Morgunblaðið - 01.09.2010, Side 21
Minningar 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2010
mikil viðbrigði því þessi héruð eru
mjög ólík á allan hátt. Hér kom í ljós
eindæma aðlögunarhæfni Steins sem
á mjög skömmum tíma hafði sett sig
inn í sitt starf hér syðra í mjög góðri
sátt við samstarfsfólk sitt og þiggj-
endur þjónustunnar. Ef hægt er að
nota orðið „sjentilmaður“ um ein-
hvern þá var það hægt um Stein.
Hann var sannur sjentilmaður í orðs-
ins fyllstu merkingu. Framganga
hans og snyrtimennska bar vott um
þetta. Hann var hæverskur og hlust-
aði á skoðanir annarra, þótt undir
niðri væri hann staðfastur og hefði
sínar skoðanir á málunum.
Steinn var mjög hæfur dýralæknir
og þótt vinnuumhverfið væri ekki allt-
af hreinlegt sást ekki arða á fötum
Steins. Hann var til fara eins og hann
væri að fara á dansleik jafnvel eftir að
hafa verið í erfiðri burðarhjálp. Þegar
nokkrir dýralæknar ákváðu fyrir
rúmum tíu árum að ráðast í stofnun
og byggingu nýs dýraspítala þótti
sjálfsagt að Steinn yrði einn af okkur,
þótt stutt væri í starfslok hans sem
héraðsdýralæknis. Hann hafði áhuga
á verkefninu og skoðanir á því sem til
framfara horfði. Þannig varð aldrei
vart stöðnunar hjá Steini.
Eftir að Steinn lét af störfum sem
héraðsdýralæknir hélt hann áfram að
starfa á Dýraspítalanum í Víðidal í
hlutastarfi þar til fyrir um fjórum ár-
um er honum fannst sjálfum nóg kom-
ið. Hann fylgdist þó áfram með
rekstrinum af áhuga. Við samstarfs-
fólk Steins á Dýraspítalanum í Víðidal
þökkum honum mjög ánægjulegar
samverustundir og samstarf. Það er
bjart yfir minningunni um Stein. Við
vottum aðstandendum samúð.
F.h. samstarfsfólks
á Dýraspítalanum í Víðidal,
Helgi Sigurðsson.
Kveðja frá KR
Nokkru eftir fyrra stríð fóru Jó-
hann Bogason, síðar húsvörður í KR-
heimilinu, og Þorkell Steinsson lög-
regluþjónn til Aberdeen til þess að
kenna Skotum að salta síld. Dvölin
þar varð til þess að Þorkell kom heim
með skozka brúði og þau hófu búskap
við Holtsgötu í Vesturbæ Reykjavík-
ur. Það var ekki nema eðlilegt að mið-
sonurinn, Steinn, legði ungur leið sína
á knattspyrnuæfingar hjá KR og féll
hann fljótlega vel inn í fjölmenna ár-
ganga 1930 og 1931. Þessi hópur var
samstilltur og hæfileikaríkur og náði
góðum árangri í öllum yngri flokkun-
um. Um leið og Steinn gekk upp í 2.
aldursflokk 17 ára varð hann jafn-
framt miðvörður í meistaraflokki og
hann var ekki orðinn tvítugur er hann
hafði hjálpað félaginu til þriggja Ís-
landsmeistaratitla. Í tilefni 50 ára af-
mælis félagsins 1949 fór KR í keppn-
isferð til Noregs og lék Steinn þá gegn
miðframherjum þriggja liða úr Ho-
vedserien og lét ekki á sig halla. Sig-
urganga KR var óvænt rofin 1951 er
Akurnesingar unnu verðskuldað Ís-
landsbikarinn, en næsta ár áttuðu
KR-ingar sig á því, að kominn var
fram nýr keppinautur, sem nauðsyn-
legt var að taka föstum tökum. Steinn
var þungamiðjan í vörn KR og segir
það allt um styrk hans að Akurnes-
ingum tókst ekki í úrslitaleik liðanna
að skora mark hjá KR.
Haustið 1953 hvarf Steinn utan til
náms við danska Dýralækna- og land-
búnaðarháskólann á Fredriksbergi og
lauk þá virkri knattspyrnuþátttöku
Steins en eftir að honum var veitt hér-
aðsdýralæknisstaða á suðvesturhorn-
inu var hann tíður gestur á heima-
leikjum KR í Frostaskjóli. Vorið 1951
bað Baldur Pálmason, dagskrárstjóri
útvarpsins, undirritaðan að lýsa í
hönd farandi landsleik gegn Svíum á
Melavelli og upplýsti jafnframt að
dagskrárliðurinn yrði allt að tvær og
hálf klukkustund. Var því óskað eftir
aðstoð, en hana var ekki að fá innan
útvarpsins. Þar sem Steinn var kom-
inn að lokaáfanga í MR var leitað til
hans um liðsinni. Við skiptumst síðan
á að lýsa gangi mála í þessum sögu-
fræga leik frá 30 mínútum fyrir leik
þar til 15 mínútum eftir leikslok.
