Morgunblaðið - 07.08.2010, Síða 37

Morgunblaðið - 07.08.2010, Síða 37
Menning 37FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. ÁGÚST 2010 Guðmundur Egill Árnason gea@mbl.is Maðurinn hnoðaði járnvilja síns í ókæfanlegubjartsýnisbáli sem vará einhvern furðulegan hátt tendrað í uppeldi með- almennskunnar í ómerkilegu aust- urrísku þorpi. „Í þá daga var ég laminn með belti föður míns og hár mitt reitt ef ég óhlýðnaðist. Þannig var Austurríki. Alla átti að steypa í sama mót en ég streittist á móti. Í mér bjó einhver sá sem aldrei skyldi steypast í sama mót. Ég fyrirleit sjálfa hugmyndina um meðalmennsku.“ Rætur lík- amlegs styrks Arnolds Schwarze- negger eru í huga hans og sé litið á makalaust lífshlaup hans er ljóst að andlegum styrk er ekkert ómögu- legt. Hann tókst á flug í vaxtarrækt en lenti ekki þar. Allt sitt líf hefur hann verið áræðinn markmiðasetn- ingarmaður sem hefur sett sér árleg markmið frá því hann var lítill drengur. Þegar hann var kominn til Bandaríkjanna stofnaði hann múr- arafyrirtæki og bréfsendingafyr- irtæki og varð þannig milljónamær- ingur, löngu áður en hann varð frægur. Næst einsetti hann sér að verða leikari sem gekk víst ágætlega og í dag er hann ríkisstjóri 7. stærsta hagkerfis heims, Kaliforn- íuríkis Bandaríkjanna. Lítum á Arn- old Alois Schwarzenegger „the go- vernator“. Bestu kvikmyndirnar 1. Terminator 2: Judgment Day „He’s back.“ Við fáum að njóta Arnolds sem bandamanns í þessari kvikmynd, þar sem við höfðum áður borið virðingu fyrir honum sem and- stæðingi. 2. The Terminator Þessi kvikmynd skók heiminn þegar hún kom fyrst út með ískyggi- legri framtíðarsýn vélanna sem hafa tekið yfir heiminn. Leikarinn er óað- finnanlegur sem vélmennið óaðfinn- anlega. 3. Predator Veiðimaðurinn verður bráðin, ekki ljónsins, úlfsins eða bjarnarins. Í þetta sinn er um tvífættar vits- munaverur sem búa yfir betri vopn- um að ræða og hver er betri fulltrúi mannkynsins á svo óþægilegum víg- velli en einbeitta vöðvatröllið? 4. Total Recall Óvenjulegur tryllir eftir Paul Ver- hoeven og frammistaða Arnolds í að- alhlutverki svona myndar er eins óvænt ánægja og að finna 5000 kall, ekki í vasanum heldur í blossandi báli. 5. True Lies Kaldhæðnisleg mynd þar sem leyniþjónustumaðurinn Arnold þyk- ist tölvusölumaður gagnvart konu sinni sem fær leið á spennuleysi lífs- ins. Eiginmaðurinn bregður á sín ráð. 6. Conan: The Barbarian Hráir vöðvahnykkir í óskammfeil- inni bardagamynd þar sem testeste- rónmagnið er í hámarki. Arnold stíg- ur á svið í hlutverki barbarans Conans sem leysir málin með sverðinu sínu. 7. Terminator 3 Ekki besta myndin til að klára epíska þríleikinn en fín afþreying og engum fannst leið- inlegt að sjá Arnold snúa aftur á hvíta tjaldið árið 2003 í þessari myndaröð sem gerði hann að ódauð- legri fígúru þemagarðanna. Verstu kvikmyndirnar 1. Junior Frábærlega klikkað konsept og alveg ómögulegt nema fyrir leik- aravalið enda frábært kontrast í að láta hápunkt karlmennskunnar verða ófrískan. Ekkert getur samt sem áður bjargað þessari við- urstyggilega lélegu kvikmynd. 