Morgunblaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 32
32 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 2010  Nítjánda Grapevine Grassroots- kvöldið verður haldið hátíðlegt föstudaginn 20. ágúst með tón- leikum og myndlistarsýningu. Fram koma eftirfarandi: Dj. flug- vél og geimskip, Ibbagoggur, Me- gatrónik og Corvus. Búast má við geigvænlegu stuði. Músík og myndlist á Grasrót Grapevine Fólk Fyrri stuttu var frumsýndur á Youtube nýr ís- lenskur grínþáttur sem heitir Dead Drunk but Trying. Eins og nafnið kannski gefur til kynna gengur þátturinn út á það að keppendur leysa það sem eiga að vera auðveldar þrautir og verk- efni eftir að hafa innbyrt fyrirfram ákveðið magn af áfengi og sér Bandaríkamaðurinn Brian um að lýsa herlegheitunum fyrir áhorfendum. Magnús Ingi Sveinbjörnsson kynnir og einn af mönnunum á bakvið Dead Drunk but Trying segir að stuttu eftir að þátturinn birtist hefði er- lend sjónvarpsstöð falast eftir að nota efni úr þættinum. Hann geti þó ekki gefið upp hvaða stöð það væri fyrr en búið væri að sýna þáttinn. „Þeir vildu nota brot úr Dead Drunk but Trying í þátt sem sýnir allt það fyndnasta sem er í gangi á netinu.“ Í fyrsta þætti af Dead Drunk but Trying eigast við tveir keppendur, sem reyna setja sam- an kommóðu á einni klukkustund eftir að hafa drukkið sex bjóra og pela af vodka og eru til- raunir þeirra til þess ansi skrautlegar. „Þetta byrjaði þannig að Haukur, einn af þátt- takendunum í fyrsta þættinum, var með tvær Ikea-hillur sem hann var byrjaður að setja sam- an en við stoppuðum hann því okkur langaði að gera eitthvað fyndið með þær og þannig kvikn- aði þessi hugmynd,“ segir Magnús. Upptökur á næsta þætti fari fram um helgina og í næstu viku verði teknir upp tveir aðrir þættir. Magnús segir að nýr þáttur verði frumsýndur hálfsmánaðar- lega á laugardagskvöldum á Youtube. matthiasarni@mbl.is Blindfullir en böðlast þó áfram Kommóðan Verkefnið í fyrsta þættinum.  Það er óhætt að segja að te- stósterónfnykurinn hafi fyllt öll vit í bíósölum borgarinnar er hin óvið- jafnanlega The Expendables var frumsýnd í fyrradag. Útsendari menningardeildar var staddur í Laugarásbíói og ætla má að 95% áhorfenda hafi verið af karlkyni. Myndin gaf enda vel í hasarnum en sérstök hróp og köll fékk Dolph gamli Lundgren sem fór á miklum kostum sem hinn skandinavíski Gunnar eða „Gönner“ eins og Sly og félagar kölluðu hann. Slógu hjörtu Íslendinganna rækilega í takt með þessum frænda okkar. „Gönner“ fór á kostum í Hinum fórnanlegu!  Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar halda tónleika í Hveragerði í kvöld, svona fyrir þá sem vilja gægjast út fyrir höfuð- borgarsteina áður en Menningar- nótt brestur á. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og hinn kersknislega titl- aði „Robert the Roommate“ sér um að hita mannskapinn upp. Jónas Sigurðsson og félagar í Hveragerði Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Söngkonan Stína August kemur fram með hljómsveit sinni Nistu á Nasa í kvöld en tekur auk þess lagið með Jóhanni G. Jóhannssyni og Jasstríói Bjössa Thor. Þá verður einnig boðið upp á „jam session“ eða spunastund í lauslegri þýðingu und- irritaðs, en á slíkri uppákomu mega djassleikarar stíga á svið og „djamma“ eins og þá lystir, leika af fingrum fram. Stína er menntuð djasssöngkona en þenur þó radd- böndin við aðrar tónlistartegundir einnig. Hljómsveitina Nistu skipa eiginmaður Stínu, Tómas Gunn- arsson gítarleikari, Phil Coulombe trommuleikari og Jerome Payette bassaleikari. „Þetta er hálfkanadísk, hálf- íslensk rokkpopp, svolítið elektró hljómsveit,“ segir Stína þegar hún er beðin um að lýsa hljómsveitinni Nistu. „Við erum samt öll djass- menntuð,“ bætir hún við. Stína segir býsna erfitt að lýsa tónlist sveit- arinnar, í henni sé snertur af rokki frá 8. áratugnum og elektrópoppi og hún syngi bæði á íslensku og ensku. Hljómsveitin flytur aðeins frum- samið efni en hún var stofnuð fyrir um tveimur árum í Kanada. Auk þess að vera í Nistu er Stína í elektródúóinu AXE. Fernir tónleikar í viðbót Það er fleira framundan um helgina hjá Stínu því hún kemur einnig fram á Menningarnótt á morgun sem gestasöngvari með Guitar Islancio kl. 15.45 að Vest- urgötu 18 og Nista leikur svo í port- inu á bakvið verslunina Nikita á Laugavegi kl. 17. Þá tekur hún lagið með Birni Thoroddsen og Guðmundi Steingrímssyni trommuleikara í Pennanum í Austurstræti kl. 21 og á mánudaginn heldur hún djass- tónleika kl. 22 í Venue. Uppstrílaður, allra handa djassspuni á Nasa í kvöld Kósí Nista hin kanadísk-íslenska á góðri stund í ónefndu baðherbergi. Nista treður upp á Nasa í kvöld og í Nikita-portinu á morgun. Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Ljósmyndarinn og grafíski hönn- uðurinn Jóhann Kjartansson, eða Jói eins og hann er oftast kallaður, gefur út ljósmyndabók sína Jói de Vivre á Menningarnótt. Bókin sam- anstendur af fimm hundruð mynd- um úr einkasafni Jóa og gerir hún lífi hans síðustu fimm árin góð skil. Kominn tími til „Ég á svo mikið af myndum sem ég hef ekki sýnt neinum þannig að mér fannst vera kominn góður tími til að gera þetta upp,“ segir Jói sem hefur verið með myndavélina á lofti frá unga aldri. „Ég var lengi vel manískur á digital-vél en skipti yfir í filmu. Þetta var rökrétt framhald því maður vandar sig meira þegar maður tekur á filmur. Ég tek á um 30 filmur á mánuði. Þetta er algjör vitleysa peningalega séð en ég er búinn að sitja á þessu eins og orm- ur á gulli.“ Að sögn Jóa eru myndirnar í ljós- myndabókinni fjölbreyttar enda hefur hann komið víða við á síðustu fimm árum. „Þær eru í rauninni af öllu; landslagi, borgarlandslagi, fólki, fólki að skemmta sér og svo mætti lengi telja.“ Myndavélin ávallt með í för -Hefurðu ferðast eitthvað um Ís- land til að taka myndir? „Já, en ég hef samt ekki farið gagngert í einhvern ljósmyndaleið- angur. Myndavélin fylgir mér, frek- ar en að ég fylgi henni. Ef ég fór til útlanda þá tók ég líka myndir þann- ig að það kemur inn á milli. Ég fór til dæmis tvisvar til New York í þrjá mánuði í senn og tók myndir þar.“ -Eru þá textar undir hverri mynd sem útskýra nánar hvað þú varst að gera á hverjum tíma? „Nei, þetta er í raun krónólóg- ískt. Ég tek bara fram hvar mynd- irnar eru teknar. Huldar Breiðfjörð rithöfundur skrifaði svo innganginn. Hann hefur skrifað inngang að sýn- ingu sem ég hélt árið 2007 svo hann þekkir inn á minn stíl.“ Opinberun Jóhannesar -Er ekki svolítið skrýtið að op- inbera líf sitt svona fyrir almenn- ingi? „Jú, þetta er verður smá opinber- un Jóhannesar,“ segir Jói og hlær. -Nú hljóta vinir þínir og ætt- ingjar að prýða allnokkrar myndir, hvernig taka þeir þessu? „Ég prufukeyrði þetta þegar ég hélt ljós- myndasýninguna Gleði- bankinn í Kolaportinu rétt eftir bankahrunið. Þar var ég með um 100 hressar myndir af fólki og enginn kvartaði yfir því. Það var rosalega góð prufu- keyrsla. Þetta er ágætlega sak- laust. Ég reyni að velja myndir af fólki sem ég er nokkuð viss um að það verði ánægt með.“ Einnar nætur gaman Jói ætlar svo sannarlega að gefa ljósmyndabók sína út með pompi og prakt en í tilefni útgáfunnar mun hann halda ljósmyndasýningu í versluninni KronKron á morgun kl. 16. „Ég er búinn að prenta út allar myndirnar í bókinni og þek einn vegg með þeim. Svo ætla ég að vera með tvo skjávarpa þannig að fólk geti séð þær stærri. Bókin er þó að- alatriðið, sýningin er eiginlega bara einnar nætur gaman,“ segir Jói og hlær við. Um kvöldið kl. 20 verður svo haldið veglegt útgáfuhóf og þangað eru allir velkomnir að sögn Jóa. Þar verður stuðinu haldið gangandi með plötusnúðum og öðrum veglegum tónlistaratriðum. Myndavélin fylgir Jóa Kjartans  Gefur út ljósmyndabók  Klárar 30 filmur á mánuði  Sýning í KronKron Aaaaaaa Jói Kjartans tekur ekki einungis myndir af vinum og ættingjum. Á heimasíðu Jóa Kjartans gefur ljósmyndarinn fólki örlítinn for- smekk af ljósmyndabókinni Jói de Vivre og ljósmyndasýning- unni sem haldin verður á Menn- ingarnótt. Þar er að finna fjöldann allan af myndum frá hinum og þess- um stöðum, af hinu og þessu fólki og dýrum sem eru að gera hina og þessa hluti. Blaðamaður gleymdi auðveldlega stað og stund er hann renndi yfir myndaalbúmin sem kölluðu fram þó- nokkur bros. Jói á netinu JOI.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.