Morgunblaðið - 13.08.2010, Síða 11
Morgunblaðið/Ernir
Einn sá besti Júlían Jóhann Karl Jóhannsson hefur æft kraftlyftingar í tvö ár, hann er aðeins 17 ára.
kraftlyftingum í mars í fyrra, eftir að
hann hafði æft í um sjö mánuði.
„Ég tók þá þátt í byrjendamóti
kraftlyftingamanna og datt fljótlega
út en ég kom þá bara sterkari inn
næst. Ég hef oftast keppt í mínus 110
kg flokki, undir 18 ára. Ég er núna
búinn að vera að þyngja mig svolítið
og er því á leiðinni upp í hærri flokk
þar sem eru erfiðari keppinautar sem
verður gaman.
Undanfarið hef ég unnið öll mót
sem ég hef keppt á í mínum aldurs-
og þyngdarflokki. Í heild er ég búinn
að setja um þrjátíu Íslandsmet, í hné-
beygju, bekkpressu og rétt-
stöðulyftu. Samanlagður árangur úr
því er kraftlyftingar.
Það sem ég á best á móti eru 275
kg í hnébeygju, 140 kg í bekkpressu
og 270 kg í réttstöðu. Núna er ég
kominn með betri árangur á æfingum
sem kemur í ljós á næsta móti.“
1.000 kg markmiðið
Hvert er markmiðið?
„Ég stefni á að fara yfir þúsund
kíló í samanlögðu, 400 kg í hné-
beygju, 270 kg í bekk og 400 kg í rétt-
stöðu. Þeir bestu eru að ná í sam-
anlögðu um 1.000 kg og upp í og rétt
yfir 1.100 kg.
Ég hef enn ekki haft efni á því að
fara út að keppa en á næsta ári stefni
ég á að fara á Evrópu- og heims-
meistaramótið,“ segir Júlían sem
lyftir innan Kraftlyftingasambands
ÍSÍ og er því lyfjaprófaður reglulega.
„Árangurinn byggist allur á
heilbrigðum lífsstíl og hundrað pró-
sent metnaði. Maður þarf
að vera einbeittur og ag-
aður, höfuðið skiptir
miklu máli, það þarf að
vilja þetta og ætla að gera
þetta. Svo þarf að mæta á
æfingar og vera heilbrigður.“
Hvernig er mataræðið hjá þér?
„Ég borða mikið, ég held að það
sé málið. Mikið af mjólk, skyri og
eggjum til að fá prótein og síðan ein-
hver kolvetni með. Ég reyni að passa
upp á að hafa rétt næringarhlutfall í
máltíðum og spá í hvað ég er að
gera.“
Ertu ekkert hræddur um að
verða of sterkur?
„Ég er nú ekki hræddur um það.
Ég stefni hærra.“
Áttu þér önnur áhugamál?
„Nei, kraftlyftingarnar eru
númer eitt hjá mér. Svo stunda ég
nám í Menntaskólanum við Hamra-
hlíð.“
Fíla stelpurnar stráka sem eru í
kraftlyftingum?
„Það held ég, já já. Ég hef held-
ur betur orðinn var við það,“ svarar
Júlían og hlær.
Eru vinir og ættingjar ekki allt-
af að fá þig til að hjálpa sér að flytja
og lyfta einhverju þungu?
„Jú jú, maður er alltaf í því, bera
sófa og svona. Það kemur líka fyrir að
vinir mínir mani mig upp í að lyfta
einhverju en það er ekki oft.“
Er áhugi innan fjölskyldu þinnar
á kraftlyftingum?
„Það voru einhverjir frændur
mínir að lyfta þegar ég var krakki og
mér þótti það rosalega flott. Svo sá
ég allar þessar hetjur í sjónvarpinu,
Jón Pál Sigmarsson, Auðun Jónsson
og fleiri sem eru mínar fyrirmyndir í
dag,“ segir þessi ungi og efnilegi
kraftlyftingamaður að lokum.
Þeir sem hafa áhuga á að fara
að æfa kraftlyftingar geta
kíkt inn á heimasíðu Kraft-
lyftingasambandsins,
www.kraft.is, þar má finna lista yf-
ir öll félögin á landinu og hvernig
má hafa samband við þau.
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2010
Chevrolet - Tangarhöfða 8-12 - Rvk.- 590 2000 - www.chevrolet.is / Spesbílar - Njarðarbraut 9 - Reykjanesbæ - 420 3300 / Bílasalan Ós - Óseyri 5 - Akureyri - 462 1430 Stofnað 1975
SPARK-
AKSTUR
Chevrolet SPARK er ekki bara massíft öruggur í akstri
hann er líka skemmtilega skynsamlegur í rekstri:
Eldsneytisnotkun: 4,2 L/100 km í blönduðum akstri.
