Morgunblaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 23
Minningar 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2010 mundir allt um vini barnabarnanna og við hvað þeir störfuðu. Þú fylgdist alltaf svo vel með öllu í kringum þig, enda eru margir sem kalla þig „ömmu Ínu“ þó svo að þeir séu ekki beint í fjölskyldunni. Þú varst líka svo klár í höndunum, öll fallegu búta- saumsteppin og hekluðu teppin sem þú bjóst til handa barnabörnunum, þau verða geymd vel. Mér þykir afar vænt um að þú skyldir heimsækja okkur Óla og börnin tvisvar sinnum til Kaup- mannahafnar, núna síðast í fyrra- sumar, það var alveg yndislegur tími. Eyjólfi Snæ, sem var þá næstum þriggja ára, fannst prikið þitt (staf- urinn) svo flott og var ekki lengi að finna sér svona prik líka í garðinum til að vera eins og þú. Elsku amma, þín verður sárt sakn- að. Þú áttir svo mikið af góðu og elskulegu fólki í kringum þig og þú varst víst að furða þig á öllu þessu fólki sem var að koma á spítalann að heimsækja þig. Þá sagði mamma við þig: „maður uppsker eins og maður sáir“ og það er svo sannarlega rétt, þú varst svo yndisleg, hlý og góð. Ég trúi því að afi og Birgir hafi tek- ið á móti þér opnum örmum og þið afi gangið nú um hönd í hönd, því hann var sá eini sem kunni að leiða rétt, hann Maggi þinn. Hvíldu í friði elsku amma. Þín Ragnhildur Hauksdóttir. Elsku amma mín. Þú fékkst loks- ins hvíldina sem þú þráðir en það er samt sárt að þurfa að kveðja þig. Þú varst svo dugleg og mikil lista- kona í þér. Það var alltaf svo gaman að skoða alla handavinnuna þína og fylgjast með því sem þú varst að gera, fallegi bútasaumurinn þinn er mér ofarlega í huga sem og skraut- skriftin þín og fallegu orðin og ljóðin sem þú skrifaðir alltaf í öll afmæl- iskortin okkar. Það allt geymum við vel. Þér fannst gaman að gefa það sem þú gerðir og prýða þín fallegu lista- verk mörg heimili okkar í fjölskyld- unni. Það er svo margs að minnast en það sem mér er efst í huga og ég gleymi ekki er skírnardagurinn hans Adams Árna. Þér þótti vænt um Árna-nafnið og þegar þú heyrðir að pabbi skyldi fá nafna í sjálfri skírn- inni þá brostir þú fallega til mín og kinkaðir kolli þegar presturinn end- urtók nafnið, þetta gladdi þig mikið eins og pabba líka. Ferðin okkar saman með pabba til Vestmannaeyja er mér líka mjög minnisstæð. Þú varst frábær leið- sögumaður og þetta var yndisleg ferð í alla staði. Það var gaman að fara þessa ferð og eftir standa góðar minningar. Elsku amma, þú varst algjör upp- lýsingabanki, þú fylgdist ávallt svo vel með og varst vel að þér í einu og öllu sem þú deildir svo með okkur, þú vissir allt og varst með allt á hreinu. Þú varst dugleg að halda utan um fólkið þitt og varst mikil félagsvera, þú hélst uppi fjörinu. Það var ávallt hlýtt og gott að koma til þín, þú tókst alltaf svo vel á móti okkur með þvílíkum kræsingum sem þú keyrðir alltaf á flotta vagn- borðinu þínu inn í stofu þar sem veisl- an var haldin. Pönnukökurnar þínar og hjónabandssælan var það besta ömmunammi sem ég smakkaði. Elsku amma takk fyrir alla sam- veruna. Við munum hlýja okkur við allar þær góðu minningar sem við eigum um þig og varðveita vel. Ég kveð þig með þessum orðum og miklum söknuði. Nú ertu horfinn í himnanna borg og hlýðir á englanna tal. Burtu er kvíði, sjúkdómur, sorg í sólbjörtum himnanna