Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 13.08.2010, Blaðsíða 17
Fréttir 17INNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2010 snúningsbúnaðinn til að hindra að atburðurinn endurtaki sig. „Annars er alltaf hætta á ferðum í svona tækj- um þegar hár eða treflar flaksast,“ segir Magnús. Eftirlitið ætli því að brýna fyrir forsvarsmönnum Hús- dýragarðsins að þeir verði að vera vel vakandi fyrir áhættunni sem þessu fylgir í tækjunum. Þá sé það einnig á ábyrgð garðsins að sjá til þess að börn og foreldrar hafi vara á sér. annaei@mbl.is Bráðabirgðalagfæringar voru gerð- ar á hringekjunni í Húsdýragarðin- um fyrir tilstilli Vinnueftirlitsins strax eftir að það hafði verið kallað á staðinn í kjölfar þess að sex ára stúlka missti hárið í hringekjunni. Hár stúlkunnar festist í sveif sem er hluti af handsnúningsbúnaði bollans í hringekjunni. Að sögn Magnúsar Guðmundssonar, deildarstjóra hjá Vinnueftirlitinu, þá stendur til að koma varanlegri hlíf fyrir utan um Varanleg hlíf sett utan um sveifina  Breytingar gerðar á hringekju Húsdýragarðsins Morgunblaðið/Eggert Hringekja Hlíf kemur utan um sveif. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Íslendingurinn Gunnar Þór Gunn- arsson, eða Gunnar Víkingur, er bátasmiður og smíðar léttabáta eða snekkjubáta, sem kallast „tenders“, fyrir marga af ríkustu mönnum heims í Ástralíu, þar sem hann býr. Smíðaði hann meðal annars slíka báta fyrir auðmanninn Paul Allen eiganda snekkjunnar Octopus sem liggur nú við Íslandsstrendur. Gunnar er eigandi fyrirtækisins Vikal og stofnaði það árið 1982. Hann er fæddur 1954 í Reykjavík en ólst upp í Neskaupstað. Árið 1969 flutti hann til Ástralíu ásamt tíu manna fjölskyldu sinni og hefur verið búsettur þar síðan. Faðir Gunnars, Gunnar M. Þórarinsson, var einnig bátasmiður og skipaeft- irlitsmaður Austurlands og vann í Dráttarbrautinni þar til ferðinni var heitið til Ástralíu. Hann lærði bátasmíði í Landsmiðjunni í Reykjavík. Þess má til gamans geta að grein um fjölskylduna sem fluttist til Ástralíu birtist í Þjóðviljanum 1969. Aldrei verið meira að gera en nú Gunnar yngri sótti nám í báta- smíði árið 1970 og lauk því 1975. Hann vann með föður sínum fyrstu fjögur árin meðan á náminu stóð. Árið 1982 stofnaði Gunnar fyr- irtækið Vikal og hefur það gengið vel. Í samtali við snekkjublaðið The Yacht Report segir Gunnar að aldr- ei hafi verið eins mikið að gera hjá þeim og núna. Einnig segir hann að síðustu 15 árin hafi fyrirtækið full- nýtt alla starfskrafta. Allir bátar handsmíðaðir Gunnar hefur verið að smíða snekkjubáta eða léttabáta síðustu 18 til 19 árin og hefur m.a. smíðað báta fyrir mörg af stærstu skipum heims og þar af fyrir nokkra rík- ustu menn heims. Bátarnir eru handsmíðaðir og getur tekið rúm- lega ár að smíða þá, enda eru þeir hinir glæsilegustu og því er verkið vandasamt. Bátarnir eru frá um átta metrum að lengd upp í u.þ.b. 12 metra og geta kostað 300-400 milljónir. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er fyrirtækið annað af tveimur fyr- irtækjum í heiminum sem smíða slíka báta. Glæsilegur Hér sést einn af ófáum bátum sem Gunnar Víkingur hefur smíðað. Myndin er af síðu fyrirtækisins www.vikal.com.au. Báturinn er af gerðinni Tender 19 og er 9,5 metrar að lengd og hraðinn fer upp í 35 hnúta. Íslendingur hand- smíðar snekkjubáta  Hefur smíðað fyrir marga af ríkustu mönnum heims Fyrirtæki Gunnars Þórs Gunnarssonar, Vikal, smíðaði léttabát- ana fyrir stórsnekkjuna Octopus sem er í eigu Paul Allen auð- kýfings og hefur haft aðsetur hér við Íslandsstrendur und- anfarið. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru aðeins tveir bátar um borð í snekkjunni eins og er, sökum plássleysis en rýma þurfti fyrir kafbátinn sem er um borð í Octopus. Gunnar hefur smíðað slíka báta fyrir marga af ríkustu mönn- um heims og er fyrirtækið í fullum gangi, enda segir Gunnar í samtali við erlent snekkjublað að aldrei hafi verið eins mikið að gera hjá honum og nú. Gunnar hefur búið í Ástralíu frá árinu 1969 en stofnaði fyrirtæki sitt árið 1982 og hefur verið að smíða báta í ein 19 ár. Smíðaði fyrir Octopus HANDLAGINN GUNNAR Paul Allen hvort maður er að reka stóran veit- ingastað eða lítinn, staðurinn breytir um yfirbragð þegar eigandinn þjón- ar gestunum,“ segir Ólafur. Hann vísar til eigin reynslu frá því hann var einn af helstu veitingamönnum landsins í áratugi, byggði upp og rak stóra veitinga- og skemmtistaði, síð- ast Broadway á Hótel Íslandi. „Við erum samhent og vinnan veit- ir okkur mikla gleði,“ segir Ólafur og bætir því við að það skili árangri þegar fólk vandi sig. Þau eru ánægð með viðtökur gestanna, við aðstöðu og þjónustu. „Ekki hefur farið neinn gestur héðan án þess að gefa okkur bestu einkunn og gestabækurnar í húsunum eru fullar af hástemmdum lýsingum,“ segir Ólafur og Kristín bætir því við að komið hafi fyrir að gestir hafi ekki viljað fara þegar tím- inn var úti. Þau eru með opið alla daga ársins og því fylgir mikil vinna og álag. „Það hverfur öll þreyta við eitt bros frá gestinum,“ segir Kristín. Bjartsýn fyrir veturinn Sumarið er aðalferðamannatíminn en Ólafur ber ekki kvíðboga fyrir vetrinum enda eru Grímsborgir komnar inn í sölukerfi ferðaskrif- stofanna og aðstaðan hefur spurst vel út. Töluvert er komið af pönt- unum fyrir veturinn. Í Grímsborgum verða villibráðarkvöld og jólahlað- borð. Opið verður um jól og áramót og þau eiga von á erlendum gestum í gistingu og mat á aðfangadag og jóladag. „Ég er ekki óvanur því að vinna á jólunum því ég tók oft við matargestum frá hótelunum þegar ég var með veitingarekstur í bænum.“ Allmörg stórafmæli hafa verið haldin í Grímsborgum, til dæmis tvö sextugsafmæli sama daginn. Sumir nýta sér þjónustu veitingastaðarins en aðrir sjá um matinn sjálfir enda eldhús í öllum íbúðunum. Von er á innlendum og erlendum ferðahóp- um, á ráðstefnur og í hvataferðir. Þá reikna þau með að halda áfram samvinnu við stéttarfélög. Félög op- inberra starfsmanna tóku tvö hús á leigu í hálfan annan mánuð síðastlið- inn vetur og má segja að slegist hafi verið um þau. Veitingar Dagurinn byrjar greinilega vel á veitingastaðnum. „Fólk hefur gaman af því að grúska í þessu og tína eitthvað út,“ segir Ólaf- ur. Í veitingahúsinu Grímsborgum eru tvær litlar fataverslanir og þar kennir ýmissa grasa. Ólafur rak verslun í Smáralind. Ekki var efnt til útsölu þegar rekstr- inum var hætt heldur var öllum vör- unum pakkað niður og þær notaðar þegar pláss skapaðist í veitingahús- inu. Gestir eiga sjálfsagt frekar von á að sjá lopapeysur en fatnað með tískumerkjum á ferðamannastað. Kristín og Ólafur útiloka ekki að breyta búðunum í minjagripaverslun þegar búið verður að selja lagerinn en segja ekkert ákveðið með það. Tískubúðir í sveitinni www.grimsborgir.com

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.