Morgunblaðið - 01.09.2010, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 01.09.2010, Qupperneq 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2010 Beitti veði sínu í fyrsta skipti  Lánasjóður sveitarfélaga gerði kröfu í tekjur sveitarfélags vegna vanskila á láni Lánasjóður sveitarfélaga beitti á fyrrihluta ársins veði sem félagið á í tekjum sveitarfélags fyrir láni sem komið var í vanskil. Tilkynnti sjóðurinn þetta til ráðuneytis sveitarstjórnarmála og kom viðkom- andi sveitarfélag þá láninu í skil. Er þetta í fyrsta skipti sem sjóðurinn hefur þurft að beita veði sínu. Lánasjóður sveitarfélaga veitir sveitarfélögum landsins og fyrirtækjum og stofnunum í þeirra eigu lán. Sjóðurinn tekur veð í tekjum sveitarfé- laganna til tryggingar lánum þeirra og ábyrgðum og getur þannig gengið að framlögum úr Jöfn- unarsjóði sveitarfélaga eða útsvarstekjum sem ríkið innheimtir. Hafa þetta reynst trygg veð því sjóðurinn hefur aldrei tapað útlánum í liðlega fjörutíu ára sögu sinni. Fram kemur í skýrslu stjórnar og fram- kvæmdastjóra Lánasjóðsins vegna uppgjörs fyrstu sex mánaða þessa árs að sjóðurinn beitti veði sínu einu sinni á því tímabili. Í kjölfarið gerði viðkomandi lántaki upp vanskil sín við sjóðinn. Ekki fengust í gær upplýsingar um það hvaða sveitarfélag hér átti í hlut. Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðsins, segir að starfs- menn sjóðsins geti ekki veitt upplýsingar um ein- stök mál þar sem þeir séu bundnir þagnarskyldu sem starfsmenn fjármálafyrirtækis. Vanskil í meira en mánuð Lánasjóðurinn hefur heimild til að ganga að veði í tekjum sveitarfélags þegar vanskil hafa var- að í mánuð eða lengur. Það gerir hann með til- kynningu til samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neytisins. Innheimta hjá viðkomandi sveitarfélagi gekk ekki lengra að þessu sinni þar sem það gerði upp vanskil sín áður en til þess kom að Lánasjóð- urinn innheimti kröfu sína í gegnum framlög Jöfn- unarsjóðs og útsvarstekjur hjá ríkinu. helgi@mbl.is Lánasjóðurinn tek- ur veð í tekjum sveitarfélaganna til tryggingar lán- um þeirra og ábyrgðum. Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytis- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, fer 1. október nk. í eins árs námsleyfi. Guðríður Þorsteinsdóttir lögfræð- ingur mun gegna störfum hennar á meðan. Berglind fer í námsleyfið með vís- an til reglna Kjararáðs um starfs- kjör. Hún heldur því launum og fær greiddan kostnað. Ráðherra þarf að samþykkja lengd námsleyfis sem embættismaður óskar eftir. Í reglunum segir: „Embættis- maður sem stundar sérnám eða sæk- ir framhalds- og/eða endurmennt- unarnámskeið, með samþykki ráðherra, heldur launum og fær greiddan ferða- og dvalarkostnað samkvæmt reglum ferðakostn- aðarnefndar. Lengd leyfis sam- kvæmt þessu er allt að tveimur vik- um á ári. Unnt er að veita lengra námsleyfi á lengra árabili.“ egol@mbl.is Fer í eins árs námsleyfi Berglind Ásgeirsdóttir Guðríður Þorsteinsdóttir Starfsmenn verktaka eru þessa dagana að ganga frá vinnubúðum væntanlegrar Búðarhálsvirkj- unar og umhverfi þeirra. Fram til þessa hefur Landsvirkjun varið 1.250 milljónum króna til undirbúnings virkjunarinnar og þar vegur kostnaður við hönnun þyngst. Lengi hefur verið unnið að undirbúningi Búð- arhálsvirkjunar á Þjórsár/Tungnaársvæðinu. Hún byggist á því að stífla Köldukvísl við Búð- arháls og veita Tungnaá í svokallað Sporð- öldulón þar fyrir ofan. Sprengd verða jarðgöng í gegnum Búðarháls og þar með undir Sprengi- sandsleið, að Sultartangalóni þar sem stöðvar- hús verður byggt. Undirbúningsframkvæmdir hófust fyrir átta árum en þá þegar lágu fyrir öll leyfi til virkj- unar. Þá var lagður vegur að fyrirhuguðu stöðv- arhúsi og byggð brú á gamla ferjustæðinu á Tungnaá og grafið fyrir hluta af sveifluþró og stöðvarhúsi. Framkvæmdum var síðan frestað. Þráðurinn var tekinn aftur upp fyrir tveimur árum. Þá var byrjað að undirbúa vinnubúðir, leggja jarðstrengi og annað slíkt. Vinnubúðir voru fluttar frá Kárahnjúkum og hafa verið sett- ar upp á tveimur stöðum í nágrenni fyrirhugaðs stöðvarhúss. Starfsmenn verktaka eru þessa dagana að ganga frá búðunum og lýsingu á svæðinu. Nýlega voru opnuð útboð í byggingu virkj- unarinnar, það er að segja stíflu, aðrennslisgöng og stöðvarhús. Verið er að fara yfir tilboðin hjá Landsvirkjun. Þá taka við óformlegar viðræður við verktaka áður en ákveðið verður að ganga til samninga við þann bjóðanda sem talinn er bjóða best. Tilboð í raf- og vélbúnað virkjunarinnar verða opnuð 30. september nk. Samhliða þessu er unnið að fjármögnun mann- virkisins. Gangi allt eftir er gert ráð fyrir því að framkvæmdir geti hafist í nóvember