Morgunblaðið - 01.09.2010, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.09.2010, Qupperneq 14
14 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2010 Morgunblaðið/Jón Pétur Avant Vonir standa til þess að stór hluti starfsfólks verði endurráðinn. helstu kröfuhafa og Landsbankinn hefur léð máls á því að stigið verði formlegt skref til nauðasamninga með formlegri beiðni til héraðs- dóms sem ég er að undirbúa.“ Friðjón segir að vonir standi til að þetta nái í gegn en miklu skipti, hvað varðar framtíð Avant, nið- urstaða Hæstaréttar varðandi gengistryggðu lánin. Verður málið flutt í Hæstarétti hinn 6. september nk. Fjárhagsgrundvöllur Avant ræðst af þeirri niðurstöðu. Avant var áður í eigu Askar Capital. Stjórn Aska samþykkti í júlí að óska eftir slitameðferð á fé- laginu hjá dómstólum. Guðrún Hálfdánardóttir guna@mbl.is Öllu starfsfólki fjármögnunarfyr- irtækisins Avant var sagt upp í gær. Alls starfa 29 manns hjá fyr- irtækinu og munu starfsmenn vinna út uppsagnartímann sem er þrír mánuðir. Að sögn Friðjóns Arnar Friðjónssonar, formanns bráðabirgðastjórnar sem Fjármála- eftirlitið skipaði yfir Avant í síðasta mánuði, standa vonir til þess að stór hluti starfsmanna verði end- urráðinn áður en uppsagnafrestur rennur út. Friðjón Örn segir að þrátt fyrir að öllu starfsfólki hafi verið sagt upp séu enn í gangi nauðasamn- ingaumleitanir. Hann segir að það hafi verið talið nauðsynlegt að segja starfsmönnum upp vegna þeirrar stöðu sem er hjá fyrirtæk- inu. „En það er von til þess að stór hluti starfsfólksins verði endurráð- inn,“ segir Friðjón. Hann segir að framtíð fyrirtæk- isins velti á því hvort það takist að ná fram þeim nauðasamningi sem er í smíðum núna. Að sögn Friðjóns ganga viðræður við helstu kröfuhafa vel en stærstur þeirra er Landsbankinn. „Viðræð- urnar eru unnar í nánu samráði við Öllum sagt upp hjá Avant STUTTAR FRÉTTIR ● Töluverð umskipti hafa orðið á rekstri HS Orku á milli ára. Orku- fyrirtækið tapaði tæp- lega 2,5 milljörðum króna á fyrri hluta þessa árs, en á sama tíma í fyrra skilaði það hagnaði upp á rúmlega 600 milljónir. Mikil verðlækkun á áli gerir það að verk- um að verðmæti innbyggðra afleiða í raforkusölusamningum lækkar töluvert, eða um 4,1 milljarða. Þessi lækkun á jafnframt stóran þátt í því að eignir fé- lagsins drógust saman um tæpa tvo milljarða króna frá áramótum, en heild- areignir þess eru nú 40,3 milljarðar. Á móti kemur að skuldir félagsins hafa lækkað um 1,5 milljarða frá áramótum, og eru nú 26,4 milljarðar, en þar af eru skammtímaskuldir rétt tæpir 4 millj- arðar. Eiginfjárhlutfallið í lok júní var 34,5%, miðað við 18,3% í fyrra. Í afkomutilkynningu frá HS Orku kemur fram að félagið líti svo á að for- sendur fyrir raforkusölusamningi við Norðurál, vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík, séu brostnar. Þessu hefur Norðurál hafnað. Nokkur óvissa ríki því um framtíðartekjur af sölu orku úr nýrri virkjun HS Orku á Reykjanesi þar til dómstólar hafi skorið á hnútinn. einarorn@mbl.is Milljarða tap HS Orku á fyrri helmingi ársins ● Fyrirséð er að hagvöxtur verður mestur í Asíu á næstu árum, einkum í Kína og á Indlandi. Íslendingar ættu því að stefna að því að verða eins konar miðstöð viðskipta milli Asíu og Evrópu. Þetta er á meðal þess sem fram kom í máli dr. Seiichiro Yonekura, forstöðu- manns rannsóknarmiðstöðvar í nýsköp- unarfræðum við Hitotsubashi-háskóla í Tokyo, á fundi á vegum Viðskiptaráðs og samstarfsaðila sem fram fór í gær. Yonekura sagði Japana hafa lært það, í því uppbyggingarstarfi sem þar fór í hönd eftir síðari heimsstyrjöld, að hið opinbera ætti ekki að „velja sig- urvegara,“ en að ekki væri heldur hægt að gera öllum geirum atvinnulífsins jafnhátt undir höfði. Leggja yrði á það áherslu að gera atvinnulífið samkeppn- ishæft á alþjóðavettvangi. einarorn- @mbl.is Ísland verði brú á milli Asíu og Evrópu Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is Erlendar skuldir þjóðarbúsins voru 5.711 milljörðum hærri en erlendar eignir í lok annars ársfjórðungs. Síð- ast þegar Seðlabankinn birti tölur um erlenda stöðu kom fram að stað- an hefði verið neikvæð um 5.273 milljarða króna í lok fyrsta fjórð- ungs, þannig að staðan í lok þess annars er 437 milljörðum krónum lakari. Tekið skal fram að um bráða- birgðatölur er að ræða. Í nýjasta skjalinu er staðan í lok fyrsta fjórðungs hins vegar sögð hafa verið nei- kvæð um 5.900 milljarða króna. Miðað við það batnaði staðan á öðrum fjórðungi. Ef frá eru teknar innláns- stofnanir í slita- meðferð, þ.e. gömlu