Morgunblaðið - 01.09.2010, Page 27
Dagbók 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
GRETTIR! GRETTIR! HEYRÐIR ÞÚ
EKKI AÐ ÉG
VAR AÐ KALLA
Á ÞIG?!?
ÉG VAR VISS
UM AÐ ÞÚ VÆRIR
AÐ KALLA NAFNIÐ
MITT ÞÉR TIL
ÁNÆGJU OG
YNDISAUKA
ÉG GET
EKKI FUNDIÐ
SLEGILINN!
TAKK FYRIRHÉRNA... SVO ÞÚ VITIR ÞAÐ
ÞÁ HEITIR ÞETTA „KYLFA“!
„SLEGILL“... HÚN ER ÓTRÚLEG
HVAÐ VARÐ
EIGINLEGA UM
BÁTINN?
ÉG
VEIT ÞAÐ
EKKI...
ÉG VAR REYNDAR
EKKI BÚINN AÐ
BORGA AF HONUM
KANNSKI TÓK
LÁNVEITANDINN
HANN
KIDDA, ÉG
ÞARF AÐ SEGJA
ÞÉR SVOLÍTIÐ
ÉG
VEIT!
Ó... VISSIR
ÞÚ ÞAÐ?
MAMMA, ÉG
SETTI TÖNNINA
MÍNA UNDIR KODDA
SVO TANNÁLFURINN
GETI TEKIÐ HANA
ÉG HEF KOMIST AÐ ÞVÍ AÐ ÞAÐ
ER LJÓTT AÐ LJÚGA... ÞÓ ÞAÐ SÉU
BARA HVÍTIR LYGAR. SANNLEIKUR-
INN ER SÁ AÐ TANNÁLFURINN ER
EKKI TIL. VIÐ SETJUM PENING
UNDIR KODDANN ÞINN
ÉG KEM EINS FLJÓTT
OG ÉG GET!
MAY
FRÆNKA
ER VEIK!
SLÆMT HVAÐ
HÚN Á HEIMA
LANGT Í BURTU
ÞÁ GET ÉG
FERÐAST
TÖLUVERT
HRAÐAR
ÉG ÞARF AÐ FINNA
STAÐ ÞAR SEM ÉG
GET SKIPT UM FÖT
ÉG HEF UMSJÓN
MEÐ ÞESSUM
UPPGREFTRI
Handtaska tapaðist
Brún handtaska með
lyklum í leðuról meðal
annars týndist í stræt-
isvagni, leið 11, hinn 24.
ágúst sl. Finnandi vin-
samlegast hringi í síma
899-5418.
Við, þau eldri
Ég vil taka undir með
Sigríði Björnsdóttur
sem skrifaði í Velvak-
anda 26. ágúst sl.
vegna 10% lækkunar á
lífeyrisgreiðslum frá
VR. Eigum við að
borga fyrir einhvern
„glannaskap af stjórnum lífeyris-
sjóða“. Við fáum engan afslátt af
okkar reikningum. Það er með ólík-
indum hvernig stjórnvöld taka alltaf
fyrst af „þurfalingum“ og núna líf-
eyrissjóðirnir. Við borgum fullan
skatt af okkar litlu tekjum en við er-
um hundelt; ef það er
ekki „skattmann“ þá
kemur Trygginga-
stofnunin og núna
koma lífeyrissjóðirnir
og halda að þeir geti
bara „sí sona“ gert eins
og stjórnvöld og lækk-
að greiðslur til okkar
um 10% eða meira án
þess að skammast sín.
Það þarf að athuga
hvort þetta er löglegt,
þeir hljóta að vera
ábyrgir fyrir því sem
þeir gera, með allar
þessar milljónir í mán-
aðarlaun (vegna mik-
illar ábyrgðar).
Ég þakka Sigríði fyrir að hefja
máls á þessu og vona að fleiri láti
heyra frá sér.
Guðrún Einarsdóttir.
Ást er…
… að hugsa um það sem
hefði getað orðið.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Árskógar 4 | Handavinna og smíði/
útskurður kl. 9-16.30, heilsugæsla kl. 10-
11.30, söngstund kl. 11.
Bólstaðarhlíð 43 | Handavinna, glerlist f.h.
og e.h., spiladagur, kaffi og dagblöð.
