Morgunblaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 20
20 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2010
✝ Steinn Þ. Steins-son, fyrrverandi
héraðsdýralæknir,
fæddist í Reykjavík 4.
febrúar 1931. Hann
lést hinn 24. ágúst
2010, 79 ára að aldri.
Foreldrar hans
voru Þorkell Steins-
son lögregluvarð-
stjóri, f. 27. nóvember
1897, d. 21. ágúst
1983, og Margaret
(Rita) Ritcie Steinsson
verslunarstjóri, f. 23.
júlí 1907, d. 25. febr-
úar 1976. Hún var frá Rosehearty í
Skotlandi.
Steinn varð stúdent frá Mennta-
skólanum í Reykjavík vorið 1952.
Hann varð fjórfaldur Íslandsmeist-
ari með meistaraflokki KR á „gull-
aldarárunum“ milli 1948 og 1952 og
hafði áður orðið Íslandsmeistari í öll-
um yngri flokkum. Veturinn 1952-
1953 stundaði Steinn nám í lækn-
isfræði við Háskóla Íslands, en
haustið 1953 hélt hann til Kaup-
mannahafnar og hóf þar nám í dýra-
lækningum við Den Kongelige Ve-
terinær- og Landbohøjskole. Eftir
lokaprófið árið 1959 var Steinn að-
stoðardýralæknir hjá Jóni Pálssyni á
urbjörg Guðmundsdóttir þroska-
þjálfi. Börn þeirra eru: a)
Guðmundur Vignir háskólanemi, f.
1975. Kona hans er Áslaug Jóels-
dóttir háskólanemi og dóttir þeirra
er Tinna Ýr; b) Rita Björk viðskipta-
fræðingur, f. 1981, maki Snorri
Jónsson framkvæmdastjóri. Dætur
þeirra eru Anna Rakel og Hildur
Katrín; c) Sandra Lind versl-
unarskólanemi, f. 1992. 2) Finna
Birna, f. 4. febrúar 1958, myndlist-
armaður og kennari. Maki Baldur
Hafstað prófessor. Börn þeirra eru:
a) Steinn Þ. Steinsson, f. 1977, marg-
miðlunarhönnuður (sonur Viðars
Sverrissonar). Kona hans er Sig-
urrós María Sigurbjörnsdóttir, f.
1985, BA í japönsku; b) Ragnheiður
Maren, f. 1982, háskólanemi, gift To-
biasi Welt taugalækni; c) Þorgerður,
f. 1983, hjúkrunarfræðingur og há-
skólanemi; d) Páll Ársæll, f. 1995,
nemi. 3) Friðrik, f. 12. september
1968, fiskeldisfræðingur. Fyrrver-
andi kona: Elisabeth Jansen, M.Sc. í
umhverfis- og auðlindafræði. Dætur
þeirra eru: a) Þorgerður Bettina, f.
1996, og b) Fríða Isabel, f. 1998. 4)
Þorkell, f. 12. september 1968, d. 30.
október 2005. Vistmaður á sambýl-
inu í Hafnarstræti á Akureyri.
Eftirlifandi vinkona Steins er
Bryndís Guðmundsdóttir.
Útför Steins Þ. Steinssonar fer
fram frá Fossvogskirkju í dag, 1.
september 2010, kl. 13.
Selfossi um skeið en
hélt svo til Kaup-
mannahafnar á ný og
starfaði við almenna
sýklafræði við Det Ve-
terinære Ser-
umlaboratorium. Árið
1960 var hann skip-
aður héraðsdýralækn-
ir í Skagafirði. Því
starfi gegndi hann í
tæp 30 ár en árið 1989
var honum veitt emb-
ætti héraðsdýralæknis
í Gullbringu- og Kjós-
arumdæmi sem hann
sinnti til ársins 1999. Hann stóð að
stofnun og byggingu Dýraspítalans í
Víðidal og vann þar í hlutastarfi um
nokkurra ára skeið, og þar lauk hann
farsælum starfsferli sínum.
