Morgunblaðið - 07.08.2010, Side 24
24 Umræðan BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2010
Enn og aftur er blásið í her-
lúðra og boðað til styrjaldar af
afturhaldsöflum ríkisvaldsins
gegn ellilífeyrisþegum.
Ríkiskerfið hefur boðið að
enn ein herferðin gegn ellilíf-
eyrisþegum sé að hefjast. Hafa
stjórnvöld boðað að 2,3 millj-
arðar verði endurkrafðir af elli-
lífeyrisþegum vegna ofgreidds
lífeyris.
Samkvæmt fréttum er um að
ræða hinar svonefndu fjár-
magnstekjur sem hafi verið
vantaldar fram.
Sú svívirðing viðgengst á Ís-
landi að einstaklingar eru fé-
flettir í krafti ræningjalaga og
yrði þetta víðast hvar í heim-
inum kallað þjófnaður.
Margur landinn hefur nurlað
saman peningum á langri ævi
vegna biturrar reynslu af
óstjórn og ránsferðum stjórn-
valda með gengisfellingum á
gjaldmiðlinum. Stjórnvöld hafa
skipulega verðfellt hinn ís-
lenska gjaldmiðil til að ná inn
meiri tekjum til sóunar af þeim
sem stjórna.
Hinar svokölluðu fjármagns-
tekjur er skattlagðar af óstjórn-
legri ósvífni. Fjármagn ein-
staklinga sem geymt er í vörslu
lánastofnana hefur rýrnað svo
að 1000 kr. verðgildi um áramót
verður að verðgildi 850 kr. við
næst áramót. Fjármagnstekjur
eru 85 kr. yfir árið og verðgildi
eignarinnar rýrnar því um 65
kr. miðað við áramótin á undan.
Af þessum 85 kr. sem taldar
eru fjármagnstekjur hirðir ríkið
nú 18% sem gera um 15 krónur
svo að eftir standa af fjár-
magnstekjum 70 kr. M.ö.o. 1000
kr. eign viðkomandi hefur rýrn-
að um 80 krónur miðað við
verðgildi áramótin áður og er
að verðgildi aðeins 920 krónur.
Spurt er: Hverjar eru fjár-
magnstekjurnar. Verðgildi fjár-
muna hefur
rýrnað um
8% þrátt fyr-
ir hinar svo-
kölluðu fjár-
magnstekjur.
Ofan á
þessa ræn-
ingjaaðferð
ríkisvaldsins
við að rýra
verðmæti
fjármuna ætlar ein und-
irstofnun að hefja eina ráns-
ferðina enn og ná 2,3 millj-
örðum af sparifé
ellilífeyrisþega.
Íslendingar hafa verið gjarnir
á að tala í háði um ríki, þar
sem bananar eru ræktaðir og
fullyrt að óstjórn, fjáraustur og
fjárkúgun þegnanna viðgangist
í krafti skattaálagna, og ríkin
kölluð bananalýðveldi. Íslend-
ingar ættu að líta sér nær og
skoða þá óstjórn, fjáraustur og
fjárkúgun í krafti ósvífni í
skattaálögum er ríkir í þessu
landi.
Samkvæmt ákvæðum í lögum
er bannað að hvetja til óhlýðni
við stjórnvöld.
Samt ætla ég mér að benda
fólki á að taka nú alla fjármuni
út af bankareikningum sínum
þar sem aðeins skaði verður af
því að láta þá vera í vörslu
banka og sparisjóða. Neitið að
taka við ávísunum og krefjist
peninga.
Verður fróðlegt að sjá hvern-
ig ríkisbáknið koðnar niður
þegar ellilífeyrisþegar taka út
sparifé sitt og þurrð verður hjá
lánastofnunum.
Ekki yrði upplitið á stjórn-
völdum hressilegt ef hinn al-
menni þegn þessa lands styddi
ellilífeyrisþega með nýrri búsá-
haldabyltingu.
KRISTJÁN
GUÐMUNDSSON,
fv. skipstjóri.
