Morgunblaðið - 01.09.2010, Side 15

Morgunblaðið - 01.09.2010, Side 15
Fréttir 15ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 2010 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Borgaralegu flokkarnir í Danmörku telja að tjáningarfrelsið sé í hættu í þingkosningunum í Svíþjóð. Þeir segja að þjóðernisflokkurinn Sænskir demókratar, svar Svía við Danska þjóðarflokknum, hafi orðið fyrir grófri ritskoðun af hálfu sænskra fjölmiðla í kosningabarátt- unni. Þeir vilja þess vegna að Evrópuráðið sendi eftirlitsmenn til Svíþjóðar til að meta hvort kosning- arnar séu lýðræðislegar. Dönsku flokkarnir Venstre, Íhaldsflokkurinn og Danski þjóðar- flokkurinn gagnrýna m.a. þá ákvörðun sænsku sjónvarpsstöðvar- innar TV4 að neita að sýna um- deilda auglýsingu Sænskra demó- krata. Konur í búrkum sjást þar í kapphlaupi við gamla, gráhærða konu með göngugrind til að verða á undan henni í opinbera sjóði. Flokkurinn segir að skilaboðin séu þau að stjórnmál snúist um for- gangsröðun. Dönsku hægriflokkarnir gagn- rýna einnig það fyrirkomulag í sænsku kosningunum að kjósand- inn þurfi að velja kjörseðil þess flokks, sem hann ætlar að kjósa, fyrir opnum tjöldum áður en hann fer í kjörklefann. Þá hefur sænska ríkissjónvarpið verið gagnrýnt fyrir að bjóða ekki leiðtoga Sænskra demókrata að taka þátt í lokaumræðum leiðtoga sænsku flokkanna fyrir kosningarn- ar og fjölmiðlarnir hafa verið sak- aðir um að sniðganga sjónarmið frambjóðenda flokksins í innflytj- endamálum. Nokkrar skoðanakann- anir hafa bent til þess að Sænskir demókratar fái nógu mikið fylgi, eða meira en 4%, til að fá þingmenn kjörna. Svíþjóð „þróunarland“ Talsmaður Venstre í utanríkis- málum, Michael Aastrup Jensen, kveðst ætla að óska eftir því að eftirlitsmenn verði sendir til Sví- þjóðar „til að tryggja lýðræði í framtíðinni“. Naser Khader, tals- maður Íhaldsflokksins í utanríkis- málum, sagði að Svíþjóð væri „þró- unarland hvað tjáningarfrelsið áhrærir“. „Ástandið er fáránlegra í Svíþjóð en í Austur-Evrópu,“ sagði Pia Kjærsgaard, formaður Danska þjóðarflokksins. Fulltrúar Öryggis- og samvinnu- stofnunar Evrópu fóru til Svíþjóðar í júní og ákváðu að hafa ekki eftirlit með kosningunum sem fara fram 19. september. Stjórnarandstöðu- flokkarnir í Danmörku styðja þá ákvörðun, að sögn dagblaðsins Jyllands-Posten. Anne-Marie Dohm, rektor Fjöl- miðla- og blaðamannaháskóla Dan- merkur, segir að það jaðri við að Sænskir demókratar hafi sætt rit- skoðun. „Það hljómar mjög ódanskt. En ef til vill ekki mjög ósænskt,“ hafði danska ríkisútvarp- ið eftir henni. „Ef fjölmiðlar halda ákveðnum sjónarmiðum utan við pólitísku umræðuna af ásettu ráði, vegna þess að þeir vilji þau ekki – og þau eru lögleg – þá bregðast þeir skyldu sinni í samfélaginu.“ Segja tjáningarfrelsið í Sví- þjóð í hættu og vilja eftirlit  Danskir hægriflokkar gagnrýna fjölmiðla fyrir að sniðganga þjóðernisflokk Stillt og prúð skólabörn, klædd sem hindúa- guðinn Krishna, bíða eftir því að koma fram á sýningu í indversku borginni Chandigarh í til- efni af Janmashtami, fæðingarhátíð Krishna, sem haldin verður á Indlandi á morgun. Krishna er einn helsti guð hindúa. Prúðbúast fyrir fæðingarhátíð Krishna Reuters Tarquinia. AFP. | Björgunarsundhundar hafa gef- ið góða raun á Ítalíu og þeim var því fjölgað í sumar: um 300 hundar eru til taks á ströndum landsins og þjálfaðir í því að aðstoða við að bjarga mannslífum. Hundarnir hafa bjargað meira en hundrað manns og þar af tólf í ár. Björgunarhundar og samstarfsmenn þeirra björguðu til að mynda fjórum stúlkum í bænum Tarquinia á einum degi í byrjun ágúst; tvær stúlknanna höfðu dottið úr báti og tvær úr upp- blásnum fleka. Hundarnir voru þjálfaðir í Ítalska björgunar- hundaskólanum (www.waterrescuedogs.com). „Þetta er eini skólinn sem fylgist markvisst með ströndunum á hverju sumri með björg- unarsveitum hunda og manna,“ hefur frétta- stofan AFP eftir Roberto Gasbarri, sem stjórn- ar starfsemi skólans á Mið- og SuðurÍtalíu. Björgunarsveitirnar