Morgunblaðið - 13.08.2010, Page 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2010
Potturinn og pannan voru pott-urinn og pannan í að núverandi
ríkisstjórn komst til valda eins og
menn muna. Búsáhaldabyltingin var
brautryðjandi hennar.
En byltingin súétur börnin
sín eins og hinar.
Ríkisstjórnin, sem
mótmælendurnir
komu á laggirnar,
hefur heldur bet-
ur snúist gegn
skapara sínum.
Hún þolir ekki að
einn mótmælandi
taki sér stöðu fyr-
ir framan hennar hús.
Kallað var á lögregluna til að fjar-lægja konuna, sem þar stóð með
sitt spjald.
Sama fólkið sem dásamaði HelgaHóseasson þoldi ekki eina konu
með spjald. Aðstoðarmaður forsætis-
ráðherra sagðist ekki hafa þolað
lengur við þegar konan bætti gráu
ofan á svart og, auk spjaldsins, henti
brauðbitum á stjórnarráðstúnið sem
már, sem þar var, stakk í gogginn.
Mótmælandinn vissi ekki að Jó-hanna hafði ákveðið að hvorki
þessi már né hinn fengi þann auka-
bita, sem hann bað um og taldi sig
eiga loforð til. Löggan var þó ekki
látin hirða Má.
Það var fróðlegt að sjá lögreglu-manninn reyna að tala til hinn
hættulega mótmælanda með spjaldið.
Sá var auðvitað aðeins að gera
skyldu sína.
En í rauninni hefði verið þarfara aðhann hefði reynt að róa aðstoð-
armanninn, sem hafði ekki taugar til
að horfa á eina konu með lítið spjald
biðja ríkisstjórnina með frið-
samlegum hætti um að sýna þá mildi
og réttlæti sem hún hafði þó hástöf-
um lofað.
Hrannar Björn
Arnarsson
Velferðarstjórn ver sig
Veður víða um heim 12.8., kl. 18.00
Reykjavík 14 skýjað
Bolungarvík 17 skýjað
Akureyri 19 skýjað
Egilsstaðir 18 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 20 léttskýjað
Nuuk 12 léttskýjað
Þórshöfn 11 skýjað
Ósló 22 léttskýjað
Kaupmannahöfn 18 skúrir
Stokkhólmur 23 heiðskírt
Helsinki 23 léttskýjað
Lúxemborg 21 léttskýjað
Brussel 17 léttskýjað
Dublin 15 skýjað
Glasgow 20 léttskýjað
London 17 skýjað
París 21 skýjað
Amsterdam 13 skýjað
Hamborg 20 skúrir
Berlín 21 skýjað
Vín 28 léttskýjað
Moskva 31 heiðskírt
Algarve 37 heiðskírt
Madríd 33 léttskýjað
Barcelona 26 léttskýjað
Mallorca 30 léttskýjað
Róm 27 léttskýjað
Aþena 32 heiðskírt
Winnipeg 22 skýjað
Montreal 23 skýjað
New York 22 skúrir
Chicago 31 léttskýjað
Orlando 31 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
STAKSTEINAR
VEÐUR KL. 12 Í DAG
13. ágúst Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 5:14 21:53
ÍSAFJÖRÐUR 5:03 22:13
SIGLUFJÖRÐUR 4:46 21:56
DJÚPIVOGUR 4:39 21:26
Orkuveita Reykjavíkur mun bregðast við vatns-
skorti í sumarhúsbyggðinni í Úthlíð í Biskups-
tungum en hann er vegna lágrar vatnsstöðu í lind
sem Úthlíðarveitan sækir vatn til. Hefur Orku-
veitan gert samning við Bláskógaveitu um að
tengjast vatnsveitu Úthlíðar. Að undanförnu hef-
ur verið unnið að samtengingu veitnanna og er
áformað að því verki ljúki á næstu dögum.
Ástæða þess að vatn hefur verið af skornum
skammti í Úthlíð þegar kom fram á sumar eru tví-
þættar, að sögn Orkuveitunnar. Skýringin er ann-
ars vegar sú að síðasti vetur var afar snjóléttur og
því á litlum forða að byggja fyrir kaldavatns-
lindina í Bjarnarfelli, sem er forðabúr vatnsveit-
unnar. Hins vegar hefur úrkoma á svæðinu verið
með minnsta móti í vor og sumar. Af þessum sök-
um er vatnsstaða í lindinni lág og hafa sumarhúsa-
eigendur liðið fyrir vatnsskort þegar kom fram á
sumar, einkum í efri byggðum svæðisins, eins og
fram kom í frétt hér í blaðinu í gær.
Til þess að bregðast við þessu hefur OR samið
um að tengjast vatnsveitu Bláskógabyggðar í
Austurhlíð og er sú tenging komin á. Til þess að
tryggja eins og kostur er nægjanlegt framboð af
vatni í Úthlíð þarf að auka þrýsting með því að
koma fyrir nýrri dælu á lögninni sem krefst þess
að komið verði fyrir dæluhúsi auk heimtaugar frá
Rarik sem flytur rafmagn sem knýr dæluna. „Nú
sér fyrir endann á þessum framkvæmdum og bú-
ast má við að viðunandi vatnsframboð með nægj-
anlegum þrýstingi verði komið á Úthlíðarveitu á
næstu dögum,“ segir í tilkynningu OR.