2. Batman & Robin Kvikmyndalistin er kokteill af næmni ljósmyndarans, sköp- unargleði tónlistarmannsins, inn- blásnum skrifum rithöfundarins og náttúrlegum frumleika leikarans. Þetta er ekki kokteill listanna heldur æla. 3. Kindergarten Cop Er verið að vinna með kontrastinn aftur? Stóri vöðvakarlinn að sjá um börnin? Saklaus mynd sem kynnir til sögunnar barnvænt ofbeldi. Það er sennilega leiðinlegasta konsept í heimi. Á eftir veðurfréttum á RÚV. Ummæli Úr ungdóminum: Í heimildarmyndinni Pumping Iron þar sem Schwarzenegger vinn- ur Mr. Olympia-kraftlyftingatitilinn sést hann reykja marijúana-jónu eft- ir sigurinn. Um atvikið sagði hann árið 2007: „[Marijúana] er ekki fíkni- efni. Það er lauf. Trúðu mér, fíkni- efnið mitt er að lyfta.“ Um hjónabandið: „Ef þú elskar konuna þína til hins ýtrasta og hún þig, þá er það mjög góð byrjun. Ekki svo að segja að hlutirnir verði ekki stundum erfiðir. Hjónaband fer upp og niður en mað- ur vinnur í gegnum það.“ Um foreldrahlutverkið: „Eitt það besta sem hægt er að gera með börnunum er að leika við þau. Á sama tíma hegða ég mér Úr meðalmennsku til hæstu hæða Arnold Schwarze- negger braust úr auðmjúklegum grunni með járnviljamarkmiða- setningu –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Þann 20.ágúst kemur út glæsilegt sérblað um skóla og námskeið sem mun fylgjaMorgunblaðinu þann dag. Í blaðinu verður fjallað um þá fjöl- breyttu flóru sem í boði er fyrir þá sem stefna á frekara nám í haust. MEÐAL EFNIS: Endurmenntun Símenntun Tómstundarnámskeið Tölvunám Háskólanám Framhaldsskólanám Tónlistarnám Skólavörur Skólatölvur Ásamt fullt af spennandi efni Skó lar o g ná msk eið NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Skólar og námskeið PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 16. ágúst. 1997 Fær hjartaígræðslu úr eig- in vefjum. Þarf nýja eftir nokkur ár. Hann vildi ekki vélræna ígræðslu sem dygði til fram- búðar því þá gæti hann ekki æft sig eins mikið. 2001 Brýtur sex rifbein í mót- orhjólaslysi. 2004 Bjargar manni frá drukkn- un í fríinu sínu á Hawaii. 2006 Rífur vörina í mót- orhjólaslysi og sauma þarf 15 spor. Seinna á árinu dettur hann á skíðum og fótbrotnar. 2009 Einkaþotan nauð- lendir eftir að reykur sést koma úr flug- stjórnarklefanum. Bjargaði manni frá drukknun ARNOLD HASARHETJA HINS DAGLEGA LÍFS Hversdagshetja Predator Arnold Schwarzenegger er flottur í hlutverki hins sterkbyggða Dutch. kjánalega og oft spila ég íþróttir með þeim og leiki, stundum förum við í hlutverkaleik í litlum leikritum.“ Um sigur markmiðanna: „Í íþróttum lærir maður sam- keppni sem merkir að eltast við eitt- hvað, sigra og láta ekkert annað trufla sig. Þetta er eitthvað sem maður lærir og það helst við mann. Ég tel mig sérfræðing í að skoða ákveðna hugmynd eða markmið og eltast svo við hana án þess að hafa nokkuð annað á huganum. Maður velur sér markmið og eltir það, sigrar það og fær fullnun af því.“ Um lagabreytingar svo innflytjend- ur eins og hann geti orðið forsetar Bandaríkjanna: „Af hverju ekki? Eins og ég hugsa, þá skýtur maður alltaf á toppinn.“ Stæltur ríkisstjóri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.