Steinn Steinsson var hógvær og
hljóðlátur í fasi og gamlir KR-ingar
kveðja hann með virðingu og þökk og
félagið vottar fjölskyldu hans samúð
og hluttekningu.
Sigurgeir Guðmannsson.
✝ Hörður Björns-son fæddist
22.11. 1944 í Orm-
skoti í Fljótshlíð.
Hann lést á heimili
sínu að morgni
sunnudagsins 15.
ágúst 2010.
Foreldrar hans
voru Arnheiður Sig-
urðardóttir, f. 20.7.
1913, d. 28.2. 1990,
og Björn Gísli Bjarn-
freðsson, f. 24.7.
1913, d. 30.4. 1980.
Systur Harðar eru
Þórdís Björnsdóttir, f. 1942, og
Sigríður Ingibjörg Björnsdóttir, f.
1954.
Hörður kvæntist hinn 25. des-
ember 1965 Rúnu Björgu Jóns-
dóttur, f. 25.8. 1947. Börn Harðar
og Bjargar eru þrjú, elst er Arn-
heiður, f. 28.9. 1965, maður henn-
ar var Hafsteinn Eyvindsson, f.
15.3. 1963, þau
skildu. Synir þeirra
eru Halldór Hrann-
ar, f. 19.5. 1985,
Hafþór Helgi, f. 1.7.
1989, og Fannar Ar-
on, f. 14.8. 1991.
Næstelst er Kristín
Auður, f. 7.8. 1971,
gift Sverri Guðfinns-
syni, f. 2.7. 1972.
Yngstur er Jón Gísli,
f. 10.4. 1974, sam-
býliskona hans er
Ann-Sofie Gremaud,
f. 1.10. 1981.
Árið 1968 fluttust Hörður og
Björg í Stóragerði 14, Hvolsvelli
og bjó hann þar til dánardags.
Hörður vann ýmsa verkamanna-
vinnu en síðustu 35 árin vann
hann hjá Rarik á Hvolsvelli.
Útför Harðar fór fram í kyrr-
þey, að ósk hins látna, föstudag-
inn 20. ágúst 2010.
Mér finnst ég varla heill né hálfur maður
og heldur ósjálfbjarga, því er ver.
Ef værir þú hjá mér, vildi ég glaður
verða betri en ég er.
Eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt ég verð að
segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Við gætum sungið, gengið um
gleymt okkur hjá blómunum.
Er rökkvar ráðið stjörnumál.
Gengið saman hönd í hönd,
hæglát farið niðrá strönd.
Fundið stað
sameinað beggja sál.
Horfið er nú sumarið og sólin
í sálu minni hefur gríma völd.
Í æsku léttu ís og myrkur jólin;
nú einn ég sit um vetrarkvöld.
Því eitt sinn verða allir menn að deyja.
Eftir bjartan daginn kemur nótt.
Ég harma það, en samt ég verð að
segja,
að sumarið líður allt of fljótt.
Ég gái út um gluggann minn
hvort gangir þú um hliðið inn.
Mér alltaf sýnist ég sjái þig.
Ég rýni út um rifurnar
ég reyndar sé þig allsstaðar;
þá napurt er,
það næðir hér
og nístir mig.
(Vilhjálmur Vilhjálmsson)
Hvíl í friði elsku Hörður minn,
þín eiginkona
Björg.
Það sækja margir á brattann.
Hver dregur djöfulinn sinn.
Í hörðum heimi er
svo margt sem miður fer.
Og ekki alltaf jólin, því er verr.
Má vera að þér hafi fundist
sem lífið léki þig grátt.
Þú áttir skuggaskeið,
svo hélstu þína leið.
En jafnvel þó þú fetir refilstig,
þá ertu aldrei einn á ferð.
Þá máttu vita, að ég verð
með þér í huganum í dag
og ef þig vantar vin, þú átt mig að.
Þér háir margt, það veit ég vel
og við þá hugsun oft ég dvel.
Ef ljós í myrkrinu þú sérð
veistu að þú munt aldrei verða
einn, einn á ferð.
Í hjarta þínu býr vonin,
en sigurviljinn í sálinni.
Og ef þú hefur trú,
þú getur byggt þér brú
til baka yfir gilin öll í huganum.
Já, áfram þú ert aldrei einn á ferð.
Það máttu vita, að ég verð
með þér í huganum í dag
og ef þig vantar vin, þú átt mig að.
