Morgunblaðið - 01.09.2010, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 1. S E P T E M B E R 2 0 1 0
Stofnað 1913 203. tölublað 98. árgangur
GARÐAR THÓR
SYNGUR Á HÁ-
DEGISTÓNLEIKUM
Í FLOKKI MEÐ
PINK FLOYD
OG BOB DYLAN
SYNGJANDI
BARNI LÍÐUR
YFIRLEITT VEL
POLARVERÐLAUN BJARKAR 33 TÓNLISTARUPPELDI 10ÍSLENSKAR SÖNGPERLUR 28
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Verið er að leggja lokahönd á breyt-
ingar á ríkisstjórn Íslands, sem m.a.
fela í sér að þeir ráðherrar sem
gjarnan hafa verið nefndir fagráð-
herrar, þau Ragna Árnadóttir dóms-
málaráðherra og Gylfi Magnússon,
efnahags- og viðskiptaráðherra, láta
af störfum. Þegar hefur verið rætt
við þau um starfslok. Þetta hefur
Morgunblaðið eftir áreiðanlegum
heimildum.
Undirbúningur þessara breytinga
hefur staðið um allnokkurt skeið og
búist er við því að breytingarnar
verði gerðar opinberar eigi síðar en
fyrir hádegi á morgun á Alþingi, en
seint í gærkvöld var þó engin end-
anleg niðurstaða komin í málalok.
Búist er við því að efnahagsmálin
verði flutt frá viðskiptaráðuneytinu
til fjármálaráðuneytisins, samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins.
Álfheiður og Kristján út
Jafnframt er í undirbúningi hjá
ríkisstjórninni að einn ráðherra verði
settur yfir sem velferðarráðherra og
yrði þannig yfir félagsmála- og heil-
brigðisráðuneytum, án þess að ráðu-
neytin yrðu sameinuð þegar í stað, og
sömuleiðis, að einn ráðherra yrði
settur yfir sem innanríkisráðherra,
sem fæli það í sér að einn og sami ráð-
herrann yrði yfir dómsmála-, mann-
réttinda- og samgönguráðuneytum,
án þess að ráðuneytin yrðu þegar í
stað sameinuð.
Samkvæmt þessu munu þau Álf-
heiður Ingadóttir heilbrigðisráð-
herra og Kristján Möller samgöngu-
ráðherra víkja úr ríkisstjórn, en
Ögmundur Jónasson verður innan-
ríkisráðherra og Guðbjartur Hann-
esson velferðarráðherra, en Árni Páll
Fjórir á leiðinni út úr
ríkisstjórn Jóhönnu
Gylfi og Ragna hætta Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra Guðbjartur
Hannesson velferðarráðherra Árni Páll Árnason viðskiptaráðherra
Árnason tæki sæti viðskiptaráð-
herra.
Þá mun enn ekki liggja fyrir hve-
nær ætlunin sé að stofna eitt atvinnu-
vegaráðuneyti, en ljóst mun vera að
það verði í fyrsta lagi einhvern tíma á
næsta ári, þannig að fækkun ráðu-
neyta, að því leytinu, er ekki á döfinni
á vettvangi ríkisstjórnarinnar, a.m.k.
ekki fyrst um sinn.
Samþykkt var á þingflokksfundi
Samfylkingarinnar í fyrradag, sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins, að fela formanni Samfylkingar-
innar, Jóhönnu Sigurðardóttur,
forsætisráðherra, fullt umboð til þess
að ganga frá því hver tekur við af
Gylfa Magnússyni.
Morgunblaðið/Ernir
Breytingar Árni Páll á leið frá stjórnarráðinu en skv. heimildum Morgunblaðsins verður hann viðskiptaráðherra.
Steinn Logi Björnsson, nýr
stjórnarformaður Haga, segir að
mikill kostnaður vegna undirbún-
ings við skráningu Haga hafi
dregið niður afkomu fyrirtækisins
á síðasta ári.
Rekstur Haga skilaði 44 milljón
króna hagnaði á síðasta ári, en
fyrirtækið er með um það bil
helmingsmarkaðshlutdeild á ís-
lenskum matvörumarkaði.
Stjórn Haga samþykkti
Greint var frá því í fyrradag að
Jóhannes Jónsson myndi hætta
afskiptum af
rekstri Haga.
