Morgunblaðið - 01.09.2010, Síða 2

Morgunblaðið - 01.09.2010, Síða 2
FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Útgerðarmenn á úthafsrækju hafa kynnt sjávarútvegsráðherra með ýt- arlegu lögfræðiáliti að þeir telji það skýlaust lögbrot að taka rækju út úr aflamarki og gefa veiðarnar frjálsar á fiskveiðiárinu sem byrjar í dag. Ólaf- ur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf., segir að sjái ráðherra ekki að sér þýði ekki annað en að lög- sækja hann fyrir brot á lögum. „Við verðum að gæta réttar okkar og mun- um stefna ráðherra ef nauðsyn krefur þó svo að það sé ófremdarástand að standa í stríði við stjórnvöld,“ segir Ólafur. Í gær, á síðasta degi fiskveiðiárs- ins, var búið að landa 7.048 tonnum af rækju og gæti þessi tala átt eftir að hækka. Þetta er meiri rækjuafli en nokkur undanfarin ár. Útgefinn kvóti ársins var sjö þúsund tonn, en afla- heimildir ársins voru hins vegar 8.800 tonn vegna flutnings frá fyrra ári. „Það sem skiptir máli er að úthlut- un fiskveiðiársins er veidd og það undirstrikar enn frekar skýrt lögbrot ráðherra, “ segir Ólafur Marteinsson. Hann segir að nokkrir þættir hafi gert það að verkum að minna barst á land af úthafsrækju í um fimm ár frá 2004. Gengið hafi verið erfitt viður- eignar, brestur hafi orðið í rækju- stofninum og olíuverð hafi verið mjög hátt. Borguðu 3,3 milljarða á núvirði fyrir rækjukvótann „Þá voru hér stjórnvöld sem tóku tillit til þessara aðstæðna og felldu niður veiðiskyldu meðan ástandið var sem erfiðast. Núna notar þessi ráð- herra þessar aðstæður sem rök til þess að brjóta lög og bendir á að afla- heimildir hafi ekki verið ekki nýttar. Munurinn er sá að stjórnvöld á þess- um tíma skildu erfiðar aðstæður í greininni.“ Ólafur segir að Rammi hafi keypt allan sinn rækjukvóta, mest fyrir um 15 árum. Fyrir kvótann hafi fyrirtækið greitt um 1,6 milljarða, en framreiknað með vísi- tölu nemi verðmætið um 3,3 milljörðum. Fyrirtækið er með um 13% af aflahlutdeild í út- hafsrækju. „Rækjukvóti hefur ekki sama verðgildi og hann hafði þá,“ segir Ólafur. „Það breytir því þó ekki að hann var allur keyptur og það kostaði mikla peninga.“ Ólafur segir að eðli málsins sam- kvæmt hafi ekki verið viðskipti með rækju í langan tíma og einu viðskipt- in sem hann viti um séu kaup fyr- irtækis á Vestfjörðum á rækjukvóta af Byggðastofnun nokkrum dögum „fyrir þessa furðulegu ákvörðun ráð- herra,“ eins og hann orðar það. 50-60 manns til sjós og lands Ólafur segir að nú sé mun skárri afkoma af greininni og um leið og efnahagslegar forsendur skapist til að sækja í rækju þá sé það gert. Til sjós og lands hafa 50-60 manns starf- að við rækjuveiðar og -vinnslu hjá Ramma, en rækjan er öll unnin á Siglufirði. Rækjan er unnin allan ársins hring og nú landa fjögur rækjuskip hjá Ramma, þar á meðal gerir Rammi út Múlabergið til rækjuveiða stærstan hluta ársins. Ólafur segir aflabrögð hafa verið lakari í ár heldur en á síðasta ári. Stefna ráðherra að óbreyttu  Útgerðarmenn telja það skýlaust lögbrot að gefa veiðar á úthafsrækju frjálsar  Búið að veiða upp í aflaheimildir síðasta fiskveiðiárs sem lauk um mánaðamótin 2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Ég var að enda við að kveðja starfsfólkið. Mér er efst í huga þakklæti til þeirra fyrir frábærlega vel unnin störf,“ sagði Ellisif Tinna Víðisdóttir, fráfar- andi forstjóri Varnarmálastofnunar, skömmu áður en hún lét formlega af störfum á miðnætti. Stofnunin verður formlega lögð niður 1. janúar næstkomandi og segir Ellisif Tinna mikla óvissu ríkja um hvað bíður um 50 starfsmanna stofnunar- innar. Eins og fram hefur komið er það stefna stjórnvalda að sem flestum verði fundið starf hjá þeim stofnunum sem taka við verkefnum Varnar- málastofnunar. Ellisif Tinna segir þá vinnu hins vegar ekki komna lengra en svo að enginn starfs- maður hafi fengið skýr skilaboð um hvort nýr starfsvettvangur bíði hans á nýju ári. Lítill tími sé til stefnu enda þurfi að eyrnamerkja fé til um- ræddra starfa á komandi fjárlögum í haust. Ráðherra skipar verkefnisstjórn Í bráðabirgðaákvæði um breytingar á lögum um Varnarmálastofnun segir að forstjóri láti af starfs- skyldum í dag, 1. september, og veiti fimm manna verkefnisstjórn sem utanríkisráðherra skipar ráð- gjöf við stjórn stofnunarinnar til áramóta. Innt eftir því hvort ráðherra sé búinn að skipa stjórnina segir Ellisif Tinna að hann hafi falið Guðmundi Helgasyni að fara fyrir