sal. Þeim öllum sem trúa og treysta á Krist þar tilbúið föðurland er. Þar ástvinir mætast í unaðarvist um eilífð, ó, Jesú, hjá þér. (Ingibjörg Jónsdóttir) Þín Katrín Rut Árnadóttir. Elsku langamma Ína. Það var allt- af gaman að koma til þín. Þú áttir svo mikið af skemmtilegu dóti sem var hægt að gleyma sér við. Það var líka svo gaman þegar þú spilaðir tónlist fyrir okkur og svo var dansað og sungið. Já jóladiskarnir þínir voru líka spilaðir þótt það væri hásumar og það var aldrei leiðinlegt. Við munum sakna þín mikið elsku amma en eigum góðar minningar sem við munum hlýja okkur við og varðveita vel. Takk fyrir alla sam- veruna. Þínir langömmustrákar, Sindri Hrafn, Ísak Már og Adam Árni. Fíngerð kona með bros sem lýsti ekki einasta af andlitinu heldur fas- inu öllu, hlátur, glaðlyndi, kærleikur og jákvæð sýn á lífið og samferða- mennina. Þannig minnist ég Ínu, sem ég komst raunar seint og um síðir að raun um að hét Sigurína Friðriks- dóttir og var ættuð úr Vestmanna- eyjum. En svoleiðis skiptir engu máli þegar maður er fimm ára og að farast úr monti yfir því að Haukur bróðir manns hefur fundið sér fallegustu og bestu konu í heimi, hana Ástu, og ætl- ar að kvænast henni. Ína og Markús Hörður Guðjóns- son, foreldrar Ástu, voru afbragðs- fólk bæði tvö eins og allt þeirra kyn og umvöfðu mig og foreldra okkar Hauks kærleika og yndislega hress- andi glettni. Ekki er örgrannt um að Haukur bróðir minn, blessuð sé minning hans, hafi litið á þau sem for- eldra sína og velgjörðarmenn ekki síður en okkar eigin foreldra og er þó á engan hallað. Ég minnist þess að heimili þeirra Ínu og Markúsar í Heiðargerðinu í Reykjavík var eins og ævintýrahöll, þar sem alltaf var ys og þys, kaffiboll- ar og trakteringar á öllum tímum og í kjallaranum undraveröld marglitra páfagauka sem járnsmiðurinn Mark- ús hafði fundið sig í að koma á legg og selja. Seinna fluttu þau í Fellsmúl- ann, Markús féll frá langt fyrir aldur fram, sem ég veit að var bróður mín- um þung sorg, og eftirleiðis lágu leið- ir okkar Ínu mest saman á heimili Ástu og Hauks í Furugerðinu, þar sem mín elskulegu frændsystkin Markús og Ragnhildur slitu barns- skónum í skjóli foreldra sinna. Ína gaf mér, bókstaflega talað, for- vitni um ljóð, sem endist mér enn. Á fermingardaginn færði hún mér árit- að ljóðasafn Tómasar Guðmundsson- ar og þar með komst ég á bragðið. Við Ásta sátum einmitt saman heima hjá mér á Egilsstöðum tveimur dögum áður en Ína lést og handlékum þessa bók af mestu ástúð og hrifningu. Það var auðvelt að láta sér þykja vænt um Ínu. Hún var svo gefandi í samskiptum. Kannski af því að hún þekkti líka skuggana og þurfti að kljást við erfiðleika- og veikindakafla í lífi sínu. En það lýsir seiglunni í þessari yndislegu manneskju að hún komst alltaf á fætur aftur og var þá potturinn og pannan í allskyns ferða- lögum og mannfögnuði. Ég fékk hana lánaða eina kvöldstund úr hús- mæðraorlofsferð í Jökulsárhlíð í fyrrasumar. Þar sem hún sat í stofu minni á Egilsstöðum og vafði að sér börnin mín meðan hún sagði okkur gamansögur úr ferðinni og tók koll- steypur af hlátri, hugsaði ég að svona vildi ég reskjast, full af gleði og ánægju með lífið og tilveruna. Mér þótti ég alveg sérstaklega heiðruð að fá hana í bæinn þessa stund. En hún sagði mér þá að þetta væri nú að verða gott hjá sér. Svo