Frá Kristjáni Guðmundssyni
Kristján
Guðmundsson
Lúðrablástur
afturhaldsins
Ég hef verið búsettur síðustu
10 árin í Danmörku. Það hefur
þó ekki breytt því að ég er fyrst
og fremst Íslendingur. En sem
gestur í Danaveldi hef ég þurft
að tileinka mér reglur og siði
þess samfélags svo ekki sé talað
um tungumálið þeirra. Fyrst
þegar ég flutti til Danmörku
var ég nánast mállaus á dönsku.
Ég bjargaði mér á ensku en
fékk oftar en ekki að heyra að
erlent fólk sem búsetur sig í
Danmörku ætti í það minnsta
að reyna að tala dönsku. Ég
sótti um heilmörg störf fyrstu
mánuðina sem ég var búsettur
þar en var alltaf hafnað vegna
þess að ég talaði ekki málið.
Það tók hins vegar bara 6 mán-
uði og þá var ég altalandi á
dönsku.
Ég hef verið meira og minna
á hverju ári í fríi á Íslandi síðan
ég flutti frá landinu. Einnig hef
ég fylgst með þjóðfélagsumræð-
unni í gegnum fjölmiðla. Það
sem ég hef tekið eftir í gegnum
árin er að stærri og stærri hluti
af þjóðinni er af erlendu bergi
brotinn. Ég hef svo sem ekkert
út á það að setja að fólk frá öðr-
um löndum setjist að á Íslandi.
Það kryddar einfaldlega upp á
mannlífið. Hins vegar hef ég þá
skoðun að fólk sem sest að á Ís-
landi eigi að tileinka sér reglur
og siði sem tíðkast á landinu.
Einnig ætti það að leggja sig
fram við að læra málið.
Ég var í fríi á Íslandi síðast-
liðinn júní og júlímánuð. Ég fór
mikið á kaffi-
hús og veit-
ingastaði á
höfuð-
borgarsvæð-
inu í fríinu. Í
allmörg skipti
var erlent
starfsfólk að
þjóna til
borðs. Það
væri svo sem
ekki í frásögu færandi nema
hvað starfsfólkið talaði oftar
ensku en íslensku. Einnig get
ég talið upp fleiri verslanir,
bensínstöðvar og sjoppur sem
ég verslaði við þar sem starfs-
fólkið talaði ekki íslensku. Ég
hef svo sem lent í þessu áður á
Íslandi en ekki í sama mæli. Í
dag las ég svo auglýsingu frá
Subway sem fyllti mælinn.
Subway óskar eftir starfsmanni
á næturvakt þar sem tekið er
fram að íslenskukunnátta sé
æskileg en ekki nauðsynleg!
Af hverju er ekki í það
minnsta gerð krafa um að
starfsfólk tali einhverja ís-
lensku? Að minnsta kosti í þjón-
ustu- og verslunargeiranum þar
sem mikil mannleg samskipti
eiga sér stað. Í flestum öðrum
löndum er það að tala tungu-
málið í viðkomandi landi krafa
ef sótt er um vinnu. Því finnst
mér að undir engum kring-
umstæðum eigi að slaka á kröfu
um íslenskukunnáttu þegar sótt
er um starf á Íslandi.
HILMAR ÖGMUNDSSON,
hagfræðingur.
Frá Hilmari Ögmundssyni
Hilmar
Ögmundsson
Starf í boði – Íslensku-
kunnátta æskileg
Í hádegisfréttum
Rúv, 17. júlí sl., kom
fram að 95% þeirra sem
þiggja umönn-
unarbætur frá
Tryggingarstofnun rík-
isins eru konur. 95%
þeirra sem þiggja með-
lag eru konur. Kristín
Ástgeirsdóttir,
jafnréttisstýra, sagði
þetta sláandi tölfræði
sem veki upp spurningar eins og: Axla
feður ekki ábyrgð? Eða halda konur
svona fast í börnin? Hvað er best fyrir
börnin?
