Morgunblaðið - 07.08.2010, Side 36
hann slökkvi á símanum sínum á meðan. Kaffi á morgnana
og öl á kvöldin keyrir hann svo áfram.
„Ég sef í þrjá tíma í mesta lagi. Þetta er ekkert mál, ég
hef nóg af orku. Þetta er gert af einskærum áhuga … nör-
dismi á háu stigi. Ég tek tónlistina stundum svipuðum tök-
um og spæni þá yfir heilu katalógana.“ Atli segist að lokum
vera leysidiska-áhugamaður með eindæmum og viti
ekkert betra en það afspilunarform.
„Hermi-myndgæði klassískra mynda eru eyðilögð á
DVD og flatskjáir eru drasl,“ segir Jarlinn að lokum
ákveðinn. arnart@mbl.is
36 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2010
Gamla kexverksmiðjan við
Skúlagötu 28 lifnar heldur betur
við í kvöld þar sem Reif Pride verð-
ur haldin með pomp og prakt. Þar
koma m.a. fram Eric Erickson og
Daniel Howe frá Svíþjóð, ásamt
President Bongo, Yahamo og
sjálfum Sexy Lazer. Herlegheitin
hefjast kl. 22 og er aðgangur
ókeypis.
Reif Pride í Kexverk-
smiðjunni í kvöld
Fólk
Honum Atla Jarli Martin, slátrara og bassaleikara gæðarokks-
veitarinnar Atrum er margt til lista lagt. Fyrir stuttu lauk
hann tveggja vikna bíómaraþoni þar sem hann horfði á áttatíu
kvikmyndir á tveimur vikum! Ekki nóg með það, heldur póst-
aði hann stuttri skýrslu um herlegheitin á Fésbókina og kennir
þar ýmissa grasa. Arnold Schwarzenegger er tekinn föstum
tökum (og hægt er að fræðast betur um hann hér til
hliðar), Blackadder og Sherlock Holmes-seríur eins
og þær leggja sig, allar Mission Impossible-
myndirnar og svo má lengi telja.
„Þetta er árlegur viðburður. Þegar konan fer
norður dembi ég mér í þetta,“ segir Atli. „Ég
skanna vefsíður og gref upp myndir sem ég á eft-
ir að sjá og spinn svo út frá því. Ég setti svona ní-
unda/tíunda áratugs þema í gang í þetta skiptið.“
Atli segist horfa á myndirnar stanslaust og
Slátraði 80 myndum á tveimur vikum!
Atli Jarl Bíóbrjálæðingur,
slátrari, bassaleikari og vafa-
laust eitthvað fleira...
Mikill fögnuður verður í fé-
lagsheimilinu Herðubreið á Seyð-
isfirði í kvöld þar sem hljóm-
sveitin Miri fagnar útkomu
breiðskífu sinnar, Okkar, sem
Kimi Records gaf út í júní síðast-
liðnum. Ásamt Miri munu Sudden
Weather Change koma fram sem
og hin seyðfirska hljómsveit Bro-
ken Sound.
Að tónleikum loknum mun það
svo falla í hlut plötusnúðsins
Unnsteins Manuels Stefánssonar
úr Retro Stefson að halda uppi
góðri stemningu. Aðgangseyrir
er 1.500 kr. og hefst skemmtunin
stundvíslega kl. 21.30.
Miri fagnar útgáfu Okk-
ar í kvöld á Seyðisfirði
Sigurður Atli Sigurðsson fagnar
útgáfu á bókverkinu L’homme,
l’animal de la ville, í bókabúðinni
Útúrdúr í Austurstræti kl. 16 í dag.
Bókverkið sem er prentað í offset
prenti inniheldur ljósmyndir fundn-
ar á götum Marseille, Frakklandi
ásamt öðrum verkum. Verkið er
prentað í 25 eintökum og verður til
sýnis og sölu samhliða verkum sem
tengjast því.
Sigurður Atli Sigurðs-
son fagnar í Útúrdúr
Matthías Árni Ingimarsson
matthiasarni@mbl.is
Það hefur verið mikið að gera hjá
hljómsveitinni Amiinu undanfarna
mánuði. Sveitin hefur verið að vinna
að nýrri breiðskífu, auk þess að
spila á fjölda tónlistarhátíða víðs-
vegar um Evrópu í sumar, m.a. á
bókmenntahátíð í Þýskalandi og á
Latitude-hátíðinni í Suffolk á Eng-
landi við góðar undirtektir. Um
helgina mun svo helmingur hljóm-
sveitarinnar koma fram á tónlist-
arhátíðinni Pönk á Patró á Patreks-
firði. Þar verða þær Edda Rún
Ólafsdóttir, María Huld Markan
Sigfúsdóttir og Sólrún Sum-
arliðadóttir með tónlistarsmiðju
fyrir börn og unglinga í Sjóræn-
ingjahúsinu ásamt því að flytja
frumsamda tónlist við sígildar
hreyfiklippimyndir Lotte Reiniger
um þau Þyrnirós, Öskubusku og
Aladdín.