bankarnir, er staðan neikvæð um 561 milljarð króna. Það er 100 milljörðum lakari staða en í lok fyrsta fjórðungs samkvæmt tölunum sem síðast voru birtar, en 57 millj- örðum betri staða en í lok fyrsta fjórðungs samkvæmt nýja skjalinu. Erlendar eignir þjóðarbúsins eru samkvæmt nýju tölunum 885 millj- örðum minni en í lok síðasta fjórð- ungs samkvæmt gömlu tölunum og skuldir 448 milljörðum minni. Eignir og skuldir gömlu bank- anna minnka Erlendar eignir gömlu bankanna minnka um 806 milljarða króna og skuldir lækka um 468 milljarða króna. Sem fyrr segir er um bráða- birgðatölur að ræða og kann að vera að bankanum berist nákvæmari upp- lýsingar seinna meir. Tölur sýna verri erlenda stöðu þjóðarbúsins  Staðan versnar um 437 milljarða frá síðustu birtingu Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Steinn Logi Björnsson, nýr stjórn- arformaður Haga, segir að talsverð- ur einskiptiskostnaður hafi verið fyr- ir hendi hjá fyrirtækinu á síðasta ári vegna undirbúnings við skráningu þess. Steinn segir hins vegar að ljóst sé að undirliggjandi arðsemi fyrir- tækisins sé mun meiri. Afkoman muni batna á ný eftir að vinnu við skráninguna sé lokið. Vörusala Haga á síðasta ári nam tæplega 69 milljörðum króna, en kostnaðarverð seldra vara var rúm- lega 51,3 milljarðar. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var rúm- lega fjórir milljarðar. Vaxtaberandi skuldir fyrirtækisins nema um 15 milljörðum eða tæplega fjórföldum hagnaði félagsins fyrir fjármagns- gjöld og afskriftir. Hagar hafa um það bil helmings- markaðshlutdeild á innlendum mat- vörumarkaði, en meðal verslana sem fyrirtækið rekur eru Hagkaup, Bón- us, 10-11, Útilíf og Debenhams. Fær- eyska verslanakeðjan SMS er hlut- deildarfélag Haga, en greint var frá því í gær að Jóhannes Jónsson, fyrr- verandi stjórnarformaður, fengi að kaupa þann rekstur ásamt þremur tískuvöruverslunum út úr Högum. Kaupverðið er samkvæmt tilkynn- ingu frá Arion banka tæplega 1,3 milljarðar, en bankinn hefur ekki gefið upp hvort einhver tímamörk séu á greiðslu þeirrar fjárhæðar. Arion hannaði samninginn Greint var frá því í gær að leiðir Jóhannesar Jónssonar og Haga myndu skilja. Gerður var starfsloka- samningur við Jóhannes, sem fól meðal annars í sér 90 milljón króna eingreiðslu. Steinn Logi segir að stjórn Haga hafi samþykkt samning- inn, sem hafi þó verið útbúinn innan veggja Arion banka. Almennt séð hafi samningurinn þó verið gerður í samráði við stjórn Haga. Kostnaður við skráninguna vegur þungt Morgunblaðið/Heiddi Bónus Eitt af vörumerkjum Haga. Jóhannes Jónsson, jafnan kenndur við fyrirtækið, hefur sagst ætla sér að eignast fyrirtækið á ný í söluferli Arion.  Segir starfslokasamning við Jóhannes Jónsson hafa verið gerðan af Arion Uppgjör Haga 2009 » Rekstur Haga skilaði 44 milljóna króna hagnaði á síð- asta reikningsári. » Stjórnarformaður segir mik- inn einskiptiskostnað vegna undirbúnings fyrir skráningu draga niður afkomuna. » Hagar eru með um það bil helmingsmarkaðshlutdeild á íslenskum matvörumarkaði. ● Afgangur á vöruskiptum nam 68,5 milljörðum króna á fyrstu sjö mánuðum ársins, samkvæmt tölum frá Hagstof- unni. Á sama tíma árið áður voru þau hagstæð um 41,3 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 27,2 milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma árið áður. Vöruskiptin í júlí voru hagstæð um 4,6 milljarða króna, en fluttar voru út vörur fyrir tæpa 44 milljarða króna og inn fyrir 39,3 milljarða í mánuðinum. Í júlí 2009 voru vöruskiptin hagstæð um tæpar 400 milljónir króna á sama gengi. 68,5 milljarða afgangur fyrstu sjö mánuðina Íslandssjóðir högnuðust um 124 milljónir króna eftir skatta fyrstu sex mánuði ársins, samanborið við 164 milljónir króna fyrir sama tímabil árið áður. Eigið fé 30. júní 2010 nam 1.424 milljónum króna, en var 1.300 milljónir í ársbyrjun. Íslandssjóðir hf. sjá um stýringu og rekstur á 17 sjóðum, en einnig sér félagið um stýringu á einum verð- bréfasjóði í Glitnir Asset Manage- ment S.A. í Lúxemborg. Rekstrargjöld námu 328 millj- ónum, samanborið við 386 milljónir króna sama tímabil árið áður, og lækkuðu um 14,9%. Hreinar rekstr- artekjur námu 479 milljónir króna. Hagnaður hjá Íslands- sjóðum                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-./0 +1/.1 ++0./2 ,-./01 +3.-40 +2.0+1 ++1.-, +.5,2+ +1+.10 +/,.3, +,-.1, +12.,/ ++0.13 ,-./31 +3.+,3 +2.022 ++1.0/ +.50-0 +1,.04 +/0.0/ ,-1.+22+ +,+.++ +12.4 ++5.,, ,-.2/1 +3.+1/ +2.5+5 ++1.21 +.505/ +1,.3+ +/0.41

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.