Morgunblaðið - 01.09.2010, Side 26
26 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2010
Orð dagsins: Já, gæfa og náð fylgja
mér alla ævidaga mína, og í húsi
Drottins bý ég langa ævi. (Sálm. 23, 6.)
Víkverji veltir því oft fyrir sér þeg-ar hann sér vörur á afslætti í
verslunum hvort þær hafi nokkurn
tímann verið seldar fullu verði. Það er
ávallt nóg af tilboðum, en hvað er ver-
ið að bjóða? Víkverji tók til dæmis
eftir því um daginn að lítrafernur af
kókómjólk voru á tilboði. Það tilboð
virðist ekki hugsað til skamms tíma, í
það minnsta er prentað á fernuna
með svörtum stöfum á gulum grunni:
„Tilboð.“ Verðið er þó ekki prentað á
fernuna og í raun stendur ekkert um
um hvað tilboðið snýst. En ekki á að
fara á milli mála að varan er á varan-
legu tilboði. Og þá vaknar spurningin
hvenær tilboð hættir að vera tilboð –
nema þá að allt, sem er til sölu, sé á
tilboði; sé boðið til sölu. En þá er nátt-
úrlega óþarfi að prenta orðið tilboð á
pakkninguna – og Víkverji enn einu
sinni kominn í hring og orðinn rugl-
aðri í ríminu en þegar hann byrjaði að
skrifa.
x x x
Stundum er sagt að óþarfi sé aðlaga það, sem ekki er bilað. Nú
hefur Útlendingastofnun ákveðið að
þeir, sem hyggist sækja um dvalar-
leyfi hér eftir að hafa búið fimm ár
eða lengur í Bandaríkjunum, þurfi að
skila inn sakavottorði frá bandarísku
alríkislögreglunni í stað þess að fá
það hjá staðbundnum stofnunum
þeirra ríkja, sem viðkomandi ein-
staklingar koma frá. Í frétt Morgun-
blaðsins á laugardag kom fram að
þetta gæti tekið átta til 12 vikur og
gæti biðtíminn haft í för með sér að
íslensk körfuknattleikslið gætu ekki
fengið til sín leikmenn frá Bandaríkj-
unum. Þarna er kerfi, sem hefur verið
sveigjanlegt, gert ósveigjanlegt með
einu pennastriki. Staðreyndin er að
frambærilegir körfuknattleiksmenn
líta ekki á Ísland sem fyrsta kost og
ólíklegt að þeir séu tilbúnir að binda
sig að vori á þeim kjörum, sem hér
bjóðast, og loka þannig á að þeir kom-
ist að annars staðar eins og Kristján
Jónsson blaðamaður bendir á í grein-
inni. Víkverji telur þetta dæmi um
það hvernig kappsamir embættis-
menn geta sett strik í reikninginn
þegar þeir fara að laga það, sem er
ekki bilað.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 snjódyngja, 4
fjall, 7 krúsar, 8 kvíslin, 9
guð, 11 heimili, 13 bylur,
14 gyðja, 15 ekki margt, 17
borðar, 20 op, 22 slitna, 23
glerið, 24 ákveð, 25 kveð-
skapur.
Lóðrétt | 1 brotlegur, 2 eng-
an undanskilinn, 3 dæld, 4
ósoðinn, 5 náðhús, 6 hitt, 10
fiskinn, 12 óþrif, 13 liður, 15
láta af hendi, 16 skollar, 18
oft, 19 gyðju, 20 vegg, 21
tryggur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 kotungana, 8 fágað, 9 syfja, 10 aki, 11 túlar, 13
neita, 15 lítil, 18 hrósa, 21 aur, 22 skarn, 23 arinn, 24
strákling.
Lóðrétt: 2 orgel, 3 urðar, 4 gisin, 5 nefni, 6 eflt, 7 gata, 12
api, 14 err, 15 losa, 16 trant, 17 Langá, 18 hrafl, 19 ósinn,
20 agns.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
1. september 1910
Kveikt var á gasljósum í fyrsta
sinn á götum bæjarins. „Marg-
ir bæjarbúar þustu út á götu
með blað og bók í hendi. Þeir
vildu reyna hvort lesbjart yrði
við ljóskerin,“ segir í end-
urminningum Knud Zimsen
borgarstjóra.
1. september 1930
Kvikmyndahúsin í Reykjavík
hófu sýningar talmynda.
Gamla bíó sýndi Hollywood-
revíuna og Nýja bíó Sonny
Boy (The Singing Fool). Í
Morgunblaðinu var sagt að
mikil eftirvænting hefði ríkt
en „fæstir hafi skilið hvað sagt
var“.
1. september 1958
Fiskveiðilögsagan var færð úr
fjórum sjómílum í tólf. Bretar
virtu ekki útfærsluna og land-
helgisdeilum við þá lauk ekki
fyrr en vorið 1961.
1. september 1972
Fiskveiðilögsagan var færð út
í 50 sjómílur. Bretar féllust
ekki á útfærsluna fyrr en
haustið 1973.