Kona Steins (9. des. 1953) var
skólasystir hans úr menntaskóla,
Þorgerður Friðriksdóttir, f. 19. febr-
úar 1932, d. 22. janúar 1983. For-
eldrar hennar voru Friðrik Jónsson,
vörubifreiðarstjóri í Reykjavík, f.
1904, d. 1987, og Guðfinna Þorleifs-
dóttir frá Þverlæk í Holtum, f. 1905,
d. 1975. Þau Steinn og Þorgerður
eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1)
Þorsteinn, f. 11. febrúar 1954, sveit-
arstjóri á Vopnafirði. Maki Sig-
Elsku pabbi. Komið er að leiðarlok-
um; skilnaðarstundin getur oft verið
strembin, þegar væntumþykjan er
mikil. En svona er lífið og eins og þú
sagðir stundum; hvernig sem lífinu
reiðir af þá er eitt víst að það tekur
enda, bara spurningin hvenær. Hvert
stefnum við í lífinu og hvað viljum við
gera með þá möguleika sem lífið býð-
ur upp á? Það fer eftir því hvaða leið
er valin.
Kæri vinur, í þínu vali á lífsleiðinni
tel ég að þú hafir verið farsæll.
Heppnin stóð með okkur krökkun-
um þegar þú valdir þér lífsförunaut,
hana mömmu, Þorgerði Friðriksdótt-
ur, sem lést fyrir aldur fram aðeins 50
ára; blessuð sé minning hennar.
Minningin um uppvaxtarárin er
einungis góð. Fyrst í Danmörku þar
sem þú varst í dýralæknisnámi og síð-
an heima á Fróni og þá lengst af í
Skagafirði. Tíminn sem við áttum þar
var hreint út sagt yndislegur. Skag-
firðingar kunna svo sannarlega að lifa
lífinu. Þar lærðist okkur að maður er
manns gaman.
Mér eru sérstaklega minnisstæðar
allar ferðirnar sem ég fékk að fara
með þér í sveitina í vitjanir. Þarna
gafst tækifæri til þess að koma á
flesta bæi í Skagafirði og kynnast
flóru mannlífsins og bæjarnöfnunum.
Ferðin var líka oft nýtt til góðra sam-
skipta milli föður og sonar, þar sem
ræddir voru hlutir sem einungis er
gott að ræða þegar tveir eru á ferð.
Á 30 ára starfsferli í Skagafirði
henti margt, margvíslegar aðgerðir
voru framkvæmdar og ekki allar við
góðar aðstæður. Einn af sterkustu
eiginleikum þínum var einmitt áræði
til að takast á við flóknar aðgerðir og
reyna eitthvað sem jafnvel ekki hafði
verið reynt áður.
Í fersku minni er stundin þegar þú
komst heim úr vitjun frá Svaðastöð-
um. Ég var átta ára snáði þegar þetta
gerðist. Þú spurðir hvort mig langaði
ekki að eignast folald, ef svo væri
mætti ég ráða hvort það yrði hryssa
eða hestur. Ég hélt nú það og var
fljótur að segja að hryssa skyldi það
vera. Möguleikinn á að stækka stofn-
inn væri meiri með slíku vali. Hesta-
mennska mín hófst þarna með við-
skiptum milli þín og Friðriks á
Svaðastöðum.
Eitt af áhugamálum þínum var
stangveiði og áttum við þar margar
góðar stundir. Skemmtisögur af þeim
vettvangi mun ég geyma til betri
tíma; vísast verða þær ræddar hand-
an hafsins.
Samband okkar var mjög gott alla
tíð og er óhætt að segja að þar hafi
ekki einungis verið um að ræða sam-
band föður og sonar heldur vorum við
jafnframt bestu félagar. Þú varst
ákaflega ljúfur og góður persónuleiki
sem ávallt var hægt að treysta á. Af-
komendurnir löðuðust að þér fyrir
þessa hæfileika, enda sýndir þú mik-
inn áhuga á því sem hver og einn var
að gera og hafðir yndi af því að segja
unga fólkinu sögur og fræða það um
lífið og tilveruna.
