Morgunblaðið - 01.09.2010, Qupperneq 28
28 MenningFRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2010
Guðríður Halldórsdóttir, Gullý,
heldur myndlistarsýningu á
Hafnargötu 58, í tengslum við
bæjarhátíðina Ljósanótt í
Reykjanesbæ sem haldin verð-
ur um næstu helgi. Myndirnar
eru unnar á striga með olíu og
blandaðri tækni.
Þetta er fjórða árið í röð sem
Gullý sýnir verk sín á Ljósa-
nótt en auk þess hefur hún
haldið fjölda sýninga í Reykja-
vík, í Hafnarfirði og á Listatorgi í Sandgerði svo
fátt eitt sé nefnt.
Gullý lærði myndlist í Myndlistarskóla Reykja-
ness og í Voga-akademíunni. Sýningin hefst á
fimmtudag kl. 18:00 og stendur til 5. september.
Myndlist
Gullý sýnir á Ljósa-
nótt í Reykjanesbæ
Guðríður
Halldórsdóttir
Vídeó- og hljóðlistamaðurinn
Sigurður Guðjónsson opnar
sýninguna Skruð í sýninga-
rýminu Suðsuðvestur í Hafnar-
götu 22 næstkomandi laugar-
dag kl. 15.
Á sýningunni umbreytir Sig-
urður Suðsuðvestur í hljóð- og
myndbandsheim þar sem
frystikista jarmar í kjallara,
ískápur tikkar á lofti og sótugir
lampar skapa hljóðklasa í
miðju húsinu. Sýningin stendur til 3. október.
Suðsuðvestur er opið um helgar frá kl.14 til
kl.17 en einnig er hægt að fá að skoða sýninguna
eftir samkomulagi í síma 662 8785.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Myndlist
Skruð Sigurðar í
Suðsuðvestur
Sigurður
Guðjónsson
Inga Rósa opnar myndlista-
sýningu á í Listasmiðju á Keil-
isbraut í Rekjanesbæ í dag kl.
18. Hún nefnir sýninguna Hug-
myndaflug, en á henni eru ab-
straktmálverk sem hugsuð eru
út frá skýjum og náttúrulitum.
Inga Rósa fæddist í Stykkis-
hólmi en ólst upp í Reykjavík
fram til tíu ára aldurs en þá
flutti fjölskylda hennar til Hol-
lands þar sem hún bjó í sautján
ár. Hún hefur sótt námskeið í Hollandi og hér á
landi og tekið þátt í fjölda samsýninga hjá Félagi
myndlistarmanna í Reykjanesbæ og einnig sýnt
með Sunnan 9-hópnum. Sýningin stendur til 12.
september.
Myndlist
Inga Rósa sýnir í
Listasmiðjunni
Inga
Rósa
Níu ungir listamenn standa saman
að sýningu í Gerðarsafni sem opnuð
verður á laugardag kl. 17:00.
Listamennirnir eru Berglind
Jóna Hlynsdóttir, Bjarki Bragason,
Etienne de France, Gunndís Ýr
Finnbogadóttir, Helga Björg Gylfa-
dóttir, Logi Bjarnason, Páll Haukur
Pálsson, Steinunn Gunnlaugsdóttir
og Styrmir Guðmundsson. Sýning-
arstjóri er Birta Guðjónsdóttir.
Í tilefni af sýningunni, sem hefur
yfirskriftina „9 – samsýning ungra
myndlistarmanna í Gerðarsafni“,
er gefin út sýningarskrá sem er
hönnuð af Ármanni Agnarssyni.
Ritstjóri hennar er Birta Guðjóns-
dóttir.
Á opnun sýningarinnar fara fram
nokkrir gjörningar, svo og reglu-
lega á sýningartímanum, sem hér
segir:
Gjörningar á opnun: Gunndís Ýr
Finnbogadóttir kl. 17:20, 17:40,
18:00 og 18.20. Helga Björg Gylfa-
dóttir kl. 17:00 og 19:00. Páll Hauk-
ur Björnsson kl. 17:00 og 19:00.
