Morgunblaðið - 01.09.2010, Síða 18

Morgunblaðið - 01.09.2010, Síða 18
18 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2010 Hugmyndasmiðjan New Economics Fo- undation (NEF) birti skýrslu í júlí um, hvernig fiskveiðistefnu ESB er háttað á grundvelli neyslu ESB á fiski samanborið við eigin fiskveiðar. (Skýrsluna má nálgast hér: http://www.newe- conomics.org/ publications/fish- dependence). Niðurstöður skýrslunnar eru, að fiskstofnar ESB séu í fádæma lélegu ásigkomulagi samtímis sem neysla á fiskafurðum innan sambandsins eykst jafnt og þétt. ESB hefur tekist að halda uppi neyslunni með eigin fiskveiðum á fjarlægum höfum ásamt innflutningi fiskafurða. Skýrslan sýnir, hvernig ESB verður sífellt háðari fiskafurðum, sem veiddar eru í höfum annarra landa. Skýrslan bendir einnig á leiðir til að vernda endurnýjun fiskstofna í heiminum. Skýrslan bendir á, að samkvæmt grænbók framkvæmdastjórnar ESB eru 88 % af fiskstofnum ESB ofveidd og ná ekki sjálfbærri endurnýjun og af þeim eru 30 % í beinni útrýming- arhættu. Landanir fiskflota ESB eftir veiðar í Miðjarðar- og Atlants- hafi hafa dregist saman um 30% sl. áratug. Ef sama þróun heldur áfram benda sumir fiskifræðingar á, að arðbærum fiskveiðum ljúki árið 2048 (sjá töflu Fiskineysla á íbúa aðildarríkja ESB). Íbúar ESB neyta fisks í ríkari mæli en áður og langtum meira en fiskimið þeirra leyfa. Árið 2006 veiddi ESB um 5,4 milljónir tonna af fisk á meðan neyslan var rúmar 9,4 milljónir tonna. Með- alneysla Evrulandanna 15 er 63% yfir með- alfiskneyslu í heim- inum. Portúgal, Spánn, Frakkland og Finnland neyta 37% af heildarneyslu E15. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna spáir aukinni neyslu fiskafurða í framtíðinni. Til að mæta minnkandi fisk- stofnum heima fyrir hefur ESB í sí- auknum mæli veitt fisk í öðrum höf- um. Árið 2006 var EU með 718 togara fiskiflota við slíkar veiðar og áttu Spánverjar um helming flotans. Aðrir togarar komu frá löndum eins og Frakklandi, Portúgal, Ítalíu, Lettlandi og Litháen. Þessar veiðar skilgreinast sem fiskafurðir frá ESB, þar sem flotinn tilheyrir ESB. Framleiðsla fiskafurða skiptist þannig að Evrulöndin 15 framleiða rúm 92% allra fiskafurða ESB. Þar ber hæst Spán, Frakkland, Ítalíu, Bretland, Grikkland og Írland. Til að sjá, hversu háð ESB er fiski frá höfum annarra landa, er fram- leiðslugetu aðildarríkja ESB borin saman við eigin neyslu fiskafurða. Skýrslan birtir dagsetningar, þegar viðkomandi ríki hættir að geta fram- leitt fyrir eigin fiskneyslu sinni. Eft- ir dagsetninguna er ríkið háð fisk- afurðum frá öðrum. Fundið er meðaltal fyrir ESB og dagsetning sambandsins, þegar ESB verður háð veiðum úr höfum annarra landa mið- að við sömu neysluvenjur. Hvert land, sem framleiðir meira en það þarf sjálft, fær þannig hærri stuðul en einn. Að sama skapi fær hvert land, sem framleiðir minna en það neytir, stuðul sem er lægri en einn. Með því að deila neyslunni nið- ur á 365 daga ársins fást þannig dag- setningar, þar sem eigin fram- leiðslugetu landsins á fiskafurðum þrýtur og við tekur tímabil neyslu fiskafurða frá öðrum. Lokadagur eigin fiskfram- leiðslu innan aðildarríkja ESB Síðastliðinn áratug hefur