Morgunblaðið - 26.08.2010, Síða 1
F I M M T U D A G U R 2 6. Á G Ú S T 2 0 1 0
Stofnað 1913 198. tölublað 98. árgangur
–– Meira fyrir lesendur
fylgir
með
Morgu
nblaði
nu í da
g
NÝ VARA BEINT
FRÁ BÓNDA Í
HVERAGERÐI
DIETER LASER
Í HLUTVERKI
ILLMENNIS
SALAN Á
VESTIA
EKKI VERRA EN FITUSOG 32VIÐSKIPTABLAÐGRÆNMETI OG FLEIRA 11
Fréttaskýring eftir
Einar Örn Gíslason
Morgunblaðið/Ernir
Veður Mjög heitt hefur verið í sumar og
fólk hefur getað gengið léttklætt úti.
Sala á heitu vatni frá Orkuveitu
Reykjavíkur er um 6% minni í sum-
ar en í fyrrasumar. Það sem af er
árinu er salan 2,6% minni en í fyrra.
Minni notkun á heitu vatni þýðir
tekjusamdrátt hjá Orkuveitunni.
Heildartekjur Orkuveitunnar af
sölu á heitu vatni námu 6 millj-
örðum í fyrra og ef reiknað er með
2,6% minni notkun á heitu vatni yfir
árið þá minnka tekjur fyrirtækisins
um 150 milljónir.
Ástæðan fyrir minni notkun á
heitu vatni er að mjög heitt hefur
verið í sumar. Svokallaður jafngild-
ishiti var 12,6 gráður í júní en 10,1
gráða í júní í fyrra. Í júlí var hitinn
13,8 gráður en 12,8 gráður í júlí í
fyrra. egol@mbl.is
Minni sala á heitu
vatni vegna góðs
veðurs í sumar
„Ég skildi það þannig á flokksráðsfund-
inum þar sem stjórnarsáttmálinn var
samþykktur og þetta mál kom upp, og
ég hef nú trú á því að flestir þarna hafi
gert það, að það væri bara verið að at-
huga hvað væri í boði og það yrði síðan
borið undir þjóðina og eftir að það hefði
verið gert yrði þetta ferli hafið,“ segir
Arnar Sigurbjörnsson, formaður svæðisfélags
Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs á Suð-
urnesjum, um aðlögunarferlið að Evrópusamband-
inu. Ólga er í grasrót VG vegna nýrra upp-
lýsinga um aðildarviðræðurnar.
„En ef staðan er sú að raunverulega sé
byrjað á þessu ferli hljótum við að setjast
niður og endurskoða afstöðu okkar,“ sagði
Arnar og sagðist treysta formanni flokksins
til þess að halda utan um málið.
Gísli Árnason, formaður vinstri grænna í
Skagafirði, er ekki síður ósáttur við slíka þróun
mála. „Mín afstaða er alveg klár í þessum efnum.
Mér hugnast það ekki ef fara á í það að breyta stofn-
unum og löggjöf landsins eftir einhverjum samningi
áður en hann hefur verið gerður og samþykktur.“
Hann segir að þeim fjármunum sem varið verði í
slíka aðlögun væri betur varið í velferðarkerfið.
„Það er mjög skýrt af minni hálfu að það eigi ekk-
ert að vera að keyra eitthvað svona í gegn nema fyr-
ir liggi að ætlunin sé að ganga í Evrópusambandið,“
segir Ásmundur Páll Hjaltason, formaður vinstri
grænna á Austfjörðum.
Vilja endurskoða stöðuna
Mikil óánægja er í grasrót vinstri grænna með að aðlögun fari fram að Evrópu-
sambandinu áður en fyrir liggur að samþykkt hafi verið að ganga í sambandið
M Ísland er í aðlögunarferli »4
Morgunblaðið/Sverrir
Öryggi Göngin stytta hringveginn
um 16 kílómetra og er kostnaður
áætlaður nálægt 9 milljörðum kr.
