Morgunblaðið - 13.08.2010, Síða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2010
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Að jafnaði deyja nú tvær konur úr
leghálskrabbameini hér á landi ár
hvert. Nýjum tilfellum hefur fækkað
um meira en 70% hér eftir að skipu-
leg leit hófst árið 1964 og dauðsföll-
um hefur fækkað um 90%. Kristján
Sigurðsson, yfirlæknir Leitarstöðv-
ar Krabbameinsfélagsins, segir að
árangurinn hér hafi náðst vegna
góðs skipulags og greiningar á for-
stigsbreytingum sjúkdómsins. Hér
sé til mikið af gögnum og smæð sam-
félagsins valdi því að auðveldara sé
en víða annars staðar að gera traust-
ar rannsóknir þótt úrtakið sé lítið.
HPV-veiran veldur vörtum sem
geta verið á ýmsum stöðum á lík-
amanum, þ. á m. kynfærum bæði
kvenna og karla. Til eru um 100 und-
irstofnar veirunnar en þar af eru um
15 sem geta valdið hættulegum sjúk-
dómum eins og krabbameini í leg-
hálsi. Tvö bóluefni eru nú notuð í
mörgum löndum og geta þau haft
fyrirbyggjandi áhrif.
Grein Kristjáns í ritinu Cyto-
pathology um leitarstarfið hér hefur
vakið athygli.
„Þessi grein mín fjallar um leit-
arstarfið hér á landi síðan 1964 og
hvernig við höfum aðlagað starfið
nýjungum, m.a. þeim sem snerta
uppgötvun HPV-veirunnar,“ segir
Kristján. „Einnig hvernig við höfum
rannsakað hvaða áhrif nýju bóluefn-
in muni hafa á leitina.“
Þótt farið verði að bólusetja þurfi
að upplýsa ungar konur um að þær
verði áfram að láta fylgjast með því
hvort forstigseinkenni annarra
veirustofna séu að koma fram, segir
Kristján. Veiran smitist við samfarir
og hvetja verði fólk til að fara var-
lega í ástalífinu og nota verjur.
Einstakur ár-
angur með
markvissri leit
Leghálskrabbaveiru haldið í skefjum
Morgunblaðið/Ásdís
Yfirmaður Kristján Sigurðsson í
Leitarstöð Krabbameinsfélagsins.
Hert eftirlit bar árangur
» Tíðni svonefndra forstigs-
breytinga eða einkenna um að
eitthvað geti verið í aðsigi hef-
ur vaxið mikið hjá ungum kon-
um hérlendis.
» Upp úr 1980 fór dauðs-
föllum skyndilega að fjölga hér.
Ástæðan reyndist vera að færri
en áður mættu í leit.
» Í kjölfarið var eftirlit hert,
farið að senda bréf til að minna
á leitina. Einnig var skoðunar-
aldur færður niður í tvítugt.
Fjöldi þeirra sem
heimsækir mbl.is
í hverri viku hef-
ur verið nánast
óbreyttur undan-
farin misseri
samkvæmt nýrri
fjölmiðlakönnun
Capacent. Þeim
fækkaði hins veg-
ar lítillega í sumar sem heimsóttu
vefinn daglega. Lestur á Morg-
unblaðinu og Fréttablaðinu hefur
aðeins minnkað í sumar eða frá því
síðasta könnun var birt í maí. Sam-
kvæmt könnuninni, sem fór fram í
maí-júlí, heimsóttu 57,1% þátttak-
enda mbl.is daglega og 78,5% heim-
sóttu vefinn einhverntímann í könn-
unarvikunni. Mbl.is er eini vefurinn,
sem tekur þátt í könnun Capacent.
Meðallestur á hvert tölublað Morg-
unblaðsins var 32,1% en var 34,8% í
síðustu könnun. Meðallestur á hvert
eintak Fréttablaðsins var 61,4% nú
en var 64% í síðustu könnun.
Minnkandi notkun
fjölmiðla í sumar
Kristín Ágústsdóttir
Neskaupstaður | Útgerðarbærinn
Neskaupstaður hefur staðið undir
nafni undanfarna daga. Líflegt hefur
verið í Norðfjarðarhöfn og hvert
pláss upptekið. Uppsjávarskip hafa
þurft að bíða löndunar og úti á firði
hafa flutningaskip beðið þess að
komast að.
Síðastliðna daga hefur frosinni
síld og makríl verið skipað út í þrjú
flutningaskip á Austur-Evr-
ópumarkað. Á sama tíma hafa upp-
sjávarveiðiskipin Börkur NK, Beitir
NK og Bjarni Ólafsson AK landað
28 þúsund tonnum af makríl og síld
til frystingar og bræðslu. Þá lönd-
uðu Hákon EA og Vilhelm Þor-
steinsson AK fullfermi af frosnum
afurðum í vikunni, eða um 1.300
tonnum. Á einni viku fara um sex
þúsund tonn af makríl og síld um
höfnina sem jafngildir tæpum 700
milljónum króna.
Allir leggjast á eitt
Vinnuafl hefur skort í þessari
miklu törn síðustu daga og hefur
m.a. áhöfnin á Berki hlaupið í skarð-
ið og tekið vaktir í löndunarbið. Þá
hefur blakdeild Þróttar staðið til
boða að taka vaktir í fjáröfl-
unarskyni fyrir komandi vetur.
