Morgunblaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 10
Heimur minn getur um-turnast með einu flauti.Dómaraflauti. Ég er aðtala um fótbolta.
Eina stundina brosi ég breitt og
allt virðist ganga í haginn. Þá
næstu stend ég öskrandi í móð-
ursýkiskasti. Ég læt nokkur óvar-
lega valin orð flakka í garð stutt-
buxnaklædds manns. Sá er
einfaldlega að reyna að vinna
vinnuna sína.
Hvað hefur breyst? Flautan var
þanin og hönd stuttbuxnamanns-
ins flaug í vitlausa átt, í áttina til
liðs míns. Aðeins þetta tvennt
sneri heiminum á hvolf – að
minnsta kosti um stundarsakir.
Milljón spurningar brenna á
mínum vörum. Hvernig getur
hann verið svona heimskur, blind-
ur og ósanngjarn? Hefur hann
eitthvað á móti liðinu mínu? Eru
annarlegir hagsmunir í húfi? Á
hann heima rétt hjá Kapla-
krika og ætli hann eigi
börn sem leika knatt-
spyrnu fyrir yngri flokka
Fimleikafélagsins? Þessu
mun hann aldrei svara.
Hann bara flautar,
þaggar niður í tuðandi
leikmönnum og lætur
leikinn halda áfram.
Dómarinn flautar á
nýjan leik. Í hvora
áttina bendir hann?
Hann bendir á
hitt liðið. Eins
gott. Ég er
samt ekki
reiðubúinn
að fyr-
irgefa
manninum
fyrir mis-
tökin mín-
útu fyrr. Þeim
mun ég aldrei
gleyma.
Ég held með KR,
sem ef til vill skýr-
ir ýmislegt í þess-
um texta. Það vill
nefnilega þannig
til að einhvern tímann í fyrndinni
ákváðu allir dómarar á Íslandi að
vera vondir við KR-inga. Heim-
ildum ber ekki saman um hvernig
stendur á þessu. Líklegast er talið
að um sé að ræða samráð annarra
liða. Svona eins og þegar vondu og
ljótu stelpurnar reyna að skemma
fyrir góðu og sætu stelpunni, af-
skræma útlit hennar og gera hana
óaðlaðandi fyrir drengjunum sem
þær allar þurfa að keppa um. Ná-
kvæmlega þannig.
Það er auðvitað engin tilviljun
að Kristinn Jakobsson, besti dóm-
ari landsins um
árabil, er KR-
ingur.
Leiknum er
lokið og við höf-
um tapað. Í
þetta sinn er
það ég sem
bendi. Ég
vísa hend-
inni á
dóm-
arann.
Hann
hefur
gerst
sekur
um sví-
virðilega tækl-
ingu sem hæfði
mig og alla aðra
KR-inga, beint í
hjartastað.
Gísli Baldur Gísla-
son | gislibald-
ur@mbl.is
»Það vill nefnilegaþannig til að ein-
hvern tímann í fyrnd-
inni ákváðu allir dóm-
arar á Íslandi að
vera vondir
við KR-
inga.
HeimurGísla Baldurs
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 2010
10 Daglegt líf
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
ylfa@mbl.is
Tískan er margbreytileg ogmeðal unglinga er hún oftófyrirsjáanleg. Einn daginneru allir í víðum náttbuxum
og íþróttapeysum en þann næsta eru
þröng föt aðalmálið. Ljóst er þó að
margir vilja sýna að þeir séu með á
nótunum þegar skólarnir hefjast og
þeir hitta félaga sem þeir hafa jafnvel
ekki séð í allt sumar.
Daglega lífið ákvað að forvitnast
um tískustraumana meðal nemenda í
8.-10. bekk og leitaði því til þriggja
grunnskólanema, Margrétar Helgu
Pálsdóttur, Magnúsar Bjarka Guð-
mundssonar og Höllu Hauksdóttur.
Farið var með þau í Kringluna þar
sem þau völdu sér föt sem best lýsa
þeirra stíl og þeim tískustraumum
sem verða í grunnskólunum í vetur.
Ungar stelpur orðnar mjög
meðvitaðar um tískuna
En hvað verður í tísku í haust?
„Það sem þessir krakkar eru aðallega
að taka, sérstaklega nú á haustin, eru
gallabuxurnar. Háar gallabuxur eru
sérstaklega vinsælar,“ segir Anna
Ragnarsdóttir, verslunarstjóri Top-
shop í Smáralind. „Stelpur eru orðn-
ar svo meðvitaðar um hvað er að ger-
ast. Allar þessar tískusíður gera það
að verkum að stelpurnar eru orðnar
mjög inni í því sem er að gerast í tísk-
unni. Svo eru gallastuttbuxur mjög
vinsælar og eru stelpurnar þá í legg-
ings innan undir. Það eru þó aðallega
stelpurnar sem eru í 10. bekk sem
eru í þeim. Stelpur í 8.-10. bekk
kaupa líka mikið af gollum en það eru
frekar þessari eldri sem kaupa þykku
peysurnar. Svo kaupa þær mikið af
„mótíf“-bolum með prentuðum
myndum á og stuttum toppum sem
eru eiginlega magabolir en þær eru í
hlýrabolum innanundir. Bolirnir geta
verið þröngir eða víðir, einlitir eða
munstraðir og stutterma eða kvar-
terma.“
Að sögn Önnu verða galla-
skyrtur og leggingsbuxur áfram vin-
sælar en einnig verður mikið um
dýramynstur í haust. „Mynstur hafa
verið vinsæl og verða áfram. Í haust
kemur rauði liturinn sterkt inn og
líka kamel-litur og kakí-grænn. Það
er að koma mikið af mynstruðum
leggings en svo eru mynstraðar
sokkabuxur að koma sterkt inn, með
alls konar línum og mynstrum.“
Köflótt og blátt
Að sögn Björns Ólafs, eiganda
Brims, verður köflótt áfram vinsælt
en að auki komi blái liturinn sterkt
inn, bæði hjá stelpum og strákum.