Forsvarsmenn lífeyrissjóða eru ekki
jafnbjartsýnir og samgönguráð-
herra á að niðurstaða náist strax í
næsta mánuði um þátttöku sjóðanna
í fjármögnun stórframkvæmda í
vegagerð. Kristján L. Möller sam-
gönguráðherra hefur haldið því fram
að ákvörðun þurfi að liggja fyrir í
síðasta lagi í september.
Viðræður ganga ágætlega en enn
er uppi óvissa um ýmis atriði varð-
andi arðsemi og áhættu, sérstaklega
vegna áforma um Vaðlaheiðargöng.
Ekki síst hversu hátt veggjaldið þarf
að vera og hvað gera má ráð fyrir
mikilli umferð um göngin en þau
stytta hringveginn um 16 km.
Í næsta mánuði á að stofna félag
um gerð og rekstur ganganna sem
afli allra tekna með innheimtu
veggjalda til að greiða niður lán á 25
ára lánstíma. Nú er ráðgert að heild-
arkostnaður við Vaðlaheiðargöng
gæti orðið nálægt 9 milljörðum kr.
Mismunandi útreikningar hafa verið
gerðir og hefur verið rætt um að
meðalfjárhæð vegtollsins þyrfti að
vera 1.300 kr. miðað við að allt að
90% ökumanna fari um göngin í stað
þess að aka yfir Víkurskarð.
Óvissa um umferð og vegtoll
1.300 kr. veggjald miðað við að 90% bíla fari um göngin
MLifnar yfir »18
Ökumenn hafa vafalaust orðið varir við þyngri
umferð í Reykjavík undanfarna morgna en nú
eru skólar víðsvegar um borgina að hefja starf
sitt. Því fylgir aukinn umferðarþungi, enda þarf
fólk að komast til mennta á einn eða annan hátt.
Reykjavíkurborg telur bílafjölda á Sæbraut
við Höfða, Kringlumýrarbraut í Fossvogi og í
Ártúnsbrekkunni. Greinileg fjölgun hefur orðið
á bílum sem fara þar um. Búist er við að há-
punktinum verði náð kringum mánaðamótin.
Til að létta morgunumferðina brá Háskólinn í
Reykjavík á það ráð að seinka fyrstu tímum sín-
um á morgnana til klukkan 8:30. Fyrstu tímar í
Háskóla Íslands hefjast kl. 8:20 og er vonast til
að þetta dreifi umferðinni. skulias@mbl.is
Akademískur umferðarþungi í borginni við sumarlok
Morgunblaðið/Eggert
Náttúrufræðistofnun Íslands hef-
ur áhuga á að eignast beina-
grindina úr steypireyði sem rak á
land við eyðibýlið Ásbúðir á Skaga
á dögunum. Dýrið er 21,8 metrar á
lengd. Guðmundur Guðmundsson
hjá stofnuninni segir afar sjaldgæft
að slíka skepnu reki hér á land.
„Við ákváðum að bregðast strax við
enda er þetta í raun eina leiðin til
að eignast sýnishorn af svona
skepnu. Þær eru alfriðaðar.“ »8
Náttúrufræðistofn-
un vill beinagrind
Útgjöld til landbúnaðarmála
verða að lækka á næsta ári eins og
aðrir útgjaldaliðir ríkisins, að sögn
Steingríms J. Sigfússonar fjár-
málaráðherra. Bændur standa því
frammi fyrir 9% lækkun en bein-
greiðslur til þeirra eru stærsti lið-
urinn.
Bændasamtökin hafa mótmælt
þessari skerðingu. Ríkið hafi gert
samning við bændur á síðasta ári
og við hann verði að standa. „Við
höfum mótmælt þessari kröfu og
bent á að samningurinn hafi farið í
atkvæðagreiðslu bæði á Alþingi og
meðal bænda. Allar þessar for-
sendur lágu fyrir þegar samning-
urinn var gerður,“ segir Haraldur
Benediktsson, formaður BÍ. »14
Bændur mótmæla
9% skerðingu