Eftir að mamma lést eignaðist þú
góða vinkonu, Bryndísi Guðmunds-
dóttur, og hafið þið brallað marga
góða hluti saman og fyrir það ber að
þakka.
Pabbi minn. Ég vil að lokum þakka
þér fyrir allt.
Fas þitt og góðir hæfileikar munu
vera okkur sem eftir lifum ljósið og
vegvísirinn inn í framtíðina.
Þorsteinn og fjölskylda.
Þegar ég kynntist Steini Steinssyni
hafði hann sinnt dýralækningum í
Skagafirði í nærri 20 ár. Umdæmið
var gríðarstórt og hann var eini dýra-
læknirinn á svæðinu. Það mæddi því
oft mikið á honum, ekki síst þegar
ófærð var á vetrum, eða meðan sauð-
burðurinn stóð sem hæst. Hann gerði
þá margan keisaraskurðinn í bíl-
skúrnum á Bárustíg á Sauðárkróki,
og það gat komið fyrir að hraustustu
bændur fölnuðu og létu sig hverfa
þegar rist var á kviðinn á uppáhalds-
gripnum. En oftast lifðu bæði ærnar
og lömbin.
Á þessum gömlu og góðu árum var
Tóta, kona Steins, lykilmanneskjan í
rekstrinum. Hún sá um símavörsluna
og skilaboðin og var einnig alltaf til
reiðu að afgreiða lyf þegar bændur
bar að garði. Hún var óvenju listræn
og gerði heimilið og garðinn á Báru-
stíg að yndisreit og innréttaði síðan
glæsilegt hús þeirra hjóna í Háuhlíð.
En þá dimmdi í lofti. Tóta veiktist af
krabbameini og féll frá í blóma lífsins.
Allt fékk annan róm.
Í minningunni frá þessum tíma sé
ég Stein á hraðferð. Eftir vitjanir í
sveitina sást til hans í matvörubúðinni
eða á bílaverkstæðinu, en áður en við
var litið var hann kominn á sláturhús-
ið í eftirlitsferð. Eitt sinn kom hann í
Kýrholt í Viðvíkursveit í bráðavitjun,
en þegar hann hafði stöðvað bílinn var
hann óðara rokinn úr hlaði á ógnar-
hraða, og Bessi í Kýrholti vissi ekki
hvaðan á sig stóð veðrið. Steinn hafði
þá gleymt lækningatólunum heima.
Og mörg ferðin var farin til Akureyr-
ar, bæði þá og síðar, til að hitta soninn
Þorkel sem dvaldist þar á umönnun-
arheimili hjá einstöku fólki um árabil,
allt þar til hann lést árið 2005.
Steinn var með afbrigðum góður
sögumaður og stálminnugur, og á
góðri stund átti hann það til að bregða
sér í gervi sögupersóna sinna, enda
góður leikari. Allt of fáar af sögum
hans hafa verið skráðar og lifa þær nú
aðeins í stopulu minni okkar sem
kynntumst honum best.
Með fáguðu og hlýlegu fasi vann
dýralæknirinn sér traust og virðingu
samferðamanna sinna. Vissulega var
stíll yfir Steini. Hann var jafnan vel
klæddur og léttur í hreyfingum; og
hann dansaði manna best. En ekki
barst hann á og aldrei tranaði hann
sér fram. Ósjálfrátt varð hann þó mið-
punktur samkomunnar.
Það var líka bjarmi yfir íþróttaferli
hans. Aðeins 17 ára hafði hann orðið
Íslandsmeistari með KR í knatt-
spyrnu og síðan aftur þrisvar næstu
árin. Um þetta talaði hann þó ekki
sjálfur, en honum þótti eins og Skalla-
Grími gott að ræða um „aflraunir og
leika“. Síðustu baráttuna háði hann
með slíkri reisn að við gerðum okkur
ekki grein fyrir hve veikur hann var
orðinn þegar hann loksins ákvað að
fara á sjúkrahús. Þar dvaldi hann ein-
ungis vikutíma og var með fullri rænu
til síðasta dags.
