Morgunblaðið - 07.08.2010, Page 33
Dagbók 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2010
iPod tapaðist
Stór, svartur iPod (180
Gb) tapaðist í Reykja-
vík miðvikudaginn 28.
júlí sl. iPodinn er í ljósu
gúmmíhulstri og var
svokölluð iTrip-snúra
tengd við hann. Finn-
andi vinsamlega hringi
í síma 893-2526 eða
487-8010. Góð fundar-
laun.
Umhverfismál víða
til skammar á
landsbyggðinni
Ég er höfuðborgarbúi
og eins og margir fleiri
sem búa í borginni þá fer ég stund-
um út á land til að hlaða rafhlöð-
urnar, ýmist í tjald eða í sumar-
bústað. Ég er mikill náttúruunnandi
og umhverfisverndarsinni og því
stingur það í stúf þegar ég fæ ekki
raunverulegt tækifæri til að flokka
sorp mitt úti á landi þar sem aðeins
er einn ruslagámur fyrir allan úr-
gang. Þangað hendir fólk öllu, s.s.
spilliefnum ýmiss konar, fernum,
blöðum, brotamálmum, jafnvel skila-
gjaldsskyldum umbúð-
um o.s.frv. Þetta felur í
sér mikið álag fyrir
móður jörð og er fárán-
legt þar sem það eru
sjálfsögð mannréttindi
að allir á landsbyggð-
inni fái raunverulegt
tækifæri til að flokka
sorp til jafns við fólk í
höfuðborginni. Hugsa
sér að það skuli vera
árið 2010 og lítill sem
enginn skilningur víða
á gildi umhverf-
isverndar, a.m.k. í
verki. Það að kjósa að
vera annt um móður
jörð er ekki spurning
um vinstri eða hægri pólitík heldur
heilbrigða skynsemi enda er til að
mynda ein ástæða mikils ótímabærs
dauða milljóna manna, þar með talið
barna, og fátæktar erlendis oft á tíð-
um mengun og gróðurhúsaáhrif.
Einn undrandi.
Ást er…
… notalegt axlanudd.
Velvakandi
Það er óvenju hlýlegt og upp-lífgandi að ganga um Egils-
staði þessa dagana. Ástæðan er
sú að vísur eftir Hákon Aðal-
steinsson prýða veggi húsanna.
Og maður finnur fyrir anda hans
svífa yfir vötnum. Á vegg við
bensínstöð stendur:
Nú er vor um veröld alla,
vaknar gróðurinn.
Óðum bráðna fannir fjalla,
fossar lækurinn.
Annars staðar í bænum stendur
á vegg fyrirtækis:
Skýin við fjallsbrúnir bylgjast sem
perlur á bandi,
birtan skrýðir þau allskonar töfra-
myndum.
Þau sigla í röð framhjá svipmiklum
fjallatindum,
sólríkur dagur er risinn á Austur-
landi.
Á enn öðrum stað:
Lúta höfði
landsins vættir.
Vindar kyrrast,
vikna klettar.
Sær dynur
með sorgarómi,
lind stein
laugar tárum.
Hreindýr er yfirskrift þessa
brags:
Uppi í grónum faðmi fjalla
ferskur blærinn strýkur hjalla.
Endurspegla ótal lindir
öræfanna kynjamyndir.
Stoltur hreinninn stendur vörð
um stóra hjörð.
Við háa kletta, hyldjúp síki,
heiðarlandsins konungsríki,
reikar frjáls um fjallasali
fögur hjörð um eyðidali.
Gengur létt um grænan svörð
og gróna jörð.
Eitt sinn rifjaði Friðrik Steingrímsson
upp fyrripartinn:
Vond er gigt í vinstri öxl
verri þó í hægri mjöðm.
Hákon Aðalsteinsson botnaði að
bragði:
Bólgin tunga, brotin jöxl
borin von um meyja föðm.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af Hákoni og húsveggjum
Tælenskur matsölustaður og sér skemmtistaður á besta stað
miðsvæðis í Reykjavík til sölu - saman eða sitt í hvoru lagi.
Öll leyfi og langtíma leigusamningar. Góður rekstur og tækifæri,
upplýsingar í síma 660 3770 eða 6976333.
Skemmtistaður/
matsölustaður
Til sölu lögbýlið Tröð sem samanstendur af u.þ.b. 38 ha landspildu úr
jörðinni Réttarholt við Árnes í Skeiða og Gnjúpverjahreppi ásamt eldri fjár-
húsum 117,6 fm og einbýlishúsi og tvöföldum bílskúr samtals 183,7 fm í
jaðri þéttbýlissins í Árnesi. Húsakostur þarfnast viðhalds. Eignir sem gefa
ýmsa möguleika.
Nánari upplýsingar á skrifstofu FM sími 550-3000
Landsbyggðin:
LÖGBÝLIÐ TRÖÐ
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
STOFAN ER LOKUÐ Í KVÖLD. ÉG OG
LÍSA ÆTLUM AÐ HORFA Á SJÓNVARPIÐ
EN OKKUR ER SAMA
UM SJÓNVARPIÐ...
VIÐ ÆTLUM BARA
AÐ HORFA Á YKKUR BLIKK
BLIKK
ÉG ER KOMINN
HEIM ÚR
SKÓLANUM!
ÉG VILDI BARA
LÁTA ÞIG VITA AÐ
ÉG ER KOMINN!
ÉG ER KOMINN
HEIM, MAMMA!
ÉG FÉKK LÉLEGAR EINKUNNIR.
ÉG ER KOMINN HEIM!
ÉG ER
KOMINN
HEIM!
HVERNIG
ÆTLAR ÞÚ AÐ
MEÐHÖNDLA ÞÁ?
ÚR
FJARLÆGÐ!
OG ÞÚ
ERT MEÐ
MISLINGA
HRÓLFUR,
NIÐURSTÖÐURNAR
ÚR RANNSÓKNINNI
ERU KOMNAR...
HÆ, ANDREA! VIÐ
ERUM KOMIN HEIM HÆ HÆ!
TÓKST YKKUR
AÐ FÁ BÍLINN
YKKAR AFTUR?
Á ENDANUM, EN ÞAÐ TÓK
OKKUR HÁLFA NÓTTINA.
TAKK FYRIR AÐ BÍÐA
MEÐ KRÖKKUNUM
EKKERT
MÁL
VILJIÐ ÞIÐ BORGA MÉR
NÚNA EÐA Í ÁFÖNGUM?
VIÐ GÁTUM EKKI
TEKIÐ MEIRA ÚT ÚR
HRAÐBANKANUM
EF ELECTRO HRINTI
EKKI MYNDAVÉLINNI
MINNI...
HVER
GERÐI
ÞAÐ ÞÁ?
FRÁBÆRT! ÞÚ EYÐI-
LAGÐIR FYRIR
MÉR DAGINN!
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is