Þér háir margt, það veit ég vel
og við þá hugsun oft ég dvel.
Ef ljós í myrkrinu þú sérð
veistu að þú munt aldrei verða
einn, einn á ferð.
(Stefán Hilmarsson)
Hvíl í friði elsku besti pabbi og afi.
Saknaðarkveðjur,
Arnheiður, Jón Gísli,
Halldór Hrannar, Hafþór
Helgi og Fannar Aron.
Það eru erfiðustu fréttir sem ég
hef fengið að pabbi hafi dáið, að sjá
hann aldrei aftur, heyra í honum, fá
hjá honum ráð eða vera með honum
er ólýsanlega sárt. Við gengum lífs-
veginn saman í öll þau ár sem ég hef
lifað og hefur pabbi kennt mér
margt, enda fróður, handlaginn og
vel gefinn maður. Pabbi stóð mér
alltaf við hlið þegar stórir viðburðir
voru í gangi hjá mér og fyrir það er
ég þakklát. Mig langar að kveðja
pabba með nokkrum ljóðlínum úr
laginu:
Fram í heiðanna ró
fann ég bólstað og bjó
þar sem birkið og fjalldrapinn grær.
Þar er vistin mér góð
aldrei heyrðist þar hnjóð,
þar er himinninn víður og tær.
Þetta loft er svo tært,
finnið þytmjúkan þey,
hve hann þyrlar upp angan úr mó.
Nei ég vildi ekki borg
né blikandi torg
fyrir býlið í heiðanna ró.
Heiðarból ég bý,
þar sem birkið og fjalldrapinn grær
þar er vistin mér góð
aldrei heyrðist þar hnjóð,
þar er himinninn víður og tær.
(Friðrik A. Friðriksson.)
Elsku besti pabbi, takk fyrir allt,
ég vona af öllu mínu hjarta að þér
líði vel. Ég elska þig og sakna þín en
ég kveð þig með orðunum sem við
kvöddumst með í síðasta skiptið
sem ég heyrði í þér: „Við sjáumst og
heyrumst.“
Guð geymi þig, elsku besti pabbi
minn.
Kristín.
Hörður bróðir minn varð bráð-
kvaddur á heimili sínu sunnudags-
morguninn 15. ágúst sl. Það var
harmafregn, eitt af þessu sem erfitt
er að sætta sig við í lífinu, en ein-
hvern veginn það, sem við verðum
að sætta okkur við eins og svo
margt annað.
Hann hefur átt við erfið veikindi
að stríða um tíma, veikindi sem
urðu til þess að hann þurfti að
hætta vinnu fyrr en hann nokkurn
tíma ætlaði sér. Hann átti mjög erf-
itt með að sætta sig við það, því
hann var í eðli sínu maður sem
þurfti að vera sívinnandi. Ég sé
hann þannig fyrir mér, alltaf eitt-
hvað að starfa.
Hann var ævintýramaður, hafði
mjög gaman af ferðalögum um land-
ið, helst á jeppa upp um fjöll og firn-
indi. Hann naut sín svo sannarlega
undir stýri við erfiðar aðstæður, út-
sjónarsamur, varkár og traustur.
Það var gaman að ferðast með hon-
um, hann var fróður um landið,
þekkti hverja þúfu og hvern læk.
Hann var virkur björgunarsveit-
armaður lengi vel, vafalaust traust-
ur hlekkur í þeirri keðju þegar á
þurfti að halda.
Heimilið í Stóragerðinu, Dölu-
skógar – sumarbústaðurinn við
Eystri-Skóga og umhverfið þar um
kring ber allt vitni vinnusamra
handa hans og konunnar hans,
hennar Bjargar, sem var hans
trausti og besti vinur í gegnum lífið.
Það er dásamlegt að koma í Dölu-
skóga og sjá alla gróskuna í trjá-
gróðrinum þar í kring, þvílík vinna
og umhyggjusemi sem í þessu ligg-
ur, húsinu og þúsundum trjáplantna
sem lifa og dafna þar upp um allar
hlíðar. Þær eru margar trjáplöntu-
rnar sem hann hefur gróðursett, t.d.
í Þjórsárdal, Þórsmörk, Eystri-
Skógum, Meðallandi og víðar.
Ég hef átt ótalmargar góðar
stundir með þeim hjónum og börn-
unum þeirra og er þakklát fyrir
hverja mínútu. Á þessari stundu er
ég þó þakklátust fyrir daginn sem
við áttum saman á ættarmótinu í
júní sl. þegar við m.a. fórum saman
upp á Fjallgarð í Fljótshlíðinni.
Ég bið góðan Guð að hugga
Björgu, börnin og barnabörnin á
erfiðri skilnaðarstund.