starfa í flestum hér- uðum landsins, jafnvel landluktum héruðum þar sem þær fylgjast með stórum stöðuvötnum. Héraðsstjórnir og bæjarfélög fjármagna skólann sem starfar með strandvörðum víða um landið og nýtur viðurkenningar ítalskra al- mannavarnayfirvalda. „Við höfum reitt okkur á aðstoð skólans í fimm ár,“ sagði Lamberto Alessandro, yfirmaður strandgæslunnar í Tar- quinia. „Aðstoð þeirra er mikils virði og það er hægt að treysta þeim,“ sagði Alessandro þegar hann fylgdist með æfingu hundanna. Til að fá skírteini frá skólanum og leyfi til að taka þátt í björgunarstarfinu þurfa hundarnir og eigendur þeirra að ljúka strangri þjálfun sem stendur í eitt ár, auk þess sem þeir þurfa að þjálfa og standast próf á hverju ári. „Prófin fimm sem þarf að standast til að fá skírteinið eru býsna erfið. Við þurfum að synda næstum eins hratt og hundarnir okkar og það er ekki eins auðvelt og það hljómar,“ sagði Paola de Santis, sem er 36 ára og hóf þjálfunina ir væru þá mjög gagnlegir. Þeir væru aldrei hræddir við vatnið eða öldurnar. Björgunin eða þjálfunin væri eins og leikur í þeirra augum. „Hér eru nokkur mjög hættuleg svæði og þegar öldurnar eru miklar og straumurinn harður geta aðeins hundar annast björgunina vegna þess að ólíkt mönnunum finna þeir ekki til ótta þegar mikil hætta steðjar að,“ sagði Mauro Mazzola, bæjarstjóri Tarquinia. Hundarnir sem valdir eru í þetta starf eru miklir sundhundar og eftir björgunina hafa þeir oft róandi áhrif á þá sem bjargað er, einkum börn. fyrr á árinu með fimm ára gömlum hundi sín- um. „Við þróuðum sérstakt kerfi sem gerir okkur kleift að bjarga þremur mönnum í einu,“ sagði Gasbarri. „Björgunarmaðurinn bindur tvo menn við hundinn og getur síðan einbeitt sér að því að bjarga þeim þriðja. Þannig komumst við hjá þreytandi ferðum fram og aftur.“ Finna ekki til ótta Gasbarri bætti við að fyrir björgunarmenn- ina væri hættulegasti þáttur björgunarinnar að koma þeim, sem bjargað er, á land og hundarn- Óhræddur Björgunarhundur stekkur úr þyrlu á æfingu Ítalska björgunarhundaskólans.  Hafa bjargað yfir 100 manns frá drukknun á Ítalíu  Um 300 hundar aðstoða strandverði Björgunarsund- hundar reynast vel Hneykslismálum vegna glæpa lög- reglumanna – meðal annars mannrána, morða, pyntinga og mútuþægni – hefur fjölgað mjög í Rússlandi og þau hafa vakið efasemdir um að Dmítrí Medved- ev, forseti landsins, geti knúið fram umbætur á lögreglunni. Í nýjasta hneykslismálinu voru fjórir lögreglumenn í Moskvu hand- teknir vegna gruns um að þeir hefðu rænt kaupsýslumanni fyrir utan heimili hans, troðið honum í bílskott og ekið með hann í burtu. Áður höfðu þrír lögreglumenn í höfuð- borginni rænt tveimur konum, kraf- ist sem svarar sex milljónum króna í lausnargjald og hótað fjölskyldum þeirra að handtaka konurnar fyrir eiturlyfjasmygl ef þeir fengju ekki peningana. Rússneskir lögreglumenn hafa oft verið fljótir að beita kylfunum eða hleypa af byssum sínum. Lögreglu- maður í Omsk barði t.a.m. blaða- mann til bana í janúar og um svipað leyti skaut lögregluforingi ökumann snjóplógs til bana eftir að hann risp- aði bíl hans. Þá var lögregluforingi í Moskvu sakfelldur í febrúar fyrir tvö morð og 22 morðtilraunir eftir að hann hóf skothríð í stórmarkaði. Löggur snúa sér að glæpum Vammlausir lög- regluþjónar. Rússneskir lögreglu- þjónar á refilstigum Fjórir félagar í umhverfisverndar- samtökunum Greenpeace klifruðu í gær upp á borpall olíuleitarfyrir- tækisins Cairn Energy undan vest- urströnd Grænlands til að reyna að stöðva olíuleit fyrirtækisins. Græn- friðungarnir hlekkjuðu sig við hlið borpallsins eftir að hafa komist að honum á gúmmíbáti. Danska varðskipið Vædderen hafði fylgst með skipi Greenpeace og meinað því að sigla inn á bannsvæði sem nær 500 metra umhverfis bor- pallinn. Varðskipið sendi tvo gúmmí- báta að borpallinum til að fylgjast með Grænfriðungunum og bjarga þeim ef þeir féllu í sjóinn. Komust upp á borpallinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.