Morgunblaðið - 13.08.2010, Side 37

Morgunblaðið - 13.08.2010, Side 37
Menning 37FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. ÁGÚST 2010 –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Þann 27. ágúst kemur út glæsilegt sérblað um Heilsu og lífsstíl sem mun fylgjaMorgunblaðinu þann dag. Í blaðinu verður kynnt fullt af þeimmöguleikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á heilsuátak og bættan lífstíl haustið 2010. MEÐAL EFNIS: Ný og spennandi námskeið í heilsuræktarstöðvum Hreyfing og líkamsrækt Hvað þarf að hafa í ræktina Andleg vellíðan Afslöppun Dekur Svefn og þreyta Mataræði Skaðsemi reykinga Hollir safar Fljótlegar og hollar uppskriftir Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi efni Heil sa o g líf sstí ll NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Heilsa og lífsstíll PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 23. ágúst. Söngvarinn George Michael hefur verið ákærður fyrir vörslu kannabis og að vera ófær um að aka eftir að hafa keyrt bílnum sínum inn í ljós- myndarabúð í síðasta mánuði. Stjarnan var leyst út gegn trygg- ingu og hefur verið gert að mæta fyrir dómara í Lundúnum 24. ágúst næstkomandi. „Georgios Panayiotou frá High- gate, N6, hefur verið leystur út gegn tryggingu í dag. Hann var ákærður fyrir vörslu kannabisefna og að aka undir áhrifum drykkjar eða vímu- efna,“ segir í tilkynningu lögregl- unnar sem kom heimspressunni í opna skjöldu. Skakkur George Michael keyrði á. George Michael handtekinn Nýja plata Kanye West kann að hafa að geyma samstarf við hljómsveitina Bon Iver, sem söngvarinn Justin Vernon leiðir en hann hefur líka nýlega látið frá sér nýtt lag með Beyoncé. Rapparinn lét víst nýlega fljúga með Justin Vernon til sín í Hawaii-stúdíóið þar sem hann vinnur plötuna og svo virðist vera sem Kanye hafi látið í ljós vilja sinn þess efnis að nota þekkt Bon Iver- lag sem aðal-sampl í lagi. Breiðskífan á að vera nefnd Go- od Ass Job á að koma út 16. nóv- ember næstkomandi í Banda- ríkjunum en kemur út daginn áður í Bretlandi. Rapparinn hefur vísað í Trent Reznor og Thom Yorke úr Radioheads sem áhrifavalda plötunnar. Þeir sem bíða sem spenntastir eftir plötunni geta kannski látið sér nægja í bili að sökkva tönnunum í nýja lagið hans með Beyoncé „See Me Now“ sem hefur verið sleppt á netheima. Af nýrri plötu Kanye West Árni Matthíasson arnim@mbl.is Píanóleikarinn Don Randi hefur leikið með mörgum helstu tónlist- armönnum Bandaríkjanna, þar á meðal þeim Sinatra-feðginum Frank og Nancy. Hann rekur einnig þekkt- an tónlistarklúbb í Hollywood, The Baked Potato, og þangað bauð hann Geir Ólafssyni að koma og syngja í mars sl. Það lukkaðist svo vel að Randi vildi endilega gera plötu með Geir og síðan atvikaðist svo að Randi er kominn hingað til lands með hljómsveit sína og leikur á tvennum tónleikum á Jazzhátíð Reykjavíkur. Með Randi í Quest leika trommu- leikarinn Tom Brechtlein, sem hefur meðal annars unnið með Wayne Shorter og Chick Corea, gítarleik- arinn John DePatie, bassaleikarinn Chris Roye og Chuck Campers á saxófón. Fyrri tónleikarnir verða sann- kallaðir stórtónleikar því þá munu Don Randi og Quest leika með söngvurunum Geir Ólafssyni, Agli Ólafssyni, Ragnari Bjarnasyni, Eddu Borg og Birgi Gunnarssyni, en Birgir hefur verið búsettur vestan hafs í áratugi. Kristján Jóhansson verður sér- stakur heið- Spilað með stjörnunum Morgunblaðið/Ernir Don Randi og Quest Randi, Tom Brechtlein, John DePatie, Chris Roye og Chuck Campers. ursgestur. Einnig munu Don Randi og félagar falla inn í sannkallaða stórsveitarsveiflu, því mynduð verð- ur tuttugu og fimma stórsveit fyrir tónleikana. Seinni tónleikar þeirra Quest-félaga verða öllu settlegri, en þá leikur kvintettinn á tónleikum í Kaffi Rósenberg í næstu viku. Gaman að spila með Geir Don Randi segir að þeir félagar séu aðallega að spila sér til gamans, enda sé ekkert vit í að vera í hljóm- sveit nema það sé skemmtilegt að spila. „Við vinnum sem hljómsveit og höfum gaman af að vera saman, annars myndum við kála hver öðr- um,“ segir Randi og félagar hans í sveitinni skella uppúr. „Fé- lagsskapurinn er góður, það er gam- an að spila og tónlistin er stórkost- leg þegar við náum vel saman.“ Randi segir að sveitin hafi starfað saman í um áratug, en mannskap- urinn sé ekki alltaf sá sami enda hafa menn mikið að gera í öðrum verkefnum. „Það var gaman að spila með Geir á The Baked Potato og gek mjög vel. Það var líkara kabar- ettstemmningu en stórsveitartón- leikum, enda lögum við okkur að mannskapnum sem við höfum. Við renndum blint í sjóinn með Geir, það var ómögulegt að sjá fyrir hvort bandarískir áheyrendur kynnu að meta hann en þeir voru stórhrifnir, sem eru bestu meðmæli sem hægt er að fá.“ Eins og Randi lýsir lífinu í Quest þá vinna þeir hlutina í samein- ingu og þó Don Randi sé leiðtoginn, þá segjast félaga hans ekki muna til þess að hann hafi sagt þeim fyrir verkum; „hann gefur okkur tóninn og svo er undir okkur komið að gera það sem þarf,“ seg- ir Tom Brechtlein. „Það er aðal djassins að menn hafa frelsi og ef menn eru frumlegir eins og Tom, þá kemur þetta af sjálfu sér.“ Don Randi lagði Geir líð við síð- ustu breiðskífu hans, sá um undir- leikinn á plötunni, og ein af ástæðum heimsóknar hans hingað til lands að þessu sinni er að nú er í smíðum önnur breiðskífa sem Randi hyggst taka upp með Geir. „Við erum að velja lög og pæla í útsetningum,“ segir Randi. „Mér finnst að Geir ætti að taka fyrir gamla smelli sem ekki hafa verið teknir aftur, lög sem Sinatra og Dean Martin sungu á toppinn en fáir hafa sungið síðan og við erum að velta þannig lögum fyrir okkur núna.“ Hressir saman Geir Ólafsson í góðum félagsskap á The Baked Potato í Hollywood.  Don Randi hefur spilað með stjörnunum vestan hafs í áratugi. Nú er hann staddur hér á landi og kemur fram á stórtónleikum á djasshátíð á sunnudag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.