Morgunblaðið - 01.09.2010, Qupperneq 30
Tónlistarmaðurinn Hörður Torfason heldur sína árlegu
hausttónleika í Borgarleikhúsinu hinn 9. september
næstkomandi. Er þetta í 34. skipti sem Hörður heldur
tónleika að hausti til en í ár fagnar hann fertugsafmæli
fyrstu plötu sinnar. Af því tilefni flytur hann plötuna í
heild sinni með hjálp góðra vina.
„Platan verður í forsæti á tónleikunum en hún var
eiginlega áhugamál mitt. Það var mitt tómstundagam-
an að semja lög við góð ljóð þekktra skálda. Eftir hlé
snúum við okkur svo að nýrra efni,“ segir Hörður og
bætir við að margt hafi gerst á síðustu fjörutíu árum og
því af nógu að taka. Á tónleikunum nýtur Hörður lið-
sinnis „toppfólks úr tónlistarbransanum“, þeirra Krist-
jönu Stefánsdóttur söngkonu, Róberts Þórhallssonar
bassaleikara, Hjartar Howser hljómborðsleikara og
Matthíasar Stefánssonar gítar- og fiðluleikara.
Í tilefni afmælisins verður svo geisladiskur með plöt-
unni gefinn út en á henni má meðal annars finna lögin
„Ég leitaði blárra blóma“, „Þú ert sjálfur Guðjón“ og
„Kveðið eftir vin minn“.
„Þessi plata er ólík öllu öðru sem ég geri seinna en
hún hefur alltaf selst jafnóðum og hún kemur út. Það
eru mörg lög á henni sem ég hef verið að taka hér og
þar en sem heild hef ég ekki flutt hana síðan í Ís-
lensku óperunni fyrir tíu árum.“ hugrun@mbl.is
30 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2010
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Vilt þú gerast þjóðarleiðtogi í þrjár
til fjórar klukkustundir? Ef svo er
þá er hið gullna tækifæri komið því
þríeykið Kviss búmm bang ætlar að
gefa fólki færi á því á sýningunni
The Great Group of Eight sem hefst
á morgun og stendur fram á laugar-
dag. Sýningin er hluti af leiklistar-
hátíðinni Lókal sem hefst í dag í
Reykjavík og lýkur 5. september. Í
verki þríeykisins eru þátttakendur
settir í hlutverk þjóðarleiðtoga og
fær hver og einn ítarlegar og per-
sónulegar leiðbeiningar um hvernig
honum beri að hegða sér sem þjóð-
arleiðtogi meðan á sýningu stendur.
Þátttakendur fá viðeigandi klæðnað,
þeim er ekið milli staða í glæsi-
bifreið og færður matur sem hæfir
þjóðhöfðingjum. Þeir fá að upplifa
það að vera valdamiklir leiðtogar á
fundi og taka mikilvægar ákvarð-
anir sem hafa áhrif á allan heiminn.
En eru þó á endanum bara venju-
legar manneskjur eins og við hin.
Kviss búmm bang-hópinn skipa
þrjár ungar konur: Eva Björk
Kaaber, Vilborg Ólafsdóttir og Eva
Rún Snorradóttir.
Engir áhorfendur
„Það eru ekki neinir áhorfendur,
fólk sem er með í sýningunni er
þátttakendur, upplifendur þessa
heims sem við erum búnar að
strúktúrera,“ segir Eva um verkið.
Sýningin vísar í G8-leiðtogafundina
en þá sitja árlega leiðtogar átta
stærstu iðnríkja heims. Átta manns
verður boðið að taka að sér hlutverk
þjóðarleiðtoga í sýningu Kviss
búmm bang, í átta lotum, og verða
þátttakendur því 64.
– Nú virðist þetta vera e.k. ádeila
á þessa fundi G8, á þann hóp?
„Óhjákvæmilega erum við að
skoða þessa birtingarmynd lýðræðis
því þarna eru valdamiklir menn á
ferð en allt karlmenn, nema undir
það síðasta, þá er þarna ein kona,
Angela Merkel. Það er svona karla-
saumaklúbbsbragur yfir þessu, þeir
hittast, það er ákveðin opinber dag-
skrá og svo veit maður ekki hvað
gerist bak við luktar dyr. Og þeir
taka ákvarðanir um málefni sem
hafa áhrif á allan heiminn.“
Eva segir ákveðnar að-
stæður skapaðar og persónur
fyrir sýninguna sem fólk
gangi inn í, tilgangurinn sé
sá að fólk setji sig í spor
annarra og upplifi eigin
veruleika með öðrum
hætti. Þríeykið hefur
skrifað 64 handrit fyrir
þetta þriggja daga
verk. „Það skiptist í lot-
ur, þú borgar þig inn í eina lotu af
átta en mátt samt koma í fleiri og
borgar þá meira fyrir,“ útskýrir
Eva. „Eins og í öllum okkar verkum
erum við mikið að velta fyrir okkur
samfélagskerfinu, það er sjaldgæft
að maður setji spurningar við það
sem er orðið daglegt brauð eða
hefðbundið fyrir manni.“
Aldrei já eða nei
Fyrsta lotan í Great Group of
Eight hefst á morgun kl. 11 með
innsetningarathöfn á Smíðaverk-
stæði Þjóðleikhússins. Þar verður
rætt við hvern og einn þátttakanda,
hann settur í hlutverkið og þátttak-
endur horfa á myndband um hvaða
eiginleikum góður þjóðarleiðtogi
þurfi að búa yfir. „Hann tekur fast í
höndina á fólki, svarar aldrei ját-
andi eða neitandi, er alltaf öruggur
þótt hjartað slái hratt og hann titri
að innan, sýnir það ekki því fólk
þarf að geta treyst á hann. Og hann
svarar spurningu með spurningu,“
nefnir Eva sem dæmi um hegðun
þjóðarleiðtoga. „Þessu er öllu stýrt
þannig að fólk þarf ekki að vera
hrætt við að þurfa að vera æðislega
flippað eða þurfa að spinna. Feimnir
eru vel settir hjá okkur.“
Þeir sem hafa áhuga á að taka
þátt eru hvattir til að hringja í síma
898-3412 og skrá sig eða á vef
Lókal. Almennt miðaverð er 2.700
krónur og 2.200 fyrir nema, öryrkja
og eldri borgara.