Ég minnist tengdaföður míns með
miklu þakklæti. Marga ánægjustund
áttum við saman allt frá því við kynnt-
umst fyrst. Minningin um öðlinginn
og snillinginn yljar okkur sem eftir
lifum.
Baldur Hafstað.
Elsku vinur okkar Steinn Steins-
son hefur kvatt okkur í hinsta sinn og
svo ótal margt rennur í gegnum hug-
ann en fyrst og fremst þakklæti fyrir
að hafa fengið að njóta vináttu hans í
öll þessi ár.
Þakklæti fyrir allar samverustund-
irnar, fyrir ferðalögin, fyrir allan
áhugann sem hann sýndi okkur og því
sem við vorum að gera.
Steinn var fróður um svo margt og
óþreytandi að miðla visku sinni til
yngri kynslóðarinnar og þar kom í
ljós þolinmæðin sem hann átti svo
ríkulega af.
Að fá að fara með Steini afa að taka
á móti kálfi og fá að hjálpa til er
ógleymanlegt fyrir borgarbörn. Allar
ævintýraferðirnar í sveitina, t.d. þeg-
ar Steinn var búinn að fela peninga
víðs vegar í holtinu og svo var farið í
fjársjóðsleit. Þessu gleyma börn aldr-
ei en svona var hann, alltaf til í allt og
aldrei var neitt of mikil fyrirhöfn.
Steinn hafði mjög gaman af ljóðum
og las oft fyrir okkur ljóð enda var
hann með djúpa og fallega rödd sem
við eigum eftir að sakna að fá að
heyra.
Það verður okkur ógleymanlegt að
hann gat farið með okkur í nokkurra
daga ferðalag í sumar og þrátt fyrir
að vera sárþjáður lét hann á engu
bera, var kátur og skemmtilegur og
fór meira að segja í fótbolta með
börnunum.
Steinn var einstakur maður, glæsi-
legur, skemmtilegur, hlýr en umfram
allt góðmenni sem kom fram við alla
stóra og smáa af virðingu.
Við hefðum viljað hafa Stein miklu
lengur hjá okkur en við vitum að nú er
hann á betri stað og laus við allar
þrautir.
Minningarnar um Stein munum við
geyma í hjörtum okkar og við vitum
að vináttan við hann hefur gert okkur
að betri manneskjum.
Elsku mamma, Finna Birna, Þor-
steinn, Friðrik og aðrir ástvinir, við
biðjum góðan Guð að styrkja ykkur
og vottum ykkur okkar dýpstu sam-
úð.
Rósa, Óli og fjölskylda.
Ég kynntist Steini á mínum há-
skólaárum, þá rúmlega tvítugur, í
framhaldi af kynnum móður minnar
og Steins sem þá var á sínum besta
aldri. Minningin er mér kær er ég
heimsótti Stein á heimili hans á Sauð-
árkróki og þær góðu samverustundir
sem við áttum við útreiðar og veiði-
skap. Auk þess að fara með dýra-
lækninum Steini í vitjunarferðir á bæi
sem er mér minnisstætt og skynjaði
þá hversu vel liðinn hann var.
Lífsgleiði einkenndi Stein og ein-
muna hæfileiki til að umgangast fólk
sem nýttist honum vel í starfi sem og
leik. Sem dýralæknir var hann ávallt
boðinn og búinn að sinna hrossum
sem við fjölskyldan höfum haldið í
gegnum árin. Stangveiðar voru hans
yndi og má ég þakka honum það litla
sem ég hef kynnst stangveiði, því ekk-
ert var sjálfsagðara hjá Steini en að
taka mig með dag og dag í veiði og
leiðbeina. Óhætt er að segja að það
hafi verið mikið gæfuspor fyrir fjöl-
skylduna og stórfjölskylduna að eign-
ast Stein fyrir góðan vin í aldarfjórð-
ung. Sonum okkar Guðrúnar þótti
mjög vænt um Stein og ófáar stund-
irnar sem þeir gleymdu sér við spjall
eða fótboltaáhorf, enda Steinn KR-
ingur og fyrrverandi Íslandsmeistari
í knattspyrnu.