Orkuveitan vekur athygli á því að vatnsveitur
víða á landinu hafi átt í erfiðleikum með að tryggja
nægjanlegt vatn þegar langvarandi þurrkar hafa
orðið í kjölfar snjóléttra vetra. sisi@mbl.is
Orkuveitan tryggir vatn í Úthlíð
Bláskógaveita tengist vatnsveitu Úthlíðar Ný dæla sett upp á svæðinu
Anna Sigríður Einarsdóttir
annaei@mbl.is
Misvel gengur að finna pláss fyrir
börn á leikskólum og er talsverður
munur milli sveitarfélaga á því hve
ung börnin eru þegar þau komast inn.
Í Hafnarfirði og Garðabæ er búið að
tryggja öllum börnum sem verða orðin
18 mánaða 1. september leikskóla-
pláss. 20-30 börn sem náð hafa þeim
aldri á Akureyri bíða þess nú að fá
pláss og í Kópavogi gera menn ráð fyr-
ir að þriðjungur barna fæddra 2009 fái
inni á leikskóla. Í Reykjavík og
Reykjanesbæ er hins vegar miðað við
að börn sem verða 2 ára á árinu komist
í leikskóla og tekst sveitarfélögunum
að mæta þeim viðmiðum.
„Við vildum vissulega geta boðið
þeim börnum pláss sem fædd eru fyrri
hluta árs 2009, en börnum í Reykjavík
er að fjölga,“ segir Ragnhildur Erla
Bjarnadóttir, sviðstjóri leikskólasviðs
Reykjavíkurborgar. Búið er að
tryggja börnum sem fædd eru 2008
eða fyrr leikskólapláss, þó það sé e.t.v.
ekki öllum tilfellum í þeim leikskóla
sem foreldrar óskuðu. Misjafnt er eftir
hverfum hversu auðvelt er að verða
við þeim óskum og kjósa því sumir for-
eldrar að bíða eða láta barnið byrja á
leikskóla og óska svo flutnings. Reynt
er að bjóða börnunum vist í sama
hverfi, en takist það ekki þá er reynt
að velja leikskóla í nágrenni við vinnu-
stað foreldra. Innan við 15 eru nú á
lista yfir börn sem strax var óskað eft-
ir flutningi á.
Elstu börnin í grunnskóla
Mestur var vandinn að finna börn-
um leikskólarými í Norðlingaholti, en
við því var brugðist með því að nýta
bráðabirgðahúsnæði við Norðlinga-
skóla fyrir elstu leikskólabörnin. Segir
Ragnhildur Erla að með þessu móti
takist að ráða niðurlögum vandans að
mestu. Svipuð leið var valin í Garðabæ
þar sem elsti árgangur eins leikskól-
ans var fluttur yfir í Flataskóla.
Einnig hefur verið erfitt að tryggja
öllum börnum í Grafarholtinu pláss. „Í
einhverjum tilvikum eru börnin þar að
fara í nýja Dalskóla í Úlfarsárdalnum
eða þá í leikskóla sem eru í jaðrinum á
Grafarvogi.“
Hjá Akureyrarbæ er unnið að því að
leysa biðlistavandann. „Skólanefnd
muni líklega fjalla um leiðir til lausnar
á fundi sínum næsta mánudag og við
gerum ráð fyrir að ná að eyða biðlist-
um,“ segir Gunnar Gíslason, fræðslu-
stjóri Akureyrarbæjar. Langt sé síðan
bærinn hafi ekki getað tekið á móti öll-
um börnum, en óvenjumikið hafi verið
um aðflutning barna á leikskólaaldri á
upphafsmánuðum þessa árs. „Þetta
setti áætlanir aðeins úr skorðum. Síð-
an vitum við líka að árgangarnir sem
koma inn haustin 2011 og 2012 eru
stærri en venjulega og því förum við í
að undirbúa það núna á haustmán-
uðum.“
Leikskólasviði Reykjavíkur hafa
borist frá því í maímánuði 190 nýjar
umsóknir um leikskólapláss fyrir
börn sem eru fædd 2008 eða fyrr.
„Þetta var meiri fjöldi en við reikn-
uðum með þegar við vorum að úthluta
plássum í apríl,“ segir Ragnhildur
Erla. Fjölgunin virðist til komin
vegna flutninga fólks til Reykjavíkur.
„Ég er því mjög ánægð með að þrátt
fyrir þessar 190 umsóknir þá náum
við samt að dekka þetta.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í leik Með því að flytja elstu börnin á Rauðhóli yfir í bráðabirgðahúsnæði
við Norðlingaskóla skapast 30 ný leikskólapláss á Rauðhóli.
Lítið um biðlista
eftir leikskólarými
Leikskólapláss
» 1300-1400 börn eru að
hefja leikskólagöngu hjá leik-
skólum borgarinnar nú í haust.
» Tæplega 200 umsóknir um
leikskólavist fyrir börn fædd
2008 og fyrr hafa bæst við
undanfarna mánuði.
» Borgarráð samþykkti auka-
fjárveitingu til að fjölga leik-
skólaplássum um 100 svo
standa mætti við loforð um að
börn fædd 2008 og fyrr kæm-
ust inn.
Misjafnt er við hvaða aldur er miðað