er sagan öll og tímabært að halda til upprunans, eilífðarinnar. Þangað sem Markús bíður með sængina uppreidda fyrir sína elsk- uðu. „Og geiglausum huga ég held til móts við haustið, sem allra bíður,“ skrifaði Tómas í Fljótinu helga. Ég þakka Ínu gefandi samfylgd um hartnær fjörtíu ára skeið og votta Ástu, Guðrúnu, Bryndísi, Árna og fjölskyldunni allri samúð mína. Steinunn Ásmundsdóttir. Mig langar að minnast góðrar vin- konu minnar, Sigurínu Friðriksdótt- ur með nokkrum orðum. Sigurína var ávallt kölluð Ína í okkar hópi og víðar. Þegar ég fer að skrifa um okkar kæru Ínu, þá má ég til að segja frá hvað hún reyndist mér persónulega góð og traust og hefur sú vinátta haldist í rúma átta áratugi, án þess að skugga bæri á. Þegar ég kom barnung til Vestmannaeyja var barnaskólinn byrjaður og ég þekkti ekki nokkurt barn, því ég kom með foreldrum mín- um ofan að landi. En Ína tók mig al- veg að sér og létti mér lífið oft og tíð- um eins og henni var einni lagið, og þessu er ég henni ævinlega þakklát og vona að ég hafi þakkað henni í lif- andi lífi. Þá er komið að saumaklúbbnum sem við stofnuðum þegar við vorum ungar og vorum í óða önn að stofna heimili og því fylgdi síðar barnaupp- eldi og fleira. Þetta var yndislegur tími. Ína mín var mjög mikil hann- yrðakona. Heimili hennar var prýtt mörgum verka hennar og jafnframt gaf hún börnum sínum fallega muni eftir sig. Ína mín giftist elskulegum manni, Markúsi Guðjónssyni, og voru þau afar samrýmd hjón, en því miður missti hún hann á besta aldri. Ég held að það sem hjálpaði Ínu minni við fráfall elskulegs maka, hafi verið að hún var ákaflega trúuð og hún trúði sannarlega að það væri annað líf, þegar við færum úr þessari jarð- vist. Ína var ákaflega félagslynd og var í nokkrum félögum sem hún vann fyrir, t.d. vann hún mikið fyrir sína kirkju, Grensáskirkju. Hún naut þess að vera innan um fólk, hvort heldur hún bauð því heim eða fór á manna- mót, en þá var hún ávallt hrókur alls fagnaðar. Hún var þannig að hún vildi að hlutirnir gerðust fljótt og átti erfitt með að bíða. Þegar árin fóru að segja til sín og heilsan farin að gefa sig, stóð hún ekki ein. Hún átti óskaplega góð og mannvænleg börn, sem reyndust henni vel og þau gerðu allt fyrir hana til að létta henni lífið á lokaspelinum. Ég fullyrði að aldrei liðu margir dag- ar svo að eitthvert af börnunum hennar kæmi ekki til hennar. Elsku Ína, núna erum við aðeins þrjár eftir úr saumaklúbbnum okkar, Magnea, Erla og undirrituð. Við þökkum þér allar yndislegu stundirn- ar sem við áttum saman, hvort sem það var í gleði eða sorg. Biðjum Guð að blessa þig. Gunnþóra Kristmundsdóttir. Fallin er frá elskuleg amma okkar, amma Ína. Amma var einlæg og áhugasöm, hún var svo góð og skemmtileg amma, hún var jákvæð, falleg og smekkleg og hafði næmt auga fyrir fegurð og glæsileika. Það var í raun ekki hægt að hugsa sér betri ömmu, hún var alveg einstök. Við umgeng- umst hana mjög mikið alla tíð og sam- band okkar við hana var einstakt. Hún hafði mikinn áhuga á öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur og hún sýndi vinum okkar líka mikinn áhuga. Amma hafði alltaf tíma fyrir okkur og við vorum alltaf velkomin til hennar. Við gistum mikið hjá henni í gamla daga og þá fórum við með henni í sunnudagaskólann og hún kenndi okkur bænirnar. Við barna- börnin