Við kveðjum nú góðan vin með
söknuði.
Guðmundur Þ. og fjölskylda.
Vinur minn Steinn Steinsson er
fallinn frá. Tengdamóðir mín, Bryn-
dís Guðmundsdóttir, færði fjölskyld-
unni þennan mann fyrir um 25 árum.
Steinn var fæddur í Reykjavík en átti
ættir sínar að rekja til Skotlands og
komu þau gen sterklega í gegnum
viðmót hans.
Myndarlegur á velli var hann með
góða og djúpa rödd sem hélt fullri at-
hygli viðmælanda hans.
Hann gat verið fastur fyrir en einn-
ig hlýr og umfram allt góður maður.
Hann lærði dýralækningar og gat
sér gott orð á þeim vettvangi. Hann
tók frekar þann valkost að lækna
heldur en að fara styttri leiðina ef ein-
hver von var. Bændur í Skagafirði
fengu að kynnast þrautseigju hans
við að gera að slösuðum eða sjúkum
gripum þeirra. Það skilaði sér í betri
afkomu við búreksturinn. Ég undrað-
ist úthald hans við að þeytast á milli
bæja í sínu héraði en þegar síðan
bættust við afleysingar í nærliggjandi
héruðum tók fyrst steininn úr. Það
reynir verulega á líkama og sál að
sinna níðþungum skrokkum. Ekki
síst ef viðkomandi var einn á ferð. Ár-
ið 1989 flutti Steinn suður til Reykja-
víkur og bjó að Þverholti 24 til ævi-
loka í góðu nábýli við föður minn.
Áhugamál Steins voru nokkur.
Ferðalög innanlands og erlendis voru
stór þáttur í lífi Steins. Laxveiðar
tóku drjúgan tíma yfir sumarið hjá
honum og var mér sagt að þegar von
væri á einum hefði hann haft ham-
skipti á árbakkanum. Undirritaður er
lítill veiðimaður og naut því ekki fé-
lagsskapar Steins við þær aðstæður.
Skemmtilegar veiðisögur voru sagðar
af honum og veiðifélögum hans sem
gaman var að hlusta á.
Fótbolti var hins vegar sameigin-
legt áhugamál okkar beggja. Steinn
gekk ungur í raðir KR og náði þar
góðum árangri á vellinum. Ef illa
gekk hjá félaginu hin síðari ár fékk
það töluvert á hann. Þessa dagana
virðast betri tímar hjá KR-ingum sem
ættu að gleðja hann.
Við erum báðir eldheitir stuðnings-
menn ManUtd í ensku úrvalsdeild-
inni. Við ásamt fleiri úr fjölskyldunni
fórum í ferðir til Englands að horfa á
leiki ásamt því að horfa saman hér
heima á útsendingar frá leikjum í
ensku úrvalsdeildinni, sérstaklega
þegar hin stórliðin voru að keppa við
okkar lið. Líkamleg tjáning þegar
okkar menn þurftu aðstoð við að
koma boltanum á sinn stað vakti kát-
ínu. Fætur fóru á loft og höfuðrykkir
fylgdu mögulegum skallamörkum.
Skipti þá engu máli þó að þreyttir
mjaðmaliðir létu vita af sér. Steinn
sem gamall fótboltamaður kom með
ýmsar ábendingar, sérstaklega til
dómarans ef hallað var á okkar lið.
Faðir minn (stríðinn poolari) átti þá til
að grípa inn í ábendingar Steins með
því að segja: „Þetta var engin snert-
ing, hann lét sig falla.“ „Þetta er klárt
víti,“ svaraði Steinn og var þá orðinn
nokkuð æstur en aðrir viðstaddir
höfðu mikið gaman af. Ég upplifði
Stein sem jarðbundinn mann þar sem
fjölskyldan, vinir og vinnan var það
sem lífið snerist um.
Að lokum vona ég að hún Bryndís
tengdamóðir mín finni styrk í sorginni
með stuðningi frá sínu fólki. Börnum
Steins, fjölskyldum þeirra og ættingj-
um öllum votta ég samúð mína.
