Morgunblaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 2010                          Það var fyrir um ári að kynni mín af þeim Jakobi og Guð- björgu hófust er þau keyptu efri hæðina í húsinu. Það var gam- an að fá þau í húsið full af já- kvæðni og viljug til athafna í sam- eiginlegum verkefnum húsfélagsins. Jakob var jafnan brosandi, hress, jákvæður og þægilegur í umgengni. Það leyndi sér ekki að Jakob hafði ánægju af útiveru og hreyf- ingu því hann var duglegur að hjóla, skokka og synda. Við áttum líka sameiginlegan uppháhalds- stað, þ.e. sundlaugarnar í Kópa- vogi. Þegar Tinna komst í kynni við þau Jakob og Guðbjörgu leið ekki á löngu þar til hún kaus fremur að fara inn um dyrnar hjá þeim en mér. Þau urðu góðir félagar og hefur Tinna notið góðs af velvilja þeirra Jakobs og Guðbjargar og átt margar gæðastundir með þeim og barnabörnunum. Ég sendi Guðbjörgu og öllum aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Við þökkum samfylgdina, Þóra Halldórsdóttir og Tinna. Við kveðjum í dag kennarann okkar, Jakob Smára, með mikilli eftirsjá. Sálfræðideild Háskóla Ís- Jakob Smári ✝ Jakob Smárifæddist 11. janúar árið 1950. Hann lést 19. júlí 2010. Útför Jakobs fór fram frá Neskirkju í Reykjavík 28. júlí 2010. lands verður ekki söm eftir fráfall Jak- obs. Fyrir utan að vera frábær fræði- maður, var hann hlýr og hjálpsamur kenn- ari sem alltaf var boðinn og búinn að aðstoða nemendur langt umfram það sem skyldan bauð. Án efa eiga eftir að koma stundir þar sem við eigum eftir að óska þess að geta leitað til Jakobs eftir hagnýtum ráðum eða til að dýpka skilning okkar á fræðunum. Við erum innilega þakklátar fyrir að hafa átt þess kost að njóta leið- sagnar Jakobs og munum ávallt minnast hans með mikilli hlýju. Fjölskyldu Jakobs vottum við okkar dýpstu samúð. Anna Sigríður Jökulsdóttir Berglind Hermannsdóttir Brynhildur Jónsdóttir Ragna Margrét Norðdahl. Kveðja frá Háskóla Íslands Jakob Smári, sálfræðingur og prófessor við sálfræðideild Heil- brigðisvísindasviðs Háskóla Ís- lands, var heilsteyptur og góður maður, afburða kennari og vís- indamaður. Við fráfall hans er stórt skarð höggvið í raðir kenn- ara skólans. Jakob er syrgður jafnt af samstarfsfólki og stúd- entum. Jakob kom til starfa við Há- skóla Íslands 1994, en hafði þar áður starfað sem sálfræðingur á geðdeild Landspítalans. Jakob stundaði sálfræðinám í Frakk- landi og Svíþjóð og lauk dokt- orsprófi frá Stokkhólmsháskóla 1985. Sérgrein hans innan klín- ískrar sálfræði fjallar um áráttu- hegðun og þráhyggju. Jakob vann öll sín störf af stakri hógværð og vandvirkni. Hann náði miklum ár- angri í starfi sem hægt er að mæla með margvíslegum hætti. Hann var mikils metinn vísinda- maður hér heima og á alþjóðavett- vangi. Þetta staðfestir fjöldi vís- indagreina sem Jakob hefur birt í alþjóðlegum tímaritum sem gera miklar kröfur til höfunda. Styrkur hans sem vísindamanns sést einn- ig í fjölda tilvitnana annarra fræðimanna í rannsóknir hans og í fjölda virtra samstarfsmanna í rannsóknarverkefnum. Jakob var eftirsóttur til setu í ritnefndum erlendra vísindatímarita og sem rýnandi á rannsóknir annarra vís- indamanna. Árangur af starfi Jak- obs er ekki síður hægt að mæla í framlagi hans til kennslu ís- lenskra sálfræðinga og þeirri virð- ingu og þakklæti sem honum hef- ur hlotnast fyrir störf sín. Jakob var einstaklega vinsæll kennari og eftirsóttur leiðbeinandi í meistara- og doktorsverkefnum. Hann hvatti nemendur til dáða og reyndist þeim áfram hollráður eft- ir útskrift. Jakob hafði jafnframt einstakt