gengið mjög á fiskimið ESB og þörfin til að sækja fiskinn annað hafa aukist. Á sex árum hefur framleiðslugetan minnkað um tæpan mánuð frá rúm- um sjö mánuðum. Sé fiskeldi ekki talið með detta þrjár vikur til við- bótar burt. Eftir Gústaf Adolf Skúlason » Skýrslan bendir á, að samkvæmt grænbók framkvæmda- stjórnar ESB eru 88% af fiskstofnum ESB ofveidd … og af þeim eru 30% í beinni útrýmingarhættu. Gústaf Adolf Skúlason Fiskineysla á íbúa aðildarríkja ESB (árleg neysla í kg, árið 2005) Portúgal 55,6 Spánn 41,2 Litháen 36,8 Frakkland 35,3 Finnland 31,9 Malta 30,7 Svíþjóð 28,9 Lúxemborg 26,0 Belgía 24,9 Danmörk 24,7 Ítalía 24,7 Kýpur 23,2 Írland 22,5 Grikkland 21,2 Bretland 20,6 Holland 19,2 Eistland 16,4 Þýskaland 14,8 Austurríki 13,5 Lettland 12,4 Tékkaland 10,5 Slóvenía 9,6 Pólland 9,5 Slóvakía 8,1 Rúmenía 5,2 Ungverjaland 5,1 Búlgaría 4,2 ESB-15 25,6 Heimurinn 16,4 Lokadagur fiskframleiðslu innan aðildarríkja ESB Land 1990 1995 2000 2005 2006 EU27 - - 4. ágúst 25. júlí 9. júlí EU15 2. sept. 2. sept. 3. ágúst 24. júlí 9. júlí Austurríki 21. janúar 21. janúar 23. janúar 15. janúar 15. janúar Belgía - - 28. febrúar 20.mars 15. apríl Búlgaría - - 27. maí 27.mars 8. apríl Bretland 30. júlí 4. sept. 21. ágúst 23. ágúst 4. ágúst Danmörk >1 ár >1 ár 31. des. 7. nóv. 15. okt. Eistland - - >1 ár >1 ár >1 ár Finnland 9. ágúst 23. ágúst 13. sept. 2. sept. 5. sept. Frakkland 6. sept. 26. júlí 25. júlí 20. júní 20. júní Grikkland 20. ágúst 4. sept. 29. ágúst 6. ágúst 28. ágúst Írland >1 ár >1 ár >1 ár >1 ár >1 ár Ítalía 29. júní 22. júní 24.maí 5. maí 6.maí Kýpur - - 27. okt. 19. febrúar 7. apríl Króatía - - - 15. júlí 20. ágúst Lettland - - >1 ár >1 ár >1 ár Litháen - - 1. janúar 30.mars 27.mars Malta - - >1 ár Óskilgr* Óskilgr* Holland >1 ár 20. nóv. >1 ár >1 ár >1 ár Pólland - - 13. júlí 30. júní 20. júlí Portúgal 8. júlí 20.maí 16.mars 11. febrúar 2. apríl Rúmenía - - 28.mars 14. febrúar 20. febrúar Slóvakía - - 27. janúar 4. febrúar 7. febrúar Slóvenía - - 17. mars 6. sept. 26. febrúar Spánn 18. júní 26.maí 28.maí 6.maí 10.maí Svíþjóð 11. nóv. >1 ár >1 ár >1 ár >1 ár Tékkaland - - 25. apríl 25. apríl 9. maí Ungverjaland - - 2. maí 19.maí 26. júní Þýskaland 30. apríl 18. apríl 13. apríl 3. júní 5. maí Ásælni ESB í fisk annarra landa Borist hafa fréttir af því að samgöngu- yfirvöld ætli að láta opnun Héðinsfjarðarganga í október koma niður á flugleiðinni milli Reykjavíkur og Sauðárkróks án þess að sveitarstjórnir Skagafjarðar og Fjallabyggðar séu hafðar með í ráðum. Þessi ákvörðun getur valdið því að samgönguráðherra lendi í útistöðum við Skagfirðinga sem ekki láta bjóða sér svona framkomu. Ef þingmenn Norðvesturkjördæmis neita að taka þetta mál upp í samgöngunefnd Al- þingis geta kjósendur þeirra snúist gegn þeim. Þingmenn Norðaustur- kjördæmis sem vilja leiða umferðina milli Reykjavíkur og Akureyrar fram hjá Varmahlíð og Blönduósi telja það sjálfsagt að samgönguyfirvöld noti opnun Héðinsfjarðarganga næsta haust sem vopn gegn þessu hags- munamáli Skagfirðinga án þess að tvíbreið jarðgöng undir Siglufjarðar- skarð og uppbyggður vegur yfir fjör- urnar í Haganesvík verði á dagskrá næstu fjóra áratugina. Opnun