Minningin um ósérhlífinn, atorku-
saman góðan dreng mun lifa með
okkur öllum og hjálpa okkur að tak-
ast á við sorgina.
Guð blessi elskulegan bróður og
vin.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem)
Kveðja,
Ingibjörg (Inga).
Það er alltaf erfitt að kveðja. Nú
hef ég kvatt Hörð frænda minn
hinni hinstu kveðju.
Á slíkum tímamótum fer hugur-
inn af stað, leitar til baka og sækir
minningar. Þær eru sannarlega góð-
ar minningarnar frá Hvolsvelli, og
Stóragerði 14 hefur verið athvarf
mitt til lengri og skemmri tíma.
Reyndar man ég ekki eftir minni
fyrstu dvöl hjá Herði og Björgu, ég
var bara lítið barn þegar það var og
Jón Gísli og þær systur deildu for-
eldrum sínum með mér um tíma. Ég
efast ekki um að þar hef ég notið
hlýju og umhyggjusemi, eins og síð-
ar á lífsleiðinni. Amma og afi bjuggu
líka á Hvolsvelli og þar undi ég hag
mínum vel. Þar voru því tvö ástrík
heimili sem ég gat valsað á milli sem
barn og unglingur og allar götur
síðan hef ég haft sterkar taugar til
staðarins. Fleiri slík heimili bættust
við, Heiða frænka fór ung að búa og
ég passaði Halldór frænda minn eitt
sumar og bjó þá hjá ömmu en átti
einnig öruggt athvarf í Stóragerð-
inu. Síðar, og eftir að amma og afa
voru bæði látin, vann ég eitt sumar í
SS og þá bjó ég hjá Herði og
Björgu. Heimþrá gerði sjaldan vart
við sig á Hvolsvelli. Alltaf hef ég
fundið fyrir öryggi og væntumþykju
hjá þeim hjónum, Herði og Björgu.
Hörður traustur og ábyrgur og
Björg hlý og umhyggjusöm.
Hörður var maður sem ég leit
upp til. Hann var vel að sér um mál-
efni líðandi stundar, fróður um land
og þjóð og vinnusamur. Hörður var
líka glettinn og hlátur hans var
smitandi. Umfram allt hafði Hörður
góða nærveru og í seinni tíð hafði ég
óskaplega gaman af að spjalla við
hann um hin ýmsu mál, sérstaklega
þegar við náðum okkur vel á strik í
samræðunum. Þegar horft er til
baka eru það líka þessu litlu atriði
sem skipta máli. Ég man hvað mér
fannst gaman að koma og skoða
myndirnar hans og myndbönd. Það
var á tíðum ævintýri líkast og ekki
spillti fyrir ánægja hans sjálfs við
myndasýningarnar. Einnig eru mér
minnisstæðar heimsóknir undanfar-
in ár, t.d. í mínu (nokkuð) árlega or-
lofi á Hvolsvöll með dóttur minni,
þar sem Hörður hafði augljóslega
unun af að fylgjast með þeirri stuttu
vinna bug á feimninni í nærveru
þeirra hjóna, leika sér á eldhúsgólf-
inu eða tína grænjaxlana af rifs-
berjatrjánum í garðinum. Hvers-
dagslegir atburðir sem þó verða að
dýrmætum minningabrotum á
kveðjustund sem þessari.
Elsku Björg mín, Heiða, Kristín,
Jón Gísli og fjölskyldur. Megi góður
guð vera með ykkur í sorginni, leiða
ykkur og styrkja.
Arnheiður Hjörleifsdóttir.
Hörður Björnsson
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
JÓNÍNA JÓHANNA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Adda Massa,
Hlíf II – Ísafirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði þriðjudaginn
24. ágúst.
Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
4. september kl. 14.00.
Helga Sveinbjarnardóttir, Kristján Kristjánsson,
Kristján Sveinbjörnsson,
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Selma Antonsdóttir,
Berta Sveinbjarnardóttir, Auðunn Hálfdanarson,
Halldór Sveinbjörnsson, Helga Einarsdóttir,
Marzellíus Sveinbjörnsson, Margrét Geirsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elsku eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HALLDÓR BERGSTEINSSON
leigubílstjóri,
Engjasel 11,
Reykjavík,
lést á heimili sínu að morgni sunnudagsins
29. ágúst.
Jarðarförin fer fram frá Kristskirkju, Landakoti,
mánudaginn 6. september kl. 13.00.
Ofelia B. Bergsteinsdóttir,
Rúnar G. Halldórsson, Marcy C. Estioco,
Guðrún Ásta Halldórsdóttir,
Bjarni Á. Halldórsson, Sigurbjörg Dís Konráðsdóttir,
John Joe Halldórsson, Lea Balana,
Kristófer Fermin Halldórsson,
Kristinn Guðberg Halldórsson
og afadætur.