Ólafur D.S. Torfason.
Nú hefur hann elsku Steinn minn
þreytt sinn síðasta lax í þessu lífi. Við
snögglegt fráfall vinar míns rifjast
upp margar og góðar minningar í
tengslum við alla veiðitúrana sem við
fórum í saman. Það er ekki lengra síð-
an en á afmælisdaginn hennar
mömmu í byrjun júlí að við fórum í
Leirvogsána og veiddum í blíðskap-
arveðri eina sextán laxa. Þá fann ég á
Steini hversu mikið hann lagði á sig til
að geta notið útiverunnar. Samt von-
aði ég að þetta væri bara slæm lægð
sem hann kæmist upp úr. Það var allt-
af sól og bjart í kringum Stein og ekki
var hann að kvarta þótt hann væri
sárþjáður. Þess vegna kom þessi
hraða ferð nú undir lokin mér svo á
óvart. Þótt Steinn sé farinn héðan
mun ég alltaf veiða með honum í hug-
anum.
Ég votta öllum sem eiga um sárt að
binda vegna fráfalls Steins mína
dýpstu samúð.
Þinn einlægi vinur,
Halldór.
Látinn er einn af elstu og virtustu
dýralæknum landsins, Steinn Þ.
Steinsson.
Steinn var héraðsdýralæknir í
Skagafirði í nær 30 ár og síðan hér-
aðsdýralæknir í Reykjavík í 10 ár. Í
Skagafirði var hann lengstum eini
dýralæknir héraðsins og óhætt er að
fullyrða að þá hafi iðulega verið gíf-
urlegt álag á honum. Það var ekki ein-
göngu vegna mikils dýrafjölda sem
hann þurfti að sinna bæði vegna emb-
ættisstarfa og almennrar dýralækn-
isþjónustu heldur einnig vegna þess
að dýrunum þurfti að sinna með
keyrslu um langa og oft lélega vegi. Í
Reykjavík breyttist starfið, þar voru
fleiri dýralæknar starfandi og vega-
lengdir minni og vegir betri, en emb-
ættisstörfin fjölbreyttari. Þegar hann
lét af opinberum störfum þá hélt hann
áfram sem sjálfstætt starfandi dýra-
læknir í samvinnu við nokkra kollega
á höfuðborgarsvæðinu og naut þar
verðskuldaðra vinsælda.
Steinn var alþekktur fyrir að sinna
sínum héruðum vel og var vinsæll
dýralæknir og embættismaður. Hann
var rómaður fyrir snyrtimennsku og
fagmannlega framkomu.
Kynni okkar Steins hófust fljótlega
eftir að ég kom til starfa hér á landi
1974 og þá tók hann mér afar vel og
miðlaði af sinni þekkingu og reynslu.
Sem yfirdýralæknir átti ég stutt en
farsæl samskipti við Stein og fyrir
hans áratugalöngu og samviskusömu
störf í þágu yfirdýralæknisembættis-
ins og dýraheilbrigðis er þakkað.
Ég og kona mín vottum sambýlis-
konu, börnum og fjölskyldum þeirra
okkar dýpstu samúð. Minningin um
þennan heiðursmann mun ávallt lifa.
Halldór Runólfsson.
Látinn er úr illvígum sjúkdómi
samstarfsmaður okkar og kollegi.
Sjúkdómurinn hafði að lokum yfir-
höndina þó að lengi vel stæði Steinn
keikur og virtist veita öflugt viðnám í
þessari erfiðu baráttu. Það er bjart yf-
ir minningunni um Stein Þ. Steinsson.
Hann hafði ákaflega góða nærveru,
var fljótur að átta sig á hlutunum og
var skipulagður með eindæmum.
Árið 1989 var honum veitt héraðs-
dýralæknaembættið í Gullbringu- og
Kjósarsýslu, þá tæplega sextugum að
aldri, en Steinn hafði frá árinu 1959
verið héraðsdýralæknir í Skagafirði
með búsetu á Sauðárkróki. Þetta voru
Steinn Þ. Steinsson