Steinunn Gunnlaugsdóttir kl. 17:50
og 18:00.
Gjörningar laugardagana 11., 18.
og 25. september og 2. og 9. októ-
ber: Páll Haukur Björnsson kl.
14:00 og 17:00.
Sýningin stendur til 10. október.
Boðskort Boðið verður upp á
myndlist og gjörninga.
Níu sýna í
Gerðarsafni
Samsýning ungra
myndlistarmanna
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Undanfarin ár hefur Hafnarborg,
menningar- og listamiðstöð Hafn-
arfjarðar, staðið fyrir mánaðar-
legum hádegistónleikum undir
stjórn Antoníu Hevesi. Þar hafa
margir af okkar fremstu söngv-
urum sungið, aukinheldur sem ung-
ir og efnilegir söngvarar hafa feng-
ið að spreyta sig. Á morgun verður
þráðurinn tekinn upp að nýju eftir
sumarfrí og þá syngur Garðar Thór
Cortes íslensk sönglög við undirleik
Antoníu.
Hádegistónleikaröðin hófst í kjöl-
far bæjarhátíðarinnar Bjartra daga
í Hafnarfirði 2003 og hefst því í
áttunda sinn nú á fimmtudaginn.
Antonía segir að eitt af mark-
miðum sínum með vali á söngv-
urum sé að leyfa fólki að heyra í ís-
lenskum söngvurum sem búa
erlendis en eru kannski í stuttri
heimsókn hérna heima. „Ég reyni
líka að leyfa hafnfirskum söngv-
urum að komast að og eins reyni
ég að velja á hverju ári einhvern
söngvara sem er að stíga sín fyrstu
skref. Mér hefur líka þótt gaman
að fá söngvara sem eru að kynna
nýtt raddsvið. Til dæmis kom Ingv-
eldur Ýr Jónsdóttir fram sem sópr-
an í fyrsta sinn á hádegistónleikum
hjá okkur, en hún var áður mezzo-
sópran, og Hanna Dóra Sturludótt-
ir kom fram sem mezzosópran í
fyrsta sinn, en hún söng sem sópr-
an áður – skipt um rödd í hádeg-
inu,“ segir Antonía og hlær.
Garðar Thór Cortes segist ætla
að syngja íslenskar söngperlur,
eins og hann orðar það; „það eru til
svo mörg falleg íslensk lög að það
er erfitt að velja úr“, segir hann.
Undanfarið hefur Garðar verið á
þönum við tónleikahald erlendis, en
annars er hann að kenna við Söng-
skólann í vetur. Hann segist gera
ráð fyrir að svo verði í bili, þ.e. að
hann haldi sig hér á landi og fari í
skottúra utan til að syngja; „ég er
svo lánsamur að það eru alltaf ein-
hver verkefni framundan“.
Garðar söng fyrir stuttu á úti-
tónleikum í Þýskalandi og þótt
hann segist í raun alltaf vera að
gera það sama, alltaf að gefa af
sér, þá sé það óneitanlega
skemmtilegt að syngja í eins mikilli
nánd við áheyrendur og raunin
verði í Hafnarborg, því þá gerist
alltaf eitthvað skemmtilegt.
Morgunblaðið/Golli
Skemmtilegt Hádegistónleikaröð Hafnarborgar hefst að nýju á morgun eftir sumarfrí og þá syngur Garðar Thór
Cortes íslensk sönglög við undirleik Antoníu Hevesi.
Íslenskar söngperlur í hádeginu
Hádegistón-
leikaröð Hafnar-
borgar hafin
Í tilefni af vænt-
anlegu 200 ára af-
mæli Jóns Sig-
urðssonar efnir
Fræðasetur Há-
skóla Íslands á
Norðurlandi
vestra til mál-
þings sem beinir
sjónum að því
með hvaða hætti
minningin um
Jón forseta sem leiðtoga Íslendinga í
sjálfstæðisbaráttunni varð til og
mótaðist.