Dalbraut 18-20 | Opin vinnustofa kl. 9,
leikf. kl. 10, ferð í Bónus kl. 14.40.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu-
hrólfar ganga frá Ásgarði kl. 10. Dagsferð 8.
sept. Grillveisla í Goðalandi Þórsmörk, kom-
ið að Jökullóninu undir Gígjökli og litið inni í
Stakkholt. Leiðsögn Jón R. Hjálmarsson,
laus sæti, uppl. og skráning í s. 588-2111.
Félagsheimilið Gjábakki | Handa-
vinnustofan opin, leiðb. við kl. 10-17, fé-
lagsv. kl. 13, viðtalstími FEB kl. 15-16.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Myndlist kl.
9, ganga kl. 10, kvennabrids kl. 13. Kynning
á vetrarstarfi kl. 14.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Há-
degismatur kl. 12, brids og bútasaumur kl.
13, kaffi kl. 14-16.
Félagsstarf Gerðubergi | Vinnustofur kl.
9, m.a. fjölbreytt handavinna og tréút-
skurður, léttar leikfimiæfingar kl. 10,
sungið og dansað. Mánud. 6. sept. kl. 14
fundur hjá Gerðubergskór, stjórn. Kári
Friðriks, nýir félagar velkomnir. Postulíns-
námsk. hefst þri. 7. sept. kl. 13, kennari
Sigurbjörg Sigurjónsd.
Háteigskirkja – starf eldri borgara |
Brids er spilað í Setrinu á miðvikud. kl. 13.
Um kl. 10 kemur fólk í kaffi til Þórdísar, kl.
11 bænaguðsþjónusta, kl. 12 súpa og
brauð, kl. 13 spilamennska, kaffi, spilað til
kl. 17.
Hraunsel | Opið virka daga kl. 9-16.30.
Morgunrabb kl. 9, billjard í kjallara, gler-
bræðsla og handavinna kl. 13, bingó kl.
13.30.
Hæðargarður 31 | Við hringborðið kl.
8.40. Stefánsganga kl. 9. Hausthátíð fös-
tud. 3. sept.kl. 14. Hádegisverður alla virka
daga og síðdegiskaffi. Uppl. s. 411-2790.
Tiger Woods hefur verið ámilli tannanna á fólki vegna
kynlífsfíknar sinnar og hefur
leitað sér lækninga. Afleiðingin
af því blasir við, eins og Hjálmar
Freysteinsson kemur auga á:
Margur býr við kjörin klén
þó kálið sé í ausu,
en nú er Elín Nordegren
náttúrlega á lausu.
Þorgrímur Einarsson átti lengi
og rak gróðrarstöðina Garðs-
horn í Fossvogi. Hann og Stein-
grímur í Nesi voru systkinasynir
og var þeim vel til vina. „Þeir
ortu mikið saman á unglings-
árum en hirtu lítið um að halda
því til haga og er það nú gleymt
og týnt,“ segir Kristbjörg F.
Steingrímsdóttir og rifjar upp
eina þeirra:
Hoffmannsdropa rammur ropi
rauk úr kjapti
sem að opinn eftir sopann
ennþá gapti.
Þorgrímur orti þessa skemmti-
legu og sönnu vísu:
Nokkrir strákar standa og masa
starfa ekki par.
Er þá gott að eiga vasa
undir hendurnar.
Sigfús snikkari Guðmundsson á
Eyrarbakka (1805-1877) var kunn-
ur húsasmiður og kirkjusmiður.
Hann var yfirsmiður yfir Stokks-
eyrarkirkju hinni næstsíðustu árið
1857, sem stóð til ársins 1886, eins
og segir í Stokkseyringasögu
Guðna Jónssonar. Þegar lokið var
smíðinni orti Sigfús:
Mikið er ég minni en Guð.
Máske það geri syndin.
Á átta dögum alsköpuð
er nú kirkjugrindin.
Síðan smíðaði hann brúðarbekk í
kirkjuna og orti:
Brúðhjónin sem brúka fyrst
bekkinn þann ég laga
óska ég að akneytist
alla sína daga.
Þessi vísa varð alkunn og þótti
verða að áhrínisorðum. Sonur Sig-
fúsar var Eggert í Vogsósum, nafn-
kunnur fyrir undarlegt hátterni.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af vösum og kirkju
Þessir duglegu krakkar, Geir Jón Þórisson, Elena Mist, Helgi Már og
Thelma Líf Theodórsbörn, héldu tómbólu við Samkaup í Kópavogi og
færðu Rauða krossinum ágóðann, 7.940 krónur.
Söfnun