fórum með henni í vinnuna í Orkustofnun, hún kenndi okkur að baka pönnukökur, hún spilaði við okkur, fór með okkur til útlanda, fór með okkur til Vestmannaeyja, í úti- legur og ferðalög um landið og ótal- margt fleira. Hún var mjög dugleg að ferðast og átti margar vinkonur og náði nánast að rekja ættir allra til Vestmannaeyja, því þaðan var allt gott komið að hennar mati. Hún var félagslynd og skemmtileg og það var gott að vera í kringum hana. Amma var alltaf með á nótunum og fylgdist vel með okkur allt til síðasta dags, jafnt í námi, leik sem og í lífinu sjálfu. Hún gladdist með okkur þegar barnabarnabörnin fæddust og sýndi þeim mikinn áhuga. Í janúar greindist hún með krabbamein, sem dró hana til dauða. Undir það síðasta þráði hún það heit- ast að fá að fara til himna, þar hafa þau tekið vel á móti henni afi Markús, Birgir, Haukur og fleiri sem hún hlakkaði til að hitta. Við kveðjum með miklum söknuði elskulega ömmu okkar. Við vonum að henni líði vel í faðmi afa Markúsar, sem hún elskaði alla tíð og saknaði svo mikið eftir að hann dó. Ína Edda, Marín og Valur Fannar. MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík sími 587 1960 - www.mosaik.is Legsteinar og fylgihlutir Vönduð vinna og frágangur Yfir 40 ára reynsla Sendum myndalista ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTA JÓNASDÓTTIR BERGMANN, áður til heimilis að, Ljósvallagötu 24, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 2. september kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Jón G. Bergmann, Andreas Bergmann, Guðrún Gísladóttir Bergmann, Ingibjörg Bergmann, Þorbergur Halldórsson, Halldór Bergmann, Anna Lára Kolbeins, Guðrún Bergmann, Gísli G. Sveinbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ODDUR BENEDIKTSSON prófessor, Lambhaga 12, Álftanesi, sem lést þriðjudaginn 17. ágúst, verður jarðsunginn frá Neskirkju, mánudaginn 6. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameins- félagið Framför, kt. 620207-2330, reikn. 0101-15- 380028. Hólmfríður R. Árnadóttir, Kolbrún Þóra Oddsdóttir, Guðmundur Jónsson, Hákon Már Oddsson, Árni Geir Pálsson, Soffía Waag Árnadóttir, Kári Pálsson, Guðrún María Ólafsdóttir, Guðrún Oddsdóttir, Árni Maríasson, Katrín Oddsdóttir, Kristín Eysteinsdóttir, afabörn og langafabarn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar systur okkar, mágkonu og frænku, VIGFÚSÍNU GUÐBJARGAR DANELÍUSDÓTTUR, Viggu, frá Hellissandi, síðast til heimilis á, hjúkrunarheimilinu Seljahlíð. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Seljahlíðar fyrir umhyggju og hlýju í Viggu garð. Sjöfn Bergmann Danelíusdóttir, Hermann Ragnarsson, Erla Bergmann Danelíusdóttir, Cýrus Danelíusson, Guðríður Þorkelsdóttir, systkinabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, STEFANÍA ÓSK GUÐMUNDSDÓTTIR, Sléttuvegi 11, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum í Fossvogi mánudaginn 23. ágúst, verður jarðsett frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 2. september kl. 15.00. Marinó Óskarsson, Margrét Örnólfsdóttir, Jón Kr. Valdimarsson, Örnólfur Örnólfsson, Auðbjörg Árnadóttir, Sóley Örnólfsdóttir, Kristján G. Bergþórsson, Eva Örnólfsdóttir, Ragnar Jónasson, Ólöf Örnólfsdóttir, Þorsteinn Bragason, Aðalsteinn Örnólfsson, Unnur Sæmundsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.