum
að smakka.
Það er gaman að fara í útilegu í góðra vina hópi. Hvort sem farið
er í tjaldútilegu, í ferð með hjólhýsi eða í bústað þá þarf að hafa
með sér nesti. Það er ýmislegt sem við þurfum að hafa í huga þeg-
ar við tökum saman nesti. Fyrir utan hollustu nestisins er rétt
meðhöndlun á matvælunum afar mikilvæg. Það vill enginn enda
skemmtilega ferð með matarsýkingu.
Áður en byrjað er að útbúa nestið er mikilvægt að þvo sér vel
um hendur og hafa öll áhöld hrein. Eins er góð regla að þvo sér
alltaf eftir að hafa snert hrá matvæli eins og kjöt, fisk, egg o.s.frv.
Krossmengun einna algengust
Með krossmengun er átt við að örverur berist frá einni tegund
matvæla í aðra og úr hrávöru í fullunnin matvæli. Slíkt smit milli
matvæla á sér stað m.a. ef við notum óhrein áhöld, illa þvegin
bretti og borð eða notum sömu áhöld fyrir hrá og fullunnin mat-
væli. Kæling matvæla hjálpar til við að halda örverum í skefjum,
þannig að þær fjölgi sér ekki. Hráum og fullelduðum matvælum
og matvælum sem merkt eru „Kælivara 0-4°C“ þarf að halda
köldum svo þau séu örugg. Hafið í huga að ef kælivörur eru ekki
geymdar í kæli þá minnkar geymsluþol þeirra til muna. Örverur
fjölga sér hratt við stofuhita og því er mikilvægt að hafa mögu-
leika á að geyma matvæli við 0-4°C. Ef enginn ísskápur er til stað-
ar má t.d. nota kælibox. Hitun getur drepið hættulegar örverur.
Matvæli þurfa að ná meira en 75°C hita við eldun til að vera
örugg. Ef halda þarf mat heitum verður hitinn að haldast yfir
60°C. Mjög mikilvægt er að vanda meðhöndlun tilbúinna mat-
væla, þar sem þau verða ekki hituð eða elduð áður en þeirra er
neytt.
Notið aðeins umbúðir/ílát sem eru sérstaklega framleidd fyrir
matvæli. Röng notkun umbúða/íláta getur leitt til þess að óæski-
leg efni berist í matvæli sem geta hugsanlega valdið heilsutjóni.
Það er misjafnt hvaða umbúðir henta ákveðnum matvælateg-
undum. Álpappír hentar vel fyrir ost, kjöt, smjör o.þ.h. matvæli
en ekki fyrir súr matvæli eins og appelsínur, sítrónur og ávaxta-
grauta. Matarfilmur henta vel fyrir ávexti, grænmeti og brauð.
Athugið leiðbeiningar frá framleiðanda umbúða/íláta en á þeim
ætti að vera tekið fram fyrir hvaða matvæli umbúðirnar/ílátin
henta best.
Sesselja María Sveinsdóttir, matvælafræðingur hjá Matvælastofnun
Örugg matvæli – allra hagur!
Örugg matvæli í
útileguna
Kælivara Best er að geyma samlokurnar í ísskáp.
www.mast.is
Ný heyrnartæki - helmingi minni en tvöfalt öflugri!
G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | S í m i : 5 6 8 6 8 8 0 | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | w w w . h e y r n a r t æ k n i . i s
Pantaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 og prófaðu Agil
Njóttu orkunnar sem fylgir því að heyra betur!
Agil eru einstök heyrnartæki sem voru þróuð með það markmið í
huga að bæta talgreiningu við allar aðstæður og draga úr
hlustunarþreytu. Agil heyrnartækin eru þau fullkomnustu frá
Oticon fram til þessa en segja má að þau hafi tæknilega sérstöðu
umfram önnur tæki.
Þrátt fyrir að Agil séu um helmingi minni en hefðbundin bak við
eyra tæki þá búa þau yfir öflugustu
örflögunni en vinnsluhraði
hennar er helmingi meiri en
áður hefur þekkst.
Eins og önnur heyrnartæki
frá Oticon þá eru Agil með
þráðlausa tækni og veita
þrívíddarhljómgæði.