Morgunblaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.09.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2010 Stjórnarformaður hafði há laun,bíl, sumarbústað og sérstaka íbúð til persónulegra afnota sem stjórnarformaður.     Ekki er verið að tala um Microsofteins og lesendur halda og láta sér fátt um finnast. Kjörorð fyrir- tækisins sem á í hlut er „Ekkert bruðl“.     Stjórnarfor-maðurinn hafði starfað í 10 mánuði sem slík- ur. Hann fékk því 90 milljóna króna starfslokasamn- ing. Aumar níu milljónir fyrir hvern mánuð sem hann hafði starfað.     Jafnframt varð hann fyrsti stjórn-arformaðurinn sem vitað er um sem fékk auk þess greidd laun í 12 mánuði eftir að hann hætti, eftir 10 mánaða starf.     Stjórnarformaðurinn tók fram íyfirlýsingu að hann væri að sjálfsögðu ekki sáttur við þessar trakteringar. Þá á hann sjálfsagt við að honum er ekki sýnt neitt raunverulegt þakklæti fyrir að fyr- irtækin þeirra feðga séu enn með 50 milljarða króna í vanskilum í Ar- ion banka. Sjálfsagt geta ekki margir aðrir feðgar stært sig af slíku.     En auðvitað eru það aðeins 5% afheildarskuldum þeirra við ís- lenska bankakerfið í október 2008. Þúsund milljarða skuld er eitthvað sem þjóðin ætti auðvitað að geta horft til með lágmarks þakklæti.     En þúsund milljarða spurninginer: Hvernig hefði „starfsloka- samningur“ stjórnarformannsins verið ef kjörorðið hefði verið annað en „Ekkert bruðl“? Jóhannes Jónsson Alls ekkert bruðl Veður víða um heim 31.8., kl. 18.00 Reykjavík 14 alskýjað Bolungarvík 13 súld Akureyri 13 skýjað Egilsstaðir 12 súld Kirkjubæjarkl. 11 rigning Nuuk 13 léttskýjað Þórshöfn 11 skýjað Ósló 16 heiðskírt Kaupmannahöfn 17 léttskýjað Stokkhólmur 16 heiðskírt Helsinki 13 léttskýjað Lúxemborg 16 léttskýjað Brussel 16 léttskýjað Dublin 17 skýjað Glasgow 17 léttskýjað London 18 heiðskírt París 18 heiðskírt Amsterdam 17 léttskýjað Hamborg 16 skýjað Berlín 17 léttskýjað Vín 12 skúrir Moskva 12 skýjað Algarve 30 heiðskírt Madríd 31 heiðskírt Barcelona 25 léttskýjað Mallorca 26 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Aþena 28 léttskýjað Winnipeg 17 alskýjað Montreal 28 léttskýjað New York 33 heiðskírt Chicago 29 léttskýjað Orlando 30 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ STAKSTEINAR VEÐUR KL. 12 Í DAG 1. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:11 20:46 ÍSAFJÖRÐUR 6:08 20:58 SIGLUFJÖRÐUR 5:51 20:41 DJÚPIVOGUR 5:38 20:17 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Miðstjórn Bandalags háskólamanna sendi í gær frá sér ályktun þar sem m.a. sagði að bandalagið legðist gegn frekari framlögum lífeyris- sjóða félagsmanna sinna til Fram- takssjóðs Íslands. Sjóðurinn keypti nýlega Vestia, eignarhaldsfélag Landsbankans, á 19,5 milljarða króna með fyrirvara um áreiðan- leikakönnun en bankinn mun síðan eignast 30% í sjóðnum. Að sögn Finnboga Jónssonar, framkvæmda- stjóra Framtakssjóðsins, er í reynd um að ræða sameiningu sjóðsins og Vestiu. „Framtakssjóðurinn borgar ekki út nema einn og hálfan milljarð af þessum 19,5, hitt verður á end- anum hlutafjáraukning í Framtaks- sjóðnum,“ segir Finnbogi Liðsmenn BHM eiga aðild að mörgum lífeyrissjóðum og banda- lagið á fulltrúa í stjórnum tveggja, Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóðs starfsmanna sveit- arfélaga. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, segir að bandalagið hafi við stofnun sjóðsins varað við því að sjóður á vegum launamanna kæmi með virkum hætti að ákvörð- unum um það nákvæmlega hvaða fyrirtæki skyldu halda velli. „Ég vil taka skýrt fram að alls ekki er verið að segja í þessari ályktun að Fram- takssjóðurinn neiti að svara spurn- ingum okkar,“ sagði Guðlaug. „Við vildum koma því á framfæri að afar óæskilegt sé að spurningar geti vaknað og fólk sjái ekki skýrt hvern- ig ferlin ganga í þessum málum. Við fáum inn til okkar það mikið af fyr- irspurnum og heyrum svo mikið af áhyggjuröddum um að hlutirnir séu ekki skýrir að þetta verður bara að vera í lagi.