Morgunblaðið - 07.08.2010, Page 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2010
Eftir að ríkisstjórnin hafði tekiðsér rúman tíma til að velja í
nefnd til að meta lögmæti kaupa
fyrirtækisins Magma Energy á
eignarhlutum í HS Orku og starfs-
umhverfi orkugeirans hér á landi
var loks tilkynnt, eins og lesa má á
vef forsætisráðuneytisins, að for-
sætisráðherra hefði skipað nefnd-
ina. Þetta var á þriðjudag.
Á fimmtudag er svo sagt frá því ífrétt RÚV að
forsætisráðherra
treysti sér ekki
til að skrifa upp
á skipunarbréf
eins nefndar-
mannsins.
Þrátt fyrirfrétt for-
sætisráðherra á
eigin vef um að
nefndin hefði verið skipuð ásamt
upptalningu á nefndarmönnum
virðist því vera að svo hafi alls ekki
verið. Frétt forsætisráðuneytisins
um nefndarskipunina var því röng.
Upplýsingagjöf af þessu tagi fráæðsta stjórnvaldi er vitaskuld
ámælisverð og veldur þeim miklum
vanda sem þurfa að reiða sig á upp-
lýsingar frá stjórnvöldum.
Enn alvarlegra má þó telja aðríkisstjórnin skuli varla komast
vandræðalaust í gegnum eitt ein-
asta mál. Í það minnsta ef um er að
ræða skipunarmál.
Hvaða skýringar eru á þessumstöðuga vandræðagangi hjá
ríkisstjórninni? Hvernig stendur á
því að ítrekað þarf að margskipa og
taka til baka skipanir, fyrir utan
þær skipanir sem ríkisstjórnin
hindrar af annarlegum ástæðum?
Telja ráðherrar ef til vill að traustá ríkisstjórninni aukist við
hverja mislukkaða embættisfærslu?
Jóhanna
Sigurðardóttir
Mislukkaðar embættisfærslur
Veður víða um heim 6.8., kl. 18.00
Reykjavík 12 rigning
Bolungarvík 12 rigning
Akureyri 15 alskýjað
Egilsstaðir 16 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 13 skýjað
Nuuk 12 léttskýjað
Þórshöfn 11 skýjað
Ósló 17 skýjað
Kaupmannahöfn 21 skýjað
Stokkhólmur 22 léttskýjað
Helsinki 23 heiðskírt
Lúxemborg 18 heiðskírt
Brussel 21 heiðskírt
Dublin 17 skýjað
Glasgow 17 skýjað
London 18 skýjað
París 22 heiðskírt
Amsterdam 22 heiðskírt
Hamborg 22 léttskýjað
Berlín 20 skúrir
Vín 19 skýjað
Moskva 35 þoka
Algarve 30 heiðskírt
Madríd 32 léttskýjað
Barcelona 25 léttskýjað
Mallorca 26 léttskýjað
Róm 26 léttskýjað
Aþena 31 heiðskírt
Winnipeg 20 léttskýjað
Montreal 18 léttskýjað
New York 30 skýjað
Chicago 25 léttskýjað
Orlando 32 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
STAKSTEINAR
VEÐUR KL. 12 Í DAG
7. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:55 22:14
ÍSAFJÖRÐUR 4:41 22:37
SIGLUFJÖRÐUR 4:24 22:20
DJÚPIVOGUR 4:20 21:48
Eldgosið í Eyjafjallajökli og öskufallið í kjölfarið
var ótrúlega heppilegt fyrir vísindamenn, að sögn
sjávarlíffræðingsins Erics Achterberg. Hann leið-
ir alþjóðlegt rannsóknarteymi frá Sjávarrann-
sóknarstöðinni í Southampton, sem hefur safnað
vatnssýnum úr sjónum í grennd við Ísland á rann-
sóknarskipinu RRS Discovery í 5 vikur.
Lengir líftíma svifs í hafinu
Í samtali við norska dagblaðið Aftenposten seg-
ir Achterberg að eldfjallið hafi fært vísindamönn-
um á silfurfati risastórt náttúrulegt rannsóknar-
verkefni, sem geti m.a. kennt okkur mjög mikið
um eðli úthafanna. Markmið sýnatökunnar er að
ákvarða hversu mikil áhrif öskufallið hefur á hafið.
Hækkandi járngildi í hafinu geti lengt líftíma svifa
í sjónum langt fram á haust. Lengri líftími svifa
geti svo í kjölfarið haft áhrif á loftslagið því plöntu-
svif gleypi koltvíoxíð úr loftinu. Þegar lífverurnar
örsmáu deyja og sökkva til botns taka þær koltví-
oxíðið með sér niður í hafdjúpin.
Þar sem höfin taka um 40% af öllum koltvísýr-
ingi úr andrúmsloftinu skiptir þetta miklu máli
fyrir loftslagið.