Stærstu merkin hjá Brimi eru Billa-
bong og Element. „Allt „basic“ er í
mjög björtum og skemmtilegum lit-
um,“ segir hann og það á ekki síður
við um skó en föt. „Krakkarnir kaupa
mikið af litum í skónum, vilja hafa
mikla og bjarta liti í þeim og mikil
læti á meðan fullorðna fólkið vill
svarta litinn.“ Skórnir sem fást í
Brimi eru ekki hefðbundnir striga-
skór heldur brettaskór og þar eru
svonefndir mid-skór vinsælastir sem
eru ekki alveg háir en þó ekki lágir
heldur.
Litríkt haust
Sara Kristín Sigurkarlsdóttir,
verslunarstjóri Blend í Kringlunni,
segir að haustið verði litríkara en oft
áður. „Blár og grænn koma sterkt
inn í haust. Svo er fjólublátt ívaf sem
heldur áfram sem var mjög vinsælt
um jólin og það heldur aðeins áfram
nema aðeins dýpri fjólublár núna,“
segir hún. Hún segir sniðin í karla-
deildinni líka öðruvísi. „Þrengri snið
um kálfana koma inn núna og síðara
klof en hefur verið áður. Það er samt
ekki alveg þessi „dissara“-fílingur
heldur meira að hafa þær lausari að
ofan og þrengri að neðanverðu.“ Hún
segir kakíbuxur einnig vinsælar og
seljist slíkar buxur mjög vel hjá þeim.
Í kvenmannsfötum eru sniðin
víðari en áður. „Það eru svolítið þessi
„loose“-snið sem koma sterkt inn
núna. Mikið af pilsum og meira af
blúndum og pallíettum sem eru þó
ekki allsráðandi heldur er frekar lítið
á flíkinni. Kjólar í A-sniði koma
sterkir inn og margir eru mjög hrifn-
ir af því.“
Mörgum grunnskólakrökkum, sem snúa senn aftur í skólana, er ekki síður mik-
ilvægt að fá ný föt fyrir haustið en nýjar bækur og skriffæri. Sérfræðingar voru
spurðir um tískuna og þrír grunnskólanemar völdu fötin sem þeim þykja flottust.
Gallaefni, stuttir bolir
Áttu erfitt með að ákveða hverju þú
ætlar að klæðast að morgni? Til að fá
smá innblástur er tilvalið að fara inn
á vefsíðuna Whowhatwear.com og sjá
hverju fræga fólkið og fyrirsæturnar
klæðast.
Það er svolítið kraðak á síðunni
sem er lifandi og litrík. Á forsíðunni
eru tískufærslurnar, þar koma
myndasyrpur af því sem er tísku,
klæðaburður hjá fyrirsætum í hvers-
dagslífinu er skoðaður og ráðlegg-
ingar um hvernig á að klæðast
ákveðnum stíl birtast reglulega, t.d.
er nýleg færsla um hvernig á að
klæðast síðum „maxi“-kjólum svo vel
sé. Stúlka mánaðarins er líka tekin
fyrir og hennar klæðaburður skoð-
aður auk margs fleira.
Það góða við Whowhatwear.com er
víðsýnið, þar ættu allir að geta fund-
ið eitthvað við sitt hæfi. Síðuhaldarar
benda líka á föt, fylgihluti og snyrti-
vörur sem hinn almenni borgari getur
nálgast og haft efni á.
Vefsíðan www.whowhatwear.com
Fatastíll Jessica Alba er tekin fyrir.
Lifandi og litrík tískusíða
Þeir sem eru að byrja í skóla, svo við
tölum nú ekki um í nýjum skóla, eiga
eflaust eftir að kynnast fullt af nýju
fólki næstu daga. Það er ekkert að
græða á því að vera feiminn og laum-
ast með veggjum, talið við bekkjar-
félagana, bjóðið góðan daginn, sýnið
manngæsku og verið lifandi og
áhugasöm um umhverfi ykkar.
Það er aldrei að vita nema mann-
eskjan á næsta borði verði besti vin-
ur þinn, þú veist það ekki nema yrða
á hana. Eða eins og R.L. Stevenson
sagði: Vinur er gjöf sem þú gefur
sjálfum þér.
Endilega …
Vináttan Gott er að eiga góða vini.
… verið vinir
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
Mikið úrval
af íþróttafötum
fyrir krakka
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
49
39
3
02
/1
0
SKÓLAHREYSTI