Morgunblaðið - 13.08.2010, Page 2

Morgunblaðið - 13.08.2010, Page 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Egill Ólafsson Samningafundur í kjaradeilu slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitar- félaganna stóð frá hádegi og fram á kvöld. Samningar höfðu ekki tekist þegar blaðið fór í prentun, en 16 tíma verkfall átti að hefjast í dag. Jafnframt átti að hefjast ótímabundið yf- irvinnubann sem m.a. kemur til með að trufla sjúkraflutninga. „Það er vinna í gangi,“ sagði Sverrir Björn Björnsson, formaður Landssambands slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna, þegar hann var í gærkvöldi spurður um gang samningaviðræðna. Hann treysti sér ekki til að spá fyrir um niður- stöðu fundarins. Flug til Húsavíkur stöðvað? Komi til verkfalls verður ekki hægt að fljúga frá Akureyrarflugvelli, en flugvélum verður beint til Húsavíkur, aðallega vélum frá Flugfélagi Íslands. Sverrir sagði að þetta væri skýrt verkfallsbrot og vísaði til hæstaréttar- dóms í sambærilegu máli. Hann sagði slökkvi- liðsmenn myndu fara til Húsavíkur verði reynt að beina flugvélum þangað. Hann útilokaði ekki að flugið yrði stöðvað. Yfirvinnubannið mun hafa áhrif á sjúkraflutninga. „Yfirvinnubann felst í að menn sinna ekki þeim störfum sem eru að öllu jöfnu unnin í yfirvinnu, s.s. utanbæj- arflutningum og fylgd við sprengjuefnaflutn- inga og svo ýmislegt annað smávægilegt, að- stoð við einstaklinga og vakt við kvikmynda- tökur, svo dæmi séu nefnd,“ segir Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri höfuðborgar- svæðisins. Jón Viðar segir utanbæjarflutninga vera talsverðan hluta af starfsemi slökkviliðsins. „Sjúklingar utan svæðisins eru fluttir til rann- sókna eða aðgerða inn á Landspítalann og að því loknu er viðkomandi sjúklingur fluttur aftur á sitt heimasjúkrahús, en slíka flutninga verður erfitt að manna í yfirvinnubanni.“ Þó segir Jón alveg öruggt að flutningur sjúklings af Landspítalanum í sjúkraflug, t.d. vegna hjartaaðgerðar í útlöndum, flokkist sem neyðartilvik og slíkum tilfellum verði ávallt sinnt. Sátu á fundi fram á kvöld  Truflanir verða á sjúkraflutningum komi til yfirvinnubanns slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna  Samningamenn sátu á löngum fundi í gær Þriðja verkfallið » Verkfallið sem hefjast átti í dag er það þriðja í röðinni, en síðast kom til eins verk- falls 6. ágúst. » Kjarasamningar Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hafa verið lausir síðan 31. ágúst í fyrra. » Boðað hefur verið til allsherjarverkfalls sem hefst hinn 7. september, en það mun vara þangað til samningar hafa tekist.Morgunblaðið/Eggert Ríkissáttasemjari Slökkviliðsmenn á sáttafundi. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að það sé álitamál hvort í lög- um um verndar- og nýtingaráætlun vegna virkjunar fallvatna og háhita- svæða eigi að heimila rannsóknir innan friðlýstra svæða. Í umsögn Reykjavíkurborgar um frumvarp iðnaðarráðherra er gagnrýnt að verndar- og nýtingaráætlun nái ekki til svæða sem njóta friðlýsingar. Ákvæði frumvarpsins séu of þröng. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, gagnrýnir samþykkt borgar- ráðs. Þarna sé verið að fara gegn þeirri stefnu sem komi fram í frum- varpi iðnaðarráðherra. „Í raun og veru er verið að gera lítið úr þeirri vinnu sem lögð hefur verið í að vernda svæði sem nú njóta verndar og baráttu náttúruverndarsamtaka í gegn um tíðina,“ sagði Sóley. Katrín sagði að sveitarfélögin hefðu oft aðra hagsmuni en ríkið. „Ég er ekki viðkvæm fyrir því að flokksfélagar mínir í sveitarstjórn- um gagnrýni frumvörp sem ég legg fram.“ Katrín sagði að það hefði tekið talsverðan tíma fyrir stjórnarflokk- ana að ná saman um þetta mál. Þetta atriði um friðlýstu svæðin væri eitt af þeim atriðum sem iðnaðarnefnd Alþingis þyrfti að fara yfir. Katrín sagði mikilvægt að hafa í huga að þessi lög kæmu ekki í stað friðlýsingar. Hún sagðist raunar hafa lengi verið þeirrar skoðunar að það þyrfti að fara yfir friðlýsingarn- ar, hverja fyrir sig. egol@mbl.is Iðnaðarnefnd skoði sjón- armið Reykjavíkurborgar  Iðnaðarráðherra ekki viðkvæmur fyrir gagnrýni borgarinnar Sóley Tómasdóttir Katrín Júlíusdóttir Magma Energy er ekki búið að ganga frá greiðslu vegna kaupa á hluta- bréfum í Geysi Green Energy, en lokagreiðsla átti að fara fram um síðustu mán- aðamót. Ásgeir Margeirsson, for- stjóri Magma Energy Iceland ehf., segir að ástæðan sé m.a. tilkynning ríkisstjórnarinnar um að reynt verði að vinda ofan af sölunni á HS Orku. 52% hlutur Geysis Green í HS Orku kostaði um 16 milljarða. Greiðsluna átti að inna af hendi með yfirtöku skulda, peningum og hugsanlega hlutabréfum í Magma. Alexander K. Guðmundsson, for- stjóri Geysis Green, sagði að- spurður að unnið væri að málinu og hann vonaðist eftir að gengið yrði frá sölunni á næstunni. egol@mbl.is Ekki búið að borga fyrir HS Orku Ásgeir Margeirsson Ástæðan einkum rannsókn stjórnvalda Eldur kom upp í íbúðarhúsi við Helluvað á Hellu í gærkvöldi. Íbúi í húsinu, karlmaður á sextugsaldri, hlaut brunasár á hendi og í and- liti þegar hann reyndi að slökkva og var gert að þeim á vettvangi, að sögn lögreglu. Meiðsli hans munu ekki vera alvarleg. Eldurinn kom upp um hálfníuleytið en íbúi hússins var þá staddur úti í garðinum að slá. Að sögn nágranna heyrðist í brunaboða og flýtti maðurinn sér inn í húsið en þá þegar var eldurinn orðinn mikill og ekki varð við neitt ráðið. Maðurinn telur líklegt að kviknað hafi í út frá sjónvarpstæki. Mikill eldsmatur var í húsinu, sem er gamalt timburhús. Að sögn lögreglu lítur út fyrir að húsið sé mikið skemmt. Slökkviliðsmenn frá Hellu og Hvolsvelli sáu um slökkvistarf. Í upp- hafi stóð til að biðja um aðstoð slökkviliðs á Selfossi en ekki reyndist þörf á því. Morgunblaðið/Óli Már Aronsson Bruni Slökkviliðsmönnum frá Hellu og Hvolsvelli tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldsins í gærkvöldi. Íbúðarhúsið er mikið skemmt. Hús við Helluvað brann Var að slá þegar brunaboði fór í gang

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.