Ekki er séð fyrir endann á törn-
inni. Síldarvinnslan á ennþá eftir að
veiða um 33 þúsund tonn af uppsjáv-
arkvótanum og von er á skipi til að
flytja afurðir á Afríkumarkað.
Gunnþór Ingvarsson, fram-
kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar,
segir að þegar svona mikið sé um að
vera sé mikilvægt að allir hlekkir í
virðiskeðjunni frá veiðum til mark-
aðar vinni vel saman.
Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir
Bið Séð yfir innri bryggjuna á athafnasvæði Síldarvinnslunnar, þar sem annríki hefur verið mikið við höfnina.
Líflegt á Neskaupstað
Makríll og síld fyrir 700 milljónir króna á viku Skortur
á vinnuafli í landi og áhöfnin á Berki hefur hlaupið í skarðið
Á vaktinni Magnús Bjarkason, skipverji á Berki, tekur vakt í landi í lönd-
unarbið. Félagar í blakdeild Þróttar munu einnig taka vaktir til að afla fjár.
Dánartíðni af völdum brjósta-
krabbameins hefur lækkað veru-
lega eða að jafnaði um fimmtung í
Evrópu á síðustu 20 árum, að-
allega vegna betra eftirlits og
framfara í meðferð við sjúkdómn-
um, að sögn ritsins British Medical
Journal í gær. Mest hefur lækkunin
orðið á Íslandi og í Bretlandi
Um 45% fækkun dauðsfalla
varð á Íslandi en sums staðar varð
lítil breyting og í Rúmeníu fjölgaði
tilfellum um 17%. Brjósta-
krabbamein verður um hálfri millj-
ón kvenna að bana í heiminum ár
hvert og er algengasta gerð
krabbameins í konum í þróuðum
löndum.
Vísindamenn segja að þar sem
fækkunin sé mest hafi skipulögð
krabbameinsleit verið stunduð og
mikil og almenn notkun verið á
krabbameinslyfinu tamoxifen auk
annarrar lyfjameðferðar.
Fækkar mest á Íslandi
DAUÐSFÖLL VEGNA BRJÓSTAKRABBAMEINS
Vodafone mun kosta flugeldasýningu Menningar-
nætur í ár, samkvæmt samkomulagi milli Höfuð-
borgarstofu og Vodafone. Orkuveita Reykjavíkur
hefur hingað til kostað flugeldasýninguna en líkt
og fram hefur komið þá vildi OR losna undan því í
ár vegna kostnaðarins. Vodafone er sem kunnugt
er hluti Teymis sem er aftur í eigu Vestia, sem er í
eigu Landsbankans sem er síðan að mestu leyti í
eigu ríkisins.
„Með þátttöku sinni í þessum vinsæla dagskrár-
lið Menningarnætur vill Vodafone þakka við-
skiptavinum sínum fyrir viðskiptin og leyfa öðrum
að njóta um leið,“ sagði m.a. í fréttatilkynningu frá
Höfuðborgarstofu í gær.
Borgarfulltrúar minnihlutans eru ósáttir við
þessa lausn. „Það vekur furðu að þessi ákvörðun
liggi fyrir, enda liggur ekki fyrir nein afstaða
stjórnar OR – þrátt fyrir að stuðningur fyrirtæk-
isins við Menningarnótt til margra ára sé byggður
á sérstökum samningi þar um,“ segir í fyrirspurn
frá borgarstjórnarflokki sjálfstæðismanna. „For-
maður stjórnar og/eða borgarstjóri virðast því ein-
hliða hafa tekið þá ákvörðun og tilkynnt stjórn
Menningarnætur niðurstöðu sína í gegnum fjöl-
miðlafulltrúa OR.“
Harmað er að ekki skyldu fleiri fá tækifæri til
að bjóða kostun, um sé að ræða óþarfa uppnám
vegna verkefnis sem lengi hafi glatt borgarbúa og
kosti „ekki meira en þriggja mánaða laun stjórn-
arformanns OR.“
Borgarráðsfulltrúi VG lét bóka að lofað hefði
verið bót og betrun eftir að „samráðsleysi, leynd
og hraði“ í stjórnsýslunni hefðu næstum því leitt
til þess að eignir og þekking OR hefðu lent í hönd-
um útrásarvíkinga. En þessi fyrirheit virðist nú
vera gleymd eftir að Samfylkingin og Besti flokk-
urinn tóku við völdum. Ekkert hafi verið upplýst
um það hvar ákvörðunin um flugeldasýninguna
hafi verið tekin. Þótt ákvörðunin sé ekki stór sé
málið táknrænt fyrir „gamaldags, ólýðræðisleg og
ógagnsæ vinnubrögð“. kjon@mbl.is
Flugeldar í boði Vodafone?
Minnihlutinn í borgarstjórn fordæmir ákvörðun um kostun flugeldasýningar
VG gagnrýnir „gamaldags, ógagnsæ og ólýðræðisleg“ vinnubrögð meirihlutans
Morgunblaðið/Eyþór
Flugeldar Styttist í að sundin blá lýsist upp.