Félag um foreldrajafnrétti hefur
bent á þessa staðreynd í mörg ár og
við teljum okkur þekkja svarið við
spurningum jafnréttisstýru. Ef eitt-
hvað á Íslandi getur talist alveg sér-
íslenskt þá eru það sennilega íslensku
barnalögin og meðferð mála sam-
kvæmt þeim hjá sýslumönnum. Í V-
Evrópu er foreldrajafnrétti hvergi
minna en á Íslandi. Þegar foreldrar
búa ekki saman sker sýslumaður
venjulega úr um hver hefur lögheimili
barns, hversu mikla umgengni barnið
hefur við hitt foreldrið og hversu mikið
meðlag umgengnisforeldrið skal
greiða því foreldri sem barnið hefur
lögheimili hjá. Við meðhöndlun mála
hjá sýslumönnum er það móðurrétt-
urinn sem ræður ríkjum. Móðurrétt-
urinn kemur fyrst, langt á eftir kemur
réttur barnsins og að endingu réttur
föðursins.
Sýslumaður kemur því oftast fyrir
þannig að móðirin verður skráður
ábyrgaraðili barnsins með þeim hlunn-
indum og skyldum sem því fylgja.
Barnið er yfirleitt skráð með lögheim-
ili hjá móður og faðir fær um það bil
eins mikla umgengni og móðirin leyfir
og jafnvel minni. Faðirinn er þá skráð-
ur ábyrgðarlaus, en þó með „sameig-
inlega forsjá“ sem á Íslandi gefur ekki
meiri réttindi en hvert einasta um-
gengnisforeldri ætti að hafa, óháð
forsjá, svo sem rétt til skriflegra upp-
lýsinga um barn úr skól-
um, þar með talið skrif-
lega stundaskrá og
einkunnir. Í öðrum lönd-
um er „sameiginleg
forsjá“ ákveðin rétt-
arstaða sem hefur tölu-
verða þýðingu og vert að
halda í.
Hinn skráði ábyrgð-
arlausi og réttlausi faðir
ber hins vegar fjárhags-
lega ábyrgð á barninu og
er meðlagsskyldur. Með-
lagið getur orðið að þungri greiðslu-
byrði ef tekjur föður eru sagðar leyfa
það eða ef börnin eru fleiri. Þegar
greiðslubyrði meðlagsgreiðanda verð-
ur það þung að hann þarf að leita sér
aðstoðar, þá rekst hann á veggi. Hann
er skráður ábyrgðarlaus og hefur ekki
fyrir neinu öðru að sjá en sjálfum sér.
Meðlagsgreiðslur teljast ekki fram-
færsla á barni.
Feður, sem reyna að sækja þann
rétt að vera skráðir ábyrgðaraðilar
barns, þurfa að vaða eld og brennistein
í kynbundnu réttarkerfi. Baráttan er
ekki vonlaus en hún er svo torveld að
flestir feður sjá ekki fram á að komast
í gegnum þá baráttu. Kerfið sér hins
vegar að mestu leyti um baráttuna fyr-
ir mæður. Fyrst með mæðraveldi á
meðan mál eru til úrlausnar hjá sýslu-
mönnum en síðar með gjafsóknum til
mæðra þegar málin rata til dómstóla.
Svo við víkjum okkur að spurn-
ingum jafnréttisstýru:
Axla feður ekki ábyrgð? Þessi
spurning getur engan veginn verið
tímabær. Fyrst þarf að festa foreldra-
jafnrétti í lög þannig að feðrum verði
boðið upp á að axla ábyrgð til jafns við
mæður. Ef ábyrgðin verður áfram
skráð á mæður í 95% tilfella að því
loknu þá getum við spurt þessarar
spurningar. Foreldrajafnrétti í lögum
þýðir að réttur barnsins komi fyrst og
svo réttindi foreldra jöfn þar á eftir.
Halda konur svona fast í börnin? Já.
Það liggur alveg ljóst fyrir að kven-
réttindasamtök hafa barist gegn
breytingum á barnalögum í átt til for-
eldrajafnréttis. Kvenréttindasamtök
standa í vegi fyrir því að á Íslandi séu
barnalög eins og í öðrum V-Evr-
ópuríkjum þar sem barnið kemur í
fyrsta sæti og foreldrarnir sem jafn-
astir þar á eftir. Kvenréttindasamtök
halda í þá bábilju að réttur móður eigi
að ganga fyrir öllum öðrum rétti því að
barnið njóti afleidds réttar móður.