og að þær verði komnar á fulla ferð næsta vor. helgi@mbl.is Gengið frá vinnubúðum Búðarhálsvirkjunar Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Enn og aftur leyfir starfsmaður Ríkisend- urskoðunar sér að víkja frá ábendingum og at- hugasemdum og slá fram athugasemd án inni- stæðu. Öll skrefin í uppbyggingu skólans hafa verið stigin með vitund og væntanlega vilja hins opinbera. Við skiljum ekki af hverju þessi starfsmaður leyfir sér að setja svona fullyrð- ingu fram, enda hefur þetta þegar haft afar skaðleg áhrif. Nemendur og starfsfólk er felmtri slegið. Ég tel þessi vinnubrögð fyrir neðan allar hellur, frá upphafi og til enda,“ sagði Hjálmar Árnason, framkvæmdastjóri Keilis, aðspurður um þá umsögn í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar um Keili að opin- bert fé til frumgreinakennslu skólans á ár- unum 2007–2010 hafi ekki allt runnið til kennslunnar. Um er ræða samtals 685,7 milljónir króna úr ríkissjóði og átti um helmingur fjárins að renna til svokallaðrar frum- greinakennslu, að því er fram kemur í skýrslunni. Þá segir: „ekki verði fall- ist á að ríkisstyrktir einka- skólar geti vaxið óhindrað og án samráðs við mennta- yfirvöld“, athugasemd sem Hjálmar telur einkennilega. Persónuleg afstaða „Þetta er persónuleg af- staða eins starfsmanns Ríkisendurskoðunar. Við erum búin að andmæla þessari setningu vegna þess að hún er röng. Það er enginn fótur fyrir henni í raunveruleikanum. Allar þær námsbrautir sem Keilir starfrækir eru sam- þykktar af opinberum aðilum: menntamála- ráðuneytinu, Háskóla Íslands og Flugmála- stjórn, þegar það á við í hverju tilviki fyrir sig.“ Meginþungi gagnrýninnar lýtur að rekstri skólans með þeirri umsögn að óvissa sé um rekstrargrundvöllinn til lengri tíma litið. Í árs- lok 2009 hafi uppsafnaður halli af rekstri Keil- is numið 136 milljónum króna og skuldir 463 milljónum kr. Segir þar einnig að það setji rekstur Keilis í uppnám að skólinn muni ekki geta innheimt skólagjöld í grunnnámi á há- skólastigi, vegna samstarfs við HÍ. Inntur eftir síðasta atriðinu bendir Hjálmar á að meirihluti starfseminnar sé á framhalds- skólastigi, þ.e. háskólabrúin, flugakademían og heilsuskólinn. Hann vísar því alfarið á bug að skólinn standi tæpt. „Mjög undarleg greining“ „Þetta er mjög undarleg greining, verð ég að segja, og við höfum andmælt henni. Við fengum hins vegar aldrei að sjá skýrsluna í endanlegri gerð sem ég er reyndar mjög hissa á. Við fengum að sjá fyrstu drög og fengum að gera athugasemdir en fengum ekki að sjá skýrsluna í endanlegri mynd áður en hún var birt. Hvað reksturinn varðar vil ég segja að Keil- ir var þriggja ára í maí. Það segir sig sjálft að á uppbyggingartímabili reynir mikið á. Þá er verið að fjárfesta og leggja út í ýmsan kostnað sem leiðir til taps. Við einsettum okkur svo hins vegar að skila þessu ári, fjórða starfs- árinu, með rekstrarafgangi. Sjö mánaða upp- gjör sýnir, svo ekki verður um villst, að við er- um á áætlun og rúmlega það. Það er hins vegar alltaf óvissa um ríkisframlög. Það gildir hins vegar ekki aðeins um Keili, heldur alla skóla.“ Hjálmar rifjar upp að með samstarfssamn- ingi við menntamálaráðherra sé skólinn kom- inn „á lista hjá ríkinu“: „Fái Keilir sambæri- lega fjárveitingu og aðrir framhaldsskólar er skólinn í mjög góðum málum. Við teljum okk- ur sjá vel til lands í því sem við erum að gera.“ Að lokum hafnar Hjálmar þeirri umsögn skýrsluhöfundar að Keilir sé „ekki viður- kenndur háskóli,“ enda „hafi Háskóli Íslands vottað allt nám á háskólastigi“. „Fyrir neðan allar hellur“  Framkvæmdastjóri Keilis fordæmir vinnubrögð Ríkisendurskoðunar í nýrri skýrslu um skólann  Fullyrt að óvissa sé um fjárhagslegan grundvöll fyrir rekstrinum  Starfsmenn og nemendur slegnir Hjálmar Árnason Hæstiréttur hef- ur staðfest gæslu- varðhalds- úrskurð héraðs- dóms yfir karl- manni á þrítugs- aldri í tengslum við morðið á Hannesi Þór Helgasyni í ágúst. Að sögn lög- manns mannsins, Guðrúnar Sesselju Arnardóttur, verður dómur Hæstaréttar ekki birtur á netinu að beiðni lögregl- unnar. Maðurinn var úrskurðaður í fjög- urra vikna gæsluvarðhald á föstu- dag. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að ný gögn í málinu hefðu gert það að verkum að rökstuddur grun- ur væri talinn vera fyrir hendi um að hann ætti aðild að andláti Hannesar. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá er ein af ástæðum þess að hann er í haldi sú að blóð fannst á skóm hans. Þá passaði blóðugt skó- far sem fannst á heimili Hannesar, við skófar eftir skó mannsins. Gæsluvarðhalds- úrskurður stað- festur í morðmáli Hannes Þór Helgason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.