Morgunblaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 20.08.2010, Blaðsíða 40
FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 232. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Gagnrýnir DNA-rannsókn 2. Andlát: Guðrún Vilmundardóttir 3. Draumamark frá Ondo 4. Manninum sleppt úr haldi »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Í bókinni Jói de Vivre er að finna fimm hundruð ljósmyndir sem ljós- myndarinn og grafíski hönnuðurinn Jóhann Kjartansson hefur tekið und- anfarin fimm ár. Útgáfu bókarinnar verður fagnað annað kvöld. »32 Búinn að prenta allar 500 myndirnar  Sýning myndlistar- konunnar Elínar Hansdóttur sem stendur yfir í i8 Gallery var á dögunum valin ein af fimm bestu listsýn- ingum í heim- inum af listavefsíðunni Art- info.com. Síðasti sýningardagur er á morg- un, á Menningarnótt. Ein af bestu listsýn- ingum í heiminum  Tónlistarmaðurinn Valgeir Guð- jónsson opnar sína fyrstu myndlist- arsýningu í Slippsalnum á morgun kl. 13. Á vormánuðum 2010 tók skapandi atferli Valgeirs á sig nýja mynd sem braust fram í eld- móði gagnvart formi og litum og verða átta myndverk af- hjúpuð til skoðunar á sýningunni. Sýningin Aðrir tónar opnuð í Slippsalnum Á laugardag Norðan 5-13 m/s og rigning á norðanverðu landinu, en annars bjartviðri. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast sunnanlands. Á sunnudag Norðan 8-15 m/s og skýjað að mestu en þurrt sunnanlands, en annars staðar rigning og talsverð úrkoma á Norðausturlandi. Hiti breytist lítið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Almennt bjart á SV-landi, en annars skýjað að mestu og dálítil væta með köflum. Hiti 9 til 18 stig, hlýjast SV-lands. VEÐUR KR-ingar eru farnir að nálg- ast efstu lið úrvalsdeild- arinnar í knattspyrnu eftir fjórða sigurleikinn í röð. Þeir lögðu Framara að velli, 2:1, í Vesturbænum í gær- kvöld þar sem Kjartan Henry Finnbogason skoraði sigurmarkið á síðustu mín- útu leiksins. Framarar hafa ekki fengið stig á KR- vellinum frá árinu 2000 og eru að dragast niður í fall- baráttu deildarinnar. »2-3 KR-ingar nálgast enn efstu liðin Hannes Jón Jónsson hefur verið skip- aður fyrirliði þýska handknattleiks- liðsins Hannover-Burgdorf fyrir kom- andi keppnistímabil en lið hans leikur í efstu deild í Þýskalandi. Margir ís- lenskir leikmenn hafa verið fyrirliðar liða sinna síðustu árin og Hannes hefur nú bæst í þann hóp. »1 Hannes Jón skipaður fyrirliði Burgdorf Íslands- og bikarmeistarar FH töpuðu dýrmætum stigum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn þegar þeir sóttu Grindvíkinga heim í gærkvöld. FH gat saxað talsvert á forskot ÍBV og Breiðabliks en það voru Grindvík- ingar sem sigruðu, 3:1, og komust þar með hjá því að lenda í fallsæti deildarinnar. Gilles Ondo skoraði tvö marka Suðurnesjaliðsins. »3 Grindavík setti strik í reikning FH-inga ÍÞRÓTTIR Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is „Flug þetta er hið frækilegasta og flugmönnunum og Flugfélaginu til sóma,“ sagði í Morgunblaðinu eftir að Catalina, flugbátur Flugfélags Íslands, flaug fyrsta flug Íslend- inga með farþega til Norðurlanda hinn 21. ágúst 1945. Á morgun eru því sextíu og fimm ár frá þessum merku tímamótum í íslenskri flug- sögu. Magnús Guðmundsson flug- maður flaug vélinni en hann er í dag 94 ára gamall. Við komu sína til landsins árið 1945 sagði hann í samtali við Morgunblaðið: „Öllum leið vel á ferðinni. Greinar og við- töl um þetta flug okkar Íslendinga birtust í flestum eða öllum Kaup- mannahafnarblöðunum.