“ Hún sagði að bandalagið hygðist nú biðja eigin fulltrúa um að afla meiri upplýsinga. Í ályktuninni er einnig gerð krafa til Framtakssjóðsins um að hann sýni með óyggjandi hætti fram á að fjárfestingar hans fylgi tilgangi og skilmálum sjóðsins. Guðlaug segir ljóst að fólk hafi áhyggjur vegna þess mikla taps sem orðið hafi vegna fjárfestinga lífeyrissjóðanna í inn- lendum stórfyrirtækjum árin fyrir hrunið, m.a. í Kaupþingi. Þess vegna verði að fara mjög vandlega yfir það hvernig nú verði fjárfest. Hvenær var veitt undanþága? „Grasrótin okkar er mikið að skoða þessi mál. Það hefur t.d. verið reynt að komast að því hvenær ráð- gjafaráð sjóðsins veitti undanþágu frá ákvæði um að engin ein fjárfest- ing nemi meira en 15% af heildar- fjárfestingarloforði sjóðsins nema með sérstakri samþykkt ráðgjafa- ráðs. Mér skilst að í Vestiu-kaup- unum sé hlutfall- ið talsvert hærra.“ Guðlaug segir að BHM ætli að sjálfsögðu að standa við þá samninga sem gerðir hafi verið en málið snúist um að félagið muni ekki að óbreyttu taka þátt í frekari fjárfest- ingu. „Við göngum ekki með neinar grillur um að fara að draga til baka þegar teknar ákvarðanir,“ segir hún. Ætlunin er að Framtakssjóðurinn verji 30 milljörðum til kaupa á kjöl- festuhlut í öflugum fyrirtækjum á næstu þremur árum. Gagnrýni byggð á misskilningi? Ágúst Einarsson, stjórnarformað- ur Framtakssjóðsins, segir aðspurð- ur að gagnrýni á skort á gegnsæi sé á misskilningi byggð. „Við höfum al- gerlega starfað eftir þeim reglum sem sjóðnum voru settar í byrjun,“ segir Ágúst. Starfsmenn sjóðsins séu í reynd í vinnu með óbeinum hætti hjá BHM og öðrum aðildar- félögum lífeyrissjóðanna og þeir ákveði ekki sjálfir hvort fyrirtæki sé lífvænlegt. Það geri bankarnir. Arnar Sigurmundsson, formaður Landsambands íslenskra lífeyris- sjóða, segir óhjákvæmilegt að keypt sé í fyrirtækjum sem eigi í sam- keppni. „Það er sérákvörðun hjá hverjum og einum lífeyrissjóði hvort hann taki þátt í því að stækka Fram- takssjóðinn,“ segir Arnar. „Áreiðan- leikakönnun á Vestiu-félögunum lýkur eftir tvo mánuði og hún mun leiða í ljós hvort af þessum viðskipt- um verður að einhverju eða öllu leyti. En það er erfitt að tjá sig um einstakar fjárfestingar fyrr en könn- unin er gengin um garð og búið er að ákveða endanlegt kaupverð.“ Miðstjórn BHM gagn- rýnir Framtakssjóð  Vilja meira gegnsæi í ákvörðunum um fjárfestingar Guðlaug Kristjánsdóttir Arnar Sigurmundsson Ágúst Einarsson Öflugur sjóður » Lífeyrissjóðirnir stofnuðu Framtakssjóð Íslands til að taka þátt í endurreisn íslensks efnahagslífs. Ætlunin var að fjárfestingar hans næmu allt að 90 milljörðum króna en í fyrsta áfanga 30 milljörðum. » Sjóðurinn á nú þriðjungshlut í Icelandair Group. Í Vestiu eru m.a. Húsasamiðjan, Plast- prent, Icelandic, Teymi og dótturfélög þess, Vodafone, EJS, Skýrr og Hugax. „Þetta er ekki Sjálfstæðis- flokknum að kenna heldur mér, enn og aft- ur – að mestu leyti,“ sagði Jón Gnarr borgar- stjóri á Sport- rásinni á Rás 2 í fyrrakvöld, þegar hann var spurður um færslu í dagbók borgarstjóra á Facebook í síðustu viku. Sú færsla varð fréttaefni í flestum miðlum. Þar sagðist Jón efast um að hann geti átt samvinnu við Sjálf- stæðisflokkinn. „Mér finnst ég sýna auðmýkt en fá lítið á móti nema töffara- gang, hroka og/eða fálæti, ég brosi, en fæ lítið til baka,“ stóð í færslunni. Jón sagði á Sportrásinni, að hann hefði nýlega hætt að nota nikótíntyggjó eftir að hafa tugg- ið það í sex til sjö ár og sér hefði ekki liðið vel síðan. Sagðist Jón hafa verið háður nikótíni frá 13 ára aldri. Líka svolítið Sjálfstæðis- flokknum að kenna „Auðvitað er þetta líka svolítið Sjálfstæðisflokknum að kenna vegna þess að þetta er þannig flokkur, að þar er fullt af fólki, sem gefur sig út fyrir að vera einhverjir talsmenn Sjálfstæðis- flokksins og segir ljótt um mig. Á ég að vera reiður út í þetta fólk eða á ég að vera reiður út í flokkinn eða á ég að líta svo á að öllum þessum flokki fólks sé bara verulega í nöp við mig? Og þegar maður er ekki í tilfinningalegu jafnvægi og það er búið að taka af manni nikótíntyggjóið, þá …“ sagði Jón. Nikótín- tyggjóinu að kenna Borgarstjóri útskýrir ummæli Jón Gnarr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.