Spark L kr. 1.990 þús.
Bíll á mynd: Spark LS kr. 2.290 þús.
Chevrol
et er me
st
seldi bíl
linn á
Íslandi í
júlí.
BB
11
.0
8.
20
10
-A
lla
ru
pp
lý
si
ng
ar
er
u
bi
rta
rm
eð
fy
rir
va
ra
um
pr
en
tv
ill
ur
og
m
yn
da
ví
xl
.
Daglegt líf 11
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Fatahönnuðirnir Hildur Björk
Yeoman og Thelma Björk Jónsdóttir
halda nú um helgina námskeið í
hönnun aukahluta á Seyðisfirði.
Fyrr í vikunni opnuðu þær sýningu í
bókabúðinni – verkefnarými hjá
Skaftfelli, miðstöð myndlistar á
Austurlandi.
„Við erum búnar að vera vin-
konur lengi og höfum starfað saman
áður, bæði hér heima og í París. Ég
á hús á Seyðisfirði og er alltaf hér á
sumrin og í ár bauð ég Thelmu með.
Við vinnum á bistró Skaftfells í sum-
ar,“ segir Hildur spurð af hverju hún
og Thelma hafi ákveðið að halda
námskeið og sýningu saman.
„Þetta er aukahlutanámskeið,
við einblínum á höfuðskart og háls-
skart til dæmis hatta, spangir,
spennur, hálsmen, kraga og klúta.
Það hafa margar konur héðan úr
bænum og sveitinni í kring skráð sig
á námskeiðið,“ segir Hildur sem er
kennari við Listaháskóla Íslands.
Hún var einnig með námskeið á ung-
listahátíðinni LungA á Seyðisfirði í
sumar en þetta verður í fyrsta skipti
sem Thelma kemur nálægt nám-
skeiðshaldi að sögn Hildar.
Innblástur og efniviður
„Á námskeiðinu förum við með-
al annars yfir hvernig á að leita sér
að innblæstri, hvernig fólk vinnur á
mismunandi hátt, fjöllum um efnivið
og mismunandi leiðir til að stilla upp
verkum sínum,“ segir Hildur um
uppbyggingu námskeiðsins. Nem-
endur munu framkvæma og klára að
minnsta kosti einn aukahlut á nám-
skeiðinu og verður honum stillt upp
á skemmtilegan og spennandi hátt.
Námskeiðið fer fram í sýningarrými
bókabúðarinnar þar sem sýning
Hildar og Thelmu verður uppi fram í
næstu viku.
„Við erum að sýna okkar hönn-
un og ég er með útstillingu í glugg-
anum. Við erum einnig með búð
meðan á þessu stendur þar sem
hönnun okkar er til sölu,“ segir Hild-
ur að lokum.
Hönnun
Hildur og Thelma Þær hanna báðar fallega aukahluti.
Hildur og Thelma
halda aukahlutanám-
skeið á Seyðisfirði
www.skaftfell.is
Morgunblaðið/Ómar
Með aukahlut Hildur Björk Yeom-
an er með sýningu og námskeið.
Kraftlyftingar eru íþrótt sem
snýst um að lyfta sem mestri
þyngd með því að beita lík-
amlegu afli eingöngu, í þremur
greinum. Greinarnar eru hné-
beygja, bekkpressa og rétt-
stöðulyfta, segir á Wikipedia.
Kraftlyftingar eru eftir sam-
þykki framkvæmdastjórnar
Íþrótta- og ólympíusambands
Íslands (ÍSÍ) og skipan í stjórn
fyrstu kraftlyftinganefndar
Íþrótta- og ólympíusambands
Íslands, hinn 24. mars 2009,
hluti af löglegum íþróttum á Ís-
landi þ.e.a.s. íþróttum sem
grundvallaðar eru á íþróttalög-
um og þjóðréttarlegum samn-
ingum um íþróttamál, m.a. um
lyfjaeftirlitsmál í íþróttum sem
skuldbinda Ísland að þjóðarétti
og gildi hafa að íslenskum
landsrétti.
Kraftlyftinga-
samband Íslands
var stofnað í
apríl 2010.
Eingöngu
líkamlegt afl
KRAFTLYFTINGAR
Lyfingar Auð-
un Jónsson.