Kvenréttindasamtök mótmæltu því
harðlega þegar það litla hænuskref var
tekið árið 2006 að gera sameiginlega
forsjá að meginreglu, jafnvel þó sam-
eiginleg forsjá hafi nánast enga merk-
ingu.
Hvað er best fyrir börnin? Rann-
sóknir sýna að foreldrajafnrétti er
best fyrir börnin. Jöfn foreldra-
ábyrgð, jöfn umgengni og tveir for-
eldrar til staðar fyrir barnið eftir
skilnað er það sem barninu er fyrir
bestu. Börnum er fyrir bestu að réttur
þeirra verði virtur í stað þess að réttur
þeirra þurfi að lúta í lægra haldi fyrir
kvenréttindum.
Þegar feðrum er ýtt til hliðar af
kerfinu þá hefur það þær afleiðingar
að mæður bera meiri ábyrgð á dag-
legri umönnun barna. Það liggur í aug-
um uppi að þessi ábyrgð kvenna á
börnum hefur áhrif á launamun
kynjanna á vinnumarkaði. Starfs-
maður með mikla ábyrgð heima fyrir
er líklega ekki eins verðmikill á vinnu-
markaði og sá starfsmaður sem getur
sinnt starfinu án truflunar að heiman.
Það er því kaldhæðið að á sama tíma
og kvenréttindasamtök krefjast jafnra
launa á vinnumarkaði þá ríghalda þau í
einkaréttinn á börnunum.
Eftir Heimi
Hilmarsson
Heimir Hilmarsson
» Þegar feðrum er ýtt til
hliðar af kerfinu þá
hefur það þær afleiðingar
að mæður bera meiri
ábyrgð á daglegri umönn-
un barna.
Höfundur er formaður Félags um for-
eldrajafnrétti og tilheyrir þeim 5% feðra
sem hafa lögheimili barns.
Axla feður ekki ábyrgð?
Umræðan um frum-
varp til breytingar á bú-
vörulögum hefur verið
skrautleg undanfarna
daga. En hvert er raun-
verulegt efni málsins? Í
frumvarpinu er engin
eðlisbreyting gerð á
gildandi lögum. Það er
ekki heimilt að markaðs-
setja mjólk sem fram-
leidd er utan útgefins
greiðslumarks. Það hefur ekkert með
að gera að ekki geti verið samkeppni
um kaup mjólkur af bændum, úr-
vinnslu hennar og markaðssetningu.
Öllum, sem hafa leyfi heilbrigðisyf-
irvalda til vinnslu á mjólk, er heimilt að
kaupa og vinna mjólk. Þannig gæti sem
dæmi Ölgerðin hafið móttöku mjólkur
og markaðssett afurðir. Ummæli þess
efnis að frumvarpinu sé beint gegn
Vesturmjólk eða þar áður Mjólku, er
dæmi um að verið sé að blanda saman
tveimur ólíkum hlutum í umræðunni.
Hvort eigi að banna að setja mjólk á
markað sem framleidd er utan
greiðslumarks er annað mál. Þannig
getur landbúnaðarráðherra í raun, að
fenginni umsögn framkvæmdanefndar
búvörusamninga, heimilað markaðs-
setningu slíkrar mjólkur á innanlands-
markaði. Eða hreinlega ákveðið að
gefa út stærra greiðslumark, sem
myndi innifela alla mjólkurframleiðslu.
Hins vegar er útgefið greiðslumark,
kvótakerfi, til að stýra framleiðslu-
magni í takti við innanlandsneyslu.
Greiðslumarkið er einnig grunnur að
framleiðsluskyldu á bændur. Þannig
hefur verið búið um hnútana að bænd-
ur eru skyldaðir til að framleiða mjólk
fyrir innanlandssölu á grundvelli þess.
Slíkum skyldum fylgja
síðan ákveðin réttindi.