hópnum. Verður Guðmundur fulltrúi utanríkisráðuneytis en með honum í stjórninni verða fulltrúar forsæt- is-, fjármála-, dómsmála- og mannréttindaráðu- neytis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyt- is. Hjá utanríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að greint yrði frá hinum fjórum í dag. „Það er skrítið að vera að hætta störfum hjá stofnun sem er nýbúið að setja á laggirnar. Stofn- unin er svo ung. Það er líka dálítið sérstakt að taka þátt í uppbyggingarstarfi sem síðan er tekið í sundur,“ segir Ellisif Tinna á þessum tímamótum. Óvíst hvað bíður starfsfólksins  Forstjóri Varnarmálastofnunar lætur af stjórn  Fimm manna verkefnisstjórn tekin við til áramóta „Það er líka dálítið sérstakt að taka þátt í uppbygging- arstarfi sem síðan er tekið í sundur.“ Ellisif Tinna Víðisdóttir Allur gangur er á því hvernig systkinum semur og skiptast þar á skin og skúrir eins og gengur. Eflaust er ekki alltaf gaman að vera sá yngri og minni en hann Hugi Hreinsson átti nýlega góðan dag með Ísold systur sinni sem taldi það ekki eft- ir sér að draga vagninn sem hann lét fara vel um sig í. Pottlokið minnti sannarlega á prakkara- piltinn Emil og snjóhvítt hárið undirstrikaði enn frekar tenginguna við Smálandastrákinn. Morgunblaðið/Eggert Getur verið gott að eiga stóra systur Ákveðið hefur verið í sjávar- útvegsráðuneytinu að fresta að hluta reglugerð um bann við drag- nótaveiðum á þremur innfjörðum á Vestfjörðum og Norðurlandi. Þann- ig verður bannið í Önundarfirði, Miðfirði og Skagafirði fært utar í firðina heldur en ráðgert var. Eftir samræður við fulltrúa drag- nótamanna og fleiri hagsmunaaðila hefur verið ákveðið í ráðuneytinu að fara utar með bannið. Þessi til- högun gildir til áramóta og verði annað ekki ákveðið á tímanum þangað til öðlast fyrri ákvörðun gildi. Reglugerðin um skertar dragnótaveiðar var sett í maí- mánuði, en gildistöku var síðan frestað til 1. september. aij@mbl.is Minni skerðing á dragnótaveiðum Í frétt frá sjávarútvegsráðuneyt- inu fyrr í sumar segir að gert sé ráð fyrir að úthafsrækjuveiðar verði gefnar frjálsar á fisk- veiðiárinu 2010/11, þar sem ekki hafi á neinu fiskveiðiári frá fisk- veiðiárinu 2000/01 verið aflað upp í útgefið aflamark. „Ákvörðunin er til eins árs og henni er ætlað að hvetja til betri nýtingar á úthafsrækjustofn- inum og þannig verði sem mest- um verðmætum náð. Í lok ársins verði staðan svo endurmetin. Gert er jafnframt ráð fyrir að lagt verði fram frumvarp á haustþingi um stýringu rækjuveiða fisk- veiðiárið 2010/11,“ segir í frétt ráðuneyt- isins. Frjálsar til eins árs VEIÐAR Á ÚTHAFSRÆKJU Meðal markmiða Alþingis með setningu varnarmálalaga frá 29. apríl 2008 og stofnun Varnar- málastofnunar 1. júní sama ár var að afmarka valdheimildir ís- lenskra stjórnvalda varðandi varnartengd verkefni og greina á milli varnartengdra verkefna og borgaralegra verkefna. Efli öryggi SKAMMLÍF STOFNUN Evrópusambandið hefur ekki óskað eftir tvíhliða viðræðum við Íslend- inga um makrílveiðar. Frá þessu er greint á heimasíðu sjávarútvegs- ráðuneytisins og þar segir: „Undan- farna daga hefur ítrekað verið haft eftir embættismönnum fram- kvæmdastjórnar ESB að um miðjan september muni fara fram tvíhliða viðræður milli Evrópusambandsins og Íslands um makríl. Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið vill af þessu tilefni taka það fram að engin ósk um slíkar viðræður hefur borist íslenskum stjórnvöldum.“ Ekki óskað eftir makrílviðræðum „Við erum á fullu kafi í vinnu og er- um búin að vera það síðustu tvær vikur. Við erum enn að og stefnum að því að ljúka okkur af vonandi í næstu viku,“ segir Atli Gíslason, þingmaður VG og formaður þing- mannanefndar um skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis, um hvenær vænta megi álits nefndarinnar. Aðspurður hvort nefndin hafi lok- ið álitsgerð á álitaefnum á borð við ráðherraábyrgð og landsdóm segir Atli að hún hafi unnið útdrætti úr 9 bindum skýrslunnar og tekið saman afstöðu sína til niðurstaðna og álykt- ana rannsóknarnefndarinnar. „Það er ekki komin endanleg niðurstaða í þá vinnu frekar en ráð- herraábyrgðina. Það skýrist allt þegar við skilum af okkur, hvenær sem við náum því í næstu viku.“ Nefndin á að skila áliti fyrir þing- lok 15. september og segir Atli enn til skoðunar að álitið komi út á bók. Þingmanna- nefnd skilar brátt áliti Gæti komið á bók

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.