Blaðamaður náði í Maríu þar sem
hún var í bíl á leiðinni vestur ásamt
Eddu Rún og Sólrúnu og grennsl-
aðist fyrir um stækkun hljómsveit-
arinnar, væntanlega plötu og tón-
leika sumarsins.
Hljómsveitin stækkar
Amiina var stofnuð af þeim Eddu
Rún, Hildi Ársælsdóttur, Maríu og
Sólrúnu og árið 1999 byrjuðu þær
að spila með Sigur Rós á tónleikum.
Sveitin hefur nú bætt við sig und-
anfarin ár og hafa þeir Magnús
Tryggvason Eliassen tommuleikari
og Guðmundur Vignir Karlsson,
betur þekktur sem Kippi Kaninus,
gengið til liðs við sveitina. „Í raun-
inni byrjaði þetta þannig að Maggi
spilað með okkur á tónleika-
ferðalagi haustið 2007, þá sem ses-
sion-leikari, en hann passaði bara
svo vel inn í prógrammið að hann
hélt áfram að spila með okk-
ur. Svo fyrir Listahátíð
vorið 2008 vorum við
að leita eftir að
stækka útsetning-
arnar okkar og feng-
um Kippa til að vera
með á þeim tón-
leikum og okkur
fannst þetta bara
virka svo vel að síð-
an þá hafa þeir verið
í hljómsveitinni.“
María segir að
nýja platan sé væntanleg í sept-
ember. Hún verður fyrst gefin út á
netinu en samhliða því verður hún
gefin út hér á landi í samstarfi við
útgáfuna Smekkleysu. Amiina mun
einnig ætla að prófa að fara nýjar
og öðruvísi leiðir þegar kemur að
útgáfu plötunnar.
„Við verðum í samstarfi við mjög
öflug bandarískt netmarkaðsfyr-
irtæki sem er að fara nýjar leiðir í
dreifingu á tónlist, sækja á netið
sem miðil og sölutæki. Það finnst
okkur vera mjög spennandi.“
Margar helgarferðir í sumar
Í framahaldi af útgáfu plötunnar
heldur hljómsveitin í tónleika-
ferðalag um Evrópu sem hefst 25.
september á Írlandi og lýkur svo í
Portúgal.
„Það verður mjög gaman að fara
í lengri ferð. Við erum búin að spila
nánast allar helgar á hátíðum í
sumar. Alltaf fljúga út og spila á
einum tónleikum og þá er pínu erf-
itt að komast almennilega í gang.
Þannig að það verður fínt að fara í
ferð með fleiri tónleikum.“
María segir að hljómsveitin sé sí-
fellt að bæta inn nýju lögunum á
tónleikum og að sumarið hafi verið
notað til að prufukeyra þau og það
hafi gefið góða raun. Hún bætir við
að Magnúsi og Kippa fylgi mikið
stuð inn í tónlist Amiinu.
-Er nýr hljómur á plötunni?
„Hún hljómar mjög mikið eins og
Amiina en samt koma miklar breyt-
ingar með Magga og Kippa,“ segir
María að lokum.
Amiina vex … og dafnar
Ljósmynd/Matthías Árni Ingimarsson
Amiina breiðir úr sér „ ...okkur fannst þetta bara virka svo vel að síðan þá hafa þeir verið í hljómsveitinni,“ segir María Huld Markan m.a.
Morgunblaðið/Matthías Árni Ingimarsson
Ljósadýrð Amiina á tónleikum í Bæjarbíó í Hafnarfirði fyrir ári.
Helmingurinn kemur fram á tónlistarhátíðinni Pönk á Patró í dag
Ofanritaður var viðstaddur upp-
tökur á nýju plötunni í apríl síð-
astliðnum. „Þeir Magnús og
Guðmundur Vignir standa ofan
í djúpa endanum fyrir framan
hljóðnema með hristur og
skeljar og hrista þær listilega
í takt á meðan Birgir, Edda,
María og Sólrún hlusta og
meta afraksturinn á bak við
gler í stjórnklefa hljóðvers-
ins.“
Upptökurnar
SUNDLAUGIN
María Huld
Markan Sigfúsdóttir
Í dag koma fram í Bókabúð Máls
og menningar, á Leikandi laug-
ardegi, í tilefni af Gay Pride tónlist-
armennirnir Kristín Bergsdóttir
og Markús Bjarnason en bæði
munu þau leika lög af nýútkomnum
hljómplötum sínum. Kristín muna
leika lög af plötunni Mubla ásamt
hljómsveit og Markús flytur lög af
plötunni Know I Now sem kom út
fyrir skemmstu.
Leikandi laugardagur