Hugmyndin um sekt-
argreiðslur er vafalaust
tekin úr landbún-
aðarkerfi ESB, en þar
eru bændur sektaðir um
háar fjárhæðir, ef þeir
fara yfir kvóta sína. Þar
eru nú margir ósiðirnir.
Umrætt frumvarp
bætir, eins og áður sagði,
engu við gildandi lög
nema úrræðum til að
bregðast við brotum á
þeim. Að mínu viti eru lögin skýr, en í
þau hefur vantað viðurlög. Hvort þau
brjóta gegn atvinnufrelsisákvæðum
stjórnarskrárinnar verða aðrir að
dæma um og eðlilegt að þeir sem telja
á sér brotið biðji dómstóla að skera þar
úr um. Það er hins vegar að verða eins-
konar lenska hér að lög geti ekki staðið
nema skýrt sé kveðið á um refsiúrræði.
Er þá í lagi að brjóta lög, ef refsi-
ákvæði vantar?
Fjölbreyttari flóra vinnslu- og sölu-
aðila á að geta aukið vöruval og gæði,
neytendum og framleiðendum til
heilla. Miklu frekar ætti að vera skýrt
kveðið á um að hið stóra fyrirtæki MS
ætti að afhenda mjólk til vinnslu, sem
safnað hefur verið saman frá bændum
og farið í gegnum strangt gæða- og
heilbrigðiseftirlit. Forsvarsmenn MS
ættu miklu frekar að fagna innkomu
fyrirtækja á markaðinn sem vilja vinna
og markaðssetja vörur úr íslenskri
mjólk. En að sjálfsögðu, ef allir sitja þá
við sama borð gagnvart þeim lögum og
reglum sem gildandi eru.
Hvort núverandi kvótakerfi og fyr-
irkomulag „landbúnaðarkerfisins“ á
rétt á sér er allt önnur umræða. Bænd-
ur hafa margsinnis lýst sig tilbúna til
að endurskoða slíkt fyrirkomulag. Nú
síðast í tengslum við samkomulag um
skerðingar á búvörusamningum frá 18.
apríl 2009. Ekkert skal dregið undan í
því að núverandi fyrirkomulag hefur
marga galla. En öfgarnar eru líka til í
hina áttina. Í fréttum RÚV 4. ágúst sl.
sagt frá því að Arion banki hafi selt tvö
svínabú. Á þeim tíma sem bankinn rak
búin hafi hann tapað rúmlega 100 kr. á
hverju framleiddu kg af kjöti. Allt
þetta lendir endanlega á neytendum.
Hringir það engum bjöllum um að eitt-
hvað þurfi að fara betur?
Endurskoðun búvörulaga strandar
miklu oftar á stjórnmálamönnum sem
vilja ekki eða treysta sér ekki til að
ræða efnislega um sameiginlega hags-
muni bænda og neytenda. Heldur fell-
ur umræðan í far „hefðbundins fár-
viðris“ um vafasama
landbúnaðarstefnu. Þannig hafa bænd-
ur nú beðið árum saman eftir að
ákvæðum gildandi laga um verðmiðlun
mjólkur verði breytt. Breytingar sem
t.d. lækka „gegnumstreymisgjöld“ í
ríkissjóð um hundruð milljóna króna.
Landbúnaður er ekki atvinnugrein
sem getur staðið undir öllum duttl-
ungum hins frjálsa markaðar. Það ger-
ir hann heldur ekki hjá nánast neinni
þjóð. Um hann verður hins vegar að
ríkja samstaða og bændur eru full-
komlega meðvitaðir um að breytingar
þurfa að vera á hverjum tíma. Enda er
það margstaðfest að þjóðin hefur mikl-
ar mætur á sínum landbúnaði.
Eftir Harald
Benediktsson
»Endurskoðun búvöru-
laga strandar miklu
oftar á stjórnmálamönn-
um sem vilja ekki eða
treysta sér ekki til að
ræða efnislega um sam-
eiginlega hagsmuni
bænda og neytenda.
Haraldur Benediktsson
Höfundur er formaður
Bændasamtaka Íslands.
Hefðbundið fárviðri