Á málþinginu, sem haldið verður í
Bjarmanesi á Skagaströnd 12. sept-
ember næstkomandi, veltir Sigurður
Gylfi Magnússon fyrir sér hvernig
þjóðin hefur kosið að muna fortíð
sína, Páll Björnsson ræðir um sam-
einingartáknið Jón Sigurðsson, Guð-
mundur Hálfdanarson fjallar um
hugmyndina um hetjuna sem notuð
hefur verið til að réttlæta tilvist Há-
skóla Íslands og til að gagnrýna
starfsemi hans og Jón Karl Helga-
son um þjóðardýrlinginn Jón Sig-
urðsson og framtíð hans.
Málþing
um Jón
Sigurðsson
Jón
Sigurðsson
Tónleikar þessir hófust ástuttu spunaverki, að égtel, er Hilmar Jenssonflutti. Það var seiðandi í
tilbreytingarleysi sínu, tónaflæðið
gegnumheilt og tónar fáir. Skemmi-
legt að heyra Hilmar að nýju á
þessum nótum þótt stutt væri verk-
ið.
Eftir að leik Hilmars lauk kom
að þeim tvímenningum Jon Hassell
hinum bandaríska og Jan Bang
hinum norska. Bang þekkjum við
vel eftir heimsókn hans á djasshá-
tíð í fyrra með trompetsnillingnum
Arve Hendriksen og söngkonunni
Önnu Maríu Frieman. Þeir tón-
leikar voru þrusugóðir og express-
jónískur stíll Arves allólíkur hinum
innhverfa impressjónisma og míni-
malisma er einkennir tónlist Jons
Hassells.
Jon lærði m.a. hjá Stockhausen
en hefur allar gátir hugans opnar,
hvort sem þær snúa að mínimal-
isma, klassík, djassi, heimstónlist
eða ambíentmúsík.
Jon hefur einstaklega mjúkan
trompettón svo minnir á Chet Ba-
ker eða Arve þegar hann er næst
hinni japönsku flautu. Trompetleik-
urinn svífur áfram og fer ekki langt
frá hinum gefna tóni. Endurtekn-
ingar eru mikið notaðar í tónlist
Hassells og margsinnis brá fyrir
tilbrigði við Concierto De Aranjuez
Rodrigos í túlkun Miles og Gils Ev-
ans eða var það bara annar skali af
sama meiði; jafnvel hughrifin ein?
Hin sífellda endurtekning, langar
líðandi línur og mjúkur blástur
ásamt óvenjuhæversku rafspili
Bangs, var seiðandi og hafi óróleiki
eða kvíði búið með einhverjum tón-
leikagesta er vísast að skíkt hafi
horfið fljótlega.
Er líða tók á verkið læddi Bang
síendurteknum hrynboða inn í tón-
listina og á tíma framkallaði hann
frumskógarstemningu með kongó-
slætti úr tólum sínum.
Annars ríkti leiðslan ofar öðru –
en falleg er þessi tónlist Jans
Bangs. Fyrr um daginn flutti hann
erindi um tónlist sína og verkefni
þeirra Brians Enos þar sem m.a.
eru könnuð átök hins vitsmunalega
og líkamlega í tónlistarmanninum.
Ég efast um að ég hefði verið
nokkru nær um tónlist kvöldsins
hefði ég hlustað á þann fyrirlestur.
Fyrir mér var hún fyrst og fremst
afslappandi sálarhreinsun.
Ljúft, tilbreytingalítil en hreinsandi
Ljósmynd/Jon Hassell
Sálarhreinsun Jon Hassell hefur allar gátir hugans opnar.
Listasafn Reykjavíkur
Hilmar Jensson; Jon Hassell & Jan
Bang bbbmn
Hilmar Jensson: Forspuni á gítar m.m.
Jon Hassell og Jan Bang flytja verk
fyrir trompet, hljómborð, hljóðsmala
og raftól
VERNHARÐUR
LINNET
TÓNLIST
Þetta er gríðarleg
viðurkenning, það er
alveg klárt 33
»