jarð- ganganna norður á Tröllaskaga segir ekkert að samgönguráðherra geti skrifað dánarvottorð á Sauðár- króksflugvöll. Íbúar Fjallabyggðar samþykkja aldrei að fljúga frekar frá Akureyrarflugvelli til Reykjavíkur á meðan slysahættan norðan Dalvíkur er alltof mikil. Fyrr standa Skagfirð- ingar uppi sem sigurvegarar. Miklu máli skiptir að tryggðar verði á næstu árum öruggar flug- samgöngur til þeirra staða sem enn búa við ótryggar vegasamgöngur á meðan takmarkað fjármagn er til vegaframkvæmda sem samgöngu- ráðherra lofaði eftir kosningarnar 2007. Engin svör fást þegar áhyggjufullir heimamenn spyrja alla landsbyggðarþingmenn hvernig þessum sam- göngubótum verði for- gangsraðað og hvað þeir þurfi að bíða lengi. Óhjá- kvæmilegt er að Sauð- árkróksflugvöllur upp- fylli hertar öryggiskröfur ef upp koma neyðartilfelli sem þyrlur geta ekki sinnt, þá er fljótlegra að treysta á sjúkraflugið frá Ak- ureyrarflugvelli. Það gengur ekki að þeir sem ferðinni ráða fari sínu fram og ákveði endalok Sauðárkróks- flugvallar með þeim falsrökum að engin umferð sé um þennan flugvöll án þess að sveitarstjórn Skaga- fjarðar og Fjallabyggðar og fái tæki- færi til að mótmæla þessari fram- komu. Best væri að ráðherra sveitar- stjórnarmála svaraði því hvort það sé dýrara fyrir íslenska ríkið að styrkja áfram flugsamgöngurnar milli Reykjavíkur og Sauðárkróks ef það getur mokað 17-20 milljörðum króna í hin umdeildu Héðinsfjarðargöng sem lent hafa í kostnaðarsömum málaferlum. Samgönguráðherra mætti kynna sér þörfina á nýjum tví- breiðum jarðgöngum undir Siglu- fjarðarskarð vegna slysahættunnar vestan einbreiðu Strákaganganna ef hann telur þessa umdeildu jarð- gangagerð inn í Héðinsfjörð breyta miklu fyrir byggðir Skagafjarðar. Svo einfalt er það ekki á meðan engin veggöng milli Siglufjarðar og Fljóta verða á dagskrá næstu áratugina. Ráðherra samgöngumála ætti að svara því hvort óhjákvæmilegt yrði að taka aftur upp flugferðir milli Siglufjarðar og Reykjavíkur ef aur- skriður sunnan Múlaganganna og vestan Strákaganganna eyðileggja allar vegasamgöngur nýja sveitarfé- lagsins á Tröllaskaga við byggðir Eyjafjarðar og Skagafjarðar þegar Vegagerðin hafnar beiðni heima- manna í Fjallabyggð um snjómokst- ur á Lágheiði yfir vetrarmánuðina. Það mætti þingmaður Siglfirðinga í samgönguráðuneytinu kynna sér áð- ur en Skagfirðingar verða sviptir öll- um flugsamgöngum sem skipta þá líka miklu máli eins og Eyfirðinga. Árið 1986 börðust fyrrverandi þing- menn Norðurlands eystra gegn upp- byggingu Sauðárkróksflugvallar. Sex árum síðar var ákveðið í tíð Halldórs Blöndal þáverandi samgöngu- ráðherra að byggja varaflugvöllinn á Egilsstöðum. Þá vildi Steingrímur J Sigfússon fá flugvöllinn til Akureyr- ar. Eldgosið á Fimmvörðuhálsi sem tók sinn toll og skapaði mikil vand- ræði á Suðurlandi, Vesturlandi, og á Reykjavíkur- og Keflavíkurflugvelli vekur spurningar um hvort það sé of lítið að vera með utan höfuðborgar- svæðisins aðeins tvo varaflugvelli sem eru á Akureyri og Egilsstöðum. Breytilegar vindáttir í háloftunum sem enginn sá fyrir ollu því að óhjá- kvæmilegt var að beina farþegaþot- unum á leið frá Evrópu og Banda- ríkjunum inn á Akureyrarflugvöll og til Egilsstaða þegar talið var alltof áhættusamt að lenda þeim í Vatns- mýrinni og á Keflavíkurflugvelli. Spurningin er hvort það þurfi líka þriðja varaflugvöllinn á Sauðárkrók ef annað eldgos stöðvar aftur flug- umferðina á suðvesturhorninu. Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson » Spurningin er hvort það þurfi líka þriðja varaflugvöllinn á Sauð- árkrók ef annað eldgos stöðvar flugumferðina á suðvesturhorninu. Höfundur er farandverkamaður Dánarvottorð skrifað á Sauðárkróksflugvöll Hjóna- og para- námskeiðið „Barnið komið heim“ hefur verið haldið í Reykja- vík, Kópavogi og Reykjanesbæ og al- mennt hlotið góðar undirtektir þeirra 180 para sem það hafa sótt. Námsefnið er byggt á niðurstöðum áratuga langra bandarískra rannsókna und- ir stjórn hjónanna og sálfræðing- anna dr. Johns og dr. Julie Gott- man. Þau eru líklega eitt þekktasta meðferðarpar okkar tíma, vel kunn fyrir störf sín bæði meðal fræði- manna, fagfólks og bandarísks al- mennings og reka saman Tengsla- rannsóknarstofnunina, The Relationship Research Institute, í Seattle. Rannsóknir þeirra hafa sýnt að 66,5% foreldra upplifa að gæði parasambandsins dali á fyrstu þremur árum eftir fæðingu fyrsta barns en af þeim hjónum/pörum sem sóttu námskeiðið „Barnið kom- ið heim“ upplifðu aðeins 22,5% að gæði parasambandsins minnkuðu eftir fæðingu barns. Önnur jákvæð niðurstaða rannsókna þeirra er að bæði feður og mæður sem sóttu námskeiðið voru næmari fyrir þörf- um barnanna og brugðust betur við þeim. Þetta átti sérstaklega við um feðurna. Börnin sýndu einnig merki um minni streitu og brostu meira. Þriðja hjólið Gottmanhjónin telja að mestu já- kvæðu sé hægt að koma til leiðar í fjölskyldum í upphafi foreldra- hlutverksins og með það að leið- arljósi er námskeiðið hannað fyrir verðandi foreldra og foreldra ungra barna. Þegar tveir verða þrír reynir með öðrum hætti á samskiptin. Við erum öll ólíkir einstaklingar, með ólíkar þarfir og því eðlilegasti hlutur í heimi að geta lent í ágrein- ingi við maka sinn. Hvernig við tök- um á því og vinnum úr ágreiningi er það sem skiptir máli. Hvaða líkam- legu, félagslegu og tilfinningalegu umgjörð við sköpum börnunum okkar er ekki síður mikilvægt. Markmiðið með námskeiðinu er að gera breytinguna úr pari í foreldra og fjölskyldu ánægjulega fyrir alla hlutaðeigandi. Þetta er gert með því að leggja samhliða áherslu á styrkingu parsambandsins og sam- skipti foreldra og barna. Hvernig? Á námskeiðinu er fjallað um breyt- ingarferlið við að verða foreldrar, hvernig hægt er að styrkja parsam- bandið, aðferðir við að leysa úr ágreiningi, uppbyggilega tengsla- myndun og samskipti ungabarns og foreldra, að ógleymdu mikilvægu hlutverki feðra í umönnun barna sinna. María Vigdís Kristjánsdóttir sér- kennari, cand.mag. í ensku og bók- menntafræðum og MA í þýðing- arfræðum, hefur íslenskað lesefni námskeiðsins, en auk þess hafa eft- irtaldir sérfræðingar lesið efnið yfir og gefið góð ráð. Þessir aðilar eru: Anna Valdimarsdóttir sálfræð- ingur, Ingólfur Sveinsson geðlækn- Ástin og börnin Eftir Heru Ósk Einarsdóttur og Ólaf Grétar Gunnarsson Hera Ósk Einarsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.