„Yfirleitt er þessi hluti Atlantshafsins mjög
snauður af svifum. Eldgos sem varði í tvo mánuði
hefur án efa haft áhrif og við ætlum að kortleggja
þau með rannsókninni,“ segir Acherberg.
una@mbl.is
Askan gæti haft jákvæð áhrif
Eldfjallið færði vísindamönnum risastórt rannsóknarverkefni á silfurfati
Markmið sýnatöku norsku
vísindamannanna hér á
landi er að ákvarða hversu
mikil áhrif öskufallið hef-
ur á hafið.
Hjalti Geir Erlendsson
hjaltigeir@mbl.is
Sala á skólavörum fer vel af stað og
er jafnvel fyrr á ferðinni en áður.
Verð á helstu skólavörum stendur að
mestu leyti í stað frá því í fyrra, en
þá var nokkuð um verðhækkanir.
Eitthvað er þó um verðhækkanir í ár
sem rekja má til gengisflökts að
sögn verslunarrekenda. Þeir versl-
unarmenn sem blaðamaður náði tali
af eru bjartsýnir á góða sölu og
segja úrvalið sjaldan hafa verið
meira.
Skólarnir virðast vel undirbúnir.
Margir þeirra hafa sett innkaupa-
lista á netið svo nemendur og for-
eldrar geti snemma farið að huga að
því sem þarf til skólastarfsins. Það
skal ef til vill engan að undra að sala
á skólavörum fyrir yngstu nemend-
urna taki fyrst við sér, enda tilhlökk-
unin oftast mest í þeim hópi.
Breytt verðbil
„Hjá okkur hefur verið mjög mikil
aukning í sölu á skólatöskum fyrir
yngri krakkana. Það á svo eftir að
koma í ljós hvort aukningin sé raun-
veruleg eða hvort sala hafi bara farið
fyrr af stað,“ segir Haukur Olavs-
son, verslunarstjóri Griffils. Hann
segir verð á skólatöskum lítillega
hafa hækkað en Griffill reyni eftir
megni að halda verðinu sem lægstu.
Verðbilið á skólatöskunum sé frá 900
krónum upp í rúmar 20 þúsund
krónur. „Vandaðri töskurnar eru á
svipuðu verði og í fyrra sem er í
kringum 15 þúsund krónur. Allir
ættu þó að geta fundið skólatösku á
viðráðanlegu verði.“
Hækkanir vegna gengisflökts
„Við höfum orðið vör við sölu-
aukningu hjá okkur á þessu ári,“
segir Sverrir Jónsson, fjármálastjóri
Egilsson hf. sem rekur Office 1
verslanirnar á Íslandi.
„Það hefur ekki verið mikil breyt-
ing á verði á skólavörum nema sem
tengist gengisflökti,“ segir hann.
Hann segir verslanirnar vera með
sömu verðstefnu og í fyrra og mark-
miðið sé að vera sem ódýrastir.
Aldrei meira úrval
„Við höfum aldrei í okkar sögu
verið með meira úrval,“ segir Val-
gerður Vigfúsardóttir, sölustjóri A4.
Hún segir vörurnar komnar upp,
starfsfólk tilbúið og sala hafi farið
vel af stað. „Verðið hefur ekki breyst
mikið frá því í fyrra. Við erum með
mjög ódýrar vörur inn á milli, fólk
velur því hvort það vilji kaupa ódýrt
eða dýrari merkjavöru.“
Búist er við að sala á skólavörum
nái hámarki á næstu tveimur vikum.
Framhaldsskólarnir fara nú margir
fyrr af stað en áður. Þar af leiðandi
hefur orðið aukning í viðskiptum á
skiptibókamörkuðum. Skiptibóka-
markaðirnir gefa nemendum kost á
að fá námsbækurnar á lægra verði.
Hjá Griffli er skiptibókamarkaður-
inn opinn allt árið en Haukur Olavs-
son verslunarstjóri segist nú mæla
aukningu í verslun þar. Allir viðmæl-
endur blaðamanns voru sammála
um að framhaldsskólanemendur
tækju þó seinna við sér en grunn-
skólanemendur þegar kæmi að inn-
kaupunum.
Morgunblaðið/Eggert
Skólalíf Þegar sumri hallar hefja skólarnir störf með öllu sem þeim tilheyrir.
Sala á skólavörum
fyrr í gang en áður
Skólar hefja störf
» Sala á skólavörum fer fyrr af
stað en oft áður.
» Verð hefur víðast hvar stað-
ið í stað eða hækkað lítillega.
Verslunarrekendur segja það
megi rekja til gengisþróunar.
» Verð á skólatöskum er allt
frá 900 krónum og upp í rúmar
20 þúsund krónur.
» Mikið úrval er í verslunum
og því ættu allir að geta fengið
vörur við sitt hæfi.
Verð hefur lítillega hækkað frá í fyrra