Morgunblaðið - 26.08.2010, Page 8

Morgunblaðið - 26.08.2010, Page 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 2010 Það var eftirminnilegt þegarstækkunarstjórinn, skærasta vonarstjarna Samfylkingarinnar á meginlandinu, sussaði á Össur Skarphéðinsson á sameiginlegum blaðamannafundi í Brussel. Sá síð- arnefndi var þá að blaðra um allar varanlegu undanþágurnar sem væru í pökkunum sem þjóðinni er ætlað að kíkja í, þegar evrópsku jól- in verða loks hringd inn.     En áður hafðistækkunarstjór- inn hlustað á sama Össur segja að ís- lenska ríkisstjórnin „stæði þétt á bak við umsókn Íslands að Evrópusamband- inu“.     Veit nokkur hvern-ig stækk- unarstjórinn hefur það núna?     Utanríkisráðuneytið hlýtur aðhafa sagt stækkunarstjóranum það sem haft var eftir öðrum flokksforingja ríkisstjórnarinnar.     Steingrímur J. sagði í þessariviku: „Það er ekki þannig að það sé stefna þessarar ríkisstjórnar að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu og þaðan af síður að ganga í Evrópusambandið.“     Þarna er Steingrímur að tala umríkisstjórnina sem „stendur þétt á bak við umsókn Íslands að Evrópusambandinu“.     Staksteinar, sem eru, eðli sínusamkvæmt, harðir af sér, eru nokkuð vankaðir eftir þessa mögn- uðu yfirlýsingu Steingríms.     Og hvernig halda menn þá aðstækkunarstjóranum líði? Steingrímur J. Stækkunarstjóranum brugðið Össur S. Veður víða um heim 25.8., kl. 18.00 Reykjavík 12 heiðskírt Bolungarvík 8 skýjað Akureyri 10 skýjað Egilsstaðir 8 súld Kirkjubæjarkl. 12 léttskýjað Nuuk 7 alskýjað Þórshöfn 11 skýjað Ósló 16 skýjað Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 15 léttskýjað Helsinki 16 léttskýjað Lúxemborg 18 skýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 15 léttskýjað Glasgow 16 léttskýjað London 13 skúrir París 22 heiðskírt Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 17 léttskýjað Berlín 20 skýjað Vín 23 léttskýjað Moskva 21 skýjað Algarve 31 heiðskírt Madríd 35 heiðskírt Barcelona 27 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 30 heiðskírt Aþena 30 heiðskírt Winnipeg 17 léttskýjað Montreal 20 alskýjað New York 19 skúrir Chicago 23 léttskýjað Orlando 28 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR KL. 12 Í DAG 26. ágúst Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:53 21:07 ÍSAFJÖRÐUR 5:49 21:21 SIGLUFJÖRÐUR 5:31 21:05 DJÚPIVOGUR 5:20 20:39 Verð í vörulista IKEA fyrir næsta vetur breytist í heildina lítið á milli ára að þessu sinni, að sögn Þórarins Ævars- sonar, framkvæmdastjóra IKEA á Íslandi. „Sumt hækkar og annað lækkar, þetta veltur allt á innkaupa- verði til okkar og svo áætlun sem við gerum fyrir árið um hversu margir hlutir seljist,“ segir Þórarinn og nefnir sem dæmi að leðursófar, sem einungis seljist í 5-10 eintökum yfir árið, muni hækka um 20- 30 þúsund krónur en verð á hlutum eins og bókahillum, sem seljist í 200 eintök- um á viku, standi í stað. Smávaran sé heldur að lækka, enda seljist mest af henni. IKEA gefur út vörulista í ágúst á hverju ári og lofar að verð muni ekki hækka þess á milli. Verslunin á Íslandi hef- ur getað staðið við það loforð í ár en þurfti að hækka allt verð um 20% í nóvember árið 2008 vegna efnahagshrunsins. Verð hækkaði svo aftur þegar vörulistinn 2009 var gefinn út en nú stendur verðlagið í heild stað, að sögn Þórarins. Hins vegar hafi verði fyrir vörulistann verið skil- að inn í lok apríl, áður en krónan tók