Morgunblaðið - 01.09.2010, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 01.09.2010, Qupperneq 10
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2010 Börn á ýmsum aldri hafa mjög gam- an af því að hlusta á sögur eins og flestir foreldrar vita. Ef foreldrar eru ekki tiltækir til að lesa fyrir barnið er mjög sniðugt að fara inn á vefsíðuna Sögustund.is og hlaða niður í tölvuna sögum sem barnið getur hlustað á. Sögustund.is er hljóðsíða með barnasögum, á henni finnast lesnar sögur úr ýmsum áttum, hljóð- skreyttar með líflegri tónlist. Það er mikið úrval af sögum sem er skipt í flokkana; fyrir yngstu, nýtt íslenskt, íslensk ævintýri og sígild ævintýri. Þarna má m.a finna ævintýrin um Búkollu, Grámann í Garðshorni, Gullbrá og birnina þrjá, Þyrnirós og Þumaling. Einnig er hægt að kaupa geisladiska með samansafni af sög- um. Foreldrar þurfa að velja sög- urnar með börnunum, greiða fyrir þær á einfaldan hátt í gegnum heimabanka og hlaða svo sögunum niður í tölvuna. Þar er hægt að hlusta á söguna beint, brenna hana á geisladisk eða yfirfæra í mp3- spilara. Vefsíðan: www.sogustund.is Morgunblaðið/Valdís Thor Sögustund Börnum finnst gaman og notalegt að hlusta á sögur. Fjölbreytt sögustund Fyrsta handverkskaffi haustsins í Gerðubergi verður í kvöld kl. 20 og stendur til kl. 22. Í kvöld gefst gest- um kostur á að kynnast hvernig lita má garn eða klæði með jurtum úr ís- lenskri náttúru. Það eru þær Sigrún Helgadóttir og Þorgerður Hlöðvers- dóttir sem sjá um kynninguna og munu þær leiða viðstadda um töfra- heim jurtalitunar. Á staðnum verða sýnishorn af jurtum og jurtalituðu garni. Menningarmiðstöðin Gerðuberg hefur staðið fyrir handverkskaffi fyrsta miðvikudagskvöld í mánuði frá haustinu 2008. Markmiðið með þess- um kvöldum er að bjóða upp á nota- lega stund þar sem gestir geta fengið sér kaffi og með því, spjallað og jafn- vel tekið í handavinnu. Handverkskaffi haustsins í Gerðu- bergi verða næst 6. október þegar Björn Finnsson kennir gestum að skrauthnúta. 3. nóvember kennir Jeab austurlenska blómagerð úr vír og nælonsokkum og 1. desember kennir Kristín Arngrímsdóttir jóla- lega klippimyndagerð. Endilega … … fjölmennið á handverkskaffi Morgunblaðið/Sverrir Í kvöld Jurtalitun verður tekin fyrir. 10 Daglegt líf Ylfa Kristín K. Árnadóttir ylfa@mbl.is Óhætt er að segja að Sig-ríður Pálmadóttir hafihelgað líf sitt tónlistar-uppeldi barna. Hún stundaði kennaranám með tónlist- aruppeldi ungra barna sem sérsvið við Tónlistarháskólann í Köln í Þýskalandi og lauk þaðan kennara- prófi árið 1963. Sama ár byrjaði hún að kenna við Barnamúsíkskól- ann í Reykjavík sem síðar varð að Tónmenntaskóla Reykjavíkur. Á ní- unda áratugnum færði hún sig yfir í Fósturskóla Íslands og tók að byggja upp tónmenntakennsluna þar. Í tengslum við þá vinnu dvaldi Sigríður í Frakklandi skólaárið 1992-93 og lauk diplómanámi frá Association Internationale d’Éduca- tion Musicale Willems í Lyon. Fósturskólinn sameinaðist síðar Kennaraháskóla Íslands og gegndi Afrakstur ævistarfs- ins færður í rit Nýlega var gefin út bókin Tónlist í leikskóla eftir Sigríði Pálmadóttur, fyrrverandi lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Bókin er ætluð þeim sem kenna í leikskólum, á yngri stigum grunnskóla og öðrum sem starfa með ungum börnum og fjallar um flest það sem snýr að tónmenntanámi barna. Sigríður hefur kennt ungum börnum og verðandi leikskólakennurum tónmennt um langt árabil og byggist bókin að verulegu leyti á þeirri reynslu. Morgunblaðið/Kristinn Leikskólabörn Í bókinni er fjallað um tónlist sem þroskaþátt í leik barna. Læknar segja að tíðir höfuðverkir og mígreni