1. september 1972
Bobby Fischer, 29 ára Banda-
ríkjamaður, sigraði Rússann
Boris Spassky í heimsmeist-
araeinvíginu í skák í Reykja-
vík með 12½ vinningi gegn 8½.
„Einvígi aldarinnar“ hafði þá
staðið í sjö vikur.
1. september 2001
Landslið Íslands í knattspyrnu
vann Tékka, eitt sterkasta lið
heims, á Laugardalsvelli með
þremur mörkum gegn einu.
„Þetta er stærsti sigur lands-
liðsins til þessa,“ sagði í frétt-
um Stöðvar 2.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist …
„Ég er nú staddur þessa stundina á Spáni, ég
ákvað að vera að heiman á afmælinu. Sömu sögu
er að segja af fimmtugsafmælinu mínu en þá var
ég í Hollandi. Ég hélt hins vegar upp á fertugs-
afmælið mitt á sínum tíma með því að gifta mig en
þess utan hef ég eiginlega ekki haldið upp á af-
mælið mitt svo heitið geti,“ segir Þröstur Haralds-
son blaðamaður, en hann er sextugur í dag.
Þröstur kom til Spánar á laugardaginn og dvel-
ur þar í litlum bæ sunnan við Sevilla ásamt eigin-
konu sinni, systur og mági og dóttur þeirra. Ætl-
unin er að vera þar næstu tvær vikurnar.
Afmælisdeginum verður eytt í Sevilla þar sem margt áhugavert er að
skoða, ekki síst frá þeim tíma er Márar réðu ríkjum á stórum hluta
Spánar áður en þeir voru hraktir þaðan endanlega í lok 15. aldar. Þá
var Sevilla um aldir ein helsta hafnarborg Spánverja og þaðan sigldi
Kristófer Kólumbus áleiðis til Ameríku árið 1492.
„Mágur minn er sagnfræðingur og mikill áhugamaður um menn-
ingu Máranna og vill m.a. meina að trúbadorarnir eigi uppruna sinn
að rekja til tíma þeirra á Spáni. Og þetta ætlum við allt saman að
skoða núna,“ segir Þröstur. hjorturjg@mbl.is
Þröstur Haraldsson er sextugur í dag
Afmælinu fagnað í Sevilla
Reykjavík
Leon Bjartur
fæddist hinn
12. mars kl.
01.01. Hann vó
4.210 g og var
55 cm langur.
Foreldrar hans
eru Ásta Sól
Kristjánsdóttir
og Arngrímur
Baldursson.
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Hæfileikar þínir til að fylgja leiðbein-
ingum nákvæmlega gera lífið betra. Þú ert á
réttum stað í lífinu.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú átt ekki gott með að hafa stjórn á
tilfinningum þínum í dag. Þú þarft að leggja
töluvert á þig til að sannfæra aðra um ágæti
hugmyndar þinnar.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Innsæi þitt er þér dýrmætara en
margt annað. Óvænt útgjöld skjóta upp koll-
inum.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Reyndu að standast allar út-
gjaldafreistingar, því þú þarft á öllu þínu að
halda sem stendur. Að reyna að réttlæta
gjörðir þínar mun bara veikja stöðu þína.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þú ert í skapi til að láta ljós þitt skína
en þarft þó ekki að ganga fram af fólki. Ein-
hvers konar endurnýjun er nauðsynleg þótt
engar stórbreytingar eigi sér stað.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Það er mikilvægt að þú gerir þér
grein fyrir því að ekki er allt sjálfgefið í
þessum heimi. Notaðu viljastyrk þinn ekki
bara fyrir sjálfa/n þig heldur líka í annarra
þágu.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þú heldur ró þinni. Segðu fólki að þú
þurfir að fá að hugsa málin um stund.
Óvænt heimsókn gleður þig.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú átt þýðingarmikið samtal við
vin í dag. Leggðu þitt af mörkum með því að
sýna skilning og umburðarlyndi.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú átt það svo sannarlega inni
að líta upp úr dagsins önn og gleðjast með
vinum og vandamönnum. Leitaðu leiða til að
breyta þessu með hjálp góðra manna.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Þér líður eins og þú syndir á móti
straumnum í dag. Leyfðu því að gerast.
Sinntu skyldum þínum án þess að hafa
áhyggjur af kostnaði.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Óreiða á heimili er líkleg vegna
flutninga, endurbóta eða ættingja sem kom-
ið hafa í heimsókn. Farðu í gönguferð til að
róa hugann.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Þegar þú ert viðkvæm/ur fyrir við-
brögðum skaltu athuga hvaðan þau koma.
Þú vekur athygli fyrir hreinskilni þína.