Þjóðarleiðtogar um stund
Átta Veggspjald sýningarinnar The Great Group of Eight sýnir átta leiðtoga höfuðlausa. Þátttakendur munu bregða sér í hlutverk þeirra.
Tríó Vilborg, Eva Björk og Eva Rún.
Á sýningu Kviss búmm bang, The Great Group of Eight, bregða þátttakendur
sér í hlutverk þjóðarleiðtoga Vísun í leiðtogafundi átta stærstu iðnríkjanna, G8
Manifesto Kviss búmm bang er
svohljóðandi:
„Hið eðlilega, og þar af leið-
andi hið óeðlilega, er meginrann-
sóknarefni okkar. Við teljum að
setja megi spurningarmerki við
allt. Það gerum við með því að
skapa heim, samfélagslegan
strúktúr sem þátttakendur fara
inn í og upplifa.
Við viljum rýna í hvað liggur
að baki merkingum sem við gef-
um hlutum, athöfnum og orðum.
Í stað þess að skoða málin úr
öruggri fjarlægð viljum fara inn í
aðstæður sem okkur finnast for-
vitnilegar og rannsaka þær innan
frá.
Við viljum færa leiklistina út í
líf fólks með því að fá það til að
skuldbinda sig til þátttöku í
lengri tíma. Með því viljum
við gera verkin hluta af
hversdagslegri rútínu
þátttakenda, að eins konar
framlengingu á lífi
þeirra, og þar
með vekja með
þeim spurn-
ingar um
þeirra eigin
raunveru-
leika.“
Spurningar-
merki við allt
MANIFESTO
Angela
Merkel
Umbrotsmann Morgunblaðsins
rak í rogastans í fyrradag er hann
hitti sjálfan Damon gamla Albarn í
Hagkaupum, Grafarvogi, þar sem
hann var að kaupa mjólk og brauð
ásamt konu sinni. Albarn á sem
kunnugt er einbýlishús í Grafar-
voginum. Enginn kannaðist við Al-
barn í Spönginni sem kláraði inn-
kaupin áreitnilaust með bros á vör
og glóð í geði.
Damon Albarn í inn-
kaupatúr í Grafarvogi!
Hljómsveitirnar Draumhvörf,
Mikado og Two Tickets to Japan
halda tónleika á Faktorý annað
kvöld, fimmtudagskvöldið 2. sept-
ember. Húsið opnað kl. 21, tón-
leikar byrja kl. 22 og frítt er inn.
Draumhvörf spilar einskonar
progressive rokk undir áhrifum frá
ýmsum mismunandi tónlistar-
stefnum Mikado er progressive
rokksveit og leggur mikinn metnað
í flóknar og flottar lagasmíðar.
Two Tickets To Japan spilar fram-
úrstefnulega rokktónlist með áhrif-
um frá ýmsum tónlistarstefnum.
Draumhvörf, Mikado og
Two Tickets to Japan
Stuðbandið Í svörtum fötum efnir
til stórdansleiks á Hvíta húsinu Sel-
fossi næsta laugardag, 4. sept-
ember. Langt er síðan Jónsi og fé-
lagar stigu á stokk á Selfossi
þannig að stuðþyrstir Sunnlend-
ingar geta hugsað sér gott til glóð-
arinnar. Friðrik Dór treður upp
ásamt svartstökkum.
Í svörtum fötum með
stuðball á Selfossi
Kvikmyndavefurinn Empire
greinir frá því að kvikmyndaleik-
stjórinn Darren Aronofsky hafi hug
á því að leikstýra Wolverine 2, eða
Jarfa 2. Jarfi er teiknimyndahetja úr
röðum X-manna og hefur til þessa
verið leikinn af Hugh Jackman.
Empire segir þetta heldur ólíklegt
verkefni fyrir leikstjóra á borð við
Aronofsky, en hann á að baki mynd-
ir á borð við The Wrestler, Requiem
for a Dream og Pi. Skýringarinnar
megi e.t.v. leita í því að þeir Jack-
man séu vinir.
Aronofsky spáir
í Jarfa 2
Fólk
www.lokal.is
www.wix.com/vilgborgo/
kvissbummbang
Hausttónleikar Harðar Torfa og vina
Miðasala á tónleikana er hafin á Midi.is og í
Borgarleikhúsinu í síma 568-8000. Nán-
ari upplýsingar um Hörð má finna á
hordurtorfa.com.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tónleikar
Hörður
kemur fram
í september.