séu meðal algengustu heilsu- farsvandamála hjá börnum. Vandinn fær samt litla athygli frá lækna- samfélaginu segir á vefsíðu The New York Times. Margir læknar og for- eldrar flokka mígreni sem vandamál fullorðinna og vegna þess að mörg börn kvarta oftar yfir höfuðverk yfir skólaárið en yfir sumartímann telja foreldrar barnið oft vera að ýkja verk- ina til að komast hjá skólalærdómi. Læknar segja raunverulegu ástæð- urnar oftast þær að það eru breyt- ingar á svefnvenjum barnsins, þar á meðal að vakna snemma í skólann og vaka lengi til að klára heimalærdóm- inn, auk þess sem þau sleppa morg- unverði, drekka ekki nóg vatn og breytingar á veðrinu geta einnig ýtt undir mígreni þegar skólaárið byrjar. „Margir halda að börn geti ekki fengið mígreni en ef það gerist má ekki hunsa það,“ segir dr. Andrew Hershey, prófessor í barnalækn- ingum. Talið er að tíu prósent ungra barna og 28% unglinga þjáist af mígreni. Barnamígreni kemur oft ekki fram með sömu einkennum og fullorð- insmígreni. Meðan fullorðnir þjást af mígreni í um fjórar klukkustundir eða meira getur mígreniskast barns stað- ið frá einni stundu upp í sjötíu og tvær klukkustundir. Mígreni í full- orðnum leggst oftast á aðra hlið höf- uðsins, en í börnum er sársaukinn yf- irleitt í enninu eða á báðum hliðum frekar en bara á annarri. Því er barna- mígreni oft talið vera venjulegur höf- uðverkur. Stundum þjást börn ekki beint af höfuðverk heldur magaverk og æla jafnvel. Foreldrar eiga oft erfitt með að greina á milli alvöru sársauka og þess sem ung börn gera sér stundum upp. Foreldrar eiga líka oft í erfiðleikum með að finna lækna sem taka höf- uðverkjakvartanir barnanna alvarlega. Þótt ekki sé hægt að lækna höfuðverk með lífsstílsbreytingu einni saman er mikilvægt að börn drekki vatn, fái nægan svefn og missi ekki úr máltíðir. Heilsa Talið að tíu prósent barna þjáist af mígreni Reuters Skólabörn Börn þjást oftar af höfuð- verk yfir skólaárið en sumartímann. „Uppáhaldsorðið mitt er íðorð sem Guðmundur Finn- bogason bjó til á sínum tíma. Orðið íð merkir ’starf’, sbr. handíð(ir) og íðorð eru orð eða orðasambönd sem notuð eru í sérfræðilegri um- ræðu. Orðið íðorð var líklega fyrst notað 1928 þegar Orðanefnd Verkfræðinga- félagsins gaf út sérfræðiorð sín og kallaði Íðorðasafn. Að öðru leyti mun það hafa verið lítið sem ekkert notað fram til 1980 þar sem það þótti vera framandlegt. Fremur var talað um ný- yrði en íðorð. Þeir sem unnu í orða- nefndum að útgáfu sérhæfðra orða voru að miklu leyti að mynda ný orð og koma þeim á framfæri. Því lá nærri að orðið nýyrði væri farið að merkja það sem á erlendum málum kallast term en það er haft um orð sem tilheyrir ákveðnu efnissviði, hefur afmarkaða og sértæka merk- ingu og er hluti af hugtakakerfi inn- an efnissviðsins. Ég er umsjónarmaður íðorða- banka, www.ordabanki.hi.is, þar sem finna má fjölmörg íðorðasöfn og íslenskar þýðingar á íðorðum. Ég hef mikinn áhuga á því að til sé íslenskur íðorðaforði í hverri sér- grein svo að unnt verði að nota ís- lensku á öllum sviðum málsamfé- lagsins. Ég þarf oft að skýra orðið í mínu starfi, ég hef kennt fagið íðorða- fræði og er iðurlega spurð hvort ég sé að kenna íþróttafræði. Það er líka oft skrifað vitlaust, skrifað íorð eða íþróttaorð.“ Ágústa Þorbergsdóttir, deildarstjóri hjá stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Uppáhaldsorð Ágústu Þorbergsdóttur Morgunblaðið/Ómar Vefnaður Orðið íð merkir starf. Íðorð í uppáhaldi Ágústa Þorbergsdóttir www.noatun.is LJÚFFENGU R KJÚKLINGU R Hafðu það gott með Nóatúni GRILLAÐUR KJÚKLINGUR KR./STK. 998

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.