Gerður var
starfslokasamn-
ingur við Jó-
hannes, sem fól
meðal annars í
sér 90 milljón
króna ein-
greiðslu. Steinn
Logi segir að
stjórn Haga hafi samþykkt samn-
inginn. Arion banki hafi hins veg-
ar séð um gerð samningsins.
thg@mbl.is » 14
Skráningin er dýr
Starfslokasamningur gerður af Arion
Lánasjóður sveitarfélaga hefur í
fyrsta skipti gengið að veði í
tekjum sveitarfélags vegna láns
sem komið var í vanskil. Það gerð-
ist á fyrri helmingi ársins, sam-
kvæmt upplýsingum úr skýrslu
stjórnar og framkvæmdastjóra
með sex mánaða uppgjöri Lána-
sjóðsins.
Ekki fæst gefið upp hvaða sveit-
arfélag á í hlut en eftir að Lána-
sjóðurinn tilkynnti ráðherra sveit-
arstjórnarmála um vanskilin í því
skyni að ganga að greiðslum úr
Jöfnunarsjóði og útsvarstekjum
sem ríkið innheimtir var láninu
komið í skil. Því reyndi ekki frekar
á málið.
Lánasjóðurinn veitir sveitar-
félögum, fyrirtækjum þeirra og
stofnunum lán til tiltekinna fram-
kvæmda og verkefna og tekur
ávallt veð í tekjum þeirra til trygg-
ingar. Hafa þetta reynst trygg veð
því sjóðurinn hefur aldrei tapað á
útlánum sínum.
Þegar vanskil hafa staðið í þrjá-
tíu daga eða lengur getur sjóð-
urinn gengið að veði sínu í tekjum
viðkomandi sveitarfélags. »4
Gengið að veði
í tekjum sveitarfélags
Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætis-
ráðherra ræddi við
nokkra þingmenn
og ráðherra Sam-
fylkingarinnar um
breytingar í ríkis-
stjórn undir fjögur
augu í stjórnar-
ráðinu í gærkvöldi.
Á leið sinni út úr stjórnarráðinu
sagðist Katrín Júlíusdóttir ekki
telja ráðherra og
þingmenn Vg
ósátta við breyting-
arnar. „Þetta er
ákveðið í stjórn-
arsáttmála þannig
að það er ekki yfir
neina menn vaðið í
því.“ Kristján Möll-
er vildi ekki tjá sig
um hvort hann yrði áfram ráð-
herra og sagðist aldrei leggja mat
á sína pólitísku
stöðu í stjórn-
málum. „Ég veit
ekkert um þetta,
við sjáum bara
hvernig málin æxl-
ast.“ Gylfi Magn-
ússon sagði í gær-
kvöldi að breyt-
ingar hefðu lengi
legið í loftinu.
„Þetta á sér langan aðdraganda í
þeim skilningi.“
Breytingar
lengi legið
í loftinu
Katrín
Júlíusdóttir
Kristján
Möller
Gylfi
Magnússon
„Reglan hjá
okkur er sú að
vera ekki með
miklar yfirlýs-
ingar nema í
samráði við við-
komandi ein-
stakling og ekki
liggur fyrir
ákvörðun í þessu
máli. En mér
finnst þetta afar
sérkennileg málsmeðferð,“ segir
Kristín Ástgeirsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Jafnréttisstofu, um
mál Ástu H. Bragadóttur og Íbúða-
lánasjóðs að undanförnu. Kristín
segir vel fylgst með málinu. »6
„Afar sérkennileg
málsmeðferð“
Kristín
Ástgeirsdóttir
Heimildir úr þing-
flokki VG herma að
Jón Bjarnason,
sjávarútvegs- og
landbúnaðarráð-
herra, muni sitja
áfram sem ráð-
herra. Samfylking-
unni hafi einfald-
lega ekki tekist að
afla áformum um að koma honum
út úr ríkisstjórn nægs fylgis og
ákveðnir þingmenn VG, þar á með-
al Ögmundur Jónasson, hafi lýst því
yfir, að þeir styddu Jón Bjarnason
til áframhaldandi ráðherradóms.
Áfram ráðherra
Jón
Bjarnason
Ögmundur Jónasson verður skip-
aður ráðherra dóms-, mannrétt-
inda- og samgöngumála en sam-
eina á þau í eitt innanríkis-
ráðuneyti.
Þá verður Guðbjartur Hann-
esson skipaður ráðherra heil-
brigðis-, félags- og tryggingamála
en þau sameinast í velferðarráðu-
neyti.
Tveir nýir ráðherrar
BREYTINGAR Í RÍKISSTJÓRNINNI
Guðbjartur
Hannesson
Ögmundur
Jónasson