Stjörnuspá
Sudoku
Frumstig
2 1 3 6
3
7 9 4
8 1
2
4 6 1
6 8 4 3 9 2
9 2 6 3
9 7
5 2 7 8
6
8 9 3 6
5
9 6 3
7
2 3
5 4 9
3 6 8 2 4
9 3 7
3 5 1
6 4 2
2 5 1
1 6
8
7
9 3 4
4 8 6
5 1 2 3 6 9 7 8 4
7 8 3 4 2 5 6 9 1
4 6 9 1 8 7 2 5 3
6 9 4 7 5 3 1 2 8
3 5 1 8 4 2 9 6 7
8 2 7 6 9 1 3 4 5
2 7 5 9 3 8 4 1 6
9 3 6 5 1 4 8 7 2
1 4 8 2 7 6 5 3 9
3 9 8 5 4 6 2 7 1
7 2 4 9 3 1 6 8 5
1 5 6 2 7 8 3 4 9
4 1 9 6 5 7 8 2 3
8 6 3 1 9 2 4 5 7
5 7 2 4 8 3 9 1 6
6 4 1 7 2 9 5 3 8
2 3 7 8 6 5 1 9 4
9 8 5 3 1 4 7 6 2
8 4 2 1 3 7 5 9 6
1 3 9 6 2 5 4 8 7
7 6 5 8 9 4 2 1 3
2 9 3 5 1 6 8 7 4
6 1 8 4 7 3 9 2 5
4 5 7 9 8 2 3 6 1
3 2 1 7 5 9 6 4 8
5 7 6 2 4 8 1 3 9
9 8 4 3 6 1 7 5 2
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður
að gerast þannig að hver
níu reita lína bæði lárétt
og lóðrétt birti einnig töl-
urnar 1-9 og aldrei má tví-
taka neina tölu í röðinni.
Í dag er miðvikudagur 1. september,
244. dagur ársins 2010
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 g6 2. d4 Bg7 3. Rc3 d6 4. Be3 a6 5.
Dd2 Rd7 6. 0-0-0 b5 7. f3 Bb7 8. h4 h5
9. g4 hxg4 10. Bg2 Rgf6 11. Hf1 c5 12.
dxc5 dxc5 13. f4 b4 14. Rd5 Rxd5 15.
exd5 Rb6 16. Bxc5
Staðan kom upp á Politiken Cup, al-
þjóðlegu móti í Kaupmannahöfn. Ís-
lenski stórmeistarinn Henrik Dani-
elsen (2.514) hafði svart gegn
Dananum Erlend Kyrkjebø (1.922).
16. … Bxb2+! 17. Kb1 Bc3 18. De2
Rxd5 19. Hd1 e6 og hvítur gafst upp.
Henrik fékk 7½ vinning af 10 mögu-
legum og lenti í 5.-16. sæti af 292 kepp-
endum. Hann tapaði engri skák í
mótinu og vegna frammistöðu sinnar
mun hann hækka um sex elóskákstig.
Fyrir utan Henrik tefldu Íslending-
arnir Guðmundur Gíslason (2.351),
Bragi Halldórsson (2.253) og Bjarni
Jens Kristinsson (2.044) á mótinu.
Svartur á leik
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Uglan Meyer.
Norður
♠DG1065
♥–
♦DG954
♣KD5
Vestur Austur
♠92 ♠43
♥10872 ♥KDG943
♦K102 ♦83
♣10864 ♣973
Suður
♠ÁK87
♥Á65
♦Á76
♣ÁG2
Suður spilar 6♠.
Jean-Paul Meyer, ritstjóri franska
bridsblaðsins, sat sem oft áður að baki
félaga sinna í franska landsliðinu í leit
að efni. Í þetta sinn horfði hann yfir
axlir Michels Perrons í norður. Makk-
er Perrons og nafni, Michel Lebel,
vakti á 2G (20-22). Perron yfirfærði í
spaða með 3♥ og austur doblaði út-
spilsvísandi. Lebel stökk í 4♠ til að
sýna hámarksmóttöku og slemmu-
áhuga. Hvað á norður nú að gera?
Meyer bjóst við fyrirstöðusögn á
borð við 5♣ eða 5♥, en Perron kom
honum á óvart með því að segja 5♦.
Þannig vildi hann fá hjartastöðuna á
hreint. Án fyrirstöðu í hjarta yrði suð-
ur að segja 5♠. Þá var ætlun Perrons
að skjóta á 7♠ í þeirri trú að suður ætti
öll lykilspilin: ♠ÁK, ♦ÁK og ♣Á. Í
reynd sagði Lebel 5♥ og Perron lét 6♠
duga.
Nýirborgarar
Flóðogfjara
1. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 4.28 1,2 10.49 3,2 17.06 1,4 23.15 2,9 6.11 20.46
Ísafjörður 6.34 0,6 12.46 1,7 19.10 0,8 6.08 20.58
Siglufjörður 3.05 1,1 8.53 0,5 15.13 1,2 21.33 0,5 5.51 20.41
Djúpivogur 1.27 0,6 7.42 1,8 14.05 0,8 19.52 1,6 5.38 20.17
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar
í Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda
mynd af barninu með upplýsingum
um fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig
má senda tölvupóst á barn@mbl.is