að styrkjast, því listinn er eitt stærsta prentverk í heimi. „Við ákváðum að veðja á að gengið myndi hald- ast en sáum auðvitað ekki fyrir þessa styrkingu krónunnar. Vonandi heldur styrkingin áfram, eða stendur í stað,“ segir Þórarinn og finnst líklegt að verð í vörulistanum verði hámarksverð en einstaka vörur lækki á tímabilinu. onundur@mbl.is Litlar verðhækkanir í vörulista  IKEA ákvað verð í listann áður en krónan styrktist  Verð gæti lækkað aftur Steinn Þ. Steinsson, fyrrverandi héraðs- dýralæknir, lést hinn 24. þessa mánaðar, 79 ára að aldri. Hann fæddist í Reykjavík hinn 4. febrúar 1931, sonur hjónanna Þorkels Steinssonar og Marg- aret (Ritu) Steinsson, f. Ritchie, en hún var frá Pennan í Skot- landi. Steinn varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1952. Á menntaskólaárunum lék hann í Herranótt en stundaði einnig knattspyrnu af kappi. Hann varð fjórfaldur Íslandsmeistari með meistaraflokki KR á „gullaldarár- unum“ milli 1948 og 1952 og hafði áður orðið Íslandsmeistari í öllum yngri flokkum. Veturinn 1952-1953 stundaði Steinn nám í læknisfræði við Há- skóla Íslands, en haustið 1953 hélt hann til Kaupmannahafnar og hóf þar nám í dýralækningum. Eftir lokaprófið árið 1959 var Steinn aðstoðardýralæknir hjá Jóni Pálssyni á Selfossi um skeið en hélt þá til Kaupmannahafnar á ný og starfaði við almenna sýkla- fræði við Det Veteri- nære Serumlabora- torium. Árið 1960 var hann skipaður héraðs- dýralæknir í Skaga- firði. Því starfi gegndi hann í tæp 30 ár en árið 1989 var honum veitt embætti héraðsdýralæknis í Gullbringu- og Kjós- arsýslu sem hann sinnti til ársins 1999. Hann stóð að stofnun og byggingu Dýraspítalans í Víðidal og vann þar í hlutastarfi um nokkurra ára skeið, og þar lauk hann farsælum starfsferli sínum. Steinn var annálaður dýralækn- ir, ekki síst fyrir lækningar á kúm, kindum og hrossum. Þá hafði hann yndi af útiveru og veiðiskap. Kona Steins var skólasystir hans úr menntaskóla, Þorgerður Friðriksdóttir, f. 1932. Þau eign- uðust fjögur börn. Þorgerður lést um aldur fram árið 1983. Vinkona Steins hin síðari ár var Bryndís Guðmundsdóttir. Steinn verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 1. september kl. 13. Steinn Þ. Steinsson dýralæknir Andlát Halldór Armand Ásgeirsson haa@mbl.is Steypireyður fannst í flæðarmálinu við eyðibýlið Ásbúð á Skaga á mánudag. Fornleifafræðingar frá Byggðastofnun Skagafjarðar fundu skepnuna. Hún er um 21,8 metrar að lengd og hefur væntanlega verið dauð um nokkurn tíma að sögn Jac- obs Kasper, sérfræðings hjá Haf- rannsóknastofnun, sem vann að því í gær að ná sýnum úr dýrinu. Að sögn Guðmundar Guðmunds- sonar, staðgengils forstjóra Nátt- úrufræðistofnunar Íslands, hefur stofnunin áhuga á því að eignast beinagrindina úr skepnunni. „Við höfum áhuga á að fá beinagrindina og hafa hana svo til sýnis á ein- hverjum stað sem rúmar svona grip. Við töldum rétt að bregðast við strax enda er þetta í raun eina leiðin til að eignast sýnishorn af svona hval – þeir eru alfriðaðir.“ Guðmundur segir jafnframt að afar sjaldgæft sé að steypireyði reki á land. „Þetta hefur gerst hér á landi áður en ekki á síðustu áratug- um, það er alveg ljóst.“ Hvalreki Steypireyður er stærsta dýrategund sem hefur lifað á jörðinni. Hvalurinn getur orðið um 30 metra langur og 150 tonn að þyngd. Vilja beinagrind úr steypireyði til sýnis

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.