“ Þá greindi Morgunblaðið einnig frá því að flugmennirnir hefðu farið á skemmtistaðinn Tivoli í Kaup- mannahöfn. Sextíu og fimm árum síðar Í gærkvöld hitti blaðamður Morgunblaðsins Magnús á Reykja- víkurflugvelli sextíu og fimm árum síðar og hafði hann engu gleymt. „Ég flaug tvær fyrstu ferðirnar á Catalinu á milli Kaupmannahafnar og Reykjavíkur. Þá flugum við frá Reykjavík til Prestwick í Skotlandi og þaðan til Kaupmannahafnar,“ segir Magnús sem er einn af brautryðjendum í íslenskri flug- sögu. Magnús hlaut atvinnuflugmanns- réttindi í Kanada 2. júlí 1943. Í flugdagbók hans eru skráðir 24.487 flugtímar. Þá hefur Magnús flogið þrjátíu og sjö mismunandi flug- vélagerðum á atvinnuferli sínum og starfað hjá fimm flugfélögum. Á heimavelli Þegar Magnús og blaðamaður sátu að spjalli á Reykjavíkur- flugvelli lenti DC-3 flugvélin Páll Sveinsson, sem margir þekkja sem Landgræðsluvélina, og ók í hlað. Magnús flaug þeirri vél í áratugi og átti ekki í nokkrum erfiðleikum með að klifra upp háan og lóð- réttan stálstigann þegar flugmenn vélarinnar buðu honum um borð í gærkvöld. Þegar Magnús settist í flugstjórasætið var augljóst að hann var á heimavelli enda teljast skráðir flugtímar hans tæp þrjú ár samfleytt. Magnús lét af störfum sem at- vinnuflugmaður vegna reglna sem kváðu á um hámarksaldur. „Ég hætti að fljúga sextíu og þriggja ára. Það var framlengt rétt eftir að ég hætti upp í sextíu og fimm ára.“ Aðspurður hvort hann finni fyrir elli, sjóndepurð eða heyrnarmissi svarar hann um hæl: „Nei, ekki enn,“ og kímir. Frækilegt flug öllum til sóma 65 ár frá fyrsta farþegafluginu frá Íslandi til útlanda Morgunblaðið/Jakob Fannar Flugstjórinn Magnús Guðmundsson við stýrið. Hann flaug fyrsta farþegaflug Íslendinga til útlanda hinn 21. ágúst 1945. Þá var hann einnig flugstjóri Geysis sem brotlenti á Bárðarbungu á Vatnajökli hinn 14. september árið 1950. Magnús Guðmundsson var flug- stjóri á Geysi, DC-4 Skymaster- flugvél, í hinni afdrifaríku ferð hinn 14. september 1950 þegar flug- vélin brotlenti á Bárðarbungu á Vatnajökli. „Við vorum að fljúga frá Lúx- emborg til Íslands. Það var mikil lægð sem við ætluðum að reyna að komast framhjá. Við héldum að við værum að nálgast Vestmannaeyjar þegar vélin skall í jörðina. Síðar kom í ljós að við vorum langt fyrir austan en ekki við Vestmanna- eyjar,“ segir Magnús sem kveður rannsókn- arnefnd ekki hafa rannsakað slysið á réttan hátt. „Þeir sögðu orsök slyssins vera að við í áhöfninni hefð- um ekki hvílt okkur nógu vel, við værum allir of þreyttir. En ég veit vel að það var veðrið sem olli slysinu.“ Veðrið olli flugslysinu GEYSIR BROTLENTI Á BÁRÐARBUNGU ÁRIÐ 1950 Magnús Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.