lag á að hvetja nemendur í grunnnámi til þátttöku í rann- sóknarverkefnum og gaf þeim þannig færi á að leggja af mörk- um í leit nýrrar þekkingar. Það dýpkaði vitaskuld skilning þeirra á hinu hefðbundna kennsluefni. Jakob leit á nemendur sem jafn- ingja og þótti einlæglega vænt um þá. Hann annaðist sjúklinga af mikilli nærgætni og fagmennsku meðan hann starfaði á Landspít- ala og var dáður af sjúklingum og samstarfsfólki. Þá var hann í virku sambandi við starfandi sál- fræðinga og lagði mikla áherslu á að efla tengsl Háskóla Íslands við stéttina. Árangur af starfi Jakobs er þannig fjölþættur. Hann lagði af mörkum til íslensks samfélags og alþjóðlegs vísindasamfélags og margir einstaklingar hafa með beinum hætti notið góðs af starfi hans. Jakob Smári var kennari, fræðari og vísindamaður eins og þeir gerast bestir. Missirinn er því mikill. Fyrir hönd Háskóla Íslands þakka ég Jakobi fyrir afar farsæl störf í þágu skólans og mikilsvert framlag til kennslu og rannsókna á sviði klínískrar sálfræði. Ég þakka honum fyrir þá alúð og ræktarsemi sem hann sýndi starfi sínu, sem varð til þess að mennta góða sálfræðinga, leggja af mörk- um í hörðum heimi vísinda og gera með starfi sínu Háskóla Ís- lands að betri stofnun. Ég votta Guðbjörgu eiginkonu Jakobs, börnum, fóstursyni og að- standendum öllum innilega sam- úð. Kristín Ingólfsdóttir. Ég vil með nokkrum orðum kveðja frábæran kennara, leið- beinanda og ekki síst góðan mann. Það er aðeins rúmt ár síðan sam- skipti okkar Jakobs voru hvað mest er hann var leiðbeinandi minn við skrif BS-ritgerðar. Alltaf hafðir þú tíma fyrir mig og leið- beindir mér á þinn rólega og yf- irvegaða hátt. Af þínum fundum fór ég glaðari og með sjálfstraust- ið á hraðri uppleið. Hafðu kæra þökk fyrir öll okkar góðu samskipti. Ég votta aðstand- endum mína dýpstu samúð. Guðlaug Marion Mitchison, nemandi við HÍ. Þegar ég hóf störf á Kleppi haustið 1987 eftir margra ára fjarveru í Þýskalandi hitti ég þar fyrir kollega mína Jakob og Hörð. Með okkur tókst einlæg og traust vinátta sem hélst alla tíð. Við kynntumst svo Guggu og áttum margar góðar stundir saman. Samskipti okkar Jakobs hófust á því að skipta um skrifstofur, hann vildi fá þá sem mér var úthlutað, afsíðis innst á ganginum. Þar hafði hann meira næði til að sinna sínum hugðarefnum, ekki bara sjúklingunum heldur einnig vís- indunum. Skildir eftir lítinn brag á þýsku á skrifborðinu mínu, botnaðir hann: hoffe du wirst im- mer, zufrieden in diesem Zimmer! Dæmigert fyrir Jakob, lék á als oddi á mörgum tungumálum og húmorinn aldrei langt undan. Allt- af að lesa, pæla, rannsaka, reikna. Skaust stundum heim á Skódan- um þínum í hádeginu til að reikna eitthvað, betri tæki heima fyrir en á Kleppi, þetta var á tímum Mack- intosh SE á stofnuninni. Síðar stofnuðum við saman Sál- fræðistofuna en þar entist þú ekki lengi. Vísindin áttu hug þinn allan og þú varðst prófessor. Eftir það dró úr samskiptum okkar en við hittumst þó alltaf af og til. Þú sagðir fréttir af börnum og barna- börnum þínum sem þér var svo annt um. Fylgdist líka með mínu fólki. Þegar ég fór að finna samúðar- kort til að færa fjölskyldu þinni sá ég annars konar kort með mynd af fallegu fiðrildi. Hugsaði með mér, svona langar mig til að hugsa um Jakob, floginn af stað um óravíddir himinsins á leið í aðra vegferð sem við vitum lítið um, líkt og barn í móðurkviði sem veit ekki hvað bíður þess. Nú ert þú, Jakob minn, laus úr púpunni sem var farin að þrengja svo að þér undir það síðasta. Á einum stað stendur: „Ég hef gert dauðann að sendiboða gleð- innar til þín. Hvers vegna syrgir þú?“ Ég veit samt að margir syrgja. Missir íslensks sálfræði- samfélags er mikill en mestur er þó missir fjölskyldu hans. Ég votta Guggu og fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð. Margrét Bárðardóttir. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska stendur einhvers staðar. En það voru ekki bara guð- irnir sem elskuðu Tomma – heldur við öll hin sem eftir sitjum og syrgjum þennan sómapilt. Ég kynntist Tomma ungum, árið 1979 á Vindheimamelum. Þá var Tommi smápatti en orðinn einn sá albesti í kappreiðum. Það þurfti engan speking til þess að sjá að þarna var fágætt efni á ferð. Á Landsmótinu 1982 var hann á ferð með Keldudalshrossin þá aðeins 16 ára og gleymist engum sem sá. Síðan lá leið okkar saman á Evr- ópumótinu í Roderath þar sem hann kom, sá og sigraði. Þaðan átti hann að fara á Wiesenhof til Bruno Podlech í tamningar. Hann var ekki alveg á því að fara einn svo við ákváðum að fara báðir. Við áttum yndislega mánuði saman á Wiesenhof, bæði við vinnu og leik og tókst með okkur mikil vinátta sem aldrei bar skugga á. Seinna kom Tommi svo að vinna hjá mér á Hrafnsholti. Ég lærði mikið af Tomma. Hann var orkugjafi mikill og leið manni alltaf vel í návist hans. Tommi var Michael Jackson ís- lenskrar hestamennsku, var bók- staflega í annarri deild, eldklár og næmur. Með tímanum varð hann einn virtasti fagmaðurinn, besti dómarinn og um leið sá skemmti- legasti. Tommi var dáður af öllum, jafnvinsælum manni hef ég aldrei Tómas Ragnarsson ✝ Tómas Ragn-arsson fæddist 6. september 1965 í Hafnarfirði. Hann andaðist 16. júlí 2010 á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Tómas var jarð- sunginn frá Hall- grímskirkju 22. júlí 2010. kynnst. Frábær sögumaður sem hafði einstakt lag á að gæða allt lífi í kring- um sig. Ég gæti skrifað heila bók um kynni okkar Tomma en það bíður betri tíma. Ég kveð þig, Tommi minn, með miklum söknuði, ég er hryggur og líka sár yfir örlögunum sem svo oft eru ósanngjörn og ill- skiljanleg. Þú ert og verður í mín- um huga einn sá besti maður sem ég hef kynnst. Hvað bíður þín fyr- ir handan vitum við ekki en ég gæti trúað því að þið Jói Vakri ættuð eftir að taka í skeiðgírinn saman. Elsku Ragnar og fjölskylda, ég er hjá ykkur á þessari stundu. Guð blessi ykkur. Herbert Óskar Ólason – Kóki. Kæri Tommi, okkur vini þína langar til að skrifa þér nokkrar línur. Betri og traustari vin en þig er vart hægt að hugsa sér. Ávallt tilbúinn til þess að miðla af þekk- ingu þinni, aðstoða og hjálpa, sama hvaða tími sólarhringsins það var, alltaf varstu til staðar. Hafðu inni- lega þökk fyrir. Fáum mönnum höfum við fé- lagarnir kynnst áhugasamari og vinnusamari í öllu því sem þú tókst þér fyrir hendur. Dýravinur, mannvinur, afreksmaður í hesta- íþróttum, farsæll og sanngjarn dómari sem naust trausts allra og síðast en ekki síst vinsæll kennari, þjálfari og uppalandi fjölda barna, unglinga auk allra þeirra fullorðnu knapa sem leituðu til þín um að- stoð og tilsögn. Margar góðar samverustundir áttum við félagarnir saman í faðmi fjölskyldna okkar og vina, fjöl- mennar áramótaveislur með flug- eldasýningum af stærri gerðinni, samverustundir í Latabæ þar sem þú varst hrókur alls fagnaðar. Þær eru óteljandi hestaferðirnar sem við höfum farið saman, bæði stutt- ar í nágrenni Reykjavíkur og að- eins lengri ferðir sem oft gátu snú- ist upp í nokkurra daga óvissuferðir sem gátu jafnvel end- að í Rangárþingi eystra, á Brekk- um eða í Grenstanga. Okkur vini þína langar til að þakka þér fyrir allar samveru- stundirnar í gegnum árin sem eru margar og góðar. Á heimilum okk- ar, í Latabæ, á Brekkum, í Gren- stanga og víðar þar sem við hlust- uðum hvor á annan segja sögur. Minnumst við þess hve gaman var að hlusta á þig segja frá hestum og hestamönnum, enda frásagna- stíllinn ávallt skemmtileg blanda af húmor og fróðleik. Nú skiljast leiðir í bili, kæri vin- ur, við félagarnir erum þess full- vissir að við hittumst á ný og kæmi það okkur ekki á óvart ef hestar og hestamenn væru þá skammt undan. Þakka þér fyrir sanna, góða og trausta vináttu. Fyrir okkur hefur það bæði verið þroskandi reynsla og yndisleg til- finning að hafa þig að vini, félaga og samferðamanni. Minningin um góðan vin mun lifa um ókomna tíð. Saknaðarkveðjur, Vilhjálmur Skúlason og Ingjaldur Valdimarsson. Fallinn er frá félagi okkar Tóm- as Ragnarsson langt fyrir aldur fram. Tómas hefur verið félagi í Hestamannafélaginu Fáki frá unga aldri og unnið marga sigra á stór- mótum fyrir hönd félagsins og eins á völlunum í Víðidalnum, nú síðast þegar hann sigraði svo eftirminni- lega á Hruna frá Breiðumörk, í Firmakeppninni sem haldinn var á sumardaginn fyrsta nú í apríl. Tómas starfaði fyrir félagið um áraraðir, sat í nefndum og stjórn félagsins og var frumkvöðull í ung- lingastarfinu þegar hann, ásamt öðrum, stofnaði TR-klúbbinn sem ætlaður var börnum og unglingum og er sá tími ógleymanlegur þeim sem voru þátttakendur í því æv- intýri. Alltaf var hægt að leita til hans þegar unga fólkið í félaginu þurfti á leiðsögn að halda fyrir Landsmót og önnur stórmót, þar var hann óspar á krafta sína. Hann leit á alla menn jafnt og naut virð- ingar í hestaheiminum bæði innan- lands sem utan. Tómas ásamt Þóru fyrri konu sinni stofnaði Reiðskólann Faxaból og gæddi með því félagssvæðið lífi á þeim tíma þegar flestir hestar voru í haga. Við sjáum nú á eftir kærum vini og félaga sem aldrei missti lífsgleðina og húmorinn þrátt fyrir áföll í lífsins ólgusjó. Tómas háði baráttu við illvígan sjúkdóm og varð að lúta í lægra haldi fyrir honum hinn 16. júlí sl. Við vottum eiginkonu, börnum, foreldrum, systkinum og öðrum sem syrgja Tómas Ragnarsson okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að gefa þeim styrk á erfiðum tímum. Tómasi eru hér þökkuð störf í þágu félagsins í gegnum ár- in. Far þú í friði, kæri vinur – með þökk fyrir allt og allt. Í morgunljómann er lagt af stað. Allt logar af dýrð, svo vítt sem er séð. Sléttan, hún opnast sem óskrifað blað, þar akur ei blettar, þar skyggir ei tréð. – Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum, skínandi vegi með nesti við bogann og bikar með. Betra á dauðlegi heimurinn eigi. Ef inni er þröngt, tak hnakk þinn og hest og hleyptu á burt undir loftsins þök. Hýstu aldrei þinn harm. Það er best. Að heiman, út, ef þú berst í vök. Það finnst ekki mein, sem ei breytist og bætist, ei böl sem ei þaggast, ei lund sem ei kætist við fjörgammsins stoltu og sterku tök. Lát hann stökkva, svo draumar þíns hjarta rætist. (Einar Benediktsson.) F.h. Stjórnar Hestamanna- félagsins Fáks. Helga B. Helgadóttir og Ýlfa Proppé Einarsdóttir. HINSTA KVEÐJA Í dag kveðjum við gleðigjaf- ann, knapann, sögumanninn, töffarann en fyrst og fremst vininn og ljúflinginn Tomma. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast Tomma, þökkum fyrir góðar stundir úr Árbænum. Aðstandendum öllum vottum við okkar dýpstu samúð. Gamla klíkan, Elín, Íris Rut, Nanna